blaðið - 29.05.2006, Side 24
32 I MENNIWG
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið
Best að vera fjarri alfaraleiðum
Lokaniðurstaða um lífið
Er eitthvað samhengi í valinu á
þessum Ijóðlínum?
„Ekki nema að þær fjalla allar um
landið, eru eins konar hugleiðingar
um ísland og okkur. Kannski
er þetta eins konar gamaldags
þjóðernisrómantík og það er allt
í lagi ef hún er laus við þjóðrembu
og smáþjóðamont, sem hefur lengi
verið lýti á hugsun okkar.
Þessi sinfónía er auðskilin,
aðgengileg og björt meðan fyrsta
sinfónían mín var dökk, flókin og
innhverf. Ég nota kór sem syngur
lengi vel án orða og er stundum
notaður eins og bakgrunnur og
stundum eins og hljóðfæri. Undir
blálokin syngur kórinn einradda:
,Vér erum þelið sem draumar
spinnast úr, vor ævi er stutt og
umkringd svefni“. Þetta er úr
Ofviðrinu eftir Shakespeare, fallega
þýtt af Helga Hálfdanarsyni. Þetta
er eins konar lokaniðurstaða um líf
okkar í eilífðinni, á landinu okkar
Islandi sem er umgjörð um athafnir
okkar, þrár og drauma, miðpunktur
og leiktjöld hugsana okkar.“
Þú segist vera bókamaður.
Hvaða áhrif hefur það haft á
tónlistarsköpun þína?
„Ég fæ mikið út úr bókmenntum
og raunar öllum listgreinum. Ég veit
ekki hvort þarna eru einhver bein
áhrif en lestur bóka kemur huganum
og hugmyndafluginu af stað.“
Ekkert að því að
vera borgaraskrekkur
Fyrir einhverjum árum fórnaði
fólk höndum þegar minnst var á
íslenska nútímatónlist. Varðstu
sjálfur var við það viðhorf?
„Þegar ég byrjaði að semja þá
Atli Heimir Sveinsson.„Mér hefur oft fundist að listamenn á fslandi væru að flýta sér að staðna. Ég hef reynt að staðna ekki."
99...........................................
„Það eru alltaf einhverjir sem vilja ekki annað
en það sem þeir hafa áður heyrt. En ég held
að það eigi ekki við um alla. Ég get ekki farið
að reikna út meðaltal afsmekk áheyrenda og
samið samkvæmt því. Það get ég alls ekki. Maður
reynir bara að gera eins vel og maður getur."
var það sem ég hafði fram að færa
eflaust svolítið framandi fyrir
marga. Ég kom heim úr námi árið
1965 og ísland var þá geysilega lokað
land. Þá fannst mér íslendingar
vera fólk sem sæti ánægt inni í sinni
litlu huggulegu stofu í hálfdanskri
nýlendu. Nú hefur ísland breyst
geysilega mikið.
Kannski verður fólk reitt ef
eitthvað kemur því á óvart og þá
það. Það er ekkert við því að gera.
Mér hefur alltaf fundist best að vera
fjarri alfaraleiðum. Að gera svolítið
öðruvísi en aðrir. Þegar gamli
Debussy var spurður hvernig hann
kompóneraði sagði hann: „Eg geri
mér í hugarlund það sem aðrir hafa
samið og svo geri ég eitthvað allt
annað“. Eg er dálítið þannig. Það eru
nógir aðrir sem gera þetta vanalega
og ég ætla ekki að vera í hópi þeirra.
Það eru alltaf einhverjir sem vilja
ekki annað en það sem þeir hafa áður
heyrt. En ég held að það eigi ekki við
um alla. Ég get ekki farið að reikna
út meðaltal af smekk áheyrenda og
samið samkvæmtþví. Það get ég alls
ekki. Maður reynir bara að gera eins
vel og maður getur. Hversu óvanaleg
verk mínu eru verða aðrir að dæma
um. En það er ekkert að því að vera
borgaraskrekkur."
Söngperlur úr arfi rétt-
trúnaðarkirkjunnar
Á annan dag hvítasunnu, þ. 5. júní
klukkan 17.00 mun Mótettukór
Hallgrímskirkju halda sína árlegu
vortónleika í 24.sinn og flytja kór-
tónlist frá Austur-Evrópu. Kórinn
er með þessari efnisskrá að fara inn
á slóðir í efnisvali sem hann hefur
ekki kannað áður. Sungið verður á
rússnesku, kirkjuslavnesku, grísku
og latínu.
Á efnisskránni er eingöngu kór-
tónlist án undirleiks, sem fengin
er frá rétttrúnaðarkirkjum Austur-
Evrópu eða er sprottin upp úr tón-
máli þeirra. Þekktustu verkin eru
5 mótettur úr Vesper eftir Rach-
maninoff, sem er safn fjölradda
helgisöngva fyrir blandaðan kór
og hefur notið vaxandi vinsælda
hjá unnendum kórtónlistar und-
Blaölí/SteinarHugi
anfarin ár, en ekki heyrst mikið
á íslandi. Kórinn flytur valin
verk eftir hinn serbneska og róm-
antíska Mokranjac, sem var afar
afkastamikið tónskáld og hefur
líklega ekki áður verið sunginn af
íslenskum kór. Eftir pólska sam-
tímatónskáldið Gorecki verða flutt
tvö öndvegis verk, Totus tuus og
Amen, bæði samin undir áhrifum
frá kórstíl austurkirkjunnar.
I tengslum við tónleikana stendur
kórinn fyrir sýningu á 50 íkonum
frá fjórum löndum í Austur-Evr-
ópu, en sýning þessi hefur vakið
mikla athygli víða um Evrópu
að undanförnu, en sýningin
kemur hingað frá London. Mót-
ettukórinn mun síðan flytja hluta
af sömu dagskrá á tónleikum,
m.a. í London og Rochester
dómkirkjunni um miðjan júní.
Miðasala á tónleikana í Hallgríms-
kirkju er þegar hafin og fólki bent
á að tryggja sér miða í tíma.
Erufleiri sinfóníur á leiðinni?
„Ég er búinn með sinfóníu númer
þrjú. Hún er fyrir tvo einsöngvara,
tvísöngur eiginlega allan tímann
en svo nota ég bakraddir eins og
1 poppinu- Hún fjallar um lífið,
frelsið og dauðann. Ég hef líka lokið
við fjórðu sinfóníuna og nú að vinna
að þeirri fimmtu fyrir rafhljóð úr
hátölurum og stóra hljómsveit.
Mér hefur alltaf fundist að
sinfónía sé eins og skáldsaga frá 19.
öld. Sé um allt. Sinfóníur mínar eru
Blaðið/lngó
svolítið langar en það verður bara
að hafa það. Ég held að það sé ekki
hægt að hafa þær styttri. Doðrantur
frá 19. öld verður heldur ekki svo
mjög styttur.
Það hefur fylgt mér að ég hef
reynt að bæta einhverju við þessa
vanalegu sinfóníuhljómsveit. Ég
hef haft gaman af því að fá nýja liti í
þetta. Annars er ég alltaf að breytast.
Mér hefur oft fundist að listamenn á
íslandi væru að flýta sér að staðna.
Ég hef reynt að staðna ekki.“
SU DOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu
5 8 2 9 3 1 6 7 4
6 3 9 7 2 4 8 5 1
1 4 7 5 6 8 9 2 3
2 6 3 1 4 7 5 8 9
4 5 1 2 8 9 7 3 6
7 9 8 3 5 6 1 4 2
8 1 6 4 7 2 3 9 5
9 2 5 8 1 3 4 6 7
3 7 4 6 9 5 2 1 8
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
niu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
2 7 1 4 3 9
4 5 2
3 9 6 1
4 2
9 6
6 7 3 9
9 6 8 4
3 8 5
1
r~“ '"ni/i ishDP@IS ©6610015
zaLJLJLJrvL
Sinfónía númer 2 eftir Atla Heimi
Sveinsson verður flutt tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands
í Háskólabíói næstkomandi
fimmtudagskvöld. „Þetta er
sinfónía í fimm þáttum þar sem
hver þáttur hefur nafn sem sótt er
í íslenskan skáldskap,“ segir Atli
Heimir. „Fyrsti þáttur hefur heitið
Sólskins rönd um miðjan dag eftir
Stephan G. Stephansson. Svo kemur
annar þáttur Raddir frá hyldýpi
hafsins eftir Hannes Hafstein.
Síðan Einn um nótt ég sveima eftir
Kristján Jónsson Fjallaskáld. Svo
kemur Blámi himinhæða sem er úr
fánakvæði Einars Benediktssonar
og að lokum er Blik afþínum draumi
úr lýðveldiskvæði Jóhannesar
úr Kötlum. Hver þáttur tengist
bókmenntum því ég er mikill
bókmenntakall.“