blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 25
 Einn af virtustu tölvunarfræðingum í heimi, Dr. Moshe Y. Vardi, verður gestur Þekkingarseturs fræðilegrar tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavfk í byrjun júní. Hann heldur fyrirlestur fyrir almenning um rökfræði, frá Aristóteles og Evklíð til dagsins í dag. Allir ættu að geta haft gaman af fyrirlestrinum, en Dr. Vardi hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir almenning um heim allan. Á síðustu fimmtíu árum hafa samskiptin á milli rökfræðinnar og tölvunarfræðinnar aukist mjög mikið. Rökfræði hefur meira að segja verið kölluð „stærðfræðigreining tölvunarfræðinnar" þar sem rökfræðin gegnir, að margra áliti, svipuðu hlutverki fyrir tölvunarfræðina og stærðfræðigreining gegnir fyrir eðlisfræði og hefðbundnar verkfræðigreinar. Tölvunarfræði; Ávöxtur rökfræðinnar; Þegar risarnir réðu ríkjum (And Logic Begat Computer Science: When Giants Roamed the Earth) verður farið yfir söguna og hvernig rökfræðin hefur haft áhrif á þróun tölvunarfræðinnar. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir aiia þá sem hafa áhuga á verkfræði, stærðfræði, heimspeki, sagpfræði og aiit annað er viðkemur rökfræði, tækni og þróun. FYRIRLESARI: DR. MOSHE Y. VARDI Dr. Vardi starfar sem prófessor í Rice University í reiknifrædilegri verkfrædi og er forstödumaður tölvu- og upplýsingatæknisvids vid sama háskóla. Hann hefur unnið til verðlauna hjá ACM og IBM, hann fékk Gödel verdlaunin árið 2000 og hefur birt yfir 300 greinar í virtum tímaritum og frædiritum um allan heim. FYRIRLESTUR FYRIR ALMENNING UM RÖKFRÆÐI STA0UR: HASKOLINN I REYKJAVIK OFANLEITI, STOFA 101 TÍMI: FIMMTUDAGINN l.JÚNÍ FRÁ KL. 1P.00-18.00 (KAFFIVEITINGAR FRÁ 16:30-1?:00) AÐGANGUR ÓKEYPIS ❖ HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK REYKJAVlK UNIVERSITY OFANLEITI 2,103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9,110 REYKJAVlK S(MI: 599 6200 www.hr.is He+jur í vísmdu'toi Fyrirlesturinn er styrktur af Ronnís, Samtökum iðnaðarins og Félags um e/Iingu verk- og tæknifræðimenntunar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.