blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 28
28 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðió Upp, upp minn hvirfill... Það getur verið þó nokkur áskorun að breyta sinni daglegu venju hvernig við greiðum á okkur hárið. Áskorun sumarsins er, allavega fyrir kvenþjóðina, að hafa hvirfilinn hæsta punktinn á hárgreiðslunni. Já, svona í anda sjöunda áratugar- ins en ekki bein eftirherma, heldur að sleppa öllum þeim stífleika sem fylgdi því tímabili. Þó við svífum inn í sumarið með háan hvirfil þá er ákaflega mikilvægt að greiðslan líti út fyrir að vera svona „daginn eftir“.... Afslappað, ekki fullgreitt. Gott er að setja froðu eða gel í rótina meðan hárið er blautt og áður en blásið er. Til að ná hvirfl- inum sem hæstum þá þarf að nota breiðan hringbursta en passið bara að flækja hann ekki í hárið. Til að ná enn meiri tilþrifum þá mæli ég með breiðum rúllum sem eru með sömu áferð og franskur rennilás. Þær eru settar í þurrt hárið og aðeins hitaðar með hárblásara. Gamla góða túperingin Hvort sem þið notið hjálpartæki eða ekki í þessa aðgerð þá er ekkert ráð sem slær út gömlu góðu túperingunni. Henni má ekki sleppa því þá er mikil hætta að hvirfilinn verði eins og Morisheiðin á miðjum degi, kylliflöt. Tú- perið vel í rótina og greiðið svo létt yfir flækjuna. Setjið síðan hárlakk yfir svo herlegheitin haldist yfir dag- inn. Illnauðsynlegt er að hafa hárið flatt að framan og í hliðum til að hái hvirfillinn njóti sín eða að minnsta kosti líti út fyrir að vera hærri en allt annað á höfðinu. „Sixtís" Til að krydda „sixtís“ útlitið þá er ekki verra að hafa áberandi skipt- ingu og/eða taka hárið saman í laust tagl eða hnút neðst í hnakkanum. Breið hár- bönd eru punkturinn yfir i-ið. Sum- arspjarirnar eru sniðnar að þessum hárstfl eða er það öfugt? Snúðar og hnútar hátt upp á höfð- inu gera sama gagn, þeir hækka og lengja og smellpassa við sumartísk- una, allavega við þær flíkur sem minna okkur örlftið á þetta tímabil. Ef letin er að drepa okkur þegar við erum fyrir framan spegilinn á morgnana þá má í það minnsta taka hárið saman í hnakkanum og gera eitthvað afslappað listaverk með teygju og nokkrum hárspennum, svo framarlega sem hárlengdin er fyrir hendi! Þessar bráðnauðsynlegu upplýs- ingar eru samvinna hárgreiðslu- fólks og fatahönnuða, til að skapa sterkara heildarútlit. Því hefur verið fleygt að það sé leitað í smiðju gam- alla átrúnaðargoða og mun „sixtís“ módelið Jean Shrimpton vera ein af fyrirmyndunum. Til að kóróna stílinn þá er um að gera að kaupa sér tiltölulega eðlileg gerviaugnahár og ljósan varafit. 3IMfl 61 afsláttur HœðasmjLra 4 • s. 544-5 Karlmenn eru duglegir að nýta sér leirvafninga. Sérstaklega karlar sem stunda mikla líkamsrækt. Leirvafningar til að stinna húðina og minnka ummál f heilsustúdíóinu Fyrir og eftir í Kópavogi er boðið upp á margs konar meðferðir, meðal annars sogæðanudd, brúnkusprautun og leirvafninga sem ætlað er að grenna líkamann og gera hann um leið stinnari. Þessir vafningar þykja með því besta sem stofan bíður upp á. Þeir eru sérlega hentugir fyrir fólk sem hefur misst töluverða líkamsþyngd. Þegar fólk léttist mikið á stuttum tíma, t.d. eftir barnsburð, vill húðin oft verða slök. Aldurinn vinnur gegn teygjanleika húðarinnar og því kannast margar eldri konur við það að húðin byrjar að „hanga“ eftir að kílóin fjúka. Flestar kannast líka við hugtakið „bingó handleggir“ en þá er átt við húð á upphandleggjum sem hangir laus og sveiflast til þegar höndinni er veifað, en það gerist jú oft á bingókvöldum. Salt úr Dauðahafinu Að sögn framleiðanda munu leir- vafningar vera náttúruleg leið til að minnka ummálið, afeitra líkam- ann og hreinsa húðina og almennt eru viðskiptavinir ánægðir með ár- angur meðferðarinnar. Blaðamaður kom að máli við Helgu Svanlaugu Bjarnadóttur, eiganda heilsustúdíós- ins Fyrir og eftir. „Ég byrjaði með þessa vafninga fyrir fjórum árum, eða þegar ég tók við stofunni,“ segir Helga. „Með- ferðin fer þannig fram að viðskipta- vinurinn mætir hingað, afklæðist og fer í slopp. Svo förum inn í herbergi þar sem leirvafningarnir eru geymdir í þar til gerðum hita- potti. Vafningarnir sem slíkir eru teygjubönd sem eru látin liggja í leirblöndu, en leirinn er úr Dauða- hafinu og er því mjög saltur og ríkur af steinefnum. Viðskiptavin- urinn er því næst vafinn inn í þessi teygjubönd og getur valið um að láta vefja allan líkamann eða ákveðna staði sem þurfa sérstaklega á því að halda, til dæmis magann, hand- leggina eða rass og læri. Um leið og leirinn í teygjuböndunum er vafinn um líkamann sogast óhreinindi út um svitaholurnar og lausa húðin dregst saman og endurnýjar teygj- anleika sinn. Við þetta verður húðin mýkri og stinnari og árangurinn má merkja samstundis," segir Helga að lokum og bætir því við að með- ferðin taki um 70-90 mínútur og að það sé ráðlegt að fara í 3-5 sinnum í leirvafningana. Hrein fegurð Kynningarkvöld á Dr.Hauschka snyrtivörum í Yggdrasil ncestkomandi þriðjudag. í versluninni Yggdrasil við Skóla- vörðustíg 16 hafa að undanförnu verið haldin námskeið og fyrir- lestrar sem tengjast heilbrigðum lífsstíl. Um er að ræða námskeið í lífrænni ræktun og hollu mat- aræði en einnig í því að nota náttúrulegar snyrtivörur sem efla heilbrigði húðarinnar. Þriðjudaginniyjúníverðurkynning á hinum heimsþekktu náttúrulegu snyrtivörum frá Dr.Hauschka. Þær eru framleiddar af náttúrulyfjafyr- irtækinu WALA-heilmittel í Þýska- landi og hafa verið framleiddar í 39 ár. Dr.Hauschka vörurnar eru unnar úr lífrænt ræktuðum lækn- ingajurtum og hreinum lífrænum jurtaolium. Þær eru unnar með það í huga að efla heilbrigði húðarinnar með því að styrkja og efla eigin lækn- ingamátt hennar. Er þér heitt? Skrifstofu- og folvukœiar líshúsid ehf & 566 60001 Áhersla á andlitið I þessari snyrtivörulínu er sérstök áhersla lögð á húðina í andlitinu. Þar skiptir hreinsun mestu máli og verndun gegn ytri mengunar- áhrifum. Það sem vekur athygli er að Dr.Hauschka framleiðir ekki næt- urkrem, því það er mikilvægt fyrir húðina er að fá að anda og vinna sína vinnu á næturna. Hins vegar eru notuð andlitsvötn með mikil- vægum lækningajurtum sem efla eiginstarfsemi húðarinnar. Annað sem skiptir miklu máli er að fara mildum höndum um húðina og nota ekki húðslípun sem getur gert húðina ofurviðkvæma. Allt sem þarf fyrir kroppinn Dr.Hauschka framleiðir ekki bara vörur fyrir andlitið heldur er hægt að fá allt sem þarf fyrir húð og hár og einnig förðunarvörur. Vörurnar frá Dr.Hauschka henta fyrir allar húðgerðir, en eru sérstaklega góðar fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. En til þess að fá sem mest út úr þessum húðsnyrtivörum ku vera mikilvægt að nota þær rétt. Á kynn- ingarkvöldinu verður á staðnum lærður Dr.Hauschka húðsnyrtifræð- ingur sem hefur bæði þekkingu og reynslu og mun veita einstaklings- bundna leiðsögn. Einnig verður boðið upp á 20% afslátt af Dr.Hau- schka snyrtivörunum. Skráning í verslun Yggdrasils í síma 562-4082.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.