blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöiö '20% Afsláttur af málningarvörum ^ÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuö málnlng fyrir Islenskar aðstæður. _________Sætúni 4 / Sími 517 1500_ Ljóðaveisla í Vin í dag I dag kl. 13.00 heldur ljóðskáldið Guttesen upp á 32 ára afmæli sitt í Vin, að Hverfisgötu 47. Boðið verður upp á kaffi og kræsingar, og stendur skákfélag Vinjar fyrir léttu skákmóti í tilefni dagsins. Þá mun skáldið lesa úr verkum sínum, en Guttesen á að baki sex ljóðabækur og dvaldi hin síðasta, Litbrigðamygla, lengi á metsölulistum um síðustu jól. Kvartað yfir óléttri veður- fréttakonu Svissneskir sjónvarpsáhorfendur hafa kvartað sáran undanfarna daga yfir því að kasólétt kona flytji verðurfréttir í sjónvarpinu. Sjón- varpsstöðinni Tele-Zueri hafa bor- ist fjölmörg kvörtunarbréf þar sem þess er krafist að Jeannette Eggen- schwiler láti af störfum þar til hún hefur fætt barnið. Eggenschwiler segist hins vegar njóta þess að segja veðurfréttirnar þrátt fyrir óléttuna og kveðst ekki vera tilbúin að fara í barneignar- frí þrátt fyrir að vera komin átta mánuði á leið. „Það virðist sem einhverjum finnist óþægilegt að horfa á ólétta konu í sjónvarpi og einhverjir hafa gengið svo langt að kalla mig afbrigðilega," sagði Eggen- schwiler. „Að vera ólétt er eitt af því náttúrulegasta sem til er og eg ætla ekki að fara í felur með það. Ég fer af skjánum þegar ég er tilbúin til þess og ekki fyrr.“ VÍKURVAGNAKERRURNAR þessar sterku Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíða Víkurvagnar ehf • Dvergshöföa 27 ^jSfmi 577 1090 • www.vikurvagnar.is Lettar vilja að NATO taki að sér loftvarnir íslands Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að málstaður ís lands fái góðan hljómgrunn á vorþingi þingmannasambands NATO. Lettar hafa lagt til í bréfi til Öss- urar Skarphéðinssonar, formanns íslensku sendinefndarinnar á vor- þingi þingmannasambands Atlants- hafsbandalagsins (NATO), að banda- lagið taki að sér loftvarnir landsins. Þingið stendur nú yfir í París og á því sitja fyrir fslands hönd Össur og Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Össur segir, að málstaður íslendinga hafi fengið góðan hljómgrunn á þinginu og að í dag ætli íslenska sendinefndin að spyrja framkvæmdastjóra NATO beint út um afstöðu hans til varnar- mála hér á landi. Kjörinn valkostur „Lettar lögðu til í bréfi til mín, for- manns íslandsdeildarinnar, að NATO tæki að sér að sjá um eftirlit og varnir i lofthelgi þeirra NATO- ríkja sem ekki hefðu loftvarnir," segir Össur í samtali við Blaðið. „Þeir nefndu sérstaklega ísland, Eystra- saltslöndin og Slóveníu. Þetta er kjörinn valkostur fyrir íslendinga,“ segir hann. „Þá myndi NATO sjá um loftvarnirnar og við yrðum ekki upp á Bandaríkjamenn komnir sem hafa sýnt að á þá sé ekki treystandi.“ Össur segir þetta vera mikilvæga hugmynd sem fangað hefði athygli manna í þinginu í París. Hann segir deilu íslands og Bandaríkjanna hafa verið rædda sérstaklega á þinginu. „Við höfðum áður sent öllum þeim þingmönnum sem aðild eiga að Össur Skarphéðinssonar, formaður is- lensku sendinefndarinnar á vorþingi þing- mannasambands Atlantshafsbandalags- ins, sem fram fer í París, segir að áhyggjur (slands af loftvörnum landsins hafi fengið góðar undirtektir á þinginu. fundinum bréf þar sem staðreyndir málsins voru skýrðar og við ósk- uðum liðsinnis þeirra." Tekið undir máistað íslands Össur segir að snarpar umræður hafi skapast um málið og héldu þeir Magnús báðir ræður þar sem málstaður Islands var skýrður. „Það var athyglisvert að bandarísku þing- mennirnir lýstu fullum skilningi á okkar afstöðu í málinu, en vísuðu á harða afstöðu varnarmálaráðu- neytisins og Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra.“ Að sögn Öss- urar tóku allar Eystrasaltsþjóðirnar undir málstað Islendinga og sömu- leiðis Bretar sem Össur segir að hafi fullan skilning á því að ekki sé hægt að skilja ísland eftir með þeim hætti sem í virðist stefna. Mikilvægt að tryggja ör- yggi á hafsvæðinu „Það var einnig athyglisvert að heyra í talsmanni norsku sendinefndar- innar sem tók afstöðu með okkur í málinu. Hann benti jafnframt á að á næstu árum væri fyrirhugað að vinna olíu og gas á mjög erfiðum haf- svæðum í norðri sem væri liður í að draga úr þvi að Vesturlönd væru háð olíu frá löndum þar sem erfiðleikar eru uppi. Hann sagði, að forsenda þess að þessi olíuvinnsla sé mögu- leg, væri að tryggja öryggi á þessu landsvæði. Þess vegna sagði hann að Norðmenn leggðu á það mikla áherslu að virkar varnir við ísland yrðu tryggðar svo hægt verði að hafa eftirlit úr lofti.“ Össur segir því, að á vorþinginu hafi málstaður Islands fengið mjög góðan hljómgrunn, „og ekki síður þessi hugmynd Letta um að NATO annist loftvarnir Is- lendinga og annara sem ekki hafa flugvarnir." I dag mun Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, halda ræðu á þinginu og þá segir Össur að þeir Magnús ætli sér að ræða við hann og spyrja beint út um afstöðu hans til þessara hugmynda. Minnkandi hollusta við stjórnmála- flokka Kjörsókn var talsvert minni í nýafstöðnum kosningum en undanfarin ár. Tölur hafa enn ekki verið teknar saman fyrir landið allt en ef litið er til einstakra sveit- arfélaga má sjá vísbendingu um samdrátt í kosningaþátttöku. I Reykjavík, fjölmennasta sveit- arfélaginu, kusu 77,1% atkvæð- isbærra manna. I sveitarstjórn- arkosningunum 2002 nam kosningaþátttakan í Reykjavík 83,9%, en 83,2% á landinu öllu. Kosningaþátttaka hefur ekki farið undir 80% í sveitarstjórn- arkosningunum á Islandi síðan árið 1950. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, seg- ist hafa spáð þvf að kosningaþátt- takan myndi fara minnkandi hér á landi likt og í nágranna- löndunum. „Þetta hefur verið þróunin á Vesturlöndum og við höfum verið að bíða eftir þessu hér á landi," segir Gunnar Helgi. Hann segir minnkandi hollustu almennings við stjórnmála- flokka vera helstu skýringuna á minnkandi kosningaþátttöku á Vesturlöndum. „Þegar litið er til þessara kosn- inga má nefna að tilfinninga- hiti f baráttunni virðist hafa verið minni samanborið við undanfarnar kosningar. Átökin hafa oft orðið ansi hörð. I þetta skiptið sáum við hins vegar fram á svolítið öðruvísi ástand,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir alla flokkana hafa verið miðsæknari en áður. „Við slíkar aðstæður er Hklegra að margir kjósendur álíti það breyta litlu hver vinni kosningarnar. Þá er viðbúið að kosningaþátttaka minnki,“ segir Gunnar Helgi. FRJÁLST blaöió= l'*í Blaöió/SteinarHugi Akureyrin í Hafnarfjarðarhöfn Goða grillkjötið er heitast á grillið í sumar! Akureyrin EA liggur nú við suð- urgarð Hafnafjarðarhafnar en varðskipið Óðinn fylgdi skipinu til hafnar í gærmorgun. Tveir menn létust í eldsvoða sem kom upp í tog- aranum á laugardaginn þegar skipið var statt 75 sjómílur vestur af Látrar- bjargi. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Átján manna áhöfn var um borð er eldurinn kom upp og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á staðinn. Reykkafarar frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins fóru um borð og voru sex menn úr áhöfninni fluttir með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er unnt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.