blaðið - 16.05.2006, Síða 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006
ÁLIT I 15
Hátæknisjúkrahús er framundan
Fréttir herma að
undirbúningur
að byggingu há-
tæknisjúkrahúss
sé langt kominn.
200 sérfræðingar
og embættismenn
hafa að undan- .,
fornu starfað í .............
15 nefndum að
gerð áætlana
um einstaka þætti væntanlegs há-
tæknisjúkrahúss. Verkið er flókið
og vandasamt er að flétta saman
allar helstu þarfir og nauðsynlega
aðstöðu fyrir allar sérfræðideildir
lækninga, hjúkrunar og umönn-
unar. Þess vegna hefur verið hljótt
um starfið til að minnka líkur á
misskilningi og tortryggni varðandi
skipulag og mat á innbyrðis mikil-
vægi hvers sviðs fyrir sig. Einstakir
sérfræðingar vita ekki enn hvernig
endanlegt fyrirkomulag verður fyrir
þeirra eigin svið og þeir átta sig
sumir ekki á því hvað felst í hugtak-
inu hátæknisjúkrahús. Jafnvel sér-
hæft starfsfólk, sem beitir hátækni-
búnaði eins og segulómun, sem
byggist á tæknibúnaði sem vegur
30 tonn og lítur út eins og risavaxin
99...........................
Vélmenni sem líkist gaff-
allyftara sækir og flytur
bretti með varningi
á, fram og til baka og
upp og niður. íhátækni-
sjúkrahúsinu verða
notuð vélmenni á sama
hátt til að sækja sjúk-
linga í rúmum sínum
og flytja til þeirrar
sérfræðideildar þar sem
aðgerðir eða meðferðir
eru framkvæmdar.
fallbyssa fyrir fallstykki, fær ekki al-
veg séð hvernig fyrirkomulag verður,
en fólki er ráðlagt að halda ró sinni
því tillit verður tekið til allra þarfa
og sviða.
Mikið álag hefur verið á starfs-
fólki Landspítala og sumt þeirra
hefur ályktað um að meiri peninga
þurfi til að fjölga fólki til þess að
unnt sé að sinna fólki sómasamlega;
ekkert hátæknisjúkrahús verði til
ef grunnþjónustan er vanrækt. Því
fólki finnst skjóta skökku við að
ráðstafa hundruðum milljóna til
nefndarstarfa og vanrækja á sama
tíma grundvöllinn sjálfan, hjúkrun
og umönnun sjúklinga. Talsmenn
framkvæmdastjóra spítalans hafa
svarað því til að engin ástæða sé til
að óttast skort á aðstöðu og starfs-
fólki í þeim hátæknispítala, sem
senn verður byrjað að byggja.
Helstu þáttaskil í undirbúningi
urðu með þeirri snjöllu hugmynd að
helstu sérdeildir verði hver á sínum
stað eins og áður, en sjúklingar
fluttir til eftir þörfum í rúmum
sínum. Þessa hugmynd fékk hinn
þekkti bílaframleiðandi Ford í
byrjun síðustu aldar þegar honum
þótti einsýnt, að hagkvæmara væri
að nota færibönd og færa bíla í
smíðum til starfsfólksins en ekki
öfugt. En bílaframleiðslan var öll á
einni hæð, en í hátæknispítalanum
verður að hafa margra hæða bygg-
ingar vegna dýrra byggingarlóða og
til hagræðingar. Þess vegna er unnt
að samþætta færibandareynsluna
við tæknina frá nýtískulegum birgða-
stöðvum fyrir matvæli og almennan
iðnvarning, sem nota vélmenni til
að flytja til varning til geymslu eða
sækja varning í geymslur, sem eru
margar hæðir. Vélmenni sem líkist
gaffallyftara sækir og flytur bretti
inu verða notuð vélmenni á sama
hátt til að sækja sjúklinga í rúmum
sínum og flytja til þeirrar sérfræði-
deildar, þar sem aðgerðir eða með-
ferðir eru framkvæmdar. Hið sama
á við um hjúkrunar- og umönnun-
arþjónustu, sjúklingar eru fluttir
til þeirra staða, sem hafa að geyma
viðkomandi aðstöðu og að lokum
er komið við á þvottadeild. Nýtísku
tölvubúnaður sér um alla flutninga
og á reiknideild spítalans er reiknuð
út bestun í tilfærslum sjúklinga
með hliðsjón af nauðsynlegum að-
gerðum og meðferðum í tímaein-
ingum. Með þessari tækni verða
engar deilur um þörf fyrir starfsfólk,
en miðtölva stjórndeildar reiknar út
nauðsynlegan fjölda starfseininga
og sér um mönnun allra deilda veit-
ingu meðferðareininga.
Grunnhugmyndin um sam-
tvinnun færibandatækninnar og
tölvustýrðar geymslutækni olli
straumhvörfum i áætluninni. For-
maðurstjórnaryfirbygginganefndar
hátæknisjúkrahússins, Alfreð Þor-
steinsson, fékk þessa hugmynd í
tengslum við samskurðaáætlunum
Orkuveitu Reykjavíkur, en með því
að flytja allar veitur í sömu skurði,
kalt vatn, varmaorku, rafmagn, tölvu-
gagnaboð og ljósleiðara, má ná fram
byltingu í sparnaði og verkskipulagi,
en áætlanir Orkuveitunnar gera ráð
fyrir því að samskurðaáætlanirnar
nái um land allt, eins og Bónus og
Síminn til samans.
f ýmsum lágreistum byggingum
inni á milli stórra bygginga er gert
ráð fyrir göngudeildum, en þær eru
á einni hæð. Sjúklingar koma þá inn
á einum stað og ganga inn í færan-
lega klefa með ýmsum þægindum.
Klefarnir eru svo dregnir í gegn um
deildirnar til þeirra staða, þar sem
sjúklingar fá sína þjónustu. Með
þessu leggjast af biðstofur.
Full ástæða er til að vera bjart-
sýnn og að nýi hátæknispítalinn
valdi byltingu í heilsufarsmálum
þjóðarinnar. Einnig er líklegt að
hugmyndin geti jafnvel verið einka-
leyfishæf. Með útrás fslendinga á
mörgum öðrum sviðum má búast
við því að hátæknisjúkrahús bætist
við lyfjamálin, en með samþættingu
hátæknisjúkarahúss og lyfjaútrásar
má búast við mikilli hagræðingu og
arði.
Búist er við að haldinn verði
fréttamannafundur um málið á
allra næstu dögum að sögn Alfreðs
Þorsteinssonar.
Jónas Bjarnason efnaverkfrceðingur
3. TBL , MAi 2006 VERÐ 990 KR.
•'e
PÓRA TÓMAS ÚR KASTUÓSINU
EIGNAÐIST LITLA KÖTLU ÞREMUR
VIKUM FYRIRTÍMANN
W§) *
4 i
í # m 't 4
r/i -
-4
/
SSss
iinmniKifn
Sigmar, kærastinn minn
Kiippti á nafiastrenginn og
svo var hún send aöeins
inn á vökudeiid þ.ví hún
var svolítið eftir sig eftir
þessa hröðu fæðingu.”
Þóra i Kastljósinu talar um fæðinguna
og litla krílið.
tactyst
Við veitum þér frábæran 45% afslátt af fyrstu
þremurtölublöðunum ef þú gerist áskrifandi i eitt ár.
Svo færðu 20% afslátt af næstu tölublöðunum ef
áskrift er greidd með greiðslukorti og 10%
2Í.i>iiibnG .www • aiíliibnA &Ig2>í68