blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 23
blaöiö MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 27 ■ Takk fyrir spjallið: Gunnar Ólason Vildi vera lokaður inni i hljóð- veri að taka upp eigin sólóplötu Hinn geðþekki gítarleikari Skítamórals, Gunnar Ólason, vinnur þessa dagana á fasteignasölunni Stórborg. Hann hefur þó ekki lagt gítarinn á hilluna því Skítamórall mun leggja land undir fót og spila víðs vegar um landið í sumar. Ennfremur spilar hann alla fimmtudaga í sumar á Hverfisbarnum ásamt Sigurjóni Brink, þar sem þeir bjóða upp á létta órafmagnaða stemningu. Hvaða bók hafði mikil áhrif á þig? „Ég las bókina „Hann var kallaður Þetta“. Hún fjallar um strák sem er komið fram við eins og úrhrak af mömmu sinni. Ég gafst upp á lesn- ingunni, ég varð svo reiður.u Hver er mest auðmýkjandi upplif- un sem þú hefur orðið fyrir? „Þegar ég sá nýfæddan frænda minn og nafna, Gunnar Franz, i fyrsta skipti og frænku mína sem fæddist í lok maí síðastliðinn." Uppáhalds ástarsena í kvikmynd? „Notebook kom á óvart.. Hvaða frægu persónu hefur þér verið Ifkt við? „Mér hefur verið líkt við Kiefer Sutherland og einnig náunga sem lék lækni í Judging Amy. Sá var víst frændi Amy, en ég man ekki hvað hann heitir." Versti maturinn? „Ég borða allt... alveg satt... allt. En versti matur í minningunni eru hjörtu og lifur.“ Besta eða misheppnaðasta lygi sem þú hefur spunnið upp? „Ég þarf iðulega að „ljúga“ að kær- ustunni minni, þegar það eru af- mæli og þess háttar. Það hefur tekist vel hingað til.“ Ef þú gætir verið hvar sem er í dag? „Þá myndi ég vilja vera lokaður inni í hljóðveri að taka upp mína eigin sólóplötu.“ Fimm hlutir sem þú gætir aldrei verið án ? „Rafmagnsgítarinn minn, kassagít- arinn, gítarstrengirogallarStarwars og Lord of the Rings myndirnar." Mynd/WWW.GASSI.IS Erlíf eftir dauðann? „Já, ég trúi því innilega... annars væri þetta hálf tilgangslaust.“ Ömurlegasta starf sem þú hefur verið í? „Það var í unglingavinnunni, sum- arið 1990. Eins og glöggir lesendur taka eflaust eftir þá var þetta ár haldin heimsmeistarakeppni í fót- bolta. Fyrir utan að finnast þetta leið- inleg vinna, á þeim tíma, þá þurfti ég líka að berjast við flokkstjórann um að fá lengri matarhlé og kaffi til að horfa á sem flesta leiki á HM. Það var vinna út af fyrir sig.“ Hvaða iykt finnst þér góð? „Þegar sumarið er að ganga í garð. Og flest öll matarlykt.“ Nefndu tvo kosti og tvo galla. „Nákvæmur og þolinmóður. Þver og þrjóskur." Nylon heima á íslandi á þjóðhátíðardaginn Margt hefur breyst hjá hinum fögru Nylon snótum frá þvi að þær hittust fyrst í prufu hjá Einari Bárðarsyni. í dag eru þær orðnar vel þekktar á erlendri grundu og er gaman að fylgj- ast með þessum upprennandi stjörnum. Þær hvika þó ekki frá hefðinni og troða upp víða um landið þann 17. júní eins og hin síðari ár. Þær Steinunn, Alma, Klara og Em- ilía sem skipa Nylon flokkinn hafa haft í nógu að snúast síðan um ára- mót. Eins og margir vita hafa þær dvalið stærstan hluta ársins í Bret- landi á tónleikaferð með Westlife og stúlknasveitinni Girls Aloud. Þær komu heim í stutt frí í síðustu viku eftir að hafa spilað á 32 tónleikum og fyrir fleiri en 350.000 áhorfendur. Á laugardaginn 17. júní hafa stelp- urnar ákveðið að koma fram á fimm stöðum á víð og dreif um suðvestur orn landsins. Mikil eftirvænting er hjá stúlkunum því Nylon hefur ekki komið fram hérna heima síðan um áramótin. A ferð og flugi Stúlkurnar fara til London í við- tal hjá OK blaðinu í vikunni en til stóð að það yrði tekið á Islandi. Það breyttist þó á síðustu stundu eins og svo margt í tónlistarbransanum. Við heimkomuna býður stúlkn- anna hópur heimildamyndargerð- armanna sem vinna að mynd um hljómsveitina. Þær fljúga síðan út á föstudag til að spila í afmæli Univer- sal útgáfunnar í Bretlandi og koma heim snemma daginn eftir til að koma fram víðs vegar um landið á þjóðhátíðardegi íslendinga. Framundan hjá Nylon Stelpurnar halda svo áfram að kynna lagið sitt Losing a Friend fyrir breskum fjölmiðlum en það er vinna sem staðið hefur síðan í febrúar og mun halda áfram þangað til smáskífan með laginu kemur út um mánaðamótin. Myndbandið við lagið hefur verið mikið spilað á breskum sjónvarpsstöðvum og út- varpstöðvar víðs vegar um Bretland hafa tekið lagið í spilun. Þess má geta að lagið hefur fengið feikilega góð viðbrögð í Dublin í Irlandi þar sem nánast allar útvarpsstöðvar borgarinnar hafa spilað það við góðar unditektir hliustendái Sir Sean Connery heiðraður Ameríska kvikmyndaakademían hefur heiðrað Sean Connery fyrir ævistarf hans og framlag til kvik- mynda. Leikstjórinn George Lucas og leikarinn Mike Myers fögnuðu Connery innilega og haft var eftir Lucas að hann værihæfileikaríkur og einstaklega mikill fagmaður. Sean Connery er 34. einstakling- urinn til að hljóta þessi heiðurs- verðlaun og kemst þá í flokk með fólki á borð við Bette Davis, Alfred Hitchcock, Sidney Poitier, Eliza- beth Taylor og Clint Eastwood svo einhverjir séu nefndir. Ódauðlegur 007 Connery hefur leikið í fjölda kvik- mynda á sínum langa ferli og má þar nefna Indiana Jones and the Last Crusade, The Hunt for Red October og The Untouchables. Hans verður sennilega hvað lengst minnst fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond. •qj.'U 5J •úi boUmemóilH Sir Sean Connery mætir á verðlauna- afhendingu með eiginkonu sinni Micheline.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.