blaðið - 29.05.2006, Page 20

blaðið - 29.05.2006, Page 20
28 I SAMSKIPTI MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið SAMSKIPTI KYNJANNA mm Framhjáhald Á maður að segjafrá eða þegja? Kunningjakona mín er í vanda. Hún veit til þess að maður vin- konu hennar hafi verið að halda framhjá og hún er að reyna að gera það upp við sig hvort hún eigi að segja vinkonunni frá því eða ekki. -Hvað er réttast íþessu máli? Er maður meðsekur framhjá- haldaranum að halda svo mikil- vægum upplýsingum frá þeirri sem er svikin? Það er stóra spurningin. Sjálfri finnst mér að hún ætti kannski helst að tala við sökudólginn til að létta á eigin andlegu byrði. Gefa honum aðvörun. Taka hann afsíðis ög segja „Heyrðu félagi, ég veit hvað þú varst að gera og nú spyr ég hvort það sé ekki tími til kominn að þú ákveðir þig hvoru megin við girðinguna þú ætlar að vera“? (þetta er nefnin- lega ekki í fyrsta sinn sem hann heldur framhjá). í framhaldinu getur hann kannski ákveðið hvort hann segir sinni spúsu frá svikunum, en hann veit þó að hann kemst ekki svo auðveld- lega upp með þetta. Það komast jú svo örfáir auðveldlega upp með svona. Ekki einu sinni Bandaríkjaforseta tókst það og hann á að heita valdamesti maður í heimi. Hvað með vinskapinn? En hvað ef spúsan fréttir svo að vinkona hennar hafi vitað af þessu án þess að segja henni neitt? Verður hún þá ekki brjáluð? Slítur hún vin- skapnum? Það er aftur spurn- ing. Málið er að vitnið er í raun í miklum vanda. Hvort er hún betri við vinkonu sína með því að hlífa henni við sársaukanum eða demba honum yfir hana? Þó að maður sjái slys eiga sér stað, þá gerir það mann ekki að lélegum ökumanni. Hún er í raun bara vitni. Og vitni segja yfirleitt ekki frá neinu fyrr en þau eru kölluð til. Ef vitnið hins- vegar neitar að tala þegar það er kallað til yfirheyrslu, þá fyrst verður það sekt um eitthvað. Framhjáhald er ljótur leikur sem yfirleitt kemst upp á end- anum. Þá er um að gera að sak- ast aldrei við uppljóstrarann, hver sem hann nú er, heldur gera málin frekar upp við svik- arann. Taka ákvörðun um hvort reyna eigi að byggja upp traustið aftur eða sleppa því. Og hvað með trúnaðartraust vinkonunnar sem þagði? Hún var í raun að reyna að gera sitt besta, sama hvað hún gerði. Það er ekkert alfarið rétt eða rangt í þessum málum. Það eina sem er rangt er trúnaðarbresturinn sem framhjáhaldarinn gerist sekur um. ókeypis til 80.000 heimila og fyrirtækja alla virka daga blaöió Hversu lengi varir ástarsorgin? I ástarsorg er best að halda dag- legum venjum sínum og að hugsa ekki of mikið. Þrátt fyrir góðan ásetning er oft erfitt að halda sig við þessar góðu reglur og minning- arnar hellast yfir þann sem er í ást- arsorg án nokkurs fyrirfara. Þannig getur tilfinningastraumurinn borið viðkomandi ofurliði hvenær sem er og það er fátt annað sem kemst að í huga hins ástsjúka en; hvenær kemst ég yfir þetta? í flestum tilfellum er það bara tím- inn sem læknar öll sár. Þá er þó gott að vita hversu miklum tíma maður arf að eyða í þetta erfiða tímabil. starsorgarmælirinn er tilraun til að gefa einhver viðmið um hversu lengi ástarsorgin heltekur hjartað. Ástarsorgarmælirinn Stutt sambönd (Þrír mánuðir eða minna) A. Teldu vikurnar sem þú þekktir ástmögurinn, áður en samband ykkar varð rómantískt og deildu svo í þá tölu með tveimur. B. Teldu þær vikur sem sambandið varði. C. Leggðu saman A og B-lið. D. Teldu hversu mörgum dögum í viku þú eyddir að meðaltali með ástinni einu og deildu í þá tölu með tveimur E. Margfaldaðu útkomuna úr C-lið með útkomunni úr D-lið. Svarið við þessu segir þér til um hversu margar vikur þú verður að ná þér. Meðallangt samband (Eitt ár eða minna) A. Teldu þá mánuði sem þú varst í þessu sambandi. B. Teldu hversu mörgum dögum í viku þú eyddir að meðaltali með ástinni einu og deildu í þá tölu með tveimur C. Margfaldaðu útkomuna úr A-lið með útkomunni úr B-lið. Svarið við þessu segir þér til um hversu marga mánuði þú verður að ná þér. Lengra samband (Eitt ár eða meira) A.Áætlaðu hversu hamingjusamur/ söm þú varst frá degi til dags á skalanum 1-3. B.Áætlaðu hversu mikið líkamlegt aðdráttarafl maki þinn hafði á skalanum 1-3. C. Leggðu saman útkomurnar úr A og B-lið og deildu í þá tölu með 2. Það gefur þér tölu sem táknar ár. D. Dragðu eitt ár frá heildarútkom- unni og þá veistu hversu lengi þú verður að ná þér. <%%\ TVÍBURAR 21.MAÍ-21.JÚNÍ HVAÐ SEGIR FREYJA UM KYNIN? Fólk í tvíburamerkinu er fjölhæft og hefur tvær ólíkar hliðar. Eitt af einkennum þess er að það vill helst sinna mörgum störfum samtímis. Að hafa nóg fyrir stafni er því lífsnauðsynlegt. Tvíburinn elskar nýjungar. Kyrrstaða og vinna á sama staðnum á ekki við hann og því er afar lítil hætta á því að þetta fólk festist í vananum. Stutt og hnit- miðuð verkefni henta því vel. Starf með mörgum smáatriðum á yfirleitt ekki við tvíburann. Þetta fólk er hrifnæmt og er ein- beitni lykillinn að velgengni tvíbur- ans á meðan áhugi er fyrir hendi. Tvíburinn hefur ríka þörf fyrir að vinna að félagsmálum og hefur gaman af því að vera innan um fólk. Hann er félagslyndur, forvitinn og nýjungagjarn. Tvíburafólkið á ekki til mikla þol- inmæði gagnvart íhaldssömu fólki. Það veit hvar það stendur hverju sinni, en gæti verið búið að skipta um skoðun eftir stuttan tíma. Það hefur þörf fyrir hreyfingu og oft má rekast á fólk i þessu merki í stuttum ferðum bæði innan lands og utan. Það er margt líkt með fiskinum og tvíburanum, t.d. þörf fyrir að dylja hinn raunverulega tilgang sinn. Karlmaður í tvíbura Þessi maður er óútreiknanlegur, a.m.k. finnst flestum konum það. Til þess að ástarsamband tvíbura- mannsins lukkist er eins gott að konan geri sér ljóst að hann verður að hafa frelsi til að breyta um vinnu eins oft og honum dettur í hug. Einn daginn þegar hann kemur heim úr vinnunni gæti hann verið búinn að selja húsið ykkar og gleyma að láta þig vita. Hann er manna líklegastur til þess að hafa tekið jörð eða bát upp í söluna. Tvíburamaðurinn er yfirleitt vin- sæll og uppáhald gestgjafa. Hann er liðtækur við grillið og nýtur sín í við- ræðum. Hann er vel heima í því sem er að gerast hverju sinni og er lipur í samræðum. Hann er ráðgáta og það virðist litlu máli skipta hvernig afstaða him- intunglanna var við fæðingarstund þessa manns, hann breytist frá degi til dags. Hann er viss með að snið- ganga konu sem hann er alvarlega ástfanginn af, þar til hann telur sig vissann um að hún muni þola honum alla hans dynti. Þessir menn eiga það til að leggja gamla vini á hill- una vegna nýrra vina. Það er ekki af því að þeim þyki ekki vænt um sína gömlu vini heldur er það persónu- leiki tvíburanna sem breytist. Þeim er einfaldlega í blóð borðið að sækj- ast eftir kunningsskap þeirra sem hentar þeim hverju sinni. Kona í tvíbura Það hefur stundum verið sagt að maður sem óskar sér að vera í fjöl- kvæni eigi að giftast konu í tvíbura- merkinu. Hugur hennar er á sífelldu flakki og afstaða hennar til ástar- mála er breytileg. En maður sem á tvíburakonu ætti að leggja sig fram við að finna rómantísku konuna á bak við allt flöktið og hverflyndið. Takist honum það verður hann ham- ingjusamasti maður á jarðríki. Þessi líflega kona hefur sérstakt yndi af því breyta heimilinu. Hún er fagurkeri og þegar sá gállinn er á henni leggur hún nótt við dag að gera allt sem best úr garði. Hún er góð móðir sem fórnar sér fyrir börnin. Hún hefur ekki neina ánægju af því að fara í langt ferða- lag án þeirra og er frekar heima. Tvíburakonan ferðast með flugi um landið frekar en bíl, henni liggur á og tíminn er dýrmætur. Hún skipuleggur líf sitt en vegna hins mikla breytileika í sál hennar standast áætlanir hennar oft ekki. Hugur hennar er fullur af vonum og háleitum hugsunum. Hún er smekk- leg í klæðaburði og oftast hygginn í innkaupum. Hún þarfnast þess að maki hennar sé fastur fyrir, styrki hana og styðji. Þekkt fólk í tvíburamerkinu John F. Kennedy Bob Dylan Marliyn Monroe Cole Porter Hrafn Gunnlaugsson Bragi Ásgeirsson Áhrifastjörnur þessa merkis eru Merkúr, Venus og Sólin. Happadagar: þriðjudagur. Happalitir: blátt, grænt og brúnt. Heillasteinar: agatar og smaragðar. Happatölur eru oftast 6 og 5. Marliyn Monroe Cole Porter John F. Kennedy Hrafn Gunnlaugsson ■ ? J_________________________________ Bragi Ásgeirsson BlaHtMH

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.