blaðið - 16.05.2006, Qupperneq 6
6IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaðið
Botninum
náð?
Undrast hringlandahátt
korteri fyrir kosningar
Leiðtogar framsóknar og frjálslyndra gagnrýna leiðtoga sjálfstæðismanna og vinstri-
grænna sem lýst hafa efasemdum um byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut.
Greiningardeild Glitnis telur líklegt
að botninum hafi verið náð í lækk-
unarhrinu síðustu mánaða á hluta-
bréfamarkaði. í Morgunkorni bank-
ans segir að uppgjör flestra stærstu
félaganna í Kauphöll íslands fyrir
fyrsta ársfjórðung ársins hafi leitt
í ljós að afkoman heilt yfir var tals-
vert yfir væntingum. Þessi góða út-
koma hefur þó ekki leitt til mikillar
hækkunar á hlutabréfaverði.
Björn Ingi Hrafnsson, Framsókn-
arflokki, og Ólafur F. Magnússon,
Frjálslynda flokknum, segjast báðir
vera á þeirri skoðun að stefna skuli
að uppbyggingu hátæknisjúkrahúss
við Hringbrautina, enda hafi sú
ákvörðun verið tekin fyrir margt
löngu. Svandís Svavarsdóttir, VG,
og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Sjálfstæðisflokki, hafa bæði lýst efa-
semdum sínum um ágæti þeirrar
hugmyndar að byggja nýtt hátækni-
sjúkrahús við Hringbraut.
Búið að vera í undir-
búningi í mörg ár
„Það sem kemur mér á óvart í þessari
umræðu er hirnglandahátturinn
sem kemur fram hjá þessum stjórn-
málamönnum, korteri fyrir kosn-
ingar,“ segir Björn Ingi Hrafnsson.
„Þetta mál er búið að vera í undirbún-
ingi í mörg ár og um það verið samið
á vettvangi ríkistjórnar og borgar.“
Þessi viðsnúningur kemur Birni
því á óvart. „Ég skil einfaldlega ekki
hvernig stendur á því. að í hverju
málinu á fætur öðru skuli menn vera
að hlaupa frá fyrri yfirlýsingum og
ákvörðunum." Björn segist telja að
málið sé komið allt of langt í ferlinu
til þess að unnt sé að breyta því úr
þessu. „Enda hef ég alltaf skilið fyr-
irhugaða uppbyggingu Vatnsmýrar-
innar á þann veg að þar eigi að vera
vagga nýsköpunar og vísinda í land-
inu með háskóla og vísindaþorpi.“
Björn Ingi segir Háskólasjúkrahús
sannarlega tengjast slíkri starfs-
semi. „Þetta hefur allt verið hugsað
í samfellu og allar hugmyndir um
að hætta við bygginguna eða breyta
henni koma mér gjörsamlega í opna
skjöldu.“
Björn segist bera fulla virðingu
fyrir þeim sjónarmiðum sem segja
að spítalinn eigi að vera annars-
staðar, en sú umræða sé einfaldlega
að baki.
Hlaupist undan ábyrgð
Ólafur F. Magnússon segir efa-
semdir í garð staðsetningar nýs há-
tæknisjúkrahúss vera út í hött. „Þeir
sem bera fulla ábyrgð á því skipu-
lagi sem unnið er eftir, ætla núna
að hlaupa frá því í miðri kosninga-
baráttu og það finnst mér út í hött.“
Ólafur segir, að úr því sem komið
sé telji hann það of seint að ætla
að fara að breyta þessari ákvörðun,
„enda er þegar farið að byggja íbúð-
arhúsnæði við hliðina á Landsspít-
alanum í Fossvogi þar sem kom til
greina að reisa spítalann. Ég tel því
að við eigum að halda okkur við þá
hugmynd að byggja upp háskóla og
vísindaþop í Vatnsmýrinni sem sam-
staða hefur verið um innan borgar-
stjórnar." Hann segir að hátækni-
sjúkrahús passi mjög vel inn í þær
hugmyndir.
MEIRI VEL
-en flestlr þurfa!
Vlnningstillaga um byggingu nýs spítala við Hringbraut. Eins og sjá má er þetta mikil bygging og hefur Svandís Svavarsdóttir meðal
annars lýst áhyggjum sínum á áhrif spítalans á nánasta umhverfi.
Finepix S5600
Nú á tilboði kr. 36.900.-
meö 512MB korti!
Rétt verðkr.45.800
«Ox aðdrðttur (38-380mm)
1.1 sekúndu að kvalkja ð sér
mfm 0,0« aakúndu að taka myndlr
HJðlparljós fyrlr sjðlfvlrkan fókus
S.IMagaplxlar
ISO 64-1600
3, Ji
j„-:.
5íi| FUJIFILM oaíözæcEaíaim SSHSS,
Skipholti 31, síml 568-0450 Ijosmyndavorur.is
KOKOS-SISAL TEPPI
Falleg - sterk - náttúruleg
Verð frá kr. 2.840,- pr. m2
STRÖND
Suðuriandsbraut 10
Simi 533 5800
www.simnet.la/stroni>
Skattskrár vegna álagningar 2005
sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2004 verða lagðar
fram í öllum skattumdæmum þriðjudaginn 16. maí 2006.
Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum
2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46.gr laga nr 50/1988.
Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi,
hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum
í hverju skattumdæmi dagana 16. maí til 29. maí 2006
að báðum dögum meðtöldum.
16. MAÍ 2006
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
IAN ANDERSON
Auglýsingadeild 510-3744
biaðiðL
Kærkomin
kæling
Pakistanskur maður hendir sér
ofan í vatn til þess að kæla sig í
íslamabad í gær. Gríðarleg hita-
bylgja gengur yfir landið um þessar
mundir og hafa fimmtíu manns lát-
ist af hennar völdum frá maí byrjun.
Hitinn hefur slagað upp í 50 gráður
þegar heitast er yfir daginn.