blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaöið Opið: Virka daga 12-16, nema fimmtudaga 12-18 Eldshöfða 16, Bakhús S: 616-9606 blaðið— Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 -www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Umferðarslys í Ártúnsbrekku Umferðarslys varð í Ártúnsbrekku aðfaranótt sunnudagsins. Unglings- stúlka, sem var farþegi í bílnum liggur á gjörgæsludeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi, en að sögn lækna hlaut hún höfuðáverka og er haldið sofandi i öndunarvél. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem var á vesturleið með þeim afleið- ingum að bíllinn hafnaði á ljósastaur. Ökumaður bílsins var réttindalaus en hann og fjórir aðrir, sem allir voru á aldrinum 14 til 16 ára voru fluttir á slysadeild. Vill stöðva þjóðar- atkvæðagreiðslu Ríkisstjórn Hamas mun leggja til við palestínska þingið í dag að það greiði atkvæði gegn fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Tillagan, sem Mahmoud Abbas for- seti Palestínu lagði fram á dögunum, felur einnig í sér að Palestínumenn viðurkenni tilverurétt Israelsrikis. Kannanir sýna að meirihluti Pal- estínumanna styðja tillögu forsetans en þrátt fyrir það er ríkisstjórn og þingmeirihluti Hamas-samtakanna andvíg. Deilt er um hvort að forset- inn hafi rétt til þess að boða til þjóð- aratkvæðagreiðslunnar og telja þing- menn Hamas að hann hafi brotið lög með því að efna til hennar. Einnig deila sérfræðingar í palestínskum lögum um hvort að þingið hafi rétt til þess að ógilda tilskipun forsetans. Samráðsþing um loftslags- breytingar hefst í dag Forseti íslands kynnti á blaðamannafundi alþjóðleg verkefni á sviði umhverfismála og loftslagsbreytingar sem hann hefur beitt sér fyrir að undanförnu. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands á Alþjóðlegt samráðsþing um loftslags- breytingar hefst á Nordica hótelinu í dag. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hefur undanfarið beitt sér fyrir samræðum áhrifa- fólks, vísindamanna og sérfræð- inga í loftslagsbreytingum. Ólafur Ragnar kynnti meginþætti á sam- ráðsþinginu á blaðamannafundi sem var haldinn á Bessastöðum í gær. Forsetinn kynnti og fjallaði einnig um fjögur önnur alþjóðleg blaðamannafundi á Bessastöðum í gær verkefni á sviði umhverfismála og loftslagsbreytinga sem hann hefur beitt sér fyrir að undanförnu. Sér- stök áhersla hefur verið lögð á glím- una við hlýnun jarðar og að tengja ísland við lausnir á því sviði. Samráðsþingið sækja tæplega 200 fulltrúar um hundrað stórfyrir- tækja, vísindastofnana og háskóla víða að úr heiminum, meðal annars Bandaríkjunum, Indlandi og Kína. Markmið þingsins er að reyna á næstu misserum að ná samstöðu um hvaða leiðir séu vænlegar til að mæta orkuþörf framtíðar á þann hátt að hvorki loftslagi né lífríki sé ógnað. Meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í þinginu eru ýmis þekktustu fyrirtæki heims á sviði orkuframleiðslu, fjármála, iðnaðar, tækni og fleiri greina. Unnið yfir landamæri Forsetinn segir að samvinna ólíkra aðila geti leitt til raunhæfra lausna og hamlað gegn þeirri vá sem steðjar að mannkyni vegna hraðra loftslags- breytinga. Ólafur Ragnar átti ásamt Jeffrey Sachs, hagfræðingi, forstöðu- manni Jarðarstofnunarinnar við Col- umbia háskólann í Bandaríkjunum og sérstökum ráðgjafa Kofi Annan, þátt í að stofna til samráðsþingsins. Ólafur Ragnar taldi Jeffrey Sachs á um að halda samráðsþingið á Islandi og þannig myndi fást fleiri þátttak- endur. Sú var einnig raunin því að fleiri taka þátt í samráðsþinginu nú en síðustu tvö ár þegar þingið var haldið í New York. Samráðsþingið muni koma saman sex sinnum á þremur árum, frá 2005- 2007. Fundurinn á íslandi er sá þriðji í röðinni og sá eini sem haldinn er utan Bandaríkjanna. Verið er að ná saman nýrri tegund af hópi sem getur fundið leiðir til að berjast við loftslagsbreytingar. Þarna koma saman fulltrúar úr einkageiranum í samræðu við vísindasamfélagið. Málþing í Háskóla íslands Á blaðamannafundinum kynnti Ólafur Ragnar einnig önnur alþjóð- leg verkefni á sviði umhverfismála. Fjallaði forsetinn meðal annars um fyrirlestraröðina Nýir straumar sem hann stofnaði til fyrr á árinu og um samvinnu heimsþekktra háskóla við íslenska vísindasamfélagið sem hann hefur beitt sér fyrir í heimsóknum sínum til erlendra háskóla. Samráðsþingið verður sett á Nord- ica hótelinu kl. 10, en það er ekki opið almenningi. Að samráðsþing- inu loknu efnir Háskóli fslands til málþings í Hátíðarsal háskólans miðvikudaginn 14. júní. Málþingið er öllum opið og hefst klukkan 9. Þar munu vísindamenn og sérfræðingar fjalla um hreina orkugjafa framtíðar, meðal annars vetni og jarðhita, auk þess sem nýstárlegar hugmyndir ís- lenskra og erlendra vísindamanna um bindingu koltvíoxíðs djúpt í jörðu verða kynntar. „Mjög mikilvægt að leyndinni verði aflétt" Álfheiður Ingadóttir, stjórnarmaður í Landsvirkjun, tekur undir þá skoðun að leynd yfir samningi fyrirtækis- ins við Alcoa eigi að aflétta. Hún segist trúa því að tillaga Helga Hjörvar þess efnis verði samþykkt. Að minnsta kosti tveir stjórnar- menn af sex í Landsvirkjun vilja af- létta leynd yfir samningi við Alcoa um verð á raforku til álversins á Reyðarfirði. Einar Oddur Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist einnig vera á þeirri skoðun. Sama má segja um Guðna Ágústs- son, landbúnaðarráðherra og vara- formann Framsóknarflokksins. Blöndunartæki MT912-9 Vero 2.446 kr Goðar vörur á v góðu verðiy Leyndinni þegar aflétt af hálfu Alcoa „Ég tel mjög mikilvægt að þessari leynd verði aflétt," segir Álfheiður Ingadóttir sem sæti á í stjórn Lands- virkjunar. Hún segir að alla tíð hafi verið uppi efasemdir um að Kára- hnjúkavirkjun væri arðbær. „Þeir sem samþykktu virkjunina á sinum tíma sögðu margir hverjir að þá eyðileggingu á landi sem hún kostar mætti réttlæta með því hve arðbær virkjunin væri. Ef í ljós kemur að hún er það ekki, þá er það mjög mik- ilvægt að þjóðin fái að vita það.“ Álfheiður segir að þegar stjórnar- formaður Alcoa sé búinn að aflétta leyndinni á samningnum, þá þýði lítið fyrir Landsvirkjunarmenn að gera annað en að opna sínar bækur. Hún segist eiga von á því að stjórnendur Landsvirkjunar fari að óskum stjórnarinnar fari svo að tillaga Helga verði samþykkt. „Þá verða verðin birt.“ Álfheiður segist trúa því að stjórnin samþykki til- lögu Helga. Áhrifamenn í stjórnarflokkunum Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og nefnd- armaður í iðnaðarnefnd, hefur sagst vera þeirrar skoðunar að leyndinni eigi að aflétta. I þætti á NFS í gær tók Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og varaformaður Framsóknar- flokksins, undir sjónarmið Einars. Álfheiður bendir á að þessir menn séu áhrifamenn í sínum flokkum og því sé ástæða til að ætla að sam- komulag náist um það að stjórnin samþykki að létta leyndinni af samn- ingnum. „Þar að auki, þegar Alcoa er búið aflétta leyndinni að sínu leyti þá getur Landsvirkjun ekki setið undir því að mega ekki sýna á Alverið í Reyðarfirði sín spil. Ég á því ekki von á öðru e að stjórnin samþykki þetta.“ Stjór arformaður Landsvirkjunar og aðr stjórnarmenn sem Blaðið hafði tal í í gær vildu ekki tjá sig um málið vi fjölmiðla. Jóhannes Geir Sigurgeii son, stjórnarformaður Landsvirl unar, sagðist hafa það sjónarmið a ræða ekki við meðstjórnendur sína gegnum fjölmiðla. Heiöskfrt' Léttskýjað MÍ skýjaö Alskýjaö'^* Rigning, litilsháttai Snjókomaifeii Slydda Snjóél d 25 Algarve Amsterdam 27 Barcelona 22 Berlín 26 Chicago 14 Dublin 22 Frankfurt 26 Glasgow 18 Hamborg 26 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 22 London 29 Madrid 30 Mallorka 25 Montreal 25 New York 18 Orlando 25 Osló 27 Paris 28 Stokkhólmur 24 Vín 23 Þórshöfn 11 Skur A morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu (slands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.