blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 6
6 I LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaðið Alvarlegasta ákæruliön- um vísað frá mbl.is | Héraðsdómur Reykja- víkur vísaði í gær fyrsta ákæru- lið af 19 í Baugsmálinu frá dómi. Sá ákæruliður snýr að sölu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Vöru- veltunni til Baugs. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu verj- enda um að vísa hinum átján ákæruliðunum frá dómi. Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í málinu, lét hafa það eftir sér í gær að það væri málinu ekki til fram- dráttar að þessum ákærulið hafi verið vísað frá dómi. Hann telur líklegt að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. Ákæru- liðurinn sem nú var vísað frá dómi sé alvarlegasti ákærulið- urinn gegn Jóni Ásgeiri, þar sem hann sé ákærður um fjár- svik. Önnur ákæruatriði snúist fyrst og fremst um formbrot. Gestur segir kjarna málsins að saksóknara gangi illa að lýsa meintum brotum. Það sé ekki vegna þess að starfsmenn emb- ættisins kunni ekki til verka, en viðfangsefnið sé að setja saman lýsingu á verknaði sem sé ekki refsiverður. „Nýtt slagorö bankans er hæfilega frumlegt" Landsbankinn heldur upp á 120 ára afmæli sitt í dag. Kjartan Gunnarsson, formaður afmælisnefndar, segir stofnun bankans hafa verið lykilatriði í framfarasókn þjóðarinnar. Eftir Atla fsleifsson „Við ætlum að halda langa og mikla afmælisveislu sem mun standa i heilt ár. Hún hefst í dag með há- tíðarhöldum í Reykjavík og á 13 öðrum stöðum utan höfuðborgar- innar. Öllum landsmönnum er þvi boðið í veisluna. Eins og í öðrum veislum verður söngur, leikur, glens og gaman,“ segir Kjartan Gunnarsson, formaður afmælis- nefndar Landsbankans. Landsbanki fslands er 120 ára í dag. Þann 1. júlí 1886 var bankinn opnaður í Bakarabrekku, sem síðar var nefnd eftir bankanum og heitir í dag Bankastræti. Kjartan segir að bankinn ætli að nota þetta tækifæri til að skerpa á ýmsum hlutum, rifja upp söguna, horfa til framtíðar og undirstrika það að bankinn sé síungt og öflugt fyrirtæki sem er í alhliða sókn á öllum sviðum við- skiptalífsins. „Við viljum sýna það að við skiptum jafn miklu máli nú og þegar fyrsti bankinn var opn- Enn fjölgar ógiftum og ein- stæðum í Japan Hlutfall eldri borgara er hvergi hærra í heimi hér en í Japan. Landsmönnum fækkar. Japanir hafa löngum haft áhyggjur af lítilli fæðingatíðni og þeirri röskun sem það ástand mála veldur í samfé- laginu. Og nú hafa borist nýjar upp- lýsingar sem fallnar eru til þess að auka enn á áhyggjur ráðamanna og atvinnulífs. Hlutfall aldraðra er nú hvergi hærra í heimi hér en í Japan. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir eftir manntal sem gert var eystra í fyrra er nú 21% þjóðarinnar yfir 65 ára aldri. I fyrsta skipti mælist þetta hlutfall nú hærra en á Ítalíu. Og hvergi er hlutfall barna undir 15 ára aldri lægra. Ljóst þykir að nálgast þurfi þennan vanda með nýjum hætti eigi að takast að snúa þróuninni við. Japanir hafa raunar löngum slegið margvísleg „met” á þessu sviði en nú þykir ljóst að vandinn sé enn al- varlegri en margir höfðu ætlað. Nú búa í Japan 27 miljónir eldri borgara, rúmur fimmtungur þjóðarinnar líkt og áður sagði. Fjórar milljónir manna búa einar og hefur hlutfall einstæðra aldrei verið hærra frá því þessar mæl- ingar hófust árið 1920. Þrjár af hverjum fimm ógiftar Af sjálfu leiðir að sífellt færri stofna til sambanda. Þrjár af hverjum fimm konum sem nálgast þrítugt eru ógiftar. Þriðjungur þeirra sem skriðnir eru yfir þrítugt hefur enn ekki gengið í hjónaband. Tæpur helmingur karla á þessum aldri hefur enn eldci gengið að eiga konu. Hlutfall ógiftra karla og kvenna hefur aulcist um 5% frá því síðasta manntal var gert fýrir fimm árum Japönum fer enn fækkandi. Stjórnvöld hafa gripið til margvís- legra úrræða til að fjölga barneignum. Rfk áhersla er nú lögð á að bæta stöðu barnafólks á ýmsan veg. Feður geta nú tekið orlof og eru óspart hvattir til að gera það og reynt er að auka framboð á dagvist eftir föngum. Sveit- arstjórnir starfrækja margar hjóna- bandsmiðlanir sem auðvelda þeim sem eru í makaleit lífið. Kjartan Gunnarsson Japönum fer fækkandi og nú er svo komið að fimmti hver þeirra telst eldri borgari. aður á sínum tíma. Stofnun Lands- bankans var lykilatriði í framfara- sókn íslensku þjóðarinnar." Málverkasýning Kjartan segir að næsta árið verði 120 atburðir af ýmsu tagi í tilefni af afmælinu. „Sumir verða einungis fyrir starfsmenn, en aðrir einnig fyrir við- skiptavini. Svo verða einnig atburðir sem eru enn almennari og snerta alla. Þetta skýrist hins vegar betur eftir því sem líður á árið. Við vonumst til að sem flestir landsmenn, hvarvetna á landinu, sjái sér fært að taka þátt í þessari veislu með okkur. Það eiga allir landsmenn einhvers staðar og einhvers konar samleið með Landsbankanum.“ Á morgun, sunnudag, verður opnuð málverkasýning á verkum Jóhannesar Kjarvals í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar verða verk úr safni bankans til sýnis. Sérstakur lista- verkavefur verður jafnframt opn- aður. „Þar verða öll helstu verk bankans framvegis aðgengileg fyrir allan heiminn á Netinu. f næstu viku verða svo allir starfs- staðir bankans í sérstökum hátíð- arbúningi. Ýmislegt verður gert þar til skemmtunar, bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn,“ segir Kjartan. Hæfilega frumlegt Afmælisnefnd bankans efndi til hugmyndasamkeppni meðal starfs- fólksins um kjörorð fyrir afmæl- isárið og eins um atburði í tilefni afmælisársins. „Langflestir af þessum 120 atburðum eru byggðir á tillögum úr þessari hugmynda- samkeppni. Við ákváðum að breyta kjörorði bankans á afmælisárinu í Blaðið/Gundi „Banki allra landsmanna í 120 ár.“ Það þótti hæfilega frumlegt,“ segir Kjartan. Landsbankinn er með starfsemi í 12 þjóðlöndum og afmælisins er þar alls staðar minnst. Afmælis- veislan hefst í Reykjavík á hádegi en klukkan 12.30 á öðrum stöðum á landinu. „Ég hlakka mikið til afmælisins. Ég hlakka alltaf til af- mæla,“ segir Kjartan að lokum. atlii@bladid.net Reuters Gammur á Canaveral-höfða Gammur teygir úr sér á turni á Kennedy-geimferðastöðinni á Canaveral-höfða í Flórída f Bandaríkjunum. Geimferjunni Discovery verður skotið á loft í dag ef allt gengur að óskum og mun hún halda til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er f annað sinn sem Bandaríska geimferðastofnunin sendir mannað far út í geiminn frá því geimferjan Col- umbia fórst fyrir þremur árum. Sjö geimfarar verða um borð. Mikill vöru- skiptahalli Vöruskiptahalli við útlönd nam um 11 milljörðum króna í maí síðastliðnum samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var halli á vöruskiptum alls rúmir 52 milljarðar króna, sem er nærri tvöfallt meiri vöruskiptahalli en á sama tímabili árið áður. Alls nam verðmæti vöruinnflutnings frá áramótum til maíloka tæpum 143 milljörðum króna en verðmæti útflutnings nam rúmum 90 milljörðum. Fjallað er um vöruskipta- hallann í Morgunkorni Glitnis í gær. Þar kemur fram að hallinn sé í vaxtandi mæli drifinn áfram af innflutningi fjárfestingar- og rekstrarvara fremur en einkaneyslu. Hins- vegar kemur þar fram að líkur séu á því að hallinn muni fara minnkandi á næstunni. „Otlit er fyrir að vöruskipta- halli fari jafnt og þétt minnk- andi á seinni hluta ársins vegna aukins útflutnings áls og annarra iðnaðarvara og samdráttar í innflutningi var- anlegra neysluvara á borð við bifreiðar, raftæki og heimilis- tæki. Vöruskiptahalli verður þó verulegur á þessu ári en þegar kemur fram á næsta ár verður að likum mikill viðsnúningur í stöðu utanrík- isviðskipta. Mun halli á vöru- skiptum dragast mikið saman á næsta ári og að líkum verða u.þ.b.helmingurafvöruskipta- halla síðasta árs,“ segir í Morg- unkorni Glitnis í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.