blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 36
36 IDAGSKRÁ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaöiö I morgunsárið skalt þú vera opinn og einlægur. Taktu inn það sem fólk segir við þig og svo þegar líöa tekur á daginn skaltu einbeita þér að þvf sem þú vilt og láta hendur standa fram úr ermum, ekki miða út i loftið heldur á einn ákveðinn stað. Naut (20. apríl-20. maO Að reyna að finna hjáleið eða styttri leið er ekki gott fyrir þig i dag. Þú veröur að vinna verkin af natni og það þýðir ekki að vera með hroðvirknis vinnubrögð. Þú skalt bera höfuðið hátt og vera glöð/glaður. ©Tvíburar (21. mai-21. júní) Sköpunar-alda flaeðir yfir þig f dag. Þú gætir allt eins búiðtil heiltfjall af málverkum, Ijóðum og jafn- vel tískufötum svo mikil er sköpunargleðin. Nýttu þér þessa öldu, búðu til eitthvað fallegt og reyndu að gleðja aðra með því. ©Krabbi (22. júnf-22. júlf) Þó aö þú hafit mikla orku til þess að byrja á hlutun- um í dag muntu ekki Ijúka mörgum verkum. Það er þitt vandmál en ekki örvænta, á morgun er nýr dagur og þá veröur þú ánægð(ur) með að hafa byrj- aðáhlutunum. ®Lj6n (23. júlf- 22. ágúst) Ef þú ert skipulögð/lagður í dag mun það gefa þér mikið. Þú ert hetja dagsins ef þú nærð að nýta skipu- lagið og þá nærðu að gera allt sem þig langar. Ekki vaða úreinu í annað og mundu að þú getur allt sem þú villt. CS Meyja (23. ágúst-22. september) . Þú þarft að búa til meiri skil á milli þíns innra sjálfs og þeirrar manneskju sem þú ert út á við. Ekki láta aðra segja þér fyrir verkum heldur taktu stjórnina sjálf(ur). Samt sem áður er mjög mikilvægt fyrir þig að rækta þinn innri mann. Vog (23* september-23. október) Það mun hægjast á hjá þér meira og fyrr en þig grunaði. Þú sitalt ekki hika við að taka völdin því þú getur það alveg um leið og það er orðið rólegra hjá þér. Hættu að þvælast fyrir fólkinu sem er í kringum þig, stjórnaðu þvf Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Besta leiöin til þess að losa sig við óæskilegar og vondar tilfinningar er að tjá sig. Ekki vera feiminn og byrgja allt inn i þér, talaðu við góðan vin þinn því hann eða hún getur hjálpað þér að losa um til- Tinningastifluna. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Haltu þig á hliðarlínunni í dag. Hlutirnir gætu versn- að og þú mátt alveg búast við þvf versta. Hins vegar ef þú breytir rétt, ert jákvæður og glaður þá verður allt í lagi. Búöu þig samt undir það að þú gætir átt erfitt kvöld. Steingeit (22. desember-19. janúar) Lif allra í kringum þig er betra vegna þín. Þú hefur áhrif á svo marga og það er jákvæðni þín og drif- kraftur sem fólk hrffst af. Þú átt skilið það hrós sem þú færð og það er ekki sagt bara út f loftið, þú ert frábæreinstaklingur. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Brettu upp ermarnar og láttu hendur standa fram úr þeim. Þú hefur verk að vinna og skalt takast á við þau og vinna þau vel en þú hefur samt ekki allan daginn. I kvöld skaltu vera rómantisk(ur) og koma einhverjum á óvart Fiskar (19. febrúar-20. mars) Lifðu í núinu, þú breytir ekki því sem orðið er og framtíðin er óráðin gáta. Njóttu augnabliksins, ef þú gerir það þá vegnar þér vel. Til hvers að lifa ef maður getur ekki látið sér líða vel og notið þess aðveratil? ENN AF SKOÐUNUM FJÖLMIÐLAFÓLKS Fjölmiðlar EinarJónsson Nokkur umræða hefur verið um hvort það sé við hæfi að fjölmiðla- menn viðri skoðanir sínar opinber- lega í kjölfar brotthvarfs Jóhanns Haukssonar af Fréttablaðinu. Lengi hefur tíðkast að blaðamenn skrifi pistla um þjóðfélagsmál og á undan- förnum árum hefur færst í vöxt að þeir séu kallaðir til sem „álitsgjafar" í spjallþáttum og fréttatímum. Sum- um finnst jafnvel nóg um og telja að fjölmiðlafólk eigi eftir fremsta megni að halda sig til hlés og helst ekki tjá sig um eitt né neitt til að ekki verði hægt að draga í efa óhlut- drægni þess eða heilindi í starfi. Fjölmiðlamenn, ekki síst þeir sem flytja fréttir, verða vissulega að gæta orða sinna. Þeir þurfa að hugsa vel um hvað þeir segja opin- berlega og hvort það geti á einhvern hátt skaðað trúverðugleika þeirra eða hlutlægni. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir þá sjálfa heldur ekki síður fyrir þann miðil sem þeir starfa fyrir. Hlutlægt fréttamat Á hitt ber líka að líta að frétta- menn hafa yfirleitt yfirgripsmikla þekkingu á þeim málum sem til umræðu eru. Gildir einu hvort um sé að ræða stjórnmál á Islandi, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs eða eitthvað allt annað. Þeir hafa oft- ar en ekki fylgst með málum vikum og mánuðum saman og búa því yfir góðri yfirsýn til að fjalla um þau og setja í víðara samhengi. Þeir eru sjaldnast dregnir í sjónvarpssal til að tjá persónulegar og hlutdrægar skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum heldur til að leggja kalt (og hlutlægt) mat á fréttir líðandi stund- ar. Síðast en ekki síst kunna fjöl- miðlamenn öðrum fremur þá list að koma upplýsingum til skila á stutt- an, skýran og hnitmiðaðan hátt og án óþarfa orðalenginga. Það sama verður því miður ekki sagt um alla sérfræðinga og álitsgjafa sem fram koma í sjónvarpsþáttum nú um stundir. einar@bladid.net SJÓNVARPSDAGSKRÁ SJÓNVARPIÐ 16.50 Fótboltakvöld 17.05 Leiðarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Ævintýri H.C. Andersen (16:26) (The Fairy Taler) 18.30 Ungar ofurhetjur (10:26) (Teen Titans II) 19.00 Fréttir, fþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.05 Lögregluhundurinn 21-45 Paradísarheimt (Paradise Found) Áströlsk bíómynd frá árinu 2003 um Paul Gauguin sem var verðbréfasali í París en gerðist listmálari og fluttist til Tahiti.. 23.20 Týnda geimfarið (Event Horizon) Bresk/bandarísk spennumynd frá árinu 1997 Björgunarsveit rannsakar geimskip sem hvarf inn í svarthol en snýr aftur með eitthvað óþekkt inn- anborðs. Leikstjóri er Paul W.S. Ander- son og meðal leikenda eru Laurence Fishburne, Sam Neill, Kathleen Quinl- an Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra eni6 ára. e. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok [■ SIRKUSTV 18.10 Byrjaðu aldrei að reykja (Gerð myndbands2) 18.30 Fréttir NFS 19.00 ísland í dag 19.30 Fashion Television (e) 20.00 Þrándur bloggar (2:5) Nú getur þú séð öll bloggin hans aftur. 20.30 Stacked (2:13) (e) 21.00 Sailesh á fslandi (e) Dávaldurinn Sailesh hefur svo sannarlega slegið í gegn á fslandi. Bannað börnum. 22.15 Supernatural (19:22) (e) (Proven- ance) Bannuð börnum. 23.05 X-Files (e) (Ráðgátur) 23.55 Anywhere But Here (e) 01.45 Sirkus RVK(e) \f\ STÖÐ2 06.58 fsland í bítið 09.00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 09.20 ffínuformi 2005 09.35 Oprah (70:145) (Black Women Dating White Men: It's Something New!) 10.20 Alf (Geimveran Alf) 10.45 MyWifeand Kids n.05 Það var lagið (e) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours (Nágrannar) 12.50 ffínuformi 2005 13.05 Home Improvement 13.30 Kóngur um stund (4:16) 13-55 BlueCollarTV (10:32) 14.20 Punk'd 2 (e) (Negldur) 14-45 Entourage (8:8) (Viðhengi) 15.10 Arrested Development (11:22) (e) 15-35 George Lopez (16:24) 16.00 The Fugitives (Á flótta) 16.20 Skrímslaspilið 16.40 Scooby Doo 17.00 Bold and the Beautiful 17.22 Neighbours (Nágrannar) 17-47 Simpsons (Simpson-fjölskyldan) 18.12 fþróttafréttir 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 fsland í dag 19.40 Mr. Bean (Herra Bean) 20.05 Simpsons (21:21) 20.30 Two and a Half Men (12:24) 20.55 Stelpurnar (22:24) 21.20 Beauty and the Geek 2 (4:9) 22.05 The Last Shot (Síðasta skotið) 23.40 National Security (Þjóðaröryggi) 01.05 The Man With One Red Shoe) 02.35 FeardotCom (Hræðslapunkturis) 04.15 Simpsons (21:21) 04.40 Mr. Bean (Herra Bean) 05.05 Fréttir og fsland í dag 06.15 Tónlistarmyndböndfrá PoppTíVí © SKJÁR EINN 07.00 6 til sjö (e) 08.00 Dr.Phil(e) 15.40 Völli Snær (e) 16.10 Point Pleasant (e) 17.05 Dr.Phil 18.00 6 til sjö 6 til sjö er vandaður síðdegis- þáttur i umsjón Felix Bergssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur. Þátturinn er sendur út alla virka daga í beinni útsendingu frá myndveri SkjásEins 19.00 Beverly Hills 19.45 Melrose Place 20.30 OneTreeHill 21.30 The Bachelorette III 22.30 Law & Order: Criminal Intent 23.25 C.S.I: Miami (e) 00.20 Boston Legal (e) 01.10 Close to Home(e) 02.00 Beverly Hills (e) 02.45 Melrose Place (e) 03.30 TvöfaldurJay Leno(e) 05.00 Óstöðvandi tónlist 4^SÝN 06.45 Gillette Sportpakkinn (Gillette World Sport 2006) 07.15 HM 2006 (Króatía - Ástralía) 09.00 HM 2006 (Tékkland - ftalía) 10.45 HM 2006 (Japan - Brasilía) 12.30 442 13.30 HM stúdíó (þróttafréttamenn Sýn- ar fá góða gesti í heimsókn í HM stúdíóið þar sem spáð er (spilin. 13.50 HM 2006 (Sádí Arabía - Spánn) 16.00 HM stúdíó 16.10 HM2006 (Úkraína-Túnis) 18.00 HMstúdíó 18.50 HM 2006 (Tógó - Frakkland) 21.00 442 22.00 HM 2006 (Sviss - Kórea) 23.45 HM 2006 (Úkraína - Túnis) 01.30 HM 2006 (Sádí Arabía - Spánn) r r 1 V/ NFS 07.00 fsland í bítið 09.00 Fréttavaktin 11.40 Brot úr dagskrá 12.00 Hádegisfréttir 13.00 Sportið 14.00 Fréttavaktin 17.00 Sfréttir 18.00 Iþróttir og veður 18.30 Kvöldfréttir 19.00 fsland í dag 1940 Peningarnir okkar 20.00 Fréttayfirlit 20.20 Brotúrfréttavakt 20.30 Örlagadagurinn (2:10) 21.00 Fréttir 21.10 48 Hours 22.00 Fréttir 22.30 Peningarnirokkar 23-05 Kvöldfréttir 00.05 Fréttavaktin 03.05 Fréttavaktin 06.05 Peningarnir okkar STÖÐ 2 - BÍÓ 06.00 The Stepford Wives (Stepford-eig- inkonurnar) 08.00 James Dean 10.00 Miss Lettie and Me (Frú Lettie og ég) 12.00 A Rumor of Angels (Sagan um englana) 14.00 James Dean 16.00 Miss Lettie and Me (Frú Lettie og ég) 18.00 A Rumor of Angels (Sagan um englana) 20.00 The Stepford Wives 22.00 Blood Work (Blóðugt starf) 00.00 Lovely and Amazing (Yndislegar elskur) 02.00 Picture Claire (Hin rétta Claire) 04.00 Blood Work (Blóðugt starf) RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS2 90,1 / 99,9 • KissFM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarpsaga 103,3 • Talstöðin 90,9 Heidi Klum á von á barni Súpermódelið Heidi Klum og eiginmaður hennar Seal hafa staðfestþœrfregnir aðþau eigi von á öðru barni sínu saman. Hin 33 ára gamla fegurðardís og söngvarinn með slæmu húðina eignuðust fyrsta barn sitt saman í september síðastliðnum. Heidi átti fyrir tveggja ára gamla dóttur með fyrrverandi eignmanni sínum, Flavio Briatore. Það má því gera ráð fyrir að mikið fjör verði á heimili þeirra hjóna á næstunni. Fregnir af þessu birt- ust fyrst á heimasíðu Klum þegar Seal sagði aðdáendum fyrirsætunnar að eitt barn væri að bætast við í systkinahópinn. „Við erum bæði mjög spennt og lánsöm að fá að deila þessari lífsreynslu einu sinni enn,“ segir Seal. Klum hefur að undanförnu verið þáttastjórnandi í þættinum Tískuþrautir eða Project Runway sem sýndur er í Sjónvarpinu en fyrr í þess- um mánuði sýndi hún sjálf á Council of Fas- hion Designers Awards. Brandy byrjuð með fyrrverandí? Poppstirnið Brandy er að taka aftursaman viðfyrrverandi unnusta sinn, körfuboltakappann Quentin Richardson. Söng- og leikkonan Brandy hefur staðið eins og klettur á bak við fyrrverandi unnusta sinn að undanförnu. Quentin Richard- son missti bróður sinn um síðustu jól í skotárás og hef- ur það reynst honum mjög þungbært. Hin 27 ára gamla stjarna hætti við fyrirhugað brúðkaup þeirra skötuhjúa í fyrra en eftir skotárásina leitaði körfuboltastjarnan til Brandy. Þá var hún með Nick Cannon en svo virðist sem hún hafi enn verið ástangin af Quentin og vinur þeirra skötuhjúa hefur greint frá því að þau séu aft- ur byrjuð saman.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.