blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 14
blaðið= Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ÖRYGGI OG EFTIRLIT Mokkuð víst má telja að komið verði á fót hér á landi „greiningar-” eða „þjóðaröryggisdeild” innan embættis ríkislögreglustjóra. Ákvörðun í þá veru væri í senn réttmæt og tímabær. Á fimmtudag kynntu sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambands- ins matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á íslandi sem þeir unnu að beiðni Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Ein helsta niðurstaða skýrsluhöf- unda er sú að hér á landi þurfi að koma á fót stofnun sem hafi með höndum rannsóknir á glæpastarfsemi og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn glæpum. Leggja evrópsku sérfræðingarnir til að slíkri stofnun, þjóðaröryggisdeild, verði komið á fót innan embættis ríkislögreglustjóra. Starfshópur mun vinna úr þeim tilögum sem skýrslan hýsir. Mörgum þykir sú tilhugsun heldur ógeðfelld að stofnuð verði hér á landi öryggislögregla því deildin nýja verður ekkert annað, verði henni komið á fót. Sú leynd sem hvílir yfir starfsemi slíkra apparata er ennfremur fallin til að skapa tortryggni og ótta um að miklu valdi verði misbeitt. Þetta sjónarmið er um margt skiljanlegt. Á hinn bóginn er það svo að íslendingar geta ekki lengur stigið til hliðar og fylgst með því sem fram fer í þeirri trú að þeir horfi til heimsins úr öruggri fjarlægð. Þetta viðhorf ein- kenndi löngum sýn manna til öryggis- og varnarmála og kallaði fram algjört aðgerðaleysi sem á endanum reyndist dýrkeypt. Nú ríkja ógnar- og hryðju- verkatímar og mikilvægt er að því sé til skila haldið að ein af frumskyldum ríkisvaldsins er að tryggja öryggi þegnanna. Þessi hugsun hefur lengi verið framandi Islendingum og ráðamönnum eins lygilegt og það nú er. Dómsmálaráðherra lýsti nálgun sinni og alvöru málsins ágætlega í sam- tölum við fjölmiðla á fimmtudag. „Við viljum gera þær ráðstafanir, sem allar aðrar þjóðir gera, til þess að koma i veg fyrir tjón, en ekki bíða eftir að eitt- hvað gerist. Ef menn vilja bíða eftir að eitthvað gerist og skamma svo stjórn- völd fyrir að hafa ekki gert neitt, þá er það ákveðið viðhorf. Ég hef ekki það viðhorf," sagði Björn Bjarnason. Þessi er vitanlega kjarni málsins; fullkomið ábyrgðarleysi væri að huga ekki að innra öryggi á þeim hættutímum sem nú ríkja. Mikilvægt er á hinn bóginn að öryggislögreglan hljóti aðhald og sæti viðvarandi og ströngu eftirliti. Vísast er við hæfi að þingheimi verði falið það t.a.m. með stofnun sérstakrar nefndar. Þessi stofnun mun óhjákvæmi- lega vekja tortryggni og grunsemdir og nauðsynlegt er að tilteknir fulltrúar fólksins hafi aðgang að upplýsingum og geti kallað ráðamenn hennar á sinn fund. Stofnun íslenskrar öryggislögreglu telst seint gleðifrétt en er nauðsynleg ráðstöfun frammi fyrir breyttum heimi. Ásgeir Sverrisson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö ■RíYtIdu EkW m ÍIT ÚR ÞE5§u. TÍMi SflMffíí’l'SrJóRMMflLflK Lj-t>iM HM-vonbrigði Ég horfði á fjölmarga HM-leiki á fagurri franskri eyju, Berder, á Bret- aníuskaga. Meðan aðrir voru úti og sóluðu sig sat ég inni og horfði á knattspyrnu ásamt yfirlætisfullum Þjóðverja, hæverskum Hollendingi og ástríðufullum Itala. Þjóðverjinn tilkynnti okkur eftir hvern leik að ekkert lið gæti unnið keppnina nema það þýska. Hollendingurinn sagði fátt. Hann virtist þakklátur fyrir að liðið hans hefði komist til Þýskalands og bjóst greinilega ekki við að það hefði þar langa viðdvöl. Italinn varð kolvitlaus í hverjum leik sem ítalska liðið spilaði. Þegar illa gekk æpti hann fúkyrðum að sínu liði: „Grasasnar, idjótar, komið ykkur heim!” Um leið og liðið skor- aði skipti hann um ham og fór í gleði- gírinn, stökk upp á stól og rak upp Tarzanöskur. Ég var stillt og prúð og horfði á leikina með nokkuð öðrum augum en félagar mínir. Ég kom fljót- lega auga á ýmislegt gagnrýnisvert. Hollenskir fangabúningar Það er hverri konu ljóst að búningar leikmanna á HM eru gjörsamlega mislukkaðir. Buxurnar eru svo síðar og treyjurnar svo víðar að engu er líkara en leikmenn séu að spila í náttfötunum. Þetta er ekki beinlínis lokkandi sjón því karlmenn eru alltaf hálf kjánalegir í náttfötum. Ekkert lið leit verr út á HM þetta árið en hollenska liðið. Ég náði aldrei nokkru sambandi við það, enda lék það í appelsínugulum bún- ingum. Það er ekki nokkur leið að halda með karlmönnum sem spila knattspyrnu í appelsínugulum bún- ingum sem hanga utan á þeim eins og tjöld. I hvert skipti sem hollenska liðið gekk inn á völlinn fannst mér eins og ég væri að horfa á fanga sem hefði verið hleypt út í fangagarðinn á sunnudegi til að spila knattspyrnu. Ég fylltist vissri vorkunnsemi með Kolbrún Bergþórsdóttir liðinu. Um leið hafði ég enga trú á því. Enda fór fyrir því eins og við var að búast. Brasilískt móðurhjarta Hjarta mitt slær hinsvegar alltaf í takt við brasilíska liðið. Leikmenn þess eiga til svo flotta takta að ég tek andköf. Þegar þeir sýna mestu til- þrifin verð ég líka angurvær því þá hvarflar að mér að ég hefði kannski átt að eignast sjö brasilíska syni, fótalipra, brúneygða og brosmilda. Þegar flautað er til leiksloka kemst ég aftur til meðvitundar og geri mér grein fyrir því að kona sem ætlar sér að koma mörgu í verk áður en hún deyr hefur ekki tíma til að ala upp börn, og síst af öllu sjö brasilíska drengi. Berar bringur I hverjum leik á HM hef ég beðið þess að leikmenn fækkuðu fötum. Það gerðu þeir stundum á árum áður. Ég man sko vel eftir því. Oft var slík fatafellun hápunktur leiksins. En nú rífa leikmenn sig ekki lengur úr skyrtunni eftir að hafa skorað. Þeir mega það ekki lengur. Þá fá þeir rautt spjald. Þeir fara samt úr skyrt- unni eftir leik. Ég hef séð það. En þá opinberast vonbrigðin. Bringan á þeim er eins og barnsrass. Ekki eitt einasta hár. Ég vil ekki að karlmenn séu eins og apar en það mætti alveg sjást í eitt til tvö bringuhár. Listrænir Brassar Samt ætla ég ekki að halda því fram að HM mislukkist af því að leik- menn séu of mikið klæddir og ekki nógu vel hærðir á bringunni. Það sem skiptir mestu á HM er að Bras- ilía vinni. Ég er samt kvíðin. Ég hef aðdáun á fólki sem sækir fram á list- rænan hátt eins og brasilíska liðið gerir. Samkvæmt raunsæismæli- kvarðanum er það hins vegar viss galli á brasilíska liðinu að það kann ekki að verjast sóknum andstæðings- ins. Satt að segja hefur brasilíska liðið engan áhuga áþví sem andstæð- ingurinn er að gera. Það er svo upp- tekið af eigin flottheitum. Það getur verið stórhættulegt í keppni eins og HM. Ég er hrædd um Brasilíumenn- ina mína. Klippt & skorið Pjóðaröryggisstofa hefur reynst ýmsum drjúgt umhugsunarefni, enda sjá margir fyrir sér í hillingum sólar- hringsvaktina í CTU við Skugga- sund. Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, hefur þó tæpast í hyggju að starfsmenn Þjóðarör- yggisstofu verði í stöðugu síma- sambandi við forsetann líkt og hinn knái Jack Bauer gerir í þátt- unum 24. Miðað við matsskýrslu hinna erlendu sérfræðinga er lík- legra að störf Þjóðaröryggisstofu felist í yfirgengilega leiðinlegri kontórvinnu, þar sem rýnt verður í aðskiljan- lega gagnagrunna til þess að hefta för Vftis- engla og fótboltabullna til landsins um leið og athugað er hvort íslamistar séu að sækja um í Flugskóla Helga Jónssonar. Ekki er þó ráð nema í tíma sé tekið, því hið opinbera hefur margvfslega gagnagrunna í sínum fórum og fæstir þeirra eru samhæfðir við eitt eða neitt. Verður vafalaust mikil vinna framundan hjá Þjóðarör- yggisstofu við að koma skikki á þau mál. Væni- sjúkir telja enga tilviljun að þjóðskráin var ný- verið flutt undir dómsmálaráðuneytið. Ofurbloggarinn Össur Skarphéðins- son hefur þó aðrar áhyggjur af Þjóð- aröryggisstofnun, eins og lesa má á vef hans (ossur.hexia.net). Virðist Össur helst telja að með þessu eigi að leggja Haraldi Jo- hannessen, ríkislögreglustjóra, til glæsilegri einkennisbúning en nokkru sinni fyrr. Klippari hélt hins vegar að einkennisbúningur stofnana af þessu tagi væri regnfrakki og hattur að hætti Sam Spade. En síðan má spyrja hvort áhyggjur af klæðaburði Haralds Johann- essen ættu að vera Össuri efstar í huga þessa dagana. Væri ekki nær fyrir hann að hafa áhyggjur af því hvernig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svil- kona hans, er við það að ganga af Samfylking- unni dauðri? Samkvæmt Fréttablaðinu erSam- fylkingin nú með 24,2% fylgi og er flokkurinn þó frekar ofmældur i könnunum blaðsins en hitt, þegarhorft ertil sögunnar. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.