blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 blaAÍð Nautnafullt nesti og nýir skór Ferðaþyrstir íslendingar streyma um þessar mundir út um land, ekki bara til að skoða land sitt og þjóð, heldur í raun einnig til að leita að þvi. Við erum eins ólík og við erum mörg og veljum okkur ákaflega mismunandi ferða- máta. Sumir vita ekkert betra en að bruna um landsbyggðina á upphækkuðum jeppa og finna við það hina einu sönnu frelsistil- finningu hríslast um líkamann. Aðrir þurfa bara góða gönguskó, ullarleista og bláleit ullarnærföt til þess að leggja upp í langferð og þrá ekkert heitar en að brosa við blásvörtum hrafni á miðjum Sprengisandi. Hvað sem öðru líður þá þurfum við öll að nærast á ferðum okkar um blómlegar sveitir og nöturlegar eyði- slóðir Islands. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér nestisvenjum landans. Hvað er vinsælast og hvort tísku- bylgjur láti á sér kræla á þessu sviði eins og öðrum. Hvaða eiginleikum hin fullkomna nestiskarfa þarf að hafa til að bera? Smekkur manna er jú vitanlega misjafn í þessu eins og öðru en flestir eru þó sammála um að ekki er hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en bólgna og bústna nest- iskörfu hvort sem ekið er um á jeppa eða ferðast á annan máta. ílát fullt af góðgæti Á tjaldstæðum út um landið má líta úttroðin kælibox full af góðgæti. Jeppafjölskyldurnar sem gjarnan eru oft svo vel útbúnar að vera með tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi í eft- irdragi búa líka oftar en ekki svo vel á ferðalögum að vera vopnuð heilum ísskáp og þurfa því ekki að íhuga eins vandlega útbúnað körfunnar góðu. Við hin sem aðhyllumst naum- hyggju í útilegum þurfum eilítið meira að skipuleggja okkur. Fyrst þurfum við vitanlega að útvega okkur góða körfu eða myndarlegt kælibox. Á þessum árstíma er mikið framboð af slíku í helstu búsáhalda- og útivistarverslunum þannig að skortur á íláti ætti ekki að verða okkur fjötur um fót á yfirvofandi ferðalögum. í þessum verslunum má einnig finna hentug og litrík matarstell úr plasti með viðeigandi hnífapörum sem gott er að grípa með sér. Þegar kemur að því að velja matartegundir ofan í körfuna vand- ast málið eilítið. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við þann gjörning. Gott er að hafa í huga að velja þær matartegundir sem þola vel hnjask og hitabreytingar, t.d. er ekki gæfulegt að vera með mikið af majonesi í farteskinu þa'r sem það geymist ekki vel og verður ólystugt í löngum ferðum. Það sama má segja um aðrar feitar sósur. Listaverk í amstri dagsins Samlokan verður líklega að teljast hin fullkomna útilegufæða og auð- velt er að útbúa girnilegan og hollan nestispakka sem samanstendur af samlokum, ávöxtum og einföldum drykkjum. Samloka er nefnilega ekki bara samloka. Möguleikarnir eru óendanlegir. Við getum valið okkur brauð af ýmsum stærðum Samloka með grœn meti og ricotta íoo gr ricotta ostur 1 tómatur, niður- skorinn í gulrót, rifin niður Nokkur kálblöð Ólífuolía Salt og pipar Rúnstykki að eigin vali Skerið rúnstykkið í tvennt. Smyrjið annan helminginn með ricotta ost- inum og setjið síðan smá ólífuolíu út á. Kryddið eftir smekk. Bætið kálblöðunum, tómatsneiðunum og rifnu gulrótinni út á. Setjið hinn helminginn ofan á. Samloka með skinku og mozzarella íoo gr mozzarella Góð skinka Ferskt spínat Ólífuolía Salt og pipar Rúnstykki að eigin vali Skerið rúnstykkið í tvennt, setjið spínatið á einn helminginn og sneiðar af mozzarella ofan á. Setjið smá ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar eftir smekk. Setjið síðan skinkuna ofan á og að lokum afganginn af spínatinu. Setjið hinn helminginn af rúnstykkinu ofan á. Gott er að grilla rúnstykkið í smá stund. Nanna Rögnvaldardóttir, matargúrú og blaðamaöur á Gestgjafanum. Bla6!&/Frikkl undir að njóta kælingar. í styttri lautarferðir sem jafnvel eru farnar innan borgarmarka verður að mæla með myndarlegri tágarkörfu og rauðköflóttum dúk í klassískum stíl. Ekki ætti að taka blá plastbox með i för nema það sé algjörlega nauðsynlegt. Körfuna skal svo fylla af vel völdu góðgæti af ýmsu tagi. 1 rómantíska lautarferð sem farin er eftir vinnu í Hljómskálagarðinn eða Laugardalinn er nánast nauðsyn- legt að grípa með vel kælt hvítvín eða ávaxtaríkt rauðvín. Samlokur gerðar úr franskbrauði með kletta- salati, ljúfum hvítmygluosti og svörtum pipar væru ákjósanlegur fylgifiskur í Hljómskálagarðinn auk franskrar súkkulaðiköku og belg- ísks konfekts. Þetta kann að hljóma klisjukennd uppskrift en hví að kasta því fyrir róða því sem reynst hefur vel í áranna rás? Hertu upp hugann og taktu upp sí- mann strax. Hringdu í hny ttinn pilt eða heillandi stúlku. Útbúðu hina fullkomnu nestiskörfu og bjóddu upp í brjálaðan tangó undir vökulu auga Jónasar Hallgrímssonar og litríkra sumarblóma sem ráðvilltir unglingar hafa plantað í hinum ör- fáu grænu svæðum borgarinnar síð- ustu daga. Gríptu gæsina í þann stutta tíma sem hún gefur færi á sér. íslenska sumarið verður liðið áður en þú veist af. og gerðum, gróf ellegar fín, stútfull af korni eða hrein. Þau geta verið hnoðuð upp úr spelti eða hvítu hveiti, verið skreyttbúsældarlegum fræjum eða pensluð með eggjum. Áleggið á sér heldur engin takmörk nema þau sem okkar eigið ímyndunarafl setur okkur. Samlokan er áskorun. Hún getur orðið listaverk í amstri dags- ins ef rétt er á spilum haldið. Allir geta spreytt sig á þessari iðju - það geta fleiri en Jói Fel smurt brauð svo vel sé. Samlokunum fjölbreyttu skal svo koma haganlega fyrir í góðu kæliboxi áður en haldið er til fjalla. Fegurð hins smáa Við skulum gæta okkar að líta ekki framhjá fagurfræðilegu gildi nest- iskörfunnar. Kælibox eru vissulega góð og gild til síns brúks enda er nauðsynlegt fyrir sumar matarteg- - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Sparkleikir - Ædol - Kassabílaakstur - llppiysingar og skraning o nelinu: www.ulfljotsvatn.is Fyrir stráka og stelpur 8-1 2 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífscQMtatýri - fjör og hópeflisandi! •JiTiiiir~»iBMMiBi<nwMii^i<i«irtnmariirndwiiíTiiriraMriiTrtMWiii'iiTii ir<~'Tíim ~rrn MMBBrttt- INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is. Fjölbreytni er lykillinn Nanna Rögnvaldardóttir, matarg- úrú og blaðamaður á Gestgjafanum, er dugleg yfir sumartímann að fara með fjölskylduna í stuttar nestis- ferðir út um hvippinn og hvapp- inn. „Við förum oft í „pikknikk“- ferðir og þá reyni ég að smyrja samlokur með sem fjölbreytileg- Er þér heitt? Skrifstofu- og tolvukœlar Ishúsið ehf S: 566 6000 ustu áleggi. Gjarnan eru þær mjög óhefðbundnar og ég reyni alltaf að breyta reglulega til í þessum efnum. Ég nota mikið kryddsósur og pestó á samlokurnar. Fjölskyldan er ekki mikið fyrir majones en við notum þeim mun meira af fersku græn- meti, kryddjurtum og fjölbreyttu kjötáleggi. Ef eitthvað sætt ætti að vera í nestiskörfunni þá myndi ég helst grípa með smákökur eða múffur með banana og súkku- laðibragði. Svo er það bara kaffi handa fullorðna fólkinu og safi handa börnunum. Ef ætlunin er að fara í rómantíska lautarferð þá er næstum nauðsynlegt að grípa með vel kælda hvítvínsflösku og jarða- ber,“ segir Nanna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.