blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 26
26 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaöið Skógarbjörn í heilsuíœði Kanadísk kona kom á dögunum að skógarbirni í eldhúsinu sínu sem sat í mestu makindum og gæddi sér á haframjöli. Konan forðaði sér út úr húsinu hið snarasta og hringdi á lögreglu. Þrír lögreglumenn komu á vettvang en þeim tókst ekki, þrátt fyrir itrek- aðar tilraunir, að bola birninum út enda virtist björninn hafa komið sér afar vel fyrir i húsinu. Reyndist hann ekki árásargjarn og skemmdi enga innanstokksmuni og ákváðu lögreglumennirnir því að bíða þar til hann hafði sig á brott út í skóg. .Þetta mál var allt hið furðulegasta. En þetta var að minnsta kosti skóg- arbjörn sem hugsar um heilsuna," sagði lögreglustjórinn Paul Skelton. Opið frá 9:00 til 18:00 virka daga Bakvaktir um helgar og á kvöldin Twrduj-Ufjlíir Komdu og spjalladu við annað dýraáhugafóik á einu stærs Risastór gagnagrunnur um fugla, sjávarfiska, kóralla, ferskvatnsfiska og gródur, hunda og ketti. Fyrir hundinn þinn Að treysta böndin milli fjöl- skyldunnar og hundsins Óhætt er að gera ráð fyrir því að langflestum hundaeigendum þyki afar vænt um hunda sína og vilji þeim allt hið besta. Lengi má þó gera gott betra og það er alltaf hægt að finna nýjar og góðar aðferðir við að treysta bönd fjölskyldumeðlima og hundsins. Gefðu þér tíma í að endurskoða með barninu þínu hvernig hægt er að bæta samband ykkar og hundsins. Hér eru nokkrar hugmyndir: IFarðu yfir með barninu þínu hvaða skyldum það hefur að gegna gagnvart hundinum. Þó að fjölskyldumeðlimir séu uppteknir við hin ólíkustu störf á að vera hægt að koma upp verkaskiptingu sem hentar öllum. Tilvalin verkefni fyrir yngri krakka eru t.d. að fara með hundinn út að ganga, fóðra hann og snyrta hann. 2Finndu nýja og skemmtilega hluti fyrir barnið til að gera með hundinum. T.a.m. er sniðugt að fara með hundinn á hlýðninámskeið, fara á hundasýn- ingar eða jafnvel bara út í garð að kenna hundinum einhver brögð. 3Skoðaðu með barninu þínu bækur eða heimasíður sem fjalla um hunda. I bókum og á Netinu má finna fróðleik og svör við flestöllum þeim spurn- ingum sem kunna að vakna hjá hundaeigendum. Hvettu barnið þitt til að nota hugmyndaflugið og taka á málum sem varða hundinn. Hvort sem það er að endurbæta svefnaðstöðu dýrsins eða að fá það til að hætta að hoppa upp á fólk. Láttu barnið þitt einnig vera meðvitað um atriði áborð við; hvenær hundurinn þarf að fara í skoðun hjá dýralækni, hvenær þarf að hreinsa tennurnar í honum og hvort það sé kominn tími á að ormahreinsa hann. Þannig finnst barninu það gegna stærra ábyrgðar- hlutverki gagnvart hundinum. Sprengjuleitarhundurinn Apollo Lögreglumaður leiðbeinir Schaefer-hundinum Apollo á öryggismálasýningu á Penn-stöðinni í New York í gær. Apollo er sprengjuleitar- hundur en þeim hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár, allt frá árásunum á tvíburaturnana í september 2001. Bavíanar styðja England á HM Safarígarður í Liverpool hefur varað gesti sína við því að hafa enska fána á bílum sínum þegar þeir aka í gegnum garðinn. Fjölmargir Eng- lendingar hafa fest enska fána á bíla sína í tilefni af HM í knattspyrnu en starfsmenn dýragarðsins segja að fánarnir séu afar eftirsóttir af bav- íönum sem búa í garðinum. Um 120 bavíanar eru í garðinum og hafa þeir komið upp stórum haug af enskum fánum og í kjölfarið látið nær al- farið af þjófnaði á rúðuþurrkum. „Fjölmargir gestir eru klókir og fjar- lægja fána af bifreiðum sínum áður en þeir aka í gegn,“ sagði David Ross, yfirmaður safarígarðsins. „En þeir sem gleyma því eru yfirleitt rændir afbavíönunum.“ Enskur baviani og fánaþjófur með meiru.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.