blaðið - 04.05.2006, Page 10

blaðið - 04.05.2006, Page 10
10 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðiö ESB frestar aðildarviðræðum við Serba vegna Ratko Mladic Ratko Mladic, fyrrum herforingi Bosníu-Serba, fer nú huldu höfði í Serbíu. Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að viðræðum við Serba um samstarf og umbætur sem eiga að leiða til fullrar aðildar að Evrópusamband- inu í framtíðinni hafi verið frestað. Ástæðan er að yflrvöld í Belgrad hafa enn ekki handsamað Ratko Mladic, fyrrum leiðtoga hers Bosníu-Serba í borgarastríðinu í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Mladic er, ásamt Rado- van Karadzic stjórnmálaleiðtoga Bo- sníu-Serba, eftirlýstur af stríðsglæpa- dómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi. Þeir eru meðal ann- ars ákærðir fyrir að bera ábyrgð á þjóðarmorðum á Bosníumönnum. Áætlað var að Evrópusambandið hæfi aðildarviðræður við Serba þann n. maí næstkomandi. Ollie Rehn, sem fer með málefni stækk- unar Evrópusambandsins, sagðist í gær harma seinagang stjórnvalda í Serbíu við að hafa upp á Mladic, sem ákærður er fyrir að bera ábyrgð Ollie Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, sagði (gær að fyrir- huguðum viðræðum um aðild Serba að sambandinu yrði slegið á frest. á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu 1992-1995. Þar er honum meðal annars gefið að sök að bera ábyrgð á fjöldamorðum á 8 þúsund mús- limum í bænum Srebrenica. Rehn ítrekaði þó að Evrópusambandið sé reiðubúið til þess að hefja viðræður á ný sjáist merki um aukinn vilja Serba við að hafa uppi á eftirlýstum stríðsglæpamönnum. Forsætisráð- herra Serbíu, Vojislav Kostunica, vísaði í gær gagnrýni talsmanna Evr- ópusambandsins á bug. Hann sagði að stjórnvöld í Belgrad hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að handsama Mladic. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að handsama Mladid sagði Kostunica að tekist hafi að upp- ræta tengslanet hans og að hann sé nú aðþrengdur á felustað sínum. Veldur pólitískum höfuðverk Mladic hefur farið huldu höfði siðan 1995 en Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Belgrad miklum þrýstingi að framselja Mladic. Ráðamenn þar á bæ hafa hinsvegar ítrekað neitað að vita nokkuð um ferðir hans. Hinsvegar viðurkenndu stjórnvöld að hann hafi verið undir verndarvæng hersins fram á mitt ár 2002 og að hann hafi þegið lifeyris- greiðslur frá ríkinu fram til desemb- ermánaðar á síðasta ári. Evrópusambandiðhefurnotaðhug- s myndir um hugsanlega aðild ríkja á Balkanskaganum sem hvatningu til þess að knýja þar fram umbætur og auka stöðugleika á svæðinu. Stjórn- málaskýrendur telja að óþolinmæði gagnvart litlum samstarfsvilja Serba í málefnum eftirlýstra stríðsglæpa- manna fari vaxandi, sérstaklega í ljósi þess að stjórnvöld í Belgrad vissu mun meira um ferðir Mladic en þau gáfu upp. Þetta ástand veldur Vojislav Kostunica pólitískum höfuðverk. Nauðsynleg forsenda fyrir nánari tengslum við Evrópusambandið er að stjórnvöld handsami Mladic. En talið er að slík handtaka, sérstaklega ef yfirvöld þurfa að beita valdi, geti skapað mikla ólgu meðal þjóðern- issinnaðra Serba sem líta á Mladic sem þjóðhetju. Miklar verð- hækkanir Miklar hækkanir á húsnæðis- og eldsneytisverðiundanfarnatólfmán- uði hefur valdið verðbólguhækkun um 5,5%. Þetta kemur fram í saman- tekt Hagstofunnar á þróun vísitölu neysluverðs frá apríl 2005 til apríl 2006. í samantektinni kemur fram að á einu ári hefur eldsneyti að með- altali hækkað um 18% og húsnæði umi2,3%. Ennfremur hefur verð á matvælum hækkað 6,1%. Þegar horft er á samsetningu út- gjalda á tímabilinu kemur í ljós að landsmenn eyða meira í ferðir og flutninga en áður. I mars í fyrra nam sá útgjaldahluti rúmum 13% af heildarútgjöldum heimila en er í dag tæp 17%. Á sama tíma minnk- aði vægi annarra liða eins og mat- vöru úr 14,2% í 13,3% og húsnæðis úr 17,2% í 16,8%. Þórólfur í starf forstjóra Skýrr Þórólfur Árnason, fyrrverandiborgar- stjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Skýrr hf. Hann mun því fram- vegis stýra þessu stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, en hjá því starfa í dag um 200 starfsmenn. Félagið er dótturfélag Kögunar hf. sem er í meirihlutareigu Dagsbrúnar hf. Þórólfur var lengi vel forstjóri Tals hf. og síðar borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 2003 til 2004. Alfabakka 14 s. 557 4070 Að framkalla stafrænu myndirnar þínar ... á netinu 1... af minniskortinu ... af geisladiski - ...af USB minnislykli ww.myndval.is Auglýsingar 510 3744 blaðið=

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.