blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaöið Bandarískir hermenn í írak ákærðir fyrir morð Sjö landgönguliðar og sjóliði sagðir hafa myrt fatlaðan mann í bænum Hamandiya. Bandarískur hermaður á vakt í bænum Hit í frak. Einar ráðinn aðstoðarmað- ur Jónínu Einar Sveinbjörns- son, veðurfræð- ingur, hefur verið ráðinn aðstoðar- maður Jónínu Bjart- marz, umhverfis- ráðherra. Hann var aðstoðarmaður Sivjar Friðleifs- dóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, á árunum 1999-2003 en hefur að undanförnu starfað sem deildar- stjóri sérþjónustu á Veðurstofu Is- lands. Einar er 41 árs og hefur MS próf í veðurfræði frá Óslóarháskóla. Hann hóf störf í ráðuneytinu í gær. Sjö bandarískir landgönguliðar og sjóliði hafa verið ákærðir fyrir að hafa myrt fatlaðan mann í írak. Að sögn talsmanns landgönguliðs flot- ans eiga mennirnir einnig yfir höfði sér ákæru fyrir mannrán og sam- særi. Bandarísku hermennirnir eru í haldi í herstöð einni í Kaliforníu. Áttmenningarnir eru sakaðir um að hafa skotið fatlaðan mann til bana í bænum Hamandiya í aprílmánuði og síðan að hafa leitast við að dylja hvernig dauða hans bar að höndum. Þetta er ein af mörgum rannsóknum sem nú fara fram vegna gruns um að bandarískir hermenn hafi myrt og niðurlægt óbreytta borgara í Irak. Á vegum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins er nú unnið að rannsókn á meintu fjöldamorði í bæúum Had- itha í nóvembermánuði. Þar leikur grunur á að 24 óbreyttir borgarar hafi verið teknir af lífi. Sagðir hafa skilið eftir riffil og skóflu við líkið Rannsóknin á dauða fatlaða manns- ins í Hamandiya, sem er í miðhluta Iraks, beinist að því hvort maðurinn hafi verið myrtur að yfirlögðu ráði. Mennirnir eru sakaðir um að hafa ruðst inn á heimili hans og tekið hann með sér. Þeir hafi síðan skotið manninn og skilið riffil og skóflu eftir við líkið í því skyni að láta líta út fyrir að hann hafi verið uppreisn- armaður sem vann að því að koma fyrir jarðsprengju þegar dauða hans bar að höndum. Sagt er að bæjar- búar hafi greint foringjum sveita landgönguliða frá málavöxtum og þeir hafi í kjölfar þess ákveðið að hefja rannsókn á dauða mannsins sem var 52 ára gamall. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að við upphaf málarekstursins væri gengið út frá því að mennirnir væru allir saklausir. Það væri síðan yfirvalda að leiða fram hið sanna í málinu. Fréttamenn í Irak segja að morðin meintu í Hamandiya og Haditha hafi skaðað landgönguliðið stórlega. Áhyggjur magnist innan liðsaflans af framgöngu landgönguliða í Irak. Talsmaður herstjórnar Banda- ríkjamanna í Irak skýrði frá því að nú hefði fjórði hermaðurinn verið ákærður fyrir að hafa skotið þrjá fanga til bana nærri borginni Tik- rit í Norður-írak 9. maí sl. Þrír her- menn voru ákærðir fyrir morð þessi á mánudag. Þáhefur rannsókn á vegum Banda- ríkjahers að sögn ekki leitt í ljós sannanir fyrir því að bandarískir landgönguliðar hafi drepið óbreytta borgara í bænum Ishaqi í marsmán- uði. Fyrr í mánuðinum skýrði tals- maður Bandaríkjahers frá því að allir hermenn í frak myndu sækja 30 daga námskeið í siðfræði. Var til- kynnt um þetta eftir að fregnir bár- ust af meintu fjöldamorði í Haditha. ¥ Hýdrófíl Karbamíð rakakrem 3% Hýdrófíl rakakrem með karbamíð. Kremið eykur rakadrægni húðarinnar. Hentar vel á þurrar hendur og á mjög þurra bletti (andliti. rakakrem 3% a ,Jöo Milt rakakrem sem hentar vel fyrir andlit og líkama. Gefur mikinn raka, er ekki feitt og fer vel inn í húðina. Kremið hentar öllum húðgerðum og er ágætt undir farða. Kremið inniheldur hvorki ilmefni né litarefni og hefur pH gildi 5,5. Fæst einnig án rotvarnarefna. j^% Jpo 'ul Un *akrem J0% Karbamíð rakakrem 10% Hentar vel á þurra fæturog mjög þurrar hendur. Kremið má ekki nota í andlit. Jty ra^kren, jty ml Tímosjenko verður forsætisráðherra Reuters Júlía Tímosjenko (t.h.) þykir búa yfir mikium persónutöfrum og nýtur mikils fylgis í Úkra- ínu. Hún hefur verið vænd um spillingu og þykir erfið í samstarfi en ef marka má fréttir gærdagsins hafa nú sættir náðst með henni og Víktor J ústsjenko, forseta Stjórnarkreppunni í Úkraínu lauk í gær þegar þegar flokkarnir þrír sem fóru fyrir appelsínugulu bylt- ingunni í landinu tilkynntu form- lega um meirihlutasamstarf sitt á þinginu og ríkisstjórnarmyndun. Júlía Tímosjenko, fyrrverarndi for- sætisráðherra, tekur á ný við emb- ættinu en auk flokks hennar standa flokkarnir Vor Úkraína, sem Víktor Jústsjenko forseti fer fyrir, og Sósíal- istafiokkurinn að samstarfinu. Allir þessir flokkar eru hlynntir nánari samvinnu við Vesturlönd. Flokkarnir þrír sem fóru fyrir ,appelsínugulu byltingunni“, sem leiddi til þess að Jústsjenko forseti komst til valda, munu samtals hafa 243 fulltrúa á þingi Úkraínu, Rada, þar sem 450 þingmenn sitja. Þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að þingkosningar fóru fram í landinu. Stjórnarmyndunarviðræður eru m.a. sagðar hafa strandað á þeirri kröfu Júlíu Tímosjenko að hún verði forsætisráðherra á ný. Jústsjenko forseti rak hana úr því embætti í septembermánuði. Júlíu Tímosjenko sagði í gær að sitt fyrsta verk í embætti forsætis- ráðherra yrði að hefja viðræður við Rússa um endurskoðun á orkusölu- samningum ríkjanna. Miklar deilur hafa staðið rnilli ríkjanna um verð á því jarðgasi sem Úkraínumenn kaupa frá Rússlandi. Umdeildur orkusamningur sem var gerður í janúarmánuði rennur út í lok júní- mánaðar. Júlía Tímosjenko hefur sagt að Úkraínumenn borgi allt of hátt verð fyrir gasið en á sama tíma hafa forráðamenn rússneska orku- fyrirtækisins Gazprom lýst því yfir að þeir vilji hækka verðið þegar að samningurinn rennur út. I ræðu á þinginu sagði Tímosjenko enn- fremur að ríkisstjórn hennar myndi berjast gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi. Sókndjarfur fíll Knattspyrnukeppni fíia og tailenskra námsmanna var haldin í Ayuttaya héraði í Tailandi í gær. Fílarnir þóttu afar sókndjarfir leik sínum. Á myndinni má sjá þegar einn fíllinn braust í gegn og setti bo.'tann i netið. Markið var hinsvegar dæmt af þar sem að fíllínn var rangstæður.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.