blaðið - 16.05.2006, Page 8
8IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaöiö
rSérsmíÓilmeppann
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna
sveítarstjórnarkosninganna 27. maí er hafin.
Kosið er hjá sýslumönnum um allt land.
í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar
alladaga kl. 10-22.
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir allar
upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar.
Sjálfstæðisfólk, látið vita um stuðnings-
menn sem ekki verða heima á kjördag,
t.d. námsfólk erlendis.
UTANKJÖRSTÁÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Utan kjörstaðaskrifstofa SjálfstæðisfIokksins
| Valhöll-1 Háaleitisbraut 1,3. hæð | 105
Reykjavík | Símar 515 1735 og 898 1720 |
Fax 515 1739 I oskar@xd.is
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til!
Wfls&aú Jí^aíMnaia
ÍÍ1564 0950
Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, á fundi með biaðamönnum í gær
Evrópusambandið
boðar „djarft" tilboð
Utanríkisráðherra Þýskalands segir að ef vottur sé af almennri
skynsemi meðal ráðamanna í Teheran verði fallist á tilboðið.
Utanríkismálastjóri Evrópusam-
bandsins, Javier Solana, sagði í gær
að sambandið muni gera írönum
„djarft“ tilboð til þess að fá klerka-
stjórnina í Teheran til að falla frá
áformum sínum um áframhaldandi
auðgun úrans. Solana sagði fyrir
fund utanríkisráðherra Evrópusam-
bandsins í Brussel í gær að tilboðið
næði meðal annars til kjarnorku-
mála og efnahagsmála og ekki verið
útilokað að sambandið myndi veita
klerkastjórninni öryggistryggingar
fallist íranir á tilboðið.
Ummæli Solana féllu degi eftir að
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Ir-
ans, ítrekaði þá afstöðu stjórnvalda í
Teheran að þau væri ekki tilbúin til
að láta af auðgun úrans og engin til-
boð frá alþjóðasamfélaginu myndu
breyta afstöðu þeirra. Aðspurður
sagðist Solana ekki hafa miklar
áhyggjur af því að ummæli írans-
forseta útilokuðu samninga. Hann
sagði við blaðamenn í gær að tilboð
Evrópusambandsins yrði þess eðlis
að það yrði erfitt fyrir írani að hafna
því. Ennfremur sagði utanríkisstjór-
inn að Evrópusambandið hefði
ekkert á móti því að íranir notuðu
kjarnorku til framleiðslu rafmagns
og vilji væri til samstarfs við þá um
friðsamlega notkun kjarnorku.
Klerkastjórnin í Iran hafnaði til-
boði frá Evrópusambandinu sem
innihélt efnahagsívilnanir og boð
um samstarf í orkumálum gegn því
að þeir létu af auðgun úrans í ágúst
á síðasta ári. Aðildarríki sambands-
ins eru að koma sér saman um tilboð
sem er talið geta breytt afstöðu Ir-
ana. Utanríkisráðherra Þýskalands,
Frank-Walter Steinmeier, sagði í gær
að tilboðið yrði tilbúið síðar í þessari
viku og bætti því við að ef það væri
vottur af almennri skynsemi meðal
ráðamanna i Teheran myndu írönsk
stjórnvöld fallast á tilboðið.
Á sama tíma og Evrópusambandið
vinnur að gerð tilboðsins vinna
Bretar og Frakkar með Bandaríkja-
mönnum að ályktun sem byggir á
sjöundu grein stofnsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna sem verður lögð
fyrir öryggisráðið fallist íranir ekki
á kröfur alþjóðasamfélagsins. Verði
sú ályktun samþykkt opnar hún
dyrnar fyrir viðskiptaþvinganir
gegn írönskum stjórnvöldum og
hugsanlegum hernaðaraðgerðum.
PUSTÞJONUSTA
v
Smiójuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950
Setjum pSSttteíiS
í allar gerðlr blla
Abbas hvetur
til viðræðna á
„degi hörmungaa
Mahmoud
Abbas.
Mahmoud Abbas,
forseti palestínsku
heimastjórnarinnar,
hvatti í gær ráða-
menn í ísrael til að
setjast að samninga-
borðinu og hefja
friðarviðræður við
heimastjórn Palest-
ínumanna á nýjan
leik. Ennfremur
hvatti Abbas herskáa Palestínumenn
til að láta af eldflaugaárásum á Israel.
Forsetinn sagði að slíkar árásir
hefðu einungis í för með sér harð-
ari aðgerðir Israelshers og auki lík-
urnar á því að ísraelsmenn skilgreini
landamæri sín einhliða án samráðs
við heimastjórnina. Þetta kom fram
í sjónvarpsávarpi Abbas til palest-
ínsku þjóðarinnar í gær. Ávarpið var
haldið á svokölluðum „degi hörmung-
anna“ en þá minnast Palestínumenn
stofnun Israelsríkis.
Útiloka viðræður
ísraelsstjórn útilokar allar viðræður
við Palestínumenn á meðan að rík-
isstjórn þeirra, undir stjórn Hamas-
samtakanna, neiti að viðurkenna
tilveruréttlsraelsríkisoglátiafofbeld-
isaðgerðum. Mark Regev, talsmaður
utanríkisráðuneytis Israels, ítrekaði
þá afstöðu stjórnvalda eftir að ávarpi
Ábbas var sjónvarpað að friðarvið-
ræður væru tilgangslausar á meðan
að Hamas-samtökin breyttu ekki
um stefnu gagnvart ísraelsmönnum.
Hann sagði ísraelsk stjórnvöld sækj-
ast eftir friði við Palestínumenn en
beinar viðræður við Abbas, án þátt-
töku Hamas, væru marklausar. Frið-
arviðræður velta því á afstöðu ríkis-
stjórnar Hamas-samtakanna.
ÍE og Illumina
í samstarf
mbl.is | Islensk erfðagreining og
fyrirtækið Illumina greindu frá
því í gær að fyrirtækin hafi tekið
upp samstarf um að þróa og mark-
aðssetja DNA-greiningarpróf fyrir
algenga sjúkdóma. ÍE mun taka í
notkun afkastamikla tækni Illum-
ina til arfgerðagreininga. I fyrstu er
stefnt að þróun prófa til að greina
áhættu einstaklinga á að fá hjarta-
áfall, sykursýki af gerð 2 og brjósta-
krabbamein. Fyrirtækin munu
deila þróunarkostnaði sem og hugs-
anlegum tekjum af sölu greiningar-
prófa. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
segir í fréttatilkynningu að með
þessum samningi fyrirtækjanna
geti ÍE enn aukið á forskot sitt við að
nota niðurstöður erfðarannsókna
til að þróa ný lyf. „Tækni Illumina
mun auðvelda okkur meingenaleit-
ina og möguleg sala á greiningar-
prófum gæti einnig skapað okkur
tekjur innan tiltölulega skamms
tíma,“ segir Kári.
íslensk börn
borða
óhollan mat
Ávaxta- og grænmetisneysla ís-
lenskra barna og unglinga er með
því lægsta sem gerist í Evrópu sam-
kvæmt skýrslu um niðurstöður
rannsóknar um mataræði 9 til 15
ára barna. Auka þarf fræðslu um
gildi hollrar fæðu að mati Ingu Þórs-
dóttur, prófessors í næringarfræði
við Háskóla Islands (HÍ). Skýrslan
var kynnt á blaðamannfundi í gær.
Lítil fiskneysla
Samkvæmt skýrslunni borða íslensk
ungmenni minna en helming af ráð-
lögðum dagskammti af grænmeti
og ávöxtum á degi hverjum. Þannig
borða níu ára börn að meðaltali 36
grömm af grænmeti á dag en 15 ára
unglingar um 45 grömm. Ráðlagður
dagskammtur hljóðar upp á 200
grömm.
Rannsóknin var unnin á vegum
Rannsóknarstofu í næringarfræði
en að henni stóðu Inga Þórsdóttir,
prófessor, og Ingibjörg Gunnars-
dóttir, dósent.
I skýrslunni kemur fram að þrátt
fyrir að vatnsdrykkja hafi stórauk-
ist á síðastliðnum áratug hefur ekk-
ert dregið úr neyslu gosdrykkja og
öðrum sykruðum drykkjum. Að
meðaltali drekkur hvert 9 ára gam-
alt barn um 2,5 lítra af gosi og sætum
svaladrykkjum í viku hverri.
Þá sýnir skýrslan að börn og ung-
lingar fá ekki nægilega mikið af D-
vítamíni úr fæðu sinni og stór hluti
á erfitt með að fullnægja joðþörf
sinni m.a. vegna þess að fiskneysla
hefur dregist saman.
Að sögn Ingu Þórsdóttur, prófess-
ors í næringarfræði við HÍ, benda
niðurstöður rannsóknarinnar til
þess að mataræði íslenskra barna
fari versnandi. Hún telur mikil-
vægt að auka fræðslu og umræðu í
þjóðfélaginu um gildi hollrar fæðu.
„Grunnþekking okkar á líkamanum,
hollu mataræði og gildi hreyfingar
er of lítil. Við þurfum að breyta því
m.a. með aukinni fræðslu í skólum.
Fólk getur aðeins varið sig gegn
harðri markaðssetningu á óhollum
mat með réttri vitneskju."
Upplýsingor og skróning ó netinu:
www.ulfljotsvatn.is
- Bátasiglingar - Vatnaleikir - Sparkleikir - Ædol - Kassabílaakstur/-
Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri
„Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandiT
INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is