blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 14
blaðið------------------------------------------------ Útgáf ufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. JÖFN SKIPTI, KYRR KJÖR Fyrirkomulag svonefndra helmingaskipta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn á ný verið staðfest á vettvangi rík- isstjórnar lýðveldisins. Líkt og venjur, ef ekki beinlínis lögmál, mæla fyrir um hér á landi var tækifæri til breytinga ekki nýtt nú um helgina þegar ákveðin voru skipti valda innan ríkisstjórnar Geirs H. Ha- arde, verðandi forsætisráðherra. Stjórnmál kyrrstöðunnar halda velli og vel það þrátt fyrir róttækar þjóðfélagsbreytingar á Islandi á undanliðnum árum. Hugmyndin um hina „íslensku sérstöðu" ristir djúpt í þjóðlífinu og er oft notuð sem réttlæting fyrir því að hér á landi er hlutum um sumt háttað á annan veg en yfirleitt tíðkast erlendis. Þetta á ekki m.a. við um stjórn- málin. Að vísu er fyrirkomulag helmingaskipta ekki óþekkt í Evrópu. I því viðfangi kemur Austurríki upp í hugann en þar hafa tveir álíka stórir valdaflokkar lengstum iðkað kyrrstöðustjórnmál af verulegri íþrótt. Nú hafa tveir menn náð samkomulagi um að skipting ráðuneyta í stjórn- arsamstarfinu skuli vera jöfn. Sjálfstæðisflokkurinn er risinn í íslenskum stjórnmálum, Framsóknarflokurinn er... eitthvað allt annað. Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur fylgis tvöfalt fleiri kjósenda. Það fyrirkomulag sem tíðkast í samstarfi þessara tveggja flokka og þeir Geir H. Haarde og Hall- dór Ásgrímsson hafa nú staðfest og innsiglað ögrar í raun hefðbundnum skilningi á framkvæmd lýðræðisins. Þrátt fyrir að núverandi stjórnarsamstarf hafi um margt reynst árang- ursríkt réttlætir það ekki helmingaskiptin. Augljós vandi Framsóknar- flokksins felst ekki síst í því að hann hefur haft of mikil völd í stjórnar- samstarfinu. Kjósendur vita mætavel að flokkurinn hefur ekki umboð til slikra valda. Það er ekki almenn andúð á stefnu flokksins sem hefur komið honum í þennan vanda heldur sannfæring stórs hluta þjóðarinnar að flokkurinn misnoti oddaaðstöðu sína í íslenskum stjórnmálum og taki sér völd umfram fylgi. Þá aðstöðu hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú staðfest eina ferðina enn. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa helmingaskiptin til marks um að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur stefni að því að viðhalda sam- starfinu eftir þingkosningarnar að ári. Ekki skal fullyrt hvort greining þessi er rétt en skiljanlegt er að slík ályktun sé dregin. Fyrirkomulag helmingaskipta mun sæta vaxandi gagnrýni á næstunni; lýðræðið er ekki kyrrstætt fyrirbrigði og skilningur manna á eðli þess og inntaki er það ekki heldur. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Tilboðsdagar 20% afsláttur Rafstillanleg rúm með 9 svæða pokafjaðrakerfi frá kr. 148.800.- 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaðið Hræðslubandalagið herðir tökin Hrunadans Framsóknarflokksins tekur á sig sérkennilegri myndir en nokkurn hefði órað fyrir. Eftir versta pólitíska plott í manna minnum hrekst Halldór Ásgrímsson nú frá formennsku og forsætisráðuneyti í skugga klúðurs og djúpstæðra átaka við varaformann flokksins. Til bjargar Framsóknarflokknum kemur stóri bróðir: Sjálfstæðisflokk- urinn. Helmingaskipti hræðslu- bandalagsins voru endurnýjuð um helgina með mjög skýrum hætti. íhaldið fórnar ráðherra og Fram- sókn fær sex. Þrotabúi íslenskra stjórnmála eru afhent á silfurfati yf- irráð yfir helmingi samfélagsins út á sín 6 prósent. Þetta er gert til að tryggja framhaldslíf hræðslubanda- lags hægriflokkanna til framtíðar. Geir hefur gefist upp á því verkefni að endurreisa Sjálfstæðisflokk- inn eftir Davið Oddsson og skapa flokknum sjálfstætt líf án Fram- sóknar. Hræðslan við Samfylking- una og nýja ríkisstjórn undir fory- ustu jafnaðarmanna rekur hægri flokkana saman í valdabandalagið. Geir hefur gefist upp Með endurnýjun ríkisstjórnarinnar og hreinum helmingaskiptum á milli flokks sem innan við tíundi hver maður styður annars vegar og hins sem þó nýtur stuðnings þriðja hvers kjósanda er Geir Haarde í raun að negla saman kosningabandalag þessara flokka. Hræðslubandalag sem býður fram í tvennu lagi en ætlar klárlega að mynda áfram ríkis- stjórn. Fjórða kjörtímabilið í röð. Geir hefur einnig gefist upp á því að koma flokki sínum í nýja ríkis- stjórn með einhverjum hinna flokk- anna, t.d. Samfylkingunni sem er vaxandi stuðningur við í báðum flokkum. Geir er um leið að mynda fleiri bandalög með því að flýja í skjól Framsóknar af ótta við að lenda með flokk sinn utan ríkisstjórnar. Hann er t.d. svo gott sem að reka stjórnar- andstæðuna saman í ríkisstjórn þar sem flest bendir til að hræðslubanda- lag hægriflokkanna falli eða nái svo naumum meirihluta að hann dugi ekki til stjórnarmyndunar. Þá er Geir með afglöpum sínum og endur- nýjuðum helmingaskiptum búinn að einangra Sjálfstæðisflokkinn frá því að mynda nýja stjórn með öðrum flokki en Framsókn. Furðu- leg framganga það og nokkuð aumt að sjá á eftir Geir Haarde hrekjast í hræðslubandalag við Framsókn út af skorti á pólitísku sjálfstrausti og ótta við Samfylkinguna. Hörðustu kosningar í áratugi Kosningarnar næsta vor verða með þeim hörðustu í áratugi ef marka má átkökin í aðdragana þeirra. Með hræðslubandalaginu skerpast einnig línurnar þar sem valið stendur á milli banðalags hægri flokkanna og Samfylkingarinnar. Því held ég að Geir hafi gert Samfylkingunni mik- inn greiða í óttaslegnu Framsóknar- fálminu. Hún er sem breiðfylking jafnaðarmanna valkosturinn við valdabandalag hægriflokkanna og sem slík tilbúin til að leiða land- stjórnina til framtíðar. Öflugt starf og stefnumótun innan Samfylking- arinnar síðustu sex árin á vettvangi sveitarstjórna og landsmála skilar flokknum miklum ávinningi og for- skoti inn í spennandi kosningavetur. Pólitísku linunar á milli hræðslu- bandalags hægri flokkanna og Samfylkingarinnar eru einnig mjög skýrar. Það verður kosið um framtíðarstefnuna í atvinnumálum þjóðarinnar. Stóriðjustefnu hægri flokkanna eða atvinnustefnu jafn- aðarmanna sem grundvallast á menntun og þekkingariðnaði hvers konar. Auk skynsamlegrar nýtingar á auðlindum samfélagsins. Áhersl- urnar eiga ekki að vera á móti stóriðju og virkjunum heldur með menntun og hátækni, þar sem hóf- stillt og skynsamleg uppbygging á stórðju er til staðar en ekki mál mál- anna og það eina sem stjórnvöldum dettur í hug. Kostirnir á milli jafnaðarmanna og hægri flokkanna hafa aldrei verið eins skýrir. Svo bjó Geir um hnút- ana um helgina með endurnýjuðu hræðslubandalagi um 50/50 býtti á öllu milli himins og jarðar. Þetta verður gott vor. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Mtí þegar framsóknarstormurinn er genginn niður og menn geta farið að átta sig á tjóninu sii ismenn eftir með sárt ennið enda fátt eins fúlt í slíku fár- viðri en að sitja eftir umhverfis- ráðherralaus. Sigríður Anna Þórðardóttir hefur fengið fal- leg eftirmæli í fjölmiðlum frá því að tilkynnt var um hrókeringarnar í ríkisstjórnin'ni en með brotthvarfi hennar tír þessu heita sæti hafa sjálfstæðismenn misst alla von um að hampa hægri-grænum áherslum í þessum málaflokki. Fram til þessa hafa ríkisstjórnarflokkarnir litið á umhverfisráðuneytið sem hverja aðra skipti- mynt en með ört vaxandi vinsældum grænna áherslna verður sífellt erfiðara fyrir flokkana að hundsa möguleg áhrif aðgerða þeirra á nátt- 'úrulögmálin... og tírslit kosnfrt^BÍ Prátt fyrir að eftirmaður Sigríðar Önnu í embætti hafi ekki langan tfma til að koma sínum áherslum í framkvæmd, og muni vafalaust eiga erfitt með að samþætta þær við áherslur rikisstjórnarinnar í öðrum efnum, er full ástæða til að búast við góðum hlutum frá Jónínu Bjartmarz sem var tilbtíin þegar vorið kallaði. Það er alltaf fagnaðarefni þegar konum er hleypt að kötlunum, nægt er ójafnvægi valdskipting- arinnar samt, en Jónína hefur svo sannarlega haldið sínum samflokksmönnum við efnið og það hefði verið allverulega erfitt að ganga framhjá henni í þetta skiptið. Hvort hún muni sverja sig í ættir við aðrar framsóknarkonur skal ósagt látið að sinni en Jónína hefurfram á haustið til að gera gæfumuninn. Vonandi nægir henni þetta örstutta pólitíska sumar til að stimpla sig varanlega inn i umhverfismálin og marka sér dýpri spor en forverar hennar, sveifla haka og rækta nýjan skóg. Petta hafa verið erfiðir tímar fyrir ríkis- stjórnarflokkana en þessirsviptivindar sem skilað hafa mönnum inn og út úr ríkisstjórn hafa verið nefndir ýmsum nöfnum síðustu daga. Ein tilgátan er sú að tilfærslur Framsóknarflokksins séu ekkert annað en spilun á sérstakt punktakerfi. Þannig þarf hver breyting að vigta töluvert og skila sér fyrir sem flesta þingmenn. Punktakerflð, sem i daglegu tali hefur gengið undir heitinu eftirlaunafrum- varpið, jafnvel eftirað það hlaut lagagildi, þykir með velheppnuðustu aðgerðum seinni ára enda ku það skila óbreyttum þingmönnum töluverðu þó þeir sitji bara skamma stund í stólunum. :ja sjálfstæð-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.