blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 21
blaðið LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 VIÐTALI 21 Þegar f ulltrúar SLMM f unda með Tígrunum fara þeir yfirleitt á svæöin í þyriu flughersins. Af öryggisástæðum staldrar þyrlan aldrei við, heldur lætur fulltrúana út og sækir þá þegar fundurinn er búinn. Margir brottfluttir Tamílar eru vel efnaðir en þeir búa margir í Kanada, Bretlandi, Sviss og Ástralíu og leggja Tígrunum til fjárhagslegan stuðning auk þess sem þeir efna til mótmæla þegar þeim þykir á þá hallað. Hér er hópur Tamíla í Bretlandi að mótmæla því að Tígrarnir væru settir á hryðjuverkalista ESB. 99.................................... EfSLMM fer frá eyjunni þá er vopnahléið í raun búið þannig að það er mjög mikilvægt að sveitirnar haldi áfram störfum í einhverri mynd. Mérsýnist á öllu að hvorki stjórnvöld né tígrar séu tilbúnir í strið og á meðan maður skynjar þetta er alltafvon að snúa ferlinu við. voru undirritaðir 2002. Hann bauð sig fram til forseta í nóvember en tapaði fyrir Rajapakse. Mahinda Ra- japakse hafði grasrótina með sér og höfðaði mjög til harðlínuflokkana og þjóðernissinnana. Þessir hópar eru mjög andvígir Tígrunum og margir þeirra telja að Tígrarnir ættu alls ekki að hafa nein svæði undir sinni stjórn. Þeir vilja í raun láta banna Tí- grafylkinguna á Srí Lanka. Ódæðisverk gegn al- mennum borgurum Helen segir að þó meginfylkingar átakanna séu tamílsku Tígrarnir og svo stjórnarherinn flækist málið þegar tekið er tillit til þess að ekki styðji allir Tamílar tígranna og eins að margir aðrir hópar hafi sín eigin baráttumál. „Það er fjöldi vopnaðra sveita í land- inu, allskyns hópar, Tamílar sem unnu með stjórnvöldum í stríðinu, og svo vilja tamílskir múslimar ekki sjá að vinna með Tamíl Tígrunum. Það eru svo aðrir tamílflokkar sem unnu með stjórnvöldum í stríðinu sem voru afvopnaðir og urðu í kjöl- farið almennir stjórnmálaflokkar. Einn af þeim á nú ráðherra í stjórn- inni, Douglas Devananda, en það er talið að einhverjir í hans flokki séu enn vopnaðir og standi fyrir mjög grófum árásum. Amnesty Interna- tional hefur sagt að þessi flokkur standi bak við hryllileg ódæðisverk í norðrinu gegn almennum borgurum hlynntum Tamíl Tígrunum. Það er ekki svo einfalt að greina þetta því það eru svo margar fylkingar sem standa í valdabaráttu sem hefur ekkert að gera með þjóðerni eða trú- arbrögð eða það sem maður annars telur valda stríðinu." Glæpaaldan magnast Með stigmögnun átakana síðustu mánuði hafa ofbeldisverkin orðið sí- fellt ógeðfelldari. „Þetta er þróun allra stríðsátaka. Við erum farin að sjá ummerki hryllilegra glæpa um landið þar sem almennir borgarar verða verst úti, menn, konur og börn. I Vav- uniyahéraði, sem er undir stjórn stjórnvalda er greinilegt að einstakir stjórnarhermenn eru að taka út sína óánægju á almennum borgurum með ofbeldi. Þar var stúlka drepin um hundrað metrum frá varðstöð stjórnarhersins og þegar við inntum þá eftir því hvort þeir hefðu orðið varir við eitthvað sögðust þeir ekk- ert hafa heyrt eða séð. Þó er það ljóst að ódæðismennirnir hefðu þurft að fara í gegnum þessa varðstöð. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Við höfum gert mikið veður út af þessu opinberlega og gerðum það sérstak- lega á þessu svæði og það hefur ekk- ert slíkt endurtekið sig þar síðan. Þá má heldur ekki gleyma því að fram- koma Tígranna við almenning hefur einnig verið mjög hrottaleg og eng- inn þorir að hreyfa við neinum mót- mælum á þeirra eigin svæðum.“ Engu að tapa Helen segir að við þessar aðstæður sé oft ómögulegt að greina hvort of- beldismennirnir tilheyri einhverjum stríðandi fylkinga eða hvort um sé að ræða glæpaflokka eða jafnvel ágrein- ing á milli einstakra manna. „Það má ekki gleyma því að landið er mjög fátækt og er líklega eitt spillt- asta ríki í heimi. Það er hryllileg neyð og fátækt í austrinu og norðrinu og eftir flóðbylgjuna hefur lítið sem ekkert skilað sér af aðstoð til þess- ara svæða, jafnvel á svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Þegar hjálparstofnarnirnar komu eftir flóð- bylgjunar og var hleypt inn á svæði Tígranna voru allir sammála um að Tígrarnir hefðu vel sinnt því fólki sem verst varð úti. Það er engin spill- ing hjá Tígrunum því þar er stjórnar- fyrirkomulagið einræði. I suðrinu er hins vegar skelfileg spilling. Mikill hluti þess penings sem átti að fara í hjálparstarf vegna flóðöldunnar endaði mjög líklega í vösum stjórn- málamanna. Við kosningar er ekki einungis skipt um 75 ráðherra heldur einnig ráðuneytisstjóra og alla stjórn- sýslunna hreinlega alveg niður i lægstu þrep. Þannig að öll kunnátta sem næst á kjörtímabili skolast út við kosningar. Við þessar aðstæður hefur fólk engu að tapa og þá getur margt óhuggulegt blómstrað.“ Almenningur vill ekki stríð Vopnuðum sveitum Tigranna til- heyra konur sem ganga undir nafn- inu, Svörtu tígrarnir. Það er ekki al- gengt að konur taki þátt í vopnuðum átökum með þessum hætti þó það hafi vissulega breyst undangengin ár eins og ástandið í Palestínu ber með sér. En hvað er það sem dregur konur inn í vopnuð átök? „Ég held að þetta séu konur sem hafa misst allt. Þær búa ekki við neina von og hafa margar horft upp á fjölskyldur sínar myrtar. Ef kona hefur fyrir börnum að sjá er erfitt að draga hana inn í þessar sveitir. Þær eru fyrst og fremst skipaðar ungum konum sem hafa jafnvel verið ógiftar og Tígrarnir hafa einnig verið harð- lega gagnrýndir fyrir að þjálfa börn til hermennsku. Það er nokkuð ljóst að almenn- ingur vill ekki stríð enda eru þeir sem falla í átökunum ríflega 50% almennir borgarar. Fólk er búið að lifa við vopnahlé í fjögur ár og hefur fundið hvernig er að lifa við frið. Vandamálið er hins vegar að þetta fólk hefur enga rödd og eins heyrist í raun mjög lítið frá millistéttinni í landinu sem er mjög miður því það er alveg sama við hvern maður talar úr röðum almennings því það vilja allir frið. Þetta er stefna pólitíkus- anna en ekki fólksins." Norræna eftirlitssveitin mikilvægari en áður Eftir að hafa dvalist á eynni í ákveð- inn tíma segir Helen að ljóst sé að það er enginn munur á fólkinu þó það til- heyri mismunandi þjóðflokkum og trúarbragðahópum. Það borði allir sama matinn og hugsi um það sama, að framfleyta fjölskyldunni, iðka sín trúarbrögð og lifa lífinu. „Það eru allir sammála um það að þessi tvö þjóðarbrot, Sinhalar og Ta- mílar, ættu vel að geta búið saman og hafa gert á ólíkum svæðum, sérstak- lega í suðrinu. Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað á að breytast þá þurfa stjórnvöld á Srí Lanka að viðurkenna þau neikvæðu áhrif sem Karuna hefur haft á ferlið og tigrarnir verða að láta af árásum sínum á hermenn. Þó vopnahléið standi á völtum fótum að þá tel ég ekki að þarna muni brjótast út allsherjar stríð en það er hætt við því að þetta haldi áf- ram einhverja næstu mánuði. Það er því í raun mjög mikilvægt og í raun mikilvægara en áður að SLMM haldi áfram störfum þó ekki nema til þess að vera vitni að því sem fer fram á jörðu niðri og við höfum svo margoft komið í veg fyrir að það sjóði upp úr á hverjum og einum stað. Ef SLMM fer frá eyjunni þá er vopnahléið í raun búið þannig að það er mjög mikilvægt að sveitirnar haldi áf- ram störfum í einhverri mynd. Mér sýnist á öllu að hvorki stjórnvöld né tígrar séu tilbúnir í stríð og á meðan maður skynjar þetta er alltaf von að snúa ferlinu við. Það tókst í febrúar, tímabundið, þegar báðar fylkingar funduðu í Genf. Stjórnvöld og Tígr- arnir eru lykilaðilarnir í því að stoppa ofbeldið. Við sáum í febrúar að þegar þessir aðilar samþykktu að ræða saman hættir allt ofbeldi sam- stundis. Þetta er raunveruleikinn sem við megum ekki gleyma þannig að þetta snýst um pólitískan vilja." Ernak@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.