blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 22
fiajMSÝMils/G J*r ÁLFABAKKA SAMmtfk POSEIDON POSEIDON VIP SHE'STHEMAN X-MEN3 AMERICAN DREAMS SHAGGYDOG Ml:3 SCARY MOVIE 4 KL 3:40-5584-10:10 KL 3:40-550-8-10:10 KL 350-5:45-8-10:20 KL 350-5:45-8-10:20 KL 550-10:10 KL 3:40-550 KL 8-1050 KL4-8 KRINGLUNNI IULUNNI 'VB SHE'STHEMAN KL 5:45-8-10:15 POSEIDON KL 6-8-10:10 AMEKICAN DREAMZ KL8 Ml:3 KL 10:10 SHAGGYDOG KL6 KEFLAVlK SAMmtmk POSEIDON KL 8 X-MEN 3 KL8 THE DA VINCICODE KL 10:10 THEINSIDE MAN KL10 AKUREYRI IUKCTKI SHE'STHEMAN POSEiDON KL8-10 KL8-10 POSEIDON KL 7-9-11 THE DA VINCI CODE KL 6-8-10 SHAGGYDOG KL6-8 Ml:3 KL 5:30-8-10 J smttRn^jBíá THE OMEN Bi 16ífiA W. 550,8 og 1050 X-MEN 3Ð112ÁRA Id. 5.40,6,8,8.30,1020 og 10.50 DAVINCICODE kl. 5,8og11 B114ÁRA DAVINCICODE ILÚXUS kl. 5,8og 11 B.1.14ÁRA RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL uaso (SÖLD2 W.4ÍSLENSKTTAL REGflBOGinn THEOMENB116ÁRA kJ. 5.30,8 og 10.30 16-BLOCKS W. 5.50,8 og 10.10 B114 ARA DA VINCICODE W.6og9 B114ÁRA PRIME W. 8 RAUÐHETTA BISKT TAL W. 10.15 RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL W. 6 THE OMEN B116ARA W. 5.30,8 og 1020 16-BLOCKS W. 6,8og10.10Bl14ÁRA X-MEN3 W. 8og 10.10B.L12ÁRA INSIDE MAN W. 5.45B116ÁRA JHíi/tj, u tii i j 1 THE OMEN Bi 16 ARA W.8og 10.10 16-BLOCKS kl.6og8Bi14ÁfiA X-MEN3BÍ12ÁRA W.10 DA1/INCIC0DE W.5BÍ14ARA PD Dolby /00/ 26 I AFPREYING MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaðÍA Tólið rumskar eftir vœran svefn Tónlist Jón Þór Pétursson Tool-70.000 Days Jool Dissectional Hljómsveitin Tool hefur sent frá sér nýja plötu eftir fimm ára hlé. Platan heitir ío.ooo Days. Síðasta plata hljómsveitarinnar, Lateralus, fékk frábæra dóma þegar hún kom út og Tool á marga dygga aðdáendur sem hafa beðið þessarar plötu með mik- illi eftirvæntingu. Hljómsveitina skipa þeir Mayn- ard James Keenan, söngvari, Danny Carey, trommuleikari, Justin Chanc- ellor, gítarleikari, og Adam Jones, gít- arleikari. Þetta er sjötta breiðskífa sveitarinnar og hljómar við fyrstu hlustun lágstemmdari í samanburði við fyrri plötur. Á íslenskum útvarps- stöðvum hefur lagið „Vicarious" að- allega heyrst en það er fyrsta lag plöt- unnar og æði gott í þokkabót. Vandmeðfarin mýkt Aðdáendur verða væntanlega ekki fyrir vonbrigðum með þessa plötu en hún hefur reyndar ótrúlega margt fram að færa. Á þann máta þarf ekki að ræða sérstaldega um plötu fyrir aðdáendur sem er einungis ein leið til að orða það pent að manni þyki þetta frekar slöpp plata. ío.ooo Days er alls ekki slöpp plata, þvert á móti þá virðast Tool- meðlimir hafa nýtt tímann vel til þess að þróa stíl sinn og lagasmíðar. Það er kraftur á þessari plötu en það er einnig að finna meiri mýkt en oft áður. Þessi mýkt er vandmeðfarin og margar rokkhljómsveitir sem ég hef hlýtt á valda því illa. Tool vandar til mýktarinnar þannig að hún verður ekki tilgerðarleg og væmin. Það er nefnilega það sem oft gerist þegar rokkarar ætla að sýna á sér mjúku hliðina. Dregið úr krafti Lagaútsetningar á þessari nýju plötu eru afar vandaðar og er ég á köflum bergnuminn af trommuleiknum (ég er pínu veikur fyrir hressandi trommuleik). Allur annar hljóðfæra- leikur er þó frábær en það hefur smávegis dregið úr kraftinum fyrir meiri tilraunamennsku hvað heild- ina varðar. Að mínu mati erþað virð- ingarvert og tekst oftast vel til. Ég er þó ekki viss um að þessi breyting hugnist öllum jafn vel. Hljómsveitin fer greinilega sínar leiðir þrátt fyrir kröfur markaðarins. Þannig má finna á plötunni að minnsta kosti tvö lög sem eru á tólftu mínútu. Lög sem seint verða talin útvarpsvæn, eingöngu vegna lengdarinnar. Þrusugóðar melódíur Á heildina litið er þessi plata í alla staði mjög góð. Ég hefði þó kosið að fá aðeins meira rokk í tvennum skilningi. 1 fyrsta lagi finnst mér rólegheitin vera fullmikil á kostnað kraftsins þó þær lagasmíðar séu afar góðar. í öðru lagi er eins og þeir Tool-meðlimir hafi stundum verið að halda eitthvað aftur af sér. Það eru þrusugóðar melódíur að finna þarna en á köflum full meitl- aðar. Lagasmíðarnar eru því helsti styrkleiki plötunnar en á móti má segja að þær dragi örlítið úr henni vígtennurnar. Mezzoforte spilar út um allar jarðir og hefur nú fengið til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn, Mezzoforte á Græna hattinum Loksins fá Akureyringar og nær- sveitungar tækifæri til að hlýða á hina fornfrægu hljómsveit Mezzo- forte en sveitin mun leika á einum tónleikum á Græna hattinum. Mezzoforte hefur verið á tónleika- ferðalagi um heiminn að undan- förnu. Sveitin hefur meðal annars troðið upp í Indónesíu, á Norður- löndum, Þýskalandi, Búlgaríu, Rúm- eníu og í Sviss. Næstu daga heldur sveitin til Ungverjalands þar sem leikið verður í tveimur borgum. Hljómsveitina Mezzoforte skipa þeir Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ás- mundsson og Gunnlaugur Briem en þeir hafa fengið til liðs við sig þá Óskar Guðjónsson á saxafón, Seb- astian Studnitzky á hljómborð og trompet og gítarleikarann Bruno Muller. Sveitin virðist vera í góðu formi eins og gestir tónlistarhátíð- arinnar Rite of Spring fengu meðal annars að reyna í apríl á Nasa. Stórir í Japan Framundan er svo áframhald- andi tónleikahald víða um heim. Mezzoforte mun leika á Jazzhátíð á Egilsstöðum þann 24. júní, á Norð- urbryggju í Kaupmannahöfn um miðjan júlí sem og á Ólafsvöku í Fær- eyjum í lok júlí. Því næst er ferðinni heitið til Úkraínu og síðar til Japan og Kína en sveitin nýtur mikilla vin- sælda í Asíu. Miðasala hefst þriðjudaginn 13. júní kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akur- eyri, Selfossi og Egilsstöðum. Miða- verð er aðeins 2000 kr. Under The Iron Sea Úr hafdjúpum Keane kemur glæsileg 12 laga plata sem inni- heldur meðal annars lögin Atlantic og Is It Any Wonder? 1 dag kemur út ný plata frá íslandsvinunum í Keane en þeir tróðu svo eftirminnilega upp í Hafnarhúsinu á Air- waves-hátiðinni 2004. Nýja platan heitir Under The Iron Sea og fylgir hljómsveitin þannig eftir plötunni Hopes Ánd Fears, frá árinu 2004, en hún fékk frábærar viðtökur. Það tók greinilega á sam- starfið við gerð nýju plötunnar því á tímabili stefndi í að hljóm- sveitin Keane myndi hætta, slík var togstreitan. Til allra lukku var það á endanum tónlistin sem hélt þeim saman og út- koman er Under The Iron Sea. Á plötunni eru 12 lög en fyrsta smáskífa plötunnar Is It Any Wonder? er komin út og fór lagið beint í þriðja sæti breska vinsældalistans í vikunni. Einnig hefur lagið Atlantic verið fáanlegt til niðurhals á Netinu. DVD-diskur verður fáanlegur, ásamt plötunni sjálfri, sem inniheldur stuttmynd, myndbönd og hljómleikaupp- tökur með hljómsveitinni. Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. 20.00-Tónlist Roger Waters Egilshöll Midi.is| Roger Waters, sem var meðal stofnenda hinnar frægu rokkhljómsveitar Pink Floyd og helsti lagasmiður hennar, flytur meistaraverkið, The Dark Side Of The Moon í fullri lengd. 20.00 - Leiklist Fullkomið brúðkaup Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is Síðustu forvöð - Myndlist Eiríkur Smith, listmálari, sýnir málverk sín í menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Sýning- unni líkur í dag og það er opið allan daginn. Hrafnista Hafnafirði, Hraun- vangi 7

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.