blaðið


blaðið - 04.05.2006, Qupperneq 12

blaðið - 04.05.2006, Qupperneq 12
12 I DEZGLAN FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaöið M ? ? t t t f Efþú hefur vit í kollinum þá er tvennt sem blífur, að hætta að nota bílinn og að eiga góðan hjálm.. nion caasE alvöru fjallahjól Switchback SX 34.900 Stell: 6061 slaglengd stillanlegur Glrar SRAM ESP 3.0 21 glra Rockadile Al 2006 28.900 Stell: 6061 Framdempari Spinner Grind 2.70mm Slaglengd stillanlegur Gírar SRAM ESP 3.0 21 gíra Wing Comp 2006 sumartilboð 39. (áður 49.900) Stell: 6061 Al/Cro-mo Framdempari RST Gila T6, lOOmm Afturdempari KS-290 coil over shock Glrar Shimano Altus 24 glra BlaöiS/Steitwr Hugi Sigríður: „Með því að tala oftar um kynferðislegt ofbeldl þá verður minna um það." Ekki allir sem þegja Hjólað í vinnuna I gærmorgun hleypti heilbrigð- isráðherra af stað leiknum „Hjólað í vinnuná' en þetta er í fjórða sinn sem þessari fyrir- tækjakeppni er hleypt á stað. Fyr- irtækjakeppnin stendur frá 3.-16. maí eni4. maíverðurhjóladagur fjölskyldunnar. í fréttatilkynn- ingu kemur fram að markmið „Hjólað í vinnuná1 sé að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsu- samlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir sem nýta sér eigin orku til að koma sér til vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt. Þeir sem taka strætó eru einnig gjald- gengir þátttakendur en þá telur sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð. Jóna Hildur Bjarnadóttir svið- stjóri hjá almenningsíþrótta- sviði ÍSÍ segir að þátttakan í þessu verkefni hafi tvöfaldast á milli ára. „Fyrir utan að bæta líkamlega og andlega heilsu er að einhverju að keppa en verð- launaskildir eru veittir fyrir þrjú efstu sætin í hverjum fyrirtækja- flokki en miðað er við að hjóla sem flesta daga á tímabilinu og að hjóla sem flesta kílómetra. Stærri fyrirtæki tefla fram fleiri en einu liði og dæmi eru um að 17-20 lið keppi frá sama fyrirtæki. Fyrirtækin keppa síðan sameig- inlega við önnur fyrirtæki.'1 hugrun@bladid.net Rokkað til vinstri Ungir vinstri grænir efna til tón- leikahalds, Rokkað til vinstri, í Iðnó í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir af Ungum vinstri grænum til stuðnings framboði Vinstri grænna í Reykjavík. Fjöldi hljómsveita og einstakra tónlistamanna koma fram, Benny Crespo's gang, Rósa Guð- mundsdóttir, Helgi Valur, Byssu- piss, Mammút, Múgsefjun, Jan Mayen, Hraun og Norton. Að- gangur á tónleikana er ókeypis. Fjölbreyttir Kópavogs- dagar Kópavogsbær stendur fyrir Kópavogsdögum 2006 dagana 4. - 11. maí í samvinnu við Iista- og menningarstofnanir í Kópavogi. Þetta er í þriðja sinn sem Kópa- vogsdagar eru haldnir en þessa daga verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir íþúa Kópavogs og nágrannasveitarfélaga. A Kópavogsdögum verður meðal annars opnuð yfirlits- sýning á verkum Guðmundar frá Miðdal og haldið málþing í Salnum í tengslum við sýning- una. Þá verður sérstakur íþrótta- dagur í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs, fjöl- skylduhátíð og hlaupið verður Smárahlaup. Sigríður Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri og starfsmaður Blátt áfram, segir að það sé nauðsynlegt að halda umræðu um kynferðislegt ofbeldi á lofti. Af því tilefni er ráðstefna í dag um kynferðislegt ofbeldi og aðal- fyrirlesarinn er Robert E. Longo, sérfræðingur frá Bandaríkjunum sem hefur unnið í málaflokknum í 29 ár. Robert mun fjalla um fyr- irbyggjandi aðgerðir, þolendur og gerendur kynferðislegrar misnotkunar. Sigríður segir að þær spurningar sem verður reynt að svara á ráðstefn- unni séu spurningar sem Blátt áfram hefur fengið frá fólki. „Okkur ^ ^ finnst vera rétti * ™ tíminn fyrir ráð- stefnu af þessu tagi. Við vorum nýlega með auglýsingaher- ferð og viljum halda áfram að minna á okkur. Með því að minna á okkur vekjum við fólk til umhugsunar enda hefur fólk spurt mikið um hvernig beri að bregðast við kynferðislegu ofbeldi ásamt fleiru sem verður svarað á ráðstefnunni.“ Sigríður vísar í aug- lýsingaherferð þar sem ung börn töluðu opinskátt um kynferðislegt ofbeldi og segir hana hafa haft gífur- leg áhrif. „Foreldrar gerðu sér grein fyrir því að það þyrfti að ræða við börnin og nýttu sér herferðina til þess. Að gefa börnum tækifæri til að setja þessi orð í munn þeirra, að það mætti enginn snerta á typpinu eða píkunni. En þetta er það sem við viljum að börnin okkar geti sagt við alla, hvort sem það eru ókunnugir eða nákomnir.“ Fordómar eru stærsti hluti vandans Robert E. Longo er bandarískur sér- fræðingur sem hefur unnið með þolendum og gerendum kynferð- islegs ofbeldis í 29 ár og Sigríður segir að þær séu mjög ánægðar með að fá hann hingað til lands. „Hann hefur mikla reynslu og getur svarað öllum þeim spurningum sem koma upp á þessari ráðstefnu. Markmið ráðstefnunnar er að skoða allar þær leiðir sem samfélagið getur farið í að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Hluti af forvörnum er að takast á við fordóma gagnvart fólki sem lifir af ofbeldi með fræðslu. For- dómar eru stærsti hluti vandans. Einnig þurfum við að taka ábyrgð á gerendum og koma með skýr skila- boð um hvernig við ætlum að stöðva þennan vítahring sem kynferðislegt ofbeldi er.“ Tækifæri og leyfi til að segja nei Sigríður talar um að það þurfi fyrst og fremst að gefa börnum tæki- færi og leyfi til að segja nei. „Við verðum að fræða börnin okkar um kynlíf og fræða yngri börnin um þeirra eigin mörk. Að það megi enginn snerta þau undir sundfötunum og ef þeim líður illa í samskiptum við fólk þá eigi þau að láta full- orðna fólkið vita. Þetta er eitthvað sem þú ræður ekki bara einu sinni við börnin þín, heldur aftur ogaftur.Kynferð- islegt ofbeldi gerist á Islandi, þetta er faraldur og er eitthvað sem þarf að tala um. Með því að tala oftar um kynferðislegt ofbeldi þá verður minna um það,“ segir Sigríður og bætir við að með umræðu sé verið að láta börn vita að það er ekki allt fullorðið fólk sem þegir. „Það eru alltaf einhverjir sem þora ekki að stíga fram og hjálpa börnum. Þeim finnst það óþægilegt umræðuefni eða of nærri sér.“ Yfirstígum óttann Ráðstefnan, sem ber nafnið Yfir- stígum óttann, stefnan tekin á Forvarnir, fræðslu og heilbrigði, er haldin í Kennaraháskólanum og hefst kl. 9.00. Aðrir fyrirlesarar en Robert eru Þorbjörg Sveindóttir, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss, Kristín Berta Guðnadóttir, félagsráðgjafanemi á fjórða ári í HÍ, og Jón Friðrik Sigurðs- son, forstöðusálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss. svanhvit@bladid.net Við verðum að fræða börnin okkar um kynlíf og fræða yngri börnin um þeirra eigin mörk. Að það megi enginn snerta þau undir sundfötunum og efþeim líður illa í samskiptum við fólk þá eigi þau að láta fullorðna fólkið vita.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.