blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 18
26 I MATUR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöið Borða úr ruslafötum til að mótmœla kapítalisma Nýr jaðarhópur sem nefnist „freegans<( breiðir úr sér á Vesturlöndum. Retilers/Luke MacCregor Hér má sjá Ashwyn Falkingham, svonefndan „freegan", mótmæla, gramsa í rusli eftir mat á bak við stórmarkað I London sl þriðjudag. Þau gramsa í gegnum rusl í leit að æti til þess að mótmæla m.a. umhverfisspillingu, kapítalisma og kjötáti, neyslumenningu og sóun, en ekki sökum fátæktar. Þetta fólk líkist ekki útigangs- fólki, það er oft vel menntað og í góðum störfum en þau eru sannar- lega róttæk hvað varðar pólitíska afstöðu sína og þetta gera þau til að sýna hana í verki. Freegans eru því ekki bara í orði heldur einnig á borði - eða í rusli. Flestir myndu ætla að svona lifn- aðarhættir væru eitthvað sem fólk gerir í stökustu neyð, en svo er alls ekki. „Freegan“ lífsstíllinn á sífellt meiri vinsældum að fagna á Vestur- löndum, sér í lagi í Norður-Ameríku og einstaklingum sem aðhyllast lífs- stílinn fer stöðugt fjölgandi. Orðið „freegan“ er tiltölulega nýtt í enskri tungu en það er samsett úr orðunum „free“ og „vegan“, en ,vegan“ er notað um einstakling sem neitir hvorki kjöts, fisks, né neinna annarRa afurða úr dýraríkinu, þar á meðal mjólkurvara og eggja. Eitt af slagorðum „freegan“ hreyf- ingarinnar er „We’ll eat your scrap, but we won’t buy your crap,“ sem mætti útleggjast „Við borðum af- ganginn en líðum ekki yfirganginn“. Sömu reglur gilda fyrir ruslið og ísskápinn Madeilene Nelson er ein af þessum róttæklingum en í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina sagði hún: „Ég skil að fólki finnist þetta kannski ógeðfellt en það gilda samt sem áður sömu reglur fyrir ruslat- unnur stórmarkaða og ísskápinn heima í eldhúsi. Maður opnar ísskápinn og kannar hvað er til. Skoðar það sem er í honum. Finnur kannski tómat og ef tóm- aturinn lyktar eðlilega, lítur vel út og það virðist ekkert vera að honum þá borðar maður hann. Það sama má segja um matinn sem verður aflögu í verslunum og á veitingastöðum. Þetta er oft fínasti matur. Við mannfólkið berum ágætis skynbragð á hvað er ætt og hvað ekki, líkt og önnur dýr og það er ekkert að því að treysta á eigin skynfæri.“ Skemmtilegt er að benda á að að hluti útlendinganna sem omu hingað sl sumar til að mót- mæla byggingu stóriðjustefnu ís- lands, eru einmitt „freegans" sem nærðust meira eða minna með því að taka dýfur í gámana á bak við Bónus. 99................. Við mannfólkið berum ágætis skynbragð á hvað er ætt og hvað ekki líkt og önnur dýr og það er ekkert að því að treysta á eigin skynfæri. Amerískar pönnukökur Ómótstœðilegur morgunverður á sólríkum sunnudegi. Amerískar pönnukökur eru svo sannarlega freistandi morgunverður og þær eiga aukn um vinsældum að fagna á fslandi í dag. Kanadískar eða amerískar pönnukökur eru ólikar öðrum pönnukökum þar sem lyftiduft og aðrir skammtar af eggjum, hveiti og mjólk eru notaðir til þess að búa til þykkari pönnsur. Deiginu er vanalega hellt eða ausið á heita pönnu og þá verður það um einn sentimeter að þykkt. Lyfti- duftið gerir það að verkum að litlar loftbólur myndast á ósteiktu hlið pönnukökunnar og þá er tímabært að snúa henni við. Amerískar pönnukökur eru léttar i sér og oft eru þær framreiddar sem morgunmatur þar vestra. Þá þykir mönnum gott að hella yfir þær hlyn- sírópi og smjöri. Ef leiðin liggur til vesturheims þá er gott að hafa í huga að pönnukökur ganga þar undir ýmsum nöfnum, t.d. „hotcakes“, „griddlecakes", eða Jlapjacks". Dæmigerð skammtastærð á veit- ingastað eru þrjár til fjórar pönnu- kökur sem eru um 14 sentimetra þykkar. Það er reyndar einnig hægt að panta minni skammta, en þá er beðið um „short stack“. Á amerískum „diner“ eru vana- lega bornar fram ein eða tvær pönnu- kökur sem eru þá 25 sentimetra breiðar. Svo má líka biðja um „silver dollar" pönnukökur, en þá eru þær um sjö sentimetra breiðar og koma fimm eða tíu á disk. Uppskrift að amerískum pönnukökum • 200 gr hveiti • 3 tsk lyftiduft • hálf tsk salt • sogrsykur • íegg • 70 gr brœtt smjör • 2,5 dl mjólk • vanilludropar Þurrefnum blandað saman. Eggjum, mjólk og vanilludropum hrært saman. Þurrefnunum blandað við hræruna. Pönnukökupanna hituð á vægum hita. Smá smjör sett á pönn- una og pönnukökurnar steikar. Borið fram með hlynsírópi, sultu, smjöri eða berjum. margret@bladid.net V ,.. æ* % 1?' Endalaus orka Um þessar mundir hefur safa- pressuæði gripið landann. Fólk flykkist í raftækjaverslanir og verður sér úti um öflug tæki sem ætluð eru til þess að kreista safa úr ávöxtum og grænmeti. Á síð- asta ári kom út hjá forlaginu Sölku bókin Endalaus orka! Yfir 200 bráðhollir ávaxta- og grænmetis- safar eftir Judith Millidge í þýð- ingu Nönnu Rögnvaldardóttur. Safaþyrstir lesendur tóku bókinni opnum örmum og seldist hún fljót- lega upp. Nú er önnur prentun fáanleg í verslunum. í bókinni er að finna alls kyns samsetningar á hollum og heilnæmum drykkjum fyrir alla fjölskylduna. Þar er m.a. að finna drykki sem gagnast gegn kvefi, flökurleika og ýmsum lífseigum bakteríum sem herja á okkur mannfólkið. Hér gefur að lita sýnishorn að nokkrum uppskriftum: Sítrus- og berjasprengja Verulega ljúffeng og hressandi safablanda. Eki bíða með að prófa hana þar til kvefið er komið. Hráefni: 1 sítróna 2 appelsínur 125 ghindber Flysjaðu appelsínurnar og sítrón- una og skiptu þeim í lauf. Skolaðu hindberin og pressaðu safann úr þeim. Pressaðusiðan safann úr app- elsínunum og sítrónunni og helltu öllu í glas. Skreyttu e.t.v. með app- elsínubitum og hindberjum sem þrædd eru á kokkteilpinna. Apríkósu- og mandarínutríó Ljúffeng blanda af betakaróteni og andoxunarefnum sem ráðast til at- lögu við vetrarkvilla. Hráefni: 4 apríkósur ípera 2 mandarínur Skerðu apríkósurnar i sundur og fjarlægðu steinana. Taktu stilk- inn af perunni og afhýddu mand- arínurnar. Pressaðu safann úr apríkósunum, mandarínunum og perunni og blandaðu öllu saman í glas. Engifer-eplasafi Lífgaðu upp á nýpressaðan epla- safa með dálitlu engiferbragði. Hráefni: 2 epli 100 ml engiferöl sítrónusneið Skerðu eplin í bita og settu þau í safapressuna. Blandaðu engiferöli saman við eplasafann í háu glasi og skreyttu drykkinn e.t.v. með kokkteilsólhlíf og sítrónusneið. •«gr- 1 • - Krakkakokkteill Þessi ljúffengi safi er fallegur á að líta og það gæti verið gaman að bera hann fram þegar á að halda upp á eitthvað eða þegar fullorðna fólkið skálar i kampavíni. Hráefni: 150 g vínber hálfsítróna 2 appelsínur Sódavatn nokkrir klakamolar Flysjaðu appelsínurnar og skiptu þeim í geira svo að þær komist í safapressuna. Taktu e.t.v. frá eina eða tvær sítrónusneiðar til að skreyta með. Flysjaðu svo það sem eftir er af sítrónunni. Skolaðu vínberin, taktu þau af stilkunum og pressaðu safann úr þeim. Press- aðu síðan safann úr appelsínunum og sítrónunni. Blandaðu safanum saman, skiptu honum í tvö glös, bættu við klaka og fylltu glösin svo af sódavatni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.