blaðið - 16.05.2006, Síða 4

blaðið - 16.05.2006, Síða 4
4IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaöið “ÍSLANDS MÁLNING Sérhðnnuð málning fyri r Islenskar aöstæður. Sætúni 4 / Sími 517 1500 ■ ■ ■ ■ ■ m ww m. ■ Diaoio/mgo Bubbi byggir i Vesturbænum Krakkarnir á leikskólanum Dvergasteini hefðu eflaust ekki neitt á móti því að fá að prófa þessa flottu græju sem vann við að bæta í sandinn í sandkassanum hjá þeim á dögunum. Þau þurfa þó sennnilega að sætta sig við að notast við fötur og skóflur við sandmokstur- inn á næstunni, hvað sem síðar verður. Mikil eftirspurn er eftir sumarbústöðum Markaður með kaup og sölu á sumarbústöðum fer hratt vaxandi. Fasteignasölur auglýsa eftir sumarbústöðum til sölu. Rúmlega 170 listar lagðir fram Alls hafa 172 framboðslistar verið lagðir fram í sextíu sveitar- félögum fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Flestir fram- boðslistar komu fram á Akureyri en þar berjast sex framboð um athygli kjósenda. í tveimur sveit- arfélögum kom aðeins einn fram- boðslisti fram og þar verður því sjálfkjörið. Þau sveitarfélög eru Tjörneshreppur og Breiðdals- hreppur. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Alls eru notaðir 20 bókstafir til að auðkenna framboðslist- ana. Fyrir utan listabókstafi þeirra fimm flokka sem eiga sæti á Alþingi, þ.e. B, D, F, S og V, er listabókstafurinn L vinsæl- astur en alls eru boðnir fram 12 listar með þeim bókstaf. Eftirspurn eftir sumarbústöðum í nágrenni höfuðborgarinnar hefur aukist töluvert á þessu ári að sögn framkvæmdastjóra fasteignasöl- unnar Foldar. FÍann segir mikið fjör á markaðinum og spáir því að verð eigi eftir að hækka á næstunni. Um 800 bústaðir eru nú í byggingu í upp- sveitum Árnessýslu að sögn bygg- ingafulltrúa Bláskógabyggðar. Stanslaus aukning Fasteignasölur hafa á undanförnu auglýst í dagblöðum eftir sumarbú- stöðum til sölu. Mikill vöxtur hefur verið á þessum markaði síðustu miss- eri og ljóst að fólk sækist í síauknum mæli eftir sumarbústað í nágrenni höfuðborgarinnar. Að sögn Hilmars Einarssonar, byggingafulltrúa Bláskógabyggðar, eru nú um 800 sumarbústaðir I bygg- ingu í uppsveitum Árnessýslu. Þar að auki hefur verið sótt um bygging- arleyfi fyrir 150 nýja bústaði á þessu ári en allt árið í fyrra voru umsókn- irnar alls 345. Hilmar segir eftirsókn eftir sum- arbústöðum í sveitarfélaginu hafa aukist statt og stöðugt á síðast- liðnum sex árum. „Það hefur verið stanslaus aukning í þessu frá árinu 2000. Þetta eru aðallega verktakafyr- irtæki sem eru að byggja núna en einnig einstaklingar.“ A mikið inni Viðar Böðvarsson, framkvæmda- stjórafasteignasölunnarFoldar.segir eftirspurn eftir sumarbústöðum hafa farið vaxandi. „Það hefur verið fjör á þessum markaði það sem af er árinu. Venjulega er markaðurinn að fara af stað í maí og júní en í ár vorum við byrjaðir að selja bústaði strax upp úr áramótum." Að sögn Viðars eru svæði í ná- grenni höfuðborgarinnar vinsælust þó séu þeir til sem kjósi að kaupa lengra í burtu. „Eins og er skiptir staðsetning verulegu máli. Annars eru eldri hús sem eru einföld og lítil almennt ódýrari. Hins vegar er verið að byggja mikið af glæsi- legum bústöðum í dag með öllum þægindum og þeir eru miklu dýrari. Mín tilfinning er sú að verð muni hækka á næstunni. Þessi markaður er að taka seinna við sér en íbúða- markaðurinn og hann á að mínu mati talsvert inni.“ Fannst látinn á Fjarðarheiði Karlmaður á sjötugsaldri fannst látinn á Fjarðarheiði, milli Seyð- isfjarðar og Héraðs, rétt eftir miðnætti aðfararnótt mánudags. Maðurinn hafði farið á göngu- skíði um sexleytið á sunnudag- inn en þegar ekkert hafði spurst til hans klukkan tíu um kvöldið var farið að líta eftir honum. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði fannst maðurinn skammt frá bif- reið sinni og var hann þá látinn. Á fleygiferð til móts við hið óvænta Æsilegur flótti skjaldböku Skjaldbakan Hóras hvarf úr garði eiganda síns í Cardiff í Eng- landi fyrir um átta mánuðum en fannst á dögunum í bæjarjaðr- inum. Hafði Hóras náð að ferðast um 2,9 kílómetra frá heimili sínu á þeim átta mánuðum sem hann hafði nýtt til þess að skoða um- heiminn. Þetta þýðir að hin hrað- skreiða skjaldbaka ferðaðist um 12 metra vegalengd á hverjum degi. Þrátt fyrir þetta er Hóras ekki hraðskreiðasta skjaldbakan í sögu Englands. í september náði skjaldbaka sem býr í norðaustur- hluta Englands að ferðast um rúma fjóra kílómetra á aðeins þremur mánuðum. Þar sem Hóras er aðeins sjö ára og fastlega má búast við að hann eigi um 140 ár ólifuð verður að teljast líklegt að hann eigi góða möguleika á að bæta Englandsmetið. Tíu ferðir á viku 1 drögum að samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Landsflugs er gert ráð fyrir að flognar verði tíu ferðir á viku milli Reykjavikur og Eyja. Samkvæmt samkomulaginu verður farskjótinn Fokker 50 flugvélar. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is. Samkvæmt fréttavefnum ábyrgist bæjarstjón Vest- mannaeyja ákveðinn sæta- fjölda í þessum ferðum. Verði á farmiðum verður stillt mjög í hóf en gert er ráð fyrir að miði aðra leiðina muni kosta 4.900 krónur. Er samkomu- lagið háð samþykki stjórnar Landsflugs og bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.