blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaðÍA Vísa hvor á annan Ráðamenn vísa í ábyrgð hvers annars vegna húsnæðisvanda Blóðbankans Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að heilbrigðisráðherra fari með málefni Blóðbankans, en ekki fjár- málaráðherra. Blóðbankinn hefur staðið frammi fyrir miklum húsnæð- isvanda í tæplega tvo áratugi, eins og fram kom í frétt Blaðsins á föstu- daginn. „Heilbrigðisráðherra fer með stærsta hlutann af fjárlögum og hefur hann heilmikla fjármuni til ráðstöfunar. Það gengur ekki að vísa á aðra ráðherra," segir Árni. í svari heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Valdimars L. Friðrikssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um málefni Blóðbankans kemur fram að endurnýjun á húsnæði Blóðbank- ans hafi verið til skoðunar undan- farin ár. Þar kemur jafnframt fram að óskað hafi verið eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að auglýsa eftir húsnæði, en ekkert svar hafi enn borist. Þegar Árni er spurður hvort verið sé að bíða eftir heimild hjá fjármála- ráðuney tinu segist hann ekki þekkja það. „Fjármálaráðherra fer með fjöl- margar eignir á vegum ríkisins og ég þekki þetta ekki nákvæmlega,“ segir Árni. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir og forstöðumaður Blóðbankans, segir húsnæðismál Blóðbankans við Barónsstíg vera í miklum ólestri. Þarfagreiningar og kannanirhafa leitt í ljós að Blóð- bankinn þurfi um i.6oo fer- metra húsnæði, en núverandi húsnæði er um 650 fermetrar að stærð. „Eftir að fallið var frá hug- myndum um að byggja við Blóð- bankann hafi verið leitað eftir leiguhúsnæði. Þá tók fjármálaráð- herra ákvörðun um að setja málið í útboð, en svo hefur ekkert gerst svo mán- uðum skiptir,“ segir Sveinn. Árni Mathiesen, fjár- málaráðherra Sif Friðleifsdóttir, heiibrigðisráðherra Núverandi húsnæði Blóðbankans stenst ekki kröfur Vinnueftirlitsins og uppfyllir heldur ekki skilyrði um brunavarnir. Ekki náðist í Sif Friðleifsdóttur í gær vegna málsins. Argentínumenn horfa ekki eingöngu á knattspyrnu þessa dagana. Sumir þeirra fóru á ströndina og horfðu á hvali. Myndin er tekin á La Cantera ströndinni við bæinn Puerto Madryn sem er sunnarlega í landinu. Iranir með efasemdir um tilboð stórveldanna Iranskir embættismenn segja margt í tilboði stórveldanna sex um lausn deilunnar vegna kjarnorkuáætlunar klerkastjórnarinnar Teheran vera óásættanlegt og ætla að gera gagntilboð. Ali Larijani, aðalsamninga- maður klerkastjórnarinnar í Teheran í deilunni um kjarnorku- áætlun frana, lýsti því yfir í gær að stjórnvöld gætu ekki fellt sig við öll ákvæðin sem eru í tilboði helstu stórvelda heims um lausn deilunnar. Larijani, sem var staddur í Kaíró í Egyptalandi, sagði að margt jákvætt væri í tilboðinu en að sum ákvæðin sköpuðu vandamál og væru óásættanleg. Hamid Reza Asefi, talsmaður íranska utanríkis- ráðuneytisins, tók í sama streng á vikulegum blaðamannafundi í Teheran í gær. Hann sagði að margt í tilboðinu væri „óljóst“ og að fjarlæga þyrfti sum ákvæði til þess að klerkastjórnin geti fallist á það. Um helgina komu svo fram aðrar vísbendingarnar um hvernig íranir munu bregðast við tilboðinu. Á laug- ardag sagði Manoucher Mottaki, ut- anríkisráðherra landsins, að íranir muni gera ríkjunum sex gagntilboð um lausn deilunnar. Þrátt fyrir um- mæli ráðherrans hafa aðrir embætt- ismenn sagt að stjórnvöld séu enn að vega og meta tilboðið og þurfi lengri tíma til þess að taka endan- lega ákvörðun. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar gerðu írönum tilboðið, með sam- þykki Bandaríkjamanna, Rússa og Kínverja, í síðustu viku. Þrátt fyrir að innihald þess hafi ekki verið gert opinbert er talið að í því séu bæði að finna ívilnanir gagnvart Irönum gegn því að þeir láti af auðgun úr- ans auk refsiákvæða haldi þeir áfram að brjóta gegn vilja alþjóða- samfélagsins með kjarnorkuáætlun sinni. Fyrstu viðbrögð klerkastjórn- arinnar við tilboðinu voru jákvæð en ummæli gærdagsins þykja benda til að stjórnvöld í Teheran fallist ekki á tilboðið án breytinga. Reuters Ali Larijani, aðalsamningamaöur klerkastjórnarinnar (Teheran (deilunni um kjarnorkuáætlun (rana, ásamt Amr Moussa, aðalritara Arababandalagsins, á fundi meö blaðamönnum í Kairó f gær. Að sögn Larijani eru íranir ánægðir með það sem snýr að samstarfi við friðsamlega nýtingu kjarnorku í tilboðinu en segir að þeir séu ekki tilbúnir að ræða tilboð sem felur í sér hótun um refsingar fallist þeir ekki á það. Talið er að ríkin sex sem standa að tilboðinu hafi komið sér saman um að beita refsiaðgerðum gegn írönum fallist klerkastjórnin ekki á tilboðið. Ljóst er að mikill þrýstingur er á klerkastjórninni að samþykkja til- boðið. Það að Rússar og Kínverjar hafa samþykkt innihald þess veikir samningastöðu Irana verulega en ríkin tvö hafa fram til þessa veitt þeim stuðning á alþjóðavettvangi. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, lýsti því yfir á föstudag að Ir- anir hefðu aðeins nokkrar vikur til þess að taka ákvörðun um hvort að þeir taki tilboðinu eða ekki. Forset- inn ítrekaði að gripið yrði til refsiað- gerða gegn Irönum fallist þeir ekki á tilboðið. Það getur verið erfitt að rata (Miami Öldungar í vegvillum Þrír ellilífeyrisþegar, tvær konur og einn maður, týndust í þrjá daga í Mi- ami-borg í Flórída í Bandaríkjunum en fundust loks á föstudag. Oldung- arnir höfðu keyrt til borgarinnar frá New York til þess að heilsa upp á veikan vin. Þeir tóku hús á lasna vininum á þriðjudag en týndust þegar þeir ætluðu að aka aftur á hót- elið, sem er í 13 kílómetra fjarlægð. Þeir óku um borgina í þrjá daga en gátu ómögulega fundið hótelið. Einn öldungurinn náði að hringja í ættingja sinn á miðvikudag, áður en að rafhlaðan í sima hans klárað- ist, sem lét lögreglu í borginni vita af ógöngunum. Eftir tveggja daga leit fann lögreglan loksins ellilífeyr- isþegana en þeir höfðu gefist upp á að ajka um borgina og lagt bílnum hjá bensínstöð. Að sögn heilsast þeim öllum vel en maðurinn, sem þjáist af Alzheimer-sjúkdómi, áttaði sig reyndar ekki á því að hann hefði verið týndur sökum minnisleysis. Erill hjá lög- reglunni víða um land Erill var hjá lögreglunni víða um land aðfararnótt sunnudagsins og er það talið fylgifiskur sjómanna- dagsins. Níu manns voru teknir fyrir ölvun við akstur í Reykjavík og segir lögregla að óvenjulega mikið hafi verið um slíkt þessa helgi. Níu manns gistu fangageymslur aðfar- arnótt sunnudagsins vegna ýmissa brota. Þrír piltar innan við tvítugt voru handteknir í Keflavík grun- aðir um skemmdarverk á bilum og bensínþjófnað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.