blaðið - 04.05.2006, Side 6

blaðið - 04.05.2006, Side 6
6 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðiö Andvígir stofn- un hlutafélags Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir yfir andstöðu við þá megin- stefnu ríkisstjórnarinnar, sem birtist í frumvarpi samgönguráðherra á Alþingi, að stofnað verði hluta- félag um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarrekstur Flugmálastjórnar íslands. Þessi sjónarmið félagsins hafa verið kynnt í samgöngunefnd. Félagið lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum að leggja fram laga- frumvarp um svo umfangsmiklar breytingar svo skömmu fyrir þing- lok, sem og aetlunum um „ að koma þvi með hraði í gegnum Alþingi á næstu dögum - helst án umræðu í þjóðfélaginu, að því er virðist," eins og segir í tilkynningunni. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gfró- og kreditkortþjónusta Google Earth vildi kaupa loft- myndir af íslensku fyrirtæki Fyrirtækið Loftmyndir bauð upp á mjög skýrar myndir af Reykjavík. Ekki náðist samkomulag og því voru notaðar gervitunglamyndir. inu síðan árið 2004. Þar gefst not- endum tækifæri til að ferðast á ein- stakan hátt um heiminn með hjálp forritsins. Það er í raun eitt risastórt kort, eða loftmynd af heiminum. Hægt er að stækka þar upp ákveðin svæði á heimskringlunni og einnig að skoða til dæmis ólíkar borgir í ótrúlegum gæðum. Lengi vel var ekki hægt að fá skýra loftmynd af Reykjavík í forritinu en það hefur nú breyst. íslendingar, sem og aðrir, geta nú notið þess að skoða götur og hús bæjarins frá ein- stöku sjónarhorni. Teknar úr flugvél Arnar Sigurðsson, markaðsstjóri Loftmynda ehf. segir myndirnar sem Google notist við séu teknar úr gervihnetti. Þetta séu mismun- andi myndir í gæðum en almennt nokkuð góðar. Hann segir Google hafa um nokkurt skeið óskað eftir myndum frá Loftmyndum en ekki hafi náðst samkomulag um verð. „Gallinn er bara sá að ef við seljum þeim og þeir gefa öllum - hverjum eigum við þá að selja okkar myndir í framtíðinni?" Að sögn Arnars eru myndir þær sem Loftmyndir bjóða uppá mun skýrari en gervihnattamyndirnar sem Google notast við nú. Þær séu teknar úr flugvél úr mun minni hæð og bjóða þ.a.l. uppá skýrari stækkun- armöguleika. „Gervitunglamyndir eru að öllu jöfnu mun óskýrari en myndir teknar úr flugvél og þess vegna eru okkar myndir mun skýr- ari og í betri gæðum.“ Yfirlitsmynd af Reykjavík á Google Earth. Myndirnar eru af framkvæmdum að dæma teknar sfðastiiðið sumar. Bandaríska hugbúnaðarfyr- irtækið Google Earth hefur reynt um nokkurt skeið að ná samkomulagi við íslenskt fyrir- tæki um að útvega loftmyndir af Reykjavík fyrir forritið Google Eart. Um er ræða myndir sem eru mun skýrari í upplausn en þær sem not- endum bjóðast nú. Ókeypis á Netinu Hugbúnaðinn Google Earth hefur verið hægt að nálgast ókeypis á Net- Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem salatsósa og i kalt pastasalat hverskonar. Á þessari mynd hefur svæðið í kringum Haligrfmskirkju verið stækkað upp. Ken Livingstone, borgarstjóri Lúndúna, sér enga ástæðu til þess að sturta niður þegar hann er búinn að pissa. Hefur ekki sturtað niður í 15 mánuði Bresk stjórnmál hafa í auknu mæli einkennst af því að helstu leiðtogar flokkanna auglýsi hversu miklir vinir umhverfisins þeir eru. David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, leggur til að mynda mikla áherslu á að sjást koma hjólandi til vinnu, en Tony Blair, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað að eingöngu skuli notaðar umverfisvænar perur í ljósa- stæðið fyrir ofan hinar fornfrægu dyr á Downing-stræti 10. Enginn keppir þó við Ken Livingstone, borgarstjóra Lundúna, en hann viðurkenndi í vikunni í viðtali við blaðið The Independent að enginn í fjölskyldu hans hafi sturtað niður eftir að hafa pissað á heimili hans síðustu fimmtán mánuði. Með þessu athæfi vill Livingstone sýna gott fordæmi í að spara vatn. Livingstone sagði í samtali við blaðið að Lundúnarbúar sóuðu allt of miklu vatni í óþarfa. Hann bætti við að hægt væri að spara ógrynni af vatni með því að sleppa að sturta niður eftir að hafa pissað. Hann hvetur því alla Lundúnarbúa til þess að fara að ráði sínu og segir enga ástæðu fyrir því að sóa dýrmætu vatni f að sturta út þvagi úr klósetti. Minni hagnað- ur hjá Össuri Hagnaður Össurar hf. á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs eftir skatta nam rúmum 42 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyr- irtækisins eftir skatta hins vegar um tæplega 235 milljónum króna. Sala á tímabilinu nam 3,9 milljörðum króna og jókst um 93% samanborið við fyrsta ársfjórðung sfðasta ár. Að sögn Jón Sigurðssonar, for- stjóra Össurar, setja fyrirtækjakaup í byriun þessa árs mark sitt á uppgjör- ið. I janúar keypti Össur fyrirtækið Innovations Sports og febrúar Rigid Medical Technologies. Vonast er til þess að þær fjárfestingar skili sér f auknum hagnaði á næsta ári. VOGABÆR ■ . :v . Frábær köld meö kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góö á saltkexið meö rifsberjahlaupi og sem ídýfa.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.