blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaöiö FIAT DUCATO CLIPPER 80 HÚSBll 06/03 ek 30 þ.km. Vel búinn Húsbfll FIAT DUCATO CLIPPER 20 HÚSBÍLL '03 ek 22 þ.km V. Lán 2500,- HYUNDAISANTA FE 4WD SJÁLFSK. V.1690,- NYR HUSBlLL FORO TRANSIT125T 350 NÝR HÚSBíLLTD Svefnaðst. Fyrír 6, Vel Búinn HúsbfllM M.BENZ SPRINTER 311 KÆLIBÍLL 08/04 Ek.35 þ.km V.3800,- + VSK Lán 3000,- Mótorhjólakappar ATHUGIÐ I mótorhjólun 1. maí til 1. september. mótorhjólasérfræðing .A - íS&tMuviÁa&tvutut' 46 S • XlM www.bilamarkadurinn.is Smiðjuvegur 46-e s: 567- H0NDA CIVIC! 6ÍV-T£CH Árg.99 ek 179þk V.590,- T0Y0TAAYG0 03/06 ek3þ V.1300.- Lán 1230,- 12 I BÍLAR Önnur kynslóð Hyundai Santa Fe Lítið tröll sem stígur létt til jarðar Það eru alltaf tíðindi hjá bílaáhuga- fólki þegar nýr bíll, eða nýupp- færður bíll, mætir á malbikið. Um helgina kynna B&L einn slíkan til sögunnar; betur búinn Hyundai Santa Fe af annarri kynslóð. Nýi Santa Fe bíllinn er m.a. fáanlegur með 2.2 ltr. CRDi túrbó díselvél, bein- skiptur eða sjálfskiptur, sívirku fjór- hjóladrifi, rafstýrðri læsingu, meira rými og auka sætum fyrir fleiri far- þega. Þessi fararskjóti sameinar því á margan hátt marga bíla í einu, líkt og þegar hægt er að fá sjampó, hár- næringu og hárlyftingu, allt i einum brúsa! Þetta er í senn rúmgóður fjöl- skyldu- og frístundabíll en um leið ansi dugmikill jeppi eða jepplingur eins og þeir eru kallaðir á okkar ást- kæra og ilhýra móðurmáli. Ekið í 500 metra hæð I tilefni þessarar innkomu nýs Santa Fe á markaðinn ákvað umboðið að bjóða nokkrum blaðamönnum að reynsluaka jepplingnum og ég slóst með í för. Ætlunin var að skreppa rétt út fyrir bæinn en fara þó út fyrir alfaraleið. Leita ekki langt yfir skammt að ævintýrunum. Þetta var vel til fundið því það kom á daginn að nágrenni Reykjavíkur býður upp á margar skemmtilegar ökuleiðir. Á miðvikudagsmorgun sl. var ekið frá Reykjavík vestur um Hvalfjarð- argöng og til Neðra-Skarðs. Þar var stoppað hjá bóndanum og við fengum leyfi til að aka fjallaslóða sem liggur í um 500 m hæð yfir sjávarmáli um- hverfis Snók. Þaðan ókum við sem leið lá meðfram Skarðsheiðinni og til Indriðastaða, þar sem við snæddum fiskisúpu en þaðan var svo ekið með- fram Skorradalsvatni að Fitjum og yfir í Grafardal eftir nokkuð erfiðum fjallaslóða. Upp, upp, upp á fjall Ég vissi ekki alveg við hverju átti að búast. Það rigndi heilmikið þennan dag og þvl virkaði það hálfógnvekj- andi að keyra upp á fjall sem virtist vera í þann mund að hverfa af yfirborði jarðar sökum ausandi regnfalls af himnum ofan. Spennan magnaðist eftir því sem við komum lengra upp á torfært fjallið en náði M&.'4n:iau svohámarkisínuþegar RflriiiíöiLÍA við þurftum að fara yfir gjótu sem hafði dýpkað í regninu. Á leiðinni upp kom það sér ákaflega vel að hægt er að læsa bílnum í fjórhjóladrif og smella í beinskiptingu þannig að bíllinn sé í fyrsta. Hann hélst stöðugur alla leiðina upp en ég þurfti að gæta þess að halda jöfnum hraða til að festast ekki í aur og leðju. Það krefst svolítillar kunnáttu að aka á öðru en malbiki og þetta var vissu- lega leið sem bauð upp á töluverðan lærdóm. Þegar farið var yfir gjótuna góðu reyndi á jeppaeiginleika bílsins. Þrjú dekk snertu jörðu en eitt stóð upp líkt og hali á kátri kú, um það bil einn og hálfan meter frá jörðinni. Þetta kom alls ekki að sök því bíllinn gat vel valdið þessari torfæru. Hann steig aftur niður til jarðar eins og þol- inmótt lítið tröll og hélt áfram ferð FAG O TI BíLAMmm *Legur • Höggdeyfar •Kúplingar • Reimar • Hjöruliðir • Hemlahlutir Eins og bjór Fjöðrunin í bílnum fannst mér tölu- vert fín. Ekki of hörð og ekki mjúk eins og amerískt rúm, eða amer- ískur sleðabíll, heldur einhvers staðar þarna mitt á milli. Ég fann í það minnsta ekki fyrir miklum óþægindum. Þá má vel dæma gæði fjöðr- unar út frá því hvort konur þurfa að skreppa á kló- settið eða ekki þegar ekið er y fir urð og grjót og þessi * fjöðrun var ekki slæm í fkj því sambandi. Þar sem við komumst algerlega áfallalaust í gegnum þessar aðstæður og aftur niður á jafnsléttu get ég ekki annað sagt en að þessi bíll hljóti að hafa það sem til þarf til að aka utan vega. Smæðar sinnar vegna kemst hann kannski ekki yfir það allra harðasta, en hann stóð sig þó vel að mínu mati. Stundum finnst mér gaman að bera bifreiðar saman við dýrateg- undir og það tók mig töluverðan tíma að reikna út að ef þessi bíll væri dýr þá væri hann eflaust bjór. Verkfræðingur náttúrunnar. Smágerður en ótrúlega sterkur og dugmikill í að leysa þær þrautir sem fyrir honum verða í ófyr- irsjáanlegri náttúru. Fjólubláir draumar Leiðin yfir Skarðsheiði er mjög falleg og skemmtileg og sérstaklega gaman að aka yfir heiði sem maður kannast fyrst og fremst við úr sönglagi (Akra- fjall og Skarðsheiði, eins og fjólubláir draumar). Leiðin niður á við var ekki síðri en þar blöstu við gríðarlegar and- stæður. Urð og grjót, iðagræn náttúra og svo hafið framundan. Á malarvegi stóð Hyundai Santa Fe sig prýðilega. Hann er búinn stöðug- leikastýringu sem varnar því að hann renni til á mölinni. Ég prófaði stýring- una með því að sikk-sakka á veginum og það kom á daginn að veggripið var nánast eins og á nýlögðu malbiki. Og talandi um malbik... nú kom að því að bíllinn breyttist úr jeppa í fjölskyldubíl. Umskiptingur Hyundai Santa Fe er hljóðlátur og þægilegur bíll. Hann er mjúkur í stýri og vel búinn öllum þeim helstu þáttum sem nútímafólk kýs að hafa í bílum sínum. Mælaborðið er smekk- legt og minnir á lúxusbíla, t.a.m. er „viðarrönd" í mælaborðinu sem kemur ansi vel út. Ljósin eru þægilega blá og hægt er að stjórna hljómtækj- unum, sem koma með innbyggðum MP3 spilara, beint úr stýrinu. Þetta er sérlega heppilegur fjölskyldubíll og ástæðurnar fyrir því eru margar. Til dæmis er hægt að fjölga farþega- sætum úr fimm f sjö og það er gert með því að smella upp tveimur auka- sætum úr skottinu (aukabúnaður). Þetta gerir það að verkum að það er hægt að fara með alla krakkana og vini þeirra á leikinn án þess að neinn verði út undan eða komi of seint. Sæti bílsins eru mjög þægileg þó að það væri vissulega kostur að geta breytt stöðu framsætanna með rafstýringu en ekki handvirkt í öllum bílunum, en rafknúin sæti eru aðeins staðalbúnaður í lúxusútgáfunni. Við öftustu farþegasætin er tenging fyrir rafmagn sem ætti að halda ungviðinu rólegu ef farið er í langferðir með lít- inn DVD-spilara. Kostirog gallar Mér skilst að það sé mál manna að hér sé komið besta farartækið sem Hyundai hefur sent frá sér fram til ^FÁLKINN Þekking Reynsla Þjónusta Suðurlandsbraut 8*108 Reykjavik • Sími 540 7000 • www.falkinn.is Gúmmívinnustofan Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Polar rafgeymaþjónusta Rafgeymar fyrir fellihýsi og mótorhjól Frí ísetning og mæling .Tnnrmi.'i Michelin dekkar allt Gúmmívinnustofan - SP dekk • Skipholti 35,105 RVK s(mi 553 1055 • www.gummivinnustofan,i$ iuaójhfigioíi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.