blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 25
blaðiö FðSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006
VIÐTAL I 25
99...................
Það eru reyndar ekki
bara dýrasiðfræðingar
sem hafa gagnrýnt
verksmiðjubúskap
vegna þess að vanda-
mál sem honum fylgja
tengjast ekki aðeins
dýravernd eða dýrarétt-
indum heldur tengjast
þau umhverfismálum
í víðum skilningi. Það
hefur einfaldlega verið
sýnt fram á það að
verksmiðjubúskapur,
einkum svína- og nauta-
kjötsframleiðsla, hefur
í för með sér gífurleg
umhverfisspjöll,"
ódýrari og því eðlilegt að fólk taki
þau fram yfir hin.“
Grimmilegar tilraunir á dýrum
Dýrasiðfræðingar hafa einnig velt
fyrir sér tilraunum á dýrum og
hvort þær séu í einhverjum tilfellum
réttlætanlegar. Gunnar Örn segir að
þetta sé mjög umdeilt málefni og erf-
itt sé að alhæfa um það. „Allt fram
á 20. öld leyfðist vísindamönnum að
gera nánast hvað sem var við dýr og
það var ekki fyrr en á seinni hluta ald-
arinnar að menn fóru að gagnrýna
þetta mjög harkalegasegir Gunnar.
„Árið 1944 var Draize-prófið svokall-
aða samþykkt af bandaríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitinu og var við-
urkennt próf næstu árin. Það gekk
út á að setja efni, oft óþynnt, í augu
og á feld dýra til að athuga hvort að
ígerð myndaðist. Það eru til frægar
myndir af kanínum sem voru festar í
gapastokk og augu þeirra spennt upp
þannig að þær gátu ekki lokað þeim.
Síðan voru hreinsiefni sett í augun
á þeim,“ segir Gunnar og bætir við
að oft hafi þetta verið gert án þess að
verkjalyf væru notuð.
„Það var ekki fyrr en á níunda
áratugnum að menn fara að berjast
gegn þessum tilraunum. Það varð til
þess að stórfyrirtæki drógu úr þeim
og veittu peningum í rannsóknir
af öðrum toga sem virkuðu jafnvel
betur og sköðuðu dýrin ekki neitt,“
segir Gunnar og bendir á að notkun
Draize-prófsins hafi minnkað um
87% á níunda áratugnum og það
megi öðru fremur þakka þessari
baráttu.
Að sögn Gunnars eru skiptar skoð-
anir meðal dýrasiðfræðinga um rétt-
mæti tilrauna á dýrum. „Sumir telja
að það sé vart réttlætanlegt að fram-
kvæmaþessarrannsókniraðminnsta
kosti ekki á æðri spendýrum. Aðrir
vilja einfaldlega Hta á hvert tilvik
fyrir sig og spyrja þá hvers megum
við vænta af rannsóknunum? Ef þær
geta leitt til þess að lækning finnist
á alvarlegum sjúkdómi held ég að
flestir geti verið sammála um að þær
geti verið réttlætanlegar."
Dýraverndunarsamtök skilgreind
sem hryðjuverkasamtök
Umræða um dýrasiðfræði og skyld
málefni í fjölmiðlum er frekar ein-
sleit að mati Gunnars. „f umræðu
um dýraverndunarsinna er oftast
fjallað um jaðarhópana og þá sem
ganga hvað lengst. Að einhverju leyti
hefur líka andrúmsloftið í Banda-
ríkjunum og víðar verið tiltölulega
andstætt dýraverndunar- og um-
hverfissinnum og ég held að það hafi
ekki batnað eftir 11. september. Skil-
greiningar bandarísku alríkislögregl-
unnar (FBI) og fleiri opinberra stofn-
anna í Bandaríkjunum á því hvað
skuli teljast hryðjuverk eru það víðar
að mörg samtök umhverfisverndar-
sinna hafa verið talin hryðjuverka-
samtök. Á síðasta ári kom háttsettur
yfirmaður í FBI fyrir Bandaríkjaþing
og hélt því fram að umhverfishryðju-
verkamenn séu hættulegustu hryðju-
verkahópar innan Bandaríkjanna,1'
segir Gunnar og bætir við að menn
verði að vara sig á skotgrafahernað-
inum því að lítill árangur náist með
honum.
Gunnar segir að hér á landi gæti
aukins áhuga á þessum málefnum
en fslendingar hafi þó viss þolmörk
þegar talið berist að dýravernd og
grænmetisáti. „Þeir skilja að. maður
borði kannski ekki svín eða kjúk-
ling en íslenska lambakjötið er heil-
agt. Maður má kannski ekki tala
um þjóðareðli en það virðist sem
íslenska lambakjötið sé hluti af ís-
lensku þjóðareðíi. Ég skynja það á
ættingjum mínum og fleirum að ef
maður borðar það ekki er það allt að
því móðgun við íslendinga," segir
Gunnar Sigvaldason að lokum.
eimr@bladid.net
„Skilgreiningar banda-
rísku alríkislögregl-
unnar(FBI) og fleiri
opinberra stofnanna
í Bandaríkjunum á
því hvaö skuli teljast
hryðjuverk eru það
viðar að mörg samtök
umhverfisverndarsinna
hafa verið talin hryðju-
verkasamtök," segir
Gunnar. Hann telur að í
umræðu um dýravernd
verði menn að vara sig
á skotgrafarhernaði því
að lítill árangur náist
með honum.
Blalið/SteinarHugi
CASIO
Megapixel. Megamyndgæði.
Nýja kynslóðin í stafrænum myndavélum: EXILIM EXZ1000 með 10.1 megapixel /
10.1 milljón punkta upplausn!
SmOiska
512„»
CompnctFlash*
512MB SANDISK
MINNISKORT OG
MYNDAVÉLATASKA
FYLGJA Á AÐEINS
KR. 29.995
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 REYKJAVÍK • SÍMI 569-1500 j UMBOÐSMENN
EYRARVEGI 21 SELF0SSI • SÍMI480-3700 i UM LAND ALLT
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: HLJÓMSÝN Akranesi • SKAGAVER Akranesi - SAMKAUP ÚRVAL Borgarnesi - BLÓMSTURVELLIR Hellissandi - VERSLUNIN HAMRAR Grundarfirði - SKIPAVÍK
Stykkishólmi - KAUPFÉLAG KRÓKSFJARÐAR Króksfjaröarnesi - ÞRISTUR Isafirði - KRÁKUR Blönduósi - KAUPFÉLAG V-HÚNVETNINGA Hvammstanga - KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki
- RAFBÆR Siglufirði - LJÓSGJAFINN Akureyri - ÖRYGGI Húsavík - SPARKAUP Fáskrúðsfirði - VERSLUNIN VlK Neskaupsstað - SAMKAUP STRAX Seyðisfirði - FLÁABRÚN Vopnafirði - HS-
RAF Eskifirði - VERSLUNIN VlK Reyöarfiröi - SINDRI KHB Egilsstöðum - VERSL. VlK Egilsstöðum - MARTÖLVAN Höfn - MOSFELL Hellu - FOSSRAF Selfossi - GEISLI Vestmannaeyjum - VERSLUNIN
RÁS Þorláksllöfn - NETTÓ Grindavík - TÖLVUSPlTALINN Grindavík - RAFEINDATÆKNI Reykjanesbæ - SAMKAUP Reykjanesbæ - RAFBÚÐIN Hafnarfirði - RAFMÆTTI Hafnarfirði.
BREIÐUR
OG BJARTUR
IT*Z
0N/0FF
10.1 megapixel / Ótrúlega stór og bjartur
2.8 tommu TFT BREIÐSKJÁR / 3x Optical
Zoom aðdráttur / Anti Shake DSP hristivörn
/ Super Life rafhlaða og margt fleira
Tækniundur sem taiað er um. EXILIM EX-Z1000 er ofursmá stafræn myndavél með 10.1 milljón punkta upplausn og 2.8 tommu breii
TFT skjá sem birtir leiftrandi litríka og kristaltæra mynd í 230,400 punktum. Skjárinn er með þremur birtustillingum og er það allra nýjasta
á sviði smáskjátækni. EXiLIM EX-Z1000 er pökkuð fjölda tækninýjunga sem gerir myndatökur spennandi og skemmtilegar.
TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ
EXtra góð EXILIM