blaðið - 12.06.2006, Side 18

blaðið - 12.06.2006, Side 18
22 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaðiö Um afleiðingar óumflýjanlegs sigurs Bandaríkjanna á HM Þessir Hollendingar þyrftu að klæðast bláu en ekki appelsínugulu væru þeir að styðja sameiginlegt landslið ESB. Bandaríkin hefja leik á HM í dag og mæta þeir harðsnúnu liði Tékka. Þrátt fyrir ólíka stöðu á alþjóðavett- vangi eru þjóðirnar tvær tengdar órjúfanlegum böndum en þau eru ekki síst tilkomin vegna þess að uppáhaldsdrykkur Bandaríkja- manna er afskræming á annars ágætum tékkneskum bjór. Auk þess er það til marks um náin tengsl ríkjanna að Bandaríkin hafa fengið Tékka í stól utanríkisráðherra, Ma- deleine Albright, sem og einn höf- uðsnilling bandarískrar menningar á 20. öldinni, Frank Zappa, en bæði eru af tékkneskum ættum. Fæstir búast við að bandaríska liðið afreki mikið á HM. Það þykir helst marktækt við liðið að leik- menn þess eru flestir þindarlausir. Hins vegar eru Tékkar með gott lið og eru til alls líklegir með kempur eins og Pavel Nedved og Tomas Ros- icky innanborðs. Þrátt fyrir að ekki sé búist við miklu af Bandaríkjunum er það óumflýjanleg staðreynd að þeir muni sigra HM í náinni framtíð. Knattspyrnuáhugi fer vaxandi dag frá degi vestan hafs og líkt og Banda- ríkjamenn drottna yfir flestum íþróttagreinum á alþjóðavettvangi eru allar líkur á því knattspyrnan verði næsta fórnarlamb þeirra. Margir stjórnmálafræðingar og sérfræðingar um Evrópusamrun- ann telja að sigur Bandaríkjanna á HM yrði slíkt áfall fyrir evrópska knattspyrnu að fólk myndi hrein- lega krefjast að Evrópusambandið myndi stíga skrefið til fulls og verða að formlegu sambandsriki með sam- eiginlegt landslið. Það er viðbúið að landslið Evr- ópusambandsins yrði alla jafna firnasterkt og til alls líklegt. Þar sem að slikt lið þyrfti að keppa við lönd eins og Island, Noreg og Liech- tenstein í undakeppninni er næsta vist að það myndi ekki eiga í erfið- leikum með að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Reyndar er hugsan- legt að EFTA-ríkin myndu bregðast við þessari þróun með því að sam- eina sín landslið en það er önnur saga sem er óþarfi að rekja. Hins vegar er tilhugsunin um leik ESB og EFTA á Laugardalsvelli óneitanlega skemmtileg. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafa ekki enn orðið heimsmeistarar í knattspyrnu og sameiginlegt lands- lið Evrópusambandsins er ekki enn í burðarliðnum fékk Blaðið til sín nokkra sérfræðinga til þess að bolla- leggja um hvernig slikt landslið yrði skipað tæki það þátt í HM í ár. Leikaðferð: Auðvitað verður gríðarlega erfitt fyrir aðildarríki Evrópusambansins að koma sér saman um leikkerfi. Hinsvegar er líklegt að niðurstaðan verði 4-4-1-1. Þjálfari: Klaus Toppmöller, það hreinlega blasir við að maður með svo frábært nafn eigi að gegna mikilvægu hlutverki fyrir Evr- ópusambandið. Þar af leiðandi er Topp- möller hið augljósa val í þjálfarastöðuna. Markmaður: Það er enginn betri í markinu i dag en Tékk- inn Petr Cech. Nafni hans svipar líka til nafns föðurlandsins og það er alltaf líldegt til vinsælda, samanber Stefán íslandi. Miðverðir: I þessa stöðu eru margir kallaðir en fáir út- valdir. Það væri með öllu ótækt að stilla uppi varnarlínu án þess að vera með Itala um borð. Klárlega er Fabio Cannavaro maðurinn til að taka það hlutverk að sér. Með honum i varnarmúrnun verður Finninn geð- þekki Sami Hyypia. Séfræðingar Blaðsins nefndu einnig Jamie Carragher en gátu ekki komið sér saman um hvort að Liverpool borg tilheyri raunverulega Evrópu og því kom hann ekki til greina á endanum. Bakverðir: Góðir vinstri bakverðir eru hinir hvítu hrafnar knattspyrnunnar. Þeir eru ákaflega sjaldgæfir, ekki síst á meginlandi Evrópu. I ljósi þessa er Englendingurinn As- hley Cole hið augljósa val í þá stöðu. Frakk- inn William Gallas vill alla jafna leika í hjarta varnarinnar en er einnig ansi góður í stöðu hægri bakvarðar. írinn Steve Finnan kemur einnig til greina, en það er talið honum til tekna að hafa átt frábært tímabil fyrir Liverpool I auk þess sem hann þykir K' ' J firnalíkur bandarísku leikkonunni Hillary | Swank, sem er kostur. Vængmenn: Það blasir við að stjórn- mál munu ávallt leika stórt hlutverk þegar kemur að því að velja sameig- inlegt landslið Evr- ópusambandsins. Ljóst er að Miðjarð- arhafslöndin í ESB munu gera tilkall til stöðu vinstri væng- manns. En þrátt fyrir kröfur ltala, Spánverja og Frakka eru sérfræðingar Blaðsins á því að þá stöðu muni Portúgalinn Christi- ano Ronaldo skipa. Ákvörðunin er ekki síst tekin vegna þess að hannfærþað hlutverk að skipta um kanta við Hol- lendinginn Arjen Robben í leikkerfi liðsins. Valið á Rob- ben á hægri kantinn er vissulega umdeilanlegt en það er ómögulegt að vera með sameig- inlegt landslið ESB án þess að hafa Hollending sem rústar móralnum í aðdraganda stórmóts. Robben er kjörinn til þess. Miðjumenn og leikstjórnendur: Þjóðverjar hafa löngum haft mikla þörf til þess að stjórna Evrópu. Því er við hæfi að Mi- chael Ballack fái það hlutverk að stjórna leik liðsins. Þjóðverjar hafa einnig haft ýmsar hugmyndir um hvernig landamæri Mitteleuropa eigi að liggja. Það er því einnig vel við hæfi að Tékkinn Pavel Nedved sjái um miðjuspilið með Ballack. Vissulega kom Englendingur- innStevenGerr- ard til greina en sökum þess að maðurinn getur gert nánast allt eru allar líkur að hann muni ekki gefa kost á sér sökum þess að hann verður upptekinn við önnur verk- efni. Líklegt er að hann muni taka að sér að stýra friðarferlinu á milli ísraela og Palestínumanna. Maðurinn í „holunni“ og „ör- lagalúðinn“: Toppmöller mun kjósa að hafa einn mann í frjálsu hlut- verk mitt á milli miðju og sóknar. Enginn er betur til þess fallinn en Englendingurinn Wayne Rooney. Um hæfileika hans efast enginn auk þess er bráðnauðsyn- legt að hafa Englending í liðinu sem tekur að sér hlutverk „örlagalúðans" og brennir af vítaspyrnu sem kostar liðið titilinn. Framherji: Þrátt fyrir að allir sér- fræðingar Blaðsins séu sammála um að Thierry Henry ætti að skipa þessa stöðu urðu þeir sammála um að það yrði aldrei sátt um að vera með tvo Frakka í byrjunarliðinu en aðeins einn Þjóðaverja. Þess vegna er ljóst að fáir henta betur í að leiða sóknina en Zlatan Ibrahimovic. Zlatan er stórmenni sem sameinar bæði sænska velferðarmódelið og tengingu Evrópu við hinn íslamska heim. Hann er líka ansi góður framherji. Varamenn: Liðið þarf einn Pólverja og þar af leiðinni verður Jerzey Du- dek varamarkmaður. Á bekknum verða einnig Englendingurinn David Beckham, Spánverjinn Pablo Ibanez, Frakkinn Thierry Henry og svo Skotinn Duncan Ferguson, enda er nauðsynlegt að hafa einn mannasættir í hópnum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.