blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 34
vAB ÁLFABAKKA BILAR ísl. tal KL 1:30-3-5:30-8 CARS enskl tal KL 3-5:30-8-10:30 CARS enskt fal VIP KL 4:15-8-10:30 SUTHER KL 8-10:30 KEEPING MUM KL 3:30-5:45-8-10:20 SHE'S THE MAN KL 3:30-5:45-8-10:20 POSEIDON KL. 5:30-10:30 BAMBI 2 ísI. fal KL 1:30 KRINGLUNNI IbLUNNI^n Kl. 4-6:30 KL. 4-5:30-8-9- 10:30-11:15 KL 10:30 KL. 6:10 KL.8 KEFLAVÍK smM!í m BILAR ísl. tal KEEPING MUM SHE'STHEMAN 16 BLOCKS AKUREYRI KL 5:45-8 KL 10:10 KL 5:45-8 KL. 10:15 lUKtlKI BILAR ísl.tol CARS enskt tal SLITHER KL 6-8 KL. 6-8-10 KL. 10 HB CARS enskt tal KL. 6-8:30-11 BÍLAR ísl. tal KL. 6-7:15-8:30 KEEPING MUM KL. 6-8:20-10:30 POSEIDON KL 6:10-8:20-10:30 Ml:3 KL.11 ■ItffefiMN luok mmf- % f1 'HtM n mmmtm nwta sut- i m mvii SmtiRfÁ^BlÚ JUST MY LUCK kl. 5.40,8 og 10.20 RV kl. 3.40,5.50 og 8 THE OMEN B.L16ÁRA kl. 10.10 X-MEN 3BJ.12ÁRA kl. 5.40,8 og 10.20 DAVINCICODE kl. 6 og 9 B.L 14ÁRA DAVINCICODE ÍLÚXUS kl. 6og9 B.L14ÁRA RAUÐHETTA ÍSLBISKT TAL kl. 3.40 ÍSÖLD 2 ÍSLENSKT TAL kl. 3.40 REGfWOGinn JUSTMYLUCK kl. 5.40,8 og 10.20 RV kl. 5.50 TAKETHELEAD kl. 8 og 10.30 THE 0MENBJ.16ÁRA kl. 8og10.30 DAVINCICODE kl. 6 og 9 B.L14ÁRA RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL W.6 STAYAUVE kl. 6,8 og 10 B.L 16ÁRA TAKETHELEAD kl. 3.40,5.45,8 og 10.20 16-BLOCKS kl. 6,8og10.10B.L 14ÁRA X-MEN 3 kl. 4 BX12 ÁRA SALTKRÁKA4 kl. 4ÍSLENSKTTAL ^ÍSEBlS^ll JUSTMYLUCK kl. 6,8og 10 RV W.6og8 THE OMEN16ÁRA W.10 □a Dolby /DD/ IHE rs eie 34 I AFPREYING FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðið Einlœgt hip hop Hljómsveitin Fræ gaf á dögunum út sína fyrstu plötu sem ber nafnið Eyðilegðu þig smá. Tónlist Höskuldur Kári Schram Fræ - Eyðilegðu þig smá ★★★^ Meðlimir hljómsveitarinnar Fræ koma úr ólíkum áttum bæði tón- listarlega sem og landfræðilega ef svo má að orði komast. Hljóm- sveitina skipa m.a. meðlimir úr hinni akureysku rapp hljómsveit Skytturnar og svo Páll Ragnar Pálsson sem er betur þekktur undir nafninu Palli í Maus svo einhverjir séu nefndir. Fræ gaf á dögunum út sína fyrstu plötu sem ber nafnið Eyðilegðu þig smá en hljómsveitarmeðlimir hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að á plötunni blandist saman ólíkar tónlistarstefnur. Frábær innkoma Platan ber þess vissulega merki að hljómsveitarmeðlimir hafa ólíkan tónlistarlegan bakgrunn. Rapp og hip hop áhrifin eru ráðandi á yfir- borðinu en á bak við harðan tölvu- takt má heyra gítar melódíur sem mundu fullkomlega sóma sér hjá hvaða rokk/popp bandi sem er. Ég var því ekki alveg viss í hvaða stellingar ég átti setja mig þegar ég smellti plötunni í spilarann og lögin byrjuðu að óma. Fyrsta lag plöt- unnar og titillag gaf vísbendingar um eitthvað allt annað en það sem fylgdi í kjölfarið. Rólegt lag sem minnir kannski á hljómsveitina Múm svo ég grípi nú í eitthvað sem er nærtækt. Annað lag plötunnar - Ekki hleypa draugunum inn - er þó frekar lýsandi fyrir plötuna í heild. í meginatriðum rapplag en þó með popp ívafi og seiðandi millikafla og þar sem Sigurlaug Gísladóttir eða Mr. Silla á frábæra innkomu. 1 V wL "1 N Ástin og væmnin Heimir Björnsson - Heimir Béjoð - er aðalsöngvari hljómsveitarinnar og semur þar að auki alla texta. Söngur Heimis er einlægur og í anda texta laganna sem í meginat- riðum fjalla um ástina í nútíma sam- félagi og leitinni að lífshamingjunni. Ekkert smá viðfangsefni en Heimir skilar þessu í flestum tilvikum án þess að falla ofan í of mikla væmni sem er nú þarna því miður rétt handan við hornið. Þannig fer síðasta lag plötunnar alveg klárlega yfir strikið - hvað væmni varðar - þegar kór Ártúns- skóla byrjar að syngja millikaflann. Það hreinlega hríslaðist um mann. Það má þó ekki dæma plötuna af þessu enda prýða hana mörg feiki- lega sterk og falleg lög og auðvitað er ekkert að væmni þannig séð. Besta lag plötunnar verður þó að teljast Freðinn fáviti en í því má einmitt finna gleggsta dæmi þeirrar samblöndu tónlistarstefna sem ég geri ráð fyrir að hafi verið uppruna- legt markmið hljómsveitarinnar. Virkilega flott lag. í heild er vel staðið að plötunni og hljóðblöndun með prýðilegasta móti. Þetta er fín viðbót í flóru ís- lensks tónlistarlífs. hoskuldur@bladid.net Baðaðu þig upp úr dögginni! Fáðu þér pylsu, göngutúr, baðaðu tásurnar í sjónum, tíndu steina eða veltu þér upp úr dögginni ogfagnaðu gamalli heiðingjahátíð frjóseminnar, núfœð- ingardegi Jóhannesar skírara, lengstu nótt ársins, þann 24.júní Ef það er einhvern tímann góð hugmynd að baða sig upp úr dögg- inni er það á Jónsmessunótt og þó að það sé ekki beint á dagskrá hjá aðstandendum Jónsmessumóts fjölskyldunnar gæti gott döggv- unartækifæri gefist víða um land. Jónsmessuhátíð verður haldin hátíðleg með ýmsum viðburðum í Laugardal, Heiðmörk og Viðey í kvöld. Boðið er upp á spennandi dagskrá í Viðey í kvöld. Skúlaskeið Meðal viðburða í kvöld er gangan Skúlaskeið sem haldin var um árabil en hefur ekki verið gengin síðan árið 2001. „Þetta er í raun mjög óform- legt, engin tímataka, fyrst og fremst að fólk njóti skemmtilegrar göngu- leiðar á sínum hraða. Allir sem taka þátt eru svo sigurvegarar og fá verð- launapening, hvort sem þeir eru 20 eða 50 mínútur," segir Örvar Birkir Eiríksson, skipuleggjandi Jónsmessu- hátíðar í Viðey. Hringurinn sem er farinn er á bilinu 2,5 til 3 km, rúmlega helmingurinn er eftir akveginum frá Naustinu austur í gamla skólahúsið í eynni. Afgangur göngunnar er eftir göngustíg með suðurströndinni, frá skólanum að Stofunni. Örvar segir að nafn göngunnar, Skúlaskeið, hafi tvær tilvísanir. „Annars vegar í Skúla Magnússon og síðan að skeiða. Hins vegar er það báturinn Skúlaskeið sem er um 50 ára gamall og hefur verið not- aður í siglingu til Viðeyjar í 25-30 ár.“ Göngunni lýkur svo með grillveislu. Á Jónsmessuhátíð í Viðey verður dagskráin eftirfarandi: Viðey - göngur, grill og messa 20:00, Siglt til Viðeyjar frá Sundahöfn. - 20:20, Fjörleg upphitun fyrir Skúlaskeiðið hefst sem Felix Bergs- son leikari stýrir. - 20:30, Göngufólk leggur af stað í ca 2,5 km hring um austurhluta eyjunnar. Tekið á móti öllum þátt- takendum með verðlaunapeningi við endamark. - 21:20, Grillveisla (pylsur, gos og súkkulaði). Felix Bergsson skemmtir ungum og öldnum með gamanmálum og söng. - 22:20, Jónsmessuganga með guð- legu ívafi. Ýmis helstu kennileiti Viðeyjar skoðuð undir háværum fuglasöng undir leiðsögn Örvars B. Eiríkssonar, verkefnisstjóra Við- eyjar, og sr. Jakobs Ágústs Hjálmars- sonar, Dómkirkjuprests. - 24:00, Miðnætur-Jónsmessu- messa þar sem farið er yfir sögu og þýðingu Jónsmessunnar við söng og undirspil í sólarroðanum. Verð kr. 1.100 fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn. f Jónsmessugöngu og -messu greið- ist venjulegur ferjutollur, 750 kr fyrir fullorðna og 350 kr fyrir börn í ferðir klukkan 22:00,23:00 og 24:00. Allir þátttakendur í þessum við- burðum fá límmiða sem jafngildir aðgöngumiða í Laugardalslaugina föstudagskvöldið frá 20.00 - 24.00. Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. 13.00-Fyrirlestur Helga Margrét Pálsdóttir, mat- vælafræðingur, ver doktorsritgerð sína: The novel group III trypsin Y and its expression in the Átlantic cod (Gadus morhua). Andmæl- endur verða Dr. Nils-Peder Wil- lassen, prófessor við læknadeild Háskólans í Tromso, Noregi og Dr. Bjarni Ásgeirsson, prófessor við raunvísindadeild Háskóla fs- lands. Leiðbeinandi í verkefninu var Dr. Ágústa Guðmundsdóttir prófessor. Dr. Hörður Filippus- son, forseti raunvísindadeildar, stjórnar athöfninni. Háskóla íslands - Hátíðasal í Aðalbyggingu 14.00 - Síðustu forvöð Sýningum Karin Sander og Ceal Floyer í Safni við Laugaveg 37 lýkur nú um helgina 25. júní. Á grunnhæð Safns býður Karin Sander gestum að hlýða á hljóð- verk eftir 40 listamenn, sem Safn á önnur verk eftir. Á annarri og þriðju hæð byggingarinnar má svo sjá skúlptúr, textaverk, mál- verk, ljósmyndir og vídeóverk eftir myndlistarkonurnar tvær en þær eru meðal þekktustu og áhugaverðustu myndlistar- konum í Evrópu í dag. Áðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Safn, Laugavegi 37 16.00-Afþreying Fjölskyldudagur í Heiðmörk þar sem verður boðið upp á leiki, tálgun, álfasögur og grillaðar pylsur. Borgarstjóraplan 19.00 -Leiklist Litla Hryllingsbúðin 9. sýning. íslenska óperan 20.00 - Leiklist Pétur Gautur Þjóðleikhúsið - Kassinn 20.00 -Tónlist Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram dagana 20.-25. júní á ísa- firði. Listamenn sem koma fram: FLÍS tríó, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), sópran, Anna G. Guð- mundsdóttir, píanó, Peter Máté, pí- anó, Guðrún S. Birgisdóttir, flauta, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó. Hamrar, fsafirði 21.00-Tónlist Mezzoforte heldur tónleika Græni Hatturinn, Akureyri 21.00 -Tónlist Hljómsveitin Skakkamanage stendur fyrir smámunauppboði. Uppboðshaldari er Pétur Már Gunnarsson og er aðgangur ókeypis. Auxpan, Mr. Silla & Mongoose, The Desire of Hudson, Wayne og Dj. S.kakkamanage munu skemmta. Snóker-Sportbar, Hverfisgötu 21.00 -Tónlist Elsta jasshátíð landsins er með glæsilega dagskrá eins og vant er: Mezzoforte, Bodö Rythmn Group, Jazzkvartett Andrésar, Stórsveit Eyjólfs Þorleifssonar, Björn Thor- oddsen, Steinar Kjeldsen Kvartett og fleiri gestir. Upplýsingar á síð- unni www.jea.is. Egilsstaðir 23.00-Tónlist The Gang frá New York, hljóm- sveitin Æla og Benny Crespo’s Gang koma fram. Aðgangseyrir er 500 krónur. Grand Rokk 24.00-Tónlist Dj Palli í Maus spilar frá klukkan 24.00 til og til 06.00. Bar 11

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.