blaðið - 15.05.2006, Side 14

blaðið - 15.05.2006, Side 14
blaðiðt— Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. EÐLISBREYTING BANDARÍSKRA STJORNMALA Athygli vekur að öldungardeildarþingmaðurinn John McCain hefur vegferð sína í átt að forsetaframboði í Bandaríkjunum árið 2008 með því að stíga í vænginn við kristileg öfl innan Repúblik- anaflokksins. Þingmaðurinn telst til frjálslyndra repúblikana og hefur í gegnum tíðina notið lítils stuðnings þeirra á hægri vængnum sem vilja að stjórnmálamenn taki í meira mæli mið af kristilegum gildum við lagasetn- ingu og stjórn Bandaríkjanna. Ljóst er að McCain metur stöðuna á þann veg að hann eigi ekki möguleika á að hljóta útnefningu flokksins fái hann ekki stuðning kristilega vængsins. Þetta er til marks um þá eðlisbreytingu sem átt hefur sér stað í banda- rískum stjórnmálum. Áhrif trúarhópa fara vaxandi og vægi hinnar frjálslyndu, pólitísku elítu, sem er yfirleitt tengd við ríkin á norðanverðri austurströndinni og vesturströndinni, fer þverrandi. Á tuttugustu öld- inni mótuðu stjórnmálamenn og hugsuðir, sem sóttu fyrst og fremst inn- blástur til evrópskrar menningar, stefnu Bandaríkjanna. Ný kynslóð pól- itískrar elítu er að taka við og hugsun hennar er að mörgu leyti framandi Evrópumönnum. Þessi þróun verður ljós þegar horft er til þeirra ríkja sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, vann í forsetakosningunum 2000 og 2004. Niður- stöður kosninganna sýna að íbúar ríkja sem lengstum hafa verið talin and- lega skyld evrópsku frjálslyndi, svo sem ríki Nýja-Englands og ríkin á vest- urströndinni, velja aðra frambjóðendur en meirihluti kjósenda. Og það er einmitt þessi þróun sem gerir að verkum að maður á borð við George W. Bush kemst til valda. Óhugsandi er að stefnumál hans hefðu fengið brautargengi hjá bandarískum kjósendum fyrir nokkrum áratugum síðan. Þeir sem telja að utanríkisstefna núverandi stjórnvalda í Washington D.C. sé einungis tímabundið frávik í annars samfelldri sögu sem á rætur sínar að rekja til loka seinni styrjaldarinnar, eru á rangri braut. Utanríkisstefnan er að mörgu leyti afleiðing ákveðna breytinga innan Bandaríkjanna. Eflaust er fyllsta ástæða til að vænta þess að hæfileikaríkari menn muni í framtíðinni skipa embætti forseta Bandaríkjanna en sá sem fer með völdin í dag. Þrátt fyrir það er engin ástæða til þess að ætla að breyting verði á inntaki þeirrar utanríkisstefnu sem stjórnvöld munu reka næstu áratugi. Gildir þá einu hvort demókrati eða repúblikani flytur inn í Hvíta húsið. Vissulega getur vel hugsast að áferð hennar verði geðslegri en inntakið verður hið sama og nú er. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Húsbyggjandinn, sumarið & garðurinn Þriðjudaginn 16 maí Auglýsendur, upplýsingar veita jjjjjm j | m Jk 1 Bl i 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaðið EKKi VCR4 ffRÆW> 'EsjSka^ tETTfl fr bjeí mwwi VFKí>B/ETT mt> VóyTiW, HP ÉTU UPP SE.M Vii ÁTTUM í FflsTEiGN)«/s; A JllumT 'V' Að velja sér lið Sú árátta mannskepnunnar að velja sér lið er að mörgu leyti undarlegt fyrirbæri. Dæmi um slíkt er að ég held með Hetti á Egilsstöðum, þrátt fyrir að í gegnum tíðina hafi það ekki skilað mér nokkrum sköp- uðum hlut nema vonbrigðum. Við áttum reyndar ágætt körfuboltalið á tímabili - og komumst meira að segja upp í efstu deild - en féllum beinustu leið úr deildinni við fyrsta mögulega tækifæri. Einnig höfum við unnið nokkur verðlaun á Sumar- hátíð Úí A, en þá er það upp talið. Ég er reyndar það lítill íþrótta- áhugamaður að slæmt gengi minna manna í nánast öllum íþrótta- greinum sem fundnar hafa verið upp veldur mér litlum áhyggjum. Það væri engu að síður gaman að fá einn daginn raunverulega ástæðu til að fagna. Það að vera alinn upp á Egils- stöðum veldur þessum áhuga mínum á Hetti - og á einhvern pínu skringilegan hátt má segja að þessi áhugi minn á íþróttafélaginu sé eðlilegur. Að trúaá Willis I öðrum tilfellum er erfitt að ímynda sér hvers vegna menn ákveða að ganga í ákveðin lið. Mér er til að mynda ákaflega minnis- stæður maður úr gömlu sveitinni fyrir austan sem hélt með Willis. Þannig var mál með vexti að þegar ég var ungur maður voru í raun tvær leiðir til að aka um á jeppa. Annars vegar var hægt að kaupa sér Willis og hins vegar var hægt að kaupa Rússajeppa. Þá voru ekki til neinir fjórhjóladrifnir Subaru og mörg ár voru í að stjórnendum Volvo dytti í hug að framleiða jeppa. Með öðrum orðum - úrvalið á bílamarkaði var miklu mun takmarkaðra en það er í dag. Menn keyptu eins og ég sagði áðan annað hvort Rússajeppa eða WiIIis. Þessi ákveðni maður, sem bjó á einum nágrannabænum, valdi síðarnefnda kostinn. En það var svo skrítið að um leið og bíllinn var kom- inn í hlaðið hjá honum virtist hann hafa „valið sér lið“. Sem er ákaflega skrítið miðað við hvernig bíllinn, eða réttara sagt tegundin, stóð sig. Aðalbjörn Sigurðsson Eftir á að hyggja var gamli bónd- inn sá óheppnasti með bíla sem ég hef nokkurn tímann heyrt um. Sagan þegar framdekkið datt undan bílnum þar sem hann var á leið á þorrablót einn veturinn, og hin þegar gírstöngin brotnaði þannig að hann þurfti að keyra í fyrsta gír frá Seyðisfirði alla leið til Egilsstaða eru bara tvær af óteljandi um það hvernig bílarnir hans virtust stöð- ugt finna nýjar og nýjar leiðir til að bila - og alltaf á ögurstundu. Þrátt fyrir þetta stóð aðdáun bóndans á Willis jeppanum óhögguð alla ævi og hann keypti aldrei aðra tegund. Klippt & skorið Sú afstaða Svandísar Svavarsdóttur, að ræða þurfi hvort hátæknisjúkrahús- ferlíkið eigi að byggja í Þingholtunum og skilja þau frá Vatns- mýrinni, virðist hafa fengið talsverðan hljómgrunn og langt út fyrir raðir líklegra kjósenda VG. En sumt er enn ekki nógu hreint og klárt. Flokk- urinn hefur aðallega markaðssett sig sem umhverfisflokk. ( þeim stíl birti flokkurinn um helgina auglýsingu með Árna Þór Sigurðssyni, borgarfulltrúa, þar sem hann segir að virkjunarframkvæmdir ógni Reykjanesfólkvangi. En sami Árni Þór er líka eini borgarfulltrúinn sem hefur lýst af- dráttarlaust yfirað hann vilji flugvöll á Hólms- heiði þó nú sé Ijóst að flugvöllur þar ógnar vatnsforðabúrum Reykvíkinga og er um það bil versta ógnun við umhverfi höfuðborgar- innar sem hægt er að hugsa sér. Fyrir norðan býður VG svofram á Húsavík þarsem frambjóð- endur virðast býsna ánægðir með væntanlegt álver. Aðrir benda á að vinstri-grænir séu að gagnrýna hátæknisjúkrahúsið með fremur ábyrgðarlausum hætti, enda hafi borgarfulltrúar þeirra komið að málsmeðferð borgarinnar um hann án þess að Framsóknarmenn skynsamastir? Því miður virðist þessi árátta mann- skepnunnar að velja sér lið flytjast yfir í pólitík. Þar eru menn fram- sóknar-, samfylkingar- eða sjálfstæð- ismenn. Það er kannski skiljanlegt að menn trúi á ákveðna lífsspeki - trúa til að mynda á jafnrétti og bræðralag og vilja því kjósa vinstri flokk. Engu að síður eru til menn sem kosið hafa sama flokkinn ára- tugum saman - einfaldlega vegna þess að þeir eru í því liðinu. Ég heyrði þá röksemd á dögunum að sú staðreynd að Framsóknar- flokkurinn mældist nú með minnsta fylgi sögunnar sýndi að framsóknar- menn væru skynsömustu kjósendur landsins. Þeim virðist ekki líka það sem flokkurinn er að gera um þessar mundir og sýna það í skoðanakönn- unum - og síðan mögulega í næstu kosningum. Með því skapast aðhald á flokksforystuna til að fara eftir vilja kjósenda. Slíkt á því miður ekki við um hina flokkana. Mér sýnist til að mynda alveg sama hvaða axar- sköft ráðherrar og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera - þeir eru með um 35% atkvæða í áskrift. Sem þýðir að þeir geta hagað sér nánast eins og þeim sýnist. Það er auðvitað hið besta mál að halda með sínu liði - en ef það þýðir að ekki er horft gagnrýnið á það sem stjórnmálamenn í einstökum sveit- arfélögum eða kjördæmum hafa gert og staðið fyrir síðustu fjögur árin þegar í kjörklefann er komið þá einfaldlega virkar lýðræðið ekki. Höfundur erfréttastjóri Blaðsins. klipptogskorid@vbl.is gera neinar athugasemdir og raunar greitt at- kvæði með því öllu með bros á vör. En kannski frambjóðendum öllum væri hollt að sækja ráð- stefnu Rannsóknarmið- stöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem haldin verður í Há- skólanum í Reykjavík næsta miðvikudag kl. 15.00. Þar verður rætt hvort hið opinbera eigi e.t.v. ekki að skipta sér af skipulagsmálum og verður dr. Mark Pennington frá Lundúnahá- skóla framsögumaður en spekingar á borð við Egil Helgason munu sitja við pallborð.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.