blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 16
20 I GARÐJLR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaðið GARÐAR HELGA STEINGRÍMSDÓTTIR Blómaprýði íyrir 17. júní Ró og friður í japönskum görðum Hönnun fallegra garða á sér langa sögu í Japan enda hafa Japanir náð miklum árangri á því sviði. Hefðbundnum japönskum görðum má skipta í þrjár gerðir: Tsukiyama garða sem einkennast afhólum oghœðum, Kares- ansui garða eða svokallaða steinagarða og te garða eða Chaniwa garða sem eru hluti af aldagamalli te hefð Japana. Hönnun garðanna er yfirleitt mjög táknrœn og tengist oftar en ekki búddatrúnni og athöfnum tengdum henni. Tsukiyama garðar endurspegla landslag Kína og Japans þar sem miðjan og hringurinn umhverfis hana skipta mestu máli. Þegar þjóðhátíðardagurinn nálgast vilja helst allir vera búnir að fylla garðinn sinn líflegum litum með fal- legum blómum. Margir eru eflaust löngu búnir að planta sumarblóm- unum en kalt er búið að vera í veðri og sum blómin hafa kannski ekki fengið að njóta sín sem skyldi. Þeir sem eiga eftir að finna réttu plönturnar geta kíkt í Garðheima og fengið leiðsögn um hvað sé best að hafa því garð- arnir eru misjafnlega skjólgóðir. Þess vegna er ekki alveg sama hvað valið er en hjá Garðheimum er að finna fjöl- breytt úrval sumarblóma. Nokkrar harðgerðar teg- undir í ker eða beð Margarítan er mjög harðger og stendur langt fram á haust. Það sama má segja um sólboða og tóbakshornin sem leyna á sér. Þessar tegundir eru einnig allar vindþolnar. Snædrífa, hengijárnurt og skjaldflétta eru allar mjög dug- legar hengiplöntur. Margt er hægt að setja annað en einær blóm í ker. Ymsir runnar eru hentugir eins og birki- og rósakvistur eða einir sem njóta sín vel. Geislasópur og sólbroddur eru líka hentugir en þeir þurfa reyndar meira skjól. Fjölærar plöntur eins og húslaukar og þekjulaukar koma einnig til greina en þeir eru mjög lit- fagrir og eru allt frá ljósum litum upp í vínrauða liti. 1 beðin er um að gera að setja lit- skrúðug blóm eins og nemesiu, ilm- skúf og paradísarblóm. Morgunfrú, silfurkambur og skrautnál eru einnig ómissandi. Morgunfrúin heldur sinni tignarlegu körfu langt fram á haust og silfurkamburinn breiðir út sín gráu blöð jafn lengi og skrautnálin breiðir einstaklega vel úr sér. Stjúpur eru til í öllum litum og standa alítaf fyrir sínu. Yfirleitt er nóg að hafa um 10-15 cm á milli plantnanna. Hengibaunatré og hengigullregn Mig langar svo aðeins að minnast á ág- rædd hengibaunatré oghengigullregn. Þessar plöntur eru alltaf að verða vin- sælli og standast íslenska veðráttu í meðalskjólgóðum görðum og dafna jafnt í stóru keri jafnt sem beði. Þau blómstra gulum blómum í júní og júlí. Baunatré og gullregn þurfa ekki mik- inn áburð, helst aðeins lífrænan eins og þörungamjöl eða góða mold. Þessi tré með sínar lafandi greinar verða mjög glæsileg eftir 2-3 ár en þá eru þau orðin þéttari og fallegri. Nú er bara um að gera að drífa sig í að prýða garðinn og gera hann sumar- legan, sérstaklega fyrir komandi helgi þegar þjóðhátíðardagur skellur á. Kveðja Helga Steingrímsdóttir hjá Garðheimum Tsukiyama garðar í Tsukiyama görðunum eru tjarnir, hólar og hæðir, fallegur gróður, litlar brýr og pallar. Hönnun þessarra garða endurspeglar landslag Kína og Japans en nafnið Tsukiyama vísar til endursköpunar á fjöllum og hæðum. Tsukiyama garðarnir eru misstórir. Minni garðarnir eru hann- aðir þannig að þeirra er best notið frá ákveðnu sjónarhorni og eins konar miðja er sköpuð í garðinum. 1 stærri görðunum er hægt að ganga hring- inn og um þá liggja göngustígar í allar áttir. I mörgum Tsukiyama garðanna má finna eftirmyndir skjaldböku og hegra en í kínverskri og japanskri goðafræði eru þessar verur tákn um langlífi og hamingju og eru þær staðsettar á litlum eyjum í tjörnum garðanna. Karesansui garðar Landslagið í Karesansui görðunum er mótað af steinum, möl, sandi og stundum mosa sem á að tákna fjöll og eyjur. Sandurinn táknar heims- ins höf og rákir og mynstur eru gerð í hann sem eiga að tákna gárur vatnsins. Lítið er af gróðri i þessum görðum og í sumum þeirra er enginn gróður. Hönnun Kar- esansui garðanna er undir áhrifum Zen búddisma og eru þeir oft notaðir til hugleiðslu. Einn frægasti steinagarð- urinn í Japan er við Ryoan-ji hofið í Ky- oto en það tilheyrir Myoshinji skól- anum sem tilheyrir Zen trúnni. Garð- urinn er 30 metra langur frá austri til vesturs og 10 metrar frá norðri til suðurs. Þarna er ekki að finna nein tré, aðeins 15 misstóra óreglulega steina í ljósri möl. Sá sem heimsækir garðinn getur aðeins séð 14 af stein- unum 15 sama hvar hann stendur en þjóðsagan hermir að sá sem öðlast al- gleymi með Zen hugleiðslu geti séð 15 steininn með þriðja auganu. Chaniwa garðar Þessir garðar eru hannaðir fyrir te hefðir sem má rekja aftur til 14. aldar. f sumum þessarra garða er aðeins um að ræða garðstíga sem liggja upp að litlu hofi þar sem te- drykkja og athafnir henni tengdar fara fram. I þessum görðum eru yfir- leitt steinhellur eða stígar sem liggja upp að hofinu og eru helsta ein- kenni þessarra garða. Við hofið eru luktir og steinfontar þar sem gestir geta laugað hendur sínar og andlit áður en athöfnin hefst. Hönnun Chaniwa garðanna er til þess gerð að veita þeim sem heimsækja þá tímabundna lausn frá jarðneskjum og hlutbundnum hugsunum. ALLT SEM TENGIST NÝBYGGINGUM OG VIÐHALDI Á NÝJUM SEM GÖMLUM HÚSUM blaóiö Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net Chaniwa garðar eru hannaðir umhverfis aldagamlar te hefðir þjóðarinnar. Karesansui garðar eru endursköpun á fjöllum og eyjum. Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi Sérhannaðar tengigrindur fyrir íslenskar aðstæður Vönduð vara úr ryðfríu efni Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita- og snjóbræðslukerfi og fl. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Danfoss tengigrind • Auðveld • Örugg • Fyrirferðalítil Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavik Sími 510 4100 • www.danfoss.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.