blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaóíö Irösk börn grýttu breska skriðdreka í borginni Amara í gær. Sama dag birtist hótun Al-Qaeda um umsvifamiklar hryðjuverkaárásir f landinu. Al-Qaeda hótar hrinu hryðjuverka Al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin í írak hótuðu í gær að hefna dauða Abu Musab al-Zarqawi með röð hryðjuverkaárása. Zarqawi, sem var leiðtogi al-Qaeda í Irak, lést á miðvikudag í kjölfar loftárása bandaríska hersins á dvalarstað hans. Hótanirnar voru birtar á vefsíðu sem tengist al-Qaeda en þær voru lagðar fram í nafni Muja- hideen-ráðsins, en það eru regn- hlífasamtök andspyrnuhópa í Irak, sem Zarqawi kom á laggirnar á sínum tíma. Samtökin segjast ætla að standa að röð umsvifamikilla árása sem munu skekja „óvininn" og fá hann til að vakna af værum svefni. Fram kemur i tilkynningunni að samtökin hafi styrkt stöðu sína í írak þrátt fyrir dauða Zarqawi og að liðsmönnum þeirra fjölgi stöð- ugt. Ekki er minnst á eftirmann hins fallna leiðtoga í tilkynning- unni en sérstaklega er tekið fram að tryggð liðsmanna samtakanna við baráttumál hryðjuverkaleiðtog- ann Osama bin Laden sé mikil. Zarqawi hefur leitt baráttu íslamista í Irak gegn Bandaríkja- mönnum og írösku ríkisstjórn- inni. Hann er sagður bera ábyrgð á fjölda árása á sjíta-múslima og helgistaði þeirra. Þær árásir hafa magnað upp mikið ófriðarbál í landinu þannig að jaðrað hefur við borgarastyrjöld. Auk þess er hann sagður hafa skipulagt fjölda hryðjuverkaárása í gegnum tíðina, innan Iraks og utan, þar sem að þúsundir hafa látið lífið. Hann er sagður guðfaðir þeirrar hugmy nda- fræði að nota hryðjuverk til þess að kveikja upp trúarbragðastríð á milli súnníta og sjita í landinu. Ein besta lausnin sem framsókn gat fundið Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, segir að Framsóknarflokkurinn hafi spilað vel úr þeirri erfiðu stöðu sem flokkurinn var kominn í. Prófessor í stjórnmálafræði segir að skipan framsóknarmanna í ráðherra- embætti sé góð lausn í þeirri stöðu sem var uppi. Jón Sigurðsson, seðla- bankastjóri, verður iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkis- ráðherra og Magnús Stefánsson og Jónína Bjartmarz koma bæði ný inn í ráðherraliðið. Jón Kristjánsson og Halldór Ásgrímsson hverfa hins vegar á braut en Jón mun sitja áfram sem þingmaður út kjörtímabilið. Líkleg til að skapa frið .Framsóknarflokkurinn var að vinna í þröngri og erfiðri stöðu og mér sýnist að þetta sé ein besta lausnin sem þeir gátu fundið,“ segir Ólafur Þ. Harðar- son, prófessor í stjórnmálafræði, við Háskóla íslands. Ólafur segir að þegar á heildina sé litið komi umskiptin í ríkisstjórninni vel út fyrir Framsókn- arflokkinn. „Mér sýnist að þeim hafi tekist vel að raða sínu liði og einnig virðist þetta vera lausn sem líkleg er til að skapa frið í flokknum." Ólafur segir að þá eigi flokkurinn aðeins eftir að fara í gegnum formannsslag í haust og það sé mikilvægt að þeim takist að halda þeim slag innan ein- hverra marka. „Það skiptir þá miklu að missa þetta ekki í of mikla og harka- lega baráttu.“ Ólafi sýnist, eins og staðan sé í dag, að framsóknarmenn séu því á góðum vegi með að rétta úr kútnum eftir ágjöf síðustu daga og vikna. „Það segir samt ekkert um það hvort þeim takist að laga hjá sér fylgið í næstu kosningum. Það er lengri tíma vandamál.“ Ör ráðherraskipti ekki úrslitaatriði Ólafur segir allt of snemmt að segja til um hvaða áhrif komandi formannss- lagur muni hafa á flokkinn. „Það er of snemmt að fara að velta því fyrir sér af einhvérju viti.“ Stjórnarandstaðan hefur að undanfömu gert mikið úr þeim breytingum á ráðherraliði ríkis- stjórnar sem orðið hafa síðustu miss- erin. Ólafur segir eðlilegt að minni- hlutinn skammist yfir því. „Það er mjög eðlilegt. Á sama hátt og það er eðlilegt að stjórnarandstaðan krefj- ist þess að boðað verði til kosninga.“ Hann segist ekki telja að örar breyt- ingar á ráðherraliðinu hafi mikil áhrif á starf ríkisstjórnarinnar. „Það gefur augaleið að ef þú ert að skipta oft um ráðherra, þá getur hann ekki sett sig mjög vel inn í starf ráðuneytisins. Það má Hka segja, að þessar breytingar hafi verið svo miklar undanfarið, að menn mundu líklega telja það lak- ara en ella. Hins vegar er ofmælt að þetta sé eitthvað úrslitaatriði sem valdi verulegum vandræðum í starfi stjórnarinnar.“ Vel heppnuð aðgerð sem vartímabær Skipun Jóns Sigurðssonar í embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra er nokkuð óvenjuleg að sögn Ólafs. Hann segist finna sjö önnur viðlíka dæmi úr sögunni ef undan er skilin utanþings- Ólafur Þ. Harðarson, prófessor stjórnin 1942-1944. Hann segir engin pólítísk vandkvæði á því að sækja ráðherra utan þingflokksins. „Þetta er ekkert sem ég myndi hafa áhyggjur af fyrir Framsóknarflokkinn.“ I kjölfar skipunar Jóns Sigurðssonar í ráðherraembætti hafa þær raddir gerst háværari sem spá því að Halldór Ásgrimsson verði seðlabankastjóri. Ól- afur segir að það yrði mjög óvenjulegt ef tveir fyrrverandi forsætisráðherrar væru í bankanum á sama tíma. „Ég held nú að ýmsir yrðu hugsi yfir þvi.“ Ólafur segir aðrar skipanir ekki koma á óvart. „Valgerður er auðvitað með mikla reynslu og fer í utanríkis- ráðuneytið. Það er í sjálfu sér ekkert sem virðist blasa við, að hún eigi að fara þangað, en það er heldur eng- inn annar kostur augljósari. Nú er helmingur ráðherraliðsins konur og Valgerður er fyrsti kvenkyns utanrík- isráðherrann, sem hljómar ekkert illa ef þú ert að reyna að laga ímyndina. Mér sýnist þetta því vera frekar vel heppnuð aðgerð, og var kominn tími til, myndi einhver segja,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Tímabundnar fórnir til að byggja upp þorskstofninn SJÓMENNSKAN ER EKKERT GRlN: Góöur hópur fólks lagði leið sína niður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn þrátt fyrir úrhellisrigningu til að hlýða á fyrstu sjómannadagsræðu Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra. Svanberg Már íslandsmeist- ari í skólaskák Svanberg Már Pálsson er Islands- meistari í skólaskák I yngri flokki. Ingvar Ásbjörnsson, Matthías Pét- ursson og Sverrir Þorgeirsson þurfa að tefla aukakeppni um titilinn í eldri flokki. Svanberg lauk keppn- inni með 10,5 vinningum af 11 mögu- legum og var vel að sigrinum kom- inn að því er segir í tilkynningu. Hjörvar Steinn Grétarsson hafnaði í öðru sæti með með 10 vinninga og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir lenti í 3 sæti með 8,5 vinninga. I eldri flokki sigraði Ingvar Ás- björnsson Vilhjálm Pálmason í úr- síitaskák og það þýðir að þrír urðu efstir og jafnir í efsta sæti og verður aukakeppni um titilinn mjög fljót- lega. Ingvar Matthías og Sverrir urðu efstir og jafnir með 9 vinninga af 11 mögulegum. Vilhjálmur og Daði Ómarsson urðu svo jafnir í 4.- 5. sæti. Á myndinni má sjá Islands- meistarann Svanberg Má tefla við Hjörvar Stein, sem hafnaði í 2. sæti, en Hjörvar var sá eini sem náði að marka punkt á Svanberg. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í sjómannadagsræðu sinni við Reykjavíkurhöfn í gær að hvorki gangi né reki í uppbyggingu þorsksins hér við land. „Nú verðum við með öðrum orðum að móta okkur uppbyggingarstefnu til lengri tíma varðandi þorsksstofninn. Slíkt verður ekki gert nema að vel íhug- uðu ráði þar sem kallað verður eftir skoðunum vísindamanna, sjómanna og annarra þeirra sem geta lagt til þeirrar umræðu. Við skulum hins vegar gera okkur grein fyrir því að slikt getur - og mun að öllum lík- indum - kalla á tímabundnar fórnir," segir Einar. Áð sögn Einars leiða þau úrræði sem helst hefur verið bent á til minnk- andi veiði á einhverjum sviðum sem mun hafa neikvæð áhrif á tekju- myndun sjávarútvegsins til skemmri tíma. „ Slíkt er því þá aðeins réttlætan- legt að við teljum að það færi okkur árangur sé litið til lengri tíma. Þetta er okkar stóra verkefni á komandi tímum,“ segir Einar. Ánægðir og stoltir Sjávarútvegsráðherra greindi einnig frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var meðal sjómanna, þar sem kom fram að rúmlega 84% sjó- manna sögðust vera bæði ánægðir og stoltir af starfi sínu. I þessari sömu könnun kom einnig í ljós að 43% sjómanna gerðu ráð fyrir að vera til sjós lengur en næstu fimm ár, en tæplega fjórðungur næstu tvö til fimm ár. „Sjómennskan er framtíðarstarfið. menn ekki nema vera vissir í sinni sök. Það er gott að vera sjómaður að þeirra eigin mati og þeir eru bæði ánægðir og stoltir af starfi sínu. Þetta eru góð tíðindi sem ég tel að skipti miklu máli. Fyrst og fremst vitaskuld fyrir sjómennina sjálfa og fjölskyldur þeirra, en einnig fyrir þjóð okkar í heild, vegna þeirrar þýðingarmiklu stöðu sem sjómenn gegna í þjóðfélagi Tímabundnar fórnir I tuttugu ár Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, segir í samtali við Blaðið að menn hafi verið að færa tímabundnar fórnir í tuttugu ár og árangurinn af þeim er enginn. „Ráðherra ætti að reyna að skilja það áður en hann fer að tala um fleiri fórnir. Hann þarf að fara að velta því fyrir sér hvort að hann og hans fiokkur hafi ekki verið að gera eitthvað vitlaust á undan- förnum tveimur áratugum.“ Að sögn Magnúsar er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að fara að hugsa upp á nýtt. „Það þarf að hlusta á þá sem hafa gagnrýnt þá aðferðafræði sem hefur verið viðhöfð fram til þessa. Það er augljóst að íslensk stjórnvöld hafi gert margt mjög rangt í þessum efnum,“ segir Magnús. Svona afdráttarlausa afstöðu taka okkar," segir Einar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.