blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 26
30 I FÓLK MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaöiö SMÁ borgarinn STÖÐUGLEIKINN Smáborgarinn hefur löngum furð- að sig á því að stöðugleiki hafi tryggt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokknum meirihlutastjórn síðastliðin kjörtímabil. Vinkona Smáborgarans sem um skeið vann að kosningarannsóknum fullyrðir að þegar (slendingar hafi verið spurðir af hverju þeir styðji núverandi ríkisstjórn hafi þeir svarað allir sem einn: Stöðugleikil Nú má það svo sem vel vera að Smá- borgarinn sé ekki með puttann á þjóðar- púlsinum en honum hefur þótt sem svo að stöðugleiki hafi ekki beinlínis verið einkennandi fyrir stjómarsamstarfið síð- ustu árin. Endalaus stólaskipti og út af skiptingar hafa gert stjórnarsamstarfið hálflamað á köflum, svo ekki sé minnst á stöðuveitingar út í þjóðfélagið endrum og eins. Það hefur þó gerst nokkuð stöð- ugt. Undanfarið hefur leiðindasuð statt, já og stöðugt, truflað tilveru Smáborgarans. Þess vegna var Smáborgarinn ákaflega feginn þegar Framsóknarflokkurinn fann lausn á sínum málum, fram á haustið að minnsta kosti. Þetta stanslausa suð allan daginn og endalausar fregnir af nýjum framsóknarfíeskóum var gersamlega að gera út af við almennt friðsæla tilveru Smáborgarans svo hann fagnaði því með sjálfum sér þegar mennsáu loks hylla und- irfarsæla lausn á vandræðaganginum. Vissulega hvarflar það að Smáborgar- anum að ráðherrastólana hljóti að þurfa að endurnýja hvað á hverju. Eitthvað hljóta gormarnir að vera farnir að gefa sig úr því menn spretta stöðugt upp úr stólunum með jafn skyndilegum hætti og raun ber vitni. Það getur vel skýrt það að fleiri konur komist nú að í ríkisstjórn því eins og alkunna er hafa konur til að bera aukna mýkt sem hefur mikið varnar- gildi gagnvart óstýrilátum gormum. Það má svo sem vel vera að sívaxandi ofvirkni og athyglisbrestur skýri betur þennan mikla brest sem hleypur í ein- staka ráðherra með stöðugu millibili. Hvað sem öðru líður telur Smáborgar- inn að umliðnir mánuðir hljóti að verða stjórnarflokkunum fjötur um fót í kom- andi kosninum. Sá stóri hópur kjósenda sem gefið hefur stjórnarflokkunum at- kvæði sitt á undangengnum árum hlýtur og velta vöngum yfir þvi hvort stöðugleik- inn sé eitthvað sem raunverulega er eft- irsóknarvert. Getur þetta orðið eitthvað annað en stöðugt vesen? HVAÐ FINNST ÞÉR? íslenski þorskurinn Fagnaðir þú sjómannadeginum? „Já við gerum það árlega við þorskarnir. Það má segja að þetta sé frídagur okkar þar sem flest skipin eru í landi. Það er því alltaf ákveðinn léttir sem fylgir þessum degi. Við þurfum þá ekki sýknt og heilagt að vera að fela okkur fyrir þessum fjárans veiðarfærum.“ Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í gær Slysavarnafélagið Landsbjörg bauð þáttakendum f Play station í skottinu á sérútbúnum Play station bíl dróg að sér fjölda hátíðarhöldum á Sjómannadaginn í vonsæla siglingu. áhugasamra ungmenna á sportbílasýningu í Laugardalshöll um helgina. riEg vildi kyrkja Timbaland" Söngkonan Nelly Furtado gekk ekki vel að vinna með framleiðandanum Timbaland að nýju plötinni sinni Loose sem kemur út á Islandi í dag. Nelly greindi frá því nýlega að hún hefði viljað kyrkja rapparann vegna þess að samvinna þeirra gekk ekki vel. Það var rafmagnað andrúmsloftið í stúdíó- inu á meðan á upptök- um stóð og alltaf þegar Timbaland leiddist eða var ósammála söngkon- unni gekk hann einfald- lega út og skyldi söngkon- una eftir í sárum. Nelly viðurkennir fúslega að Timbaland sé snilling- ur í tónlist og upptöku tónlistar en segir enn- fremur að hann þurfi að vinna verulega í sín- um mannlegu samskipt- um og þurfi að leita til sálfræðings. Nelly segir að hann hafi mjög litla þolinmæði og marga galla en ef hún ætli að vinna með hæfileikaríkum tónlistarmanni að því að gera góða plötu geti það verið þrautinni þyngri og að hún verið að taka því. 8-18 C Jlm Ungor/dlst. by Unlted Medla, 2001 eftir Jim Unger Ég er bara með fimmkall. Ég ætla að fá einn bita af þessu. HEYRST HEFUR... Pað hefur vart farið framhjá þeim sem lesa dagblöðin að töluverð hægrisveifla er á hinum ýmsu dálkum, eins og þessum, þar sem velt er vöng- um yfir mönnum og málefnum. Gamli fréttahaukurinn Jóhann Hauksson, sem vart hefur verið málaður bláum litum hingað til, hefur nú verið skotinn niður af umbótasinnaðri hægrivæðingu blaðanna en honum hefur verið legið á hálsi af ritstjóra og fréttastjóra Frétta- blaðsins að greina ekki á milli pólitískra skoðana sinna og fréttaskrifa i blaðinu. Málið er víst enn ófrágeng- ið en það verður forvitnilegt að heyra af því hvort dálkaskrif fleiri manna fari illa með ritstjórnar- stefnu Þorsteins Pálssonar. Mýráðinn aðalritstjóri Fróða, Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóri DV, kem- ur landsmönnum fyrir sjón- ir sem iðrandi syndari, sem litla ef nokkra ábyrgð bar á ritstjórnarstefnu hins alræmda og andaða DV, í við- tali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Blaðinu um helgina. Nokk- uð önnur mynd er dregin upp af kappanum í síðasta tölublaði Mannlífs ar sem blaðamaðurinn Páll sgeir Ásgeirsson fjallar með ítarlegum hætti um átaka- sögu DV frá því að blaðið var keypt úr gjaldþrotarústum af Gunnari Smára Egilssyni. Segja kunnugir að sú mynd sem Páll Ásgeir dregur upp sé öllu líkari raunveruleikanum en það sem Mikael sjálfur kýs að draga fram í viðtalinu um helgina. Iundanfarasveitarstjórnakosn- inganna var gamli R-listinn mikið gagnrýndur af sjálfstæð- ismönnum fyrir að skipta um mann í brúnni á ögurstundu sem og tíð borgarstjórastóla- skipti í borgarstjórnartíð hstans. Það er Ijóst að ekki ber að taka þeirri gagnrýni sem léttvæg- um pólitískum áróðri heldur öllu fremur sem reynslu þeirra sem vel til þekkja og tilraun til að miðla af brunni sínum. Sjálf- stæðismenn í ríkisstjórn hafa nú enn og aftur farið í partíleik- inn með framsóknarmönnum þar sem einum stóli er kippt í burtu á meðan ritúallinn er dansaður í takt við rythmann. Sigríður Anna pompaði í gólfið að þessu sinni og þótti sárt en það var líklega bara það sem sjálfstæðismenn voru að benda kollegum sínum vinstra megin á að hætta væri á... Sjálfstæðismenn í borginni eru víst alveg jafn pirraðir enda fuðraði sigur- vímaneftirborgar- stjórnarmyndun með Birni Inga fljótt upp þegar í ljós kom að búið var að skipta helstu nefndum og sætum virkilega bróðurlega á milli flokkanna. Bræðralagið er víst það eina sem eftir á að reyna segja þeir sem gefist hafa upp á lýðræði og jafnrétti og það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi tilraun skili sér í borginni. Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að þetta bandalag endur- spegli síst vilja fólksins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.