blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 31
blaöið FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 ÍÞRÓTTIR I 31 Farðu alla leið I (ífsins með heilbrigðum Sviss - S.-Kórea • Daniel Gyganz, hinn öflugi sviss- neski miðjumaður, verður ekki með vegna meiðsla. Koebi Kuhn, þjálfari Sviss, mun að öllum lík- indum tefla fram Hakan Yakin í fjarveru hans en að öðru leyti er búist við að byrjunarlið þeirra verði óbreytt frá leiknum gegn Tógó. • Talið er líklegt að Dick Advocaat, þjálfari Suður-Kóreu, muni láta undan þrýstingi og velja sókn- armanninn Ahn Jung-Hwan í byrjunarliðið, en hann kom inn á sem varamaður gegn Tógó og skoraði. • Jafntefli nægir Svisslendingum til að komast áfram. Ef Frakkland vinnur ekki Tógó komast bæði Sviss og Suður-Kórea áfram. • Ef Frakkland vinnur Tógó með einu marki og Sviss og Suður- Kórea gera jafntefli verða Frakkar og Suður-Kóreumenn jafnir að stigum og líklega með nákvæm- lega sömu markatölu. Þar sem þessi lið gerðu jafntefli þyrfti því að varpa hlutkesti til að ákvarða hvort liðið kæmist áfram. • Svisshefurþrisvarkomistí8-liða úrslit HM. Suður-Kóreumenn náðu sínum besta árangri 2002 er þeir komust í undanúrslit, þá á heimavelli. Frakkland - Tógó • Frakkinn Zinedine Zidane er í leikbanni og kemur Franck Ri- bery að öllum líkindum inn í byrj- unarliðið í hans stað. Þá kemur Mikael Silvestre inn fyrir Eric Abidal sem er einnig í leikbanni. Þá er búist við því að David Trezeguet eða Louis Saha verði í framlínunni með Thierry Henry, en Frakkar hafa aðeins skorað eitt mark í tveimur leikjum á mótinu. • Zinedine Zidane mun líklega slá upp afmælisveislu á varamanna- bekknum en hann er 34 ára í dag. Patrick Vieira á einnig afmæli en hann verður þrítugur. Tógómenn eru þegar úr leik. Þeir munu þó vafalaust leggja allt í söl- urnar þar sem þeir eru að keppa á sínu fyrsta HM og vilja ekki fara þaðan stigalausir. Ef Lilian Thuram spilar leikinn verður hann leikjahæsti leik- maður Frakka frá upphafi með 117 landsleiki. Þar með myndi hann slá met Marcel Desailly. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, liggur eftir í leik Frakklands og Suður-Kóreu. Verðlauna- peningi Dudeksstolið Þjófar brutust inn til Jerzy Du- dek, markvarðar Liverpool, og rændu gullverðlaunapen- ingnum sem hann hlaut tyrir að sigra meistaradeildina, yfir hundrað markmannstreyjum, skartgripum og öðrum verð- launagripum. Ránið átti sér stað á meðan Dudek var staddur í sumarfríi í heimalandi sínu, Pól- landi. Þá var glæsilegri sportbif- reið hans, af gerðinni Porsche Carrera, stolið en hún fannst svo í Manchester á miðvikudag. Dudek var ein af hetjum Li- verpool í úrslitaleiknum gegn AC Milan í meistaradeildinni árið 2005. „Við erum að tala um minjagripi frá öllum ferli hans. Jerzy varð heimsfrægur fyrir afrek sín í úrslitaleik meistara- deildarinnar og að einhver hafi brotist inn til hans og stolið þessum hlutum er auðvirðilegt," sagði talsmaður Liverpool. Um- fangsmikil lögreglurannsókn hefur verið sett af stað en enn hafa fáar vísbendingar borist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.