blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 36
36 IDAGSKRÁ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöið HVAÐSEGJA STJÖRMURNAR? OHrútur (21. mars-19. apríl) Kláraðu það sem þú varst byrjaður á og haltu svo áfram að lelta þér að nýjum verkefnum. Það er ekki jákvætt að vaða úr einu í annað. Hugsaðu vel um náungannoggefðuafþér. Naut (20. apríl-20. maí) Þú hefur verið á ferð og flugi undanfarið og nú er bensínið alveg að verða búið. Þú skalt hvíla þig í dag og safna orku því þú munt svo sannarlega þurfa á henni að halda I næstu viku. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) Einhver kemur til þin í dag sem þú átt erfitt með að láta vera. Þú þarft sifellt að trufla viðkomandi og þið eigið það til að daðra dálítið. Njóttu þess. ©Krabbi (22. júní-22. júlO Hlutirnir eru ekki fullkomir hjá þér en ófullkomleik- inn er það sem þú þarft. Njóttu þess að hafa hárið úfið og gera eitthvað villt, ekki láta nein ósýnileg bönd aftra þér. ®Ljón (23. júll- 22. ágúst) Velgengni er ekki eitthvað sem þú getur einfaldlega óskað þér og fengið upp í hendumar. Þú þarftað vinrra fyrir hlutunum og þá mun þér ganga vel. Mundu að innilegt bros gefur oft meira en þúsund orð. Meyja (23. ágúst-22. september) Hugsaðu langt fram (tímann þvi þá mun þér ganga vei. Þú gætir þurft að gera ráð fyrir óvænt- um uppákomum en það er betra að hafa áætlun sem þú geturfylgt Vog (23. septembee23.október) Horfðu með gagnrýnisaugum á nýja hluti sem þú upplifir í dag. Það gæti leynst skemmt epli á með- al hinna fögru rauðu epla sem eru svo girnileg og freistandi. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Einu takmörkin sem halda aftur af þér í dag eru þau takmörk sem þú setur sjálfum/sjálfri þér. bú ræður þínu lífi sjálfur og getur gert þaö sem þig langar. Ekki hugsa um hvað aðrir gætu sagt. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þroski þinn mun hjálpa þér að takast á við þær uppákomur sem gæti rekið á fjörur þínar í dag. I kvöld skaltu eiga rólega stund með þínum nánustu þvi þú þarft að rækta samband þitt við ástvini. Steingeit (22. desember-19. janúar) Þú þarft að veita ýmsum hlutum athygli i dag og flestallt þarfnast viðgerðar eða aðhlynningar. Þú þarftað láta hendurstanda fram úrermum. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Hið erfiða vandamál sem þú hefur verið að glíma við undanfarið er alveg að fara að leysast Ekki hafa áhyggjur því þær munu einungis valda þér erfiðleikum. OFiskar (19. febrúar-20. mars) Ekki rembast eins og rjúpan við staurinn því þú get- ur vel gert hlutina áreynslulaust Vertu ákveðin(n) en samt ekki frek(ur) og láttu hendur standa fram úrermum. ANDBLÆR LIÐINNA TÍMA OG ÚTVARPSLEIKFIMIN -f>---------------------- Fjölmiðlar Einar Jónsson Eftir því sem útvarpsstöðvum fjölg- ar hér á landi kann ég betur að meta gömlu Gufuna. Hún ber ekki aðeins höfuð og herðar yfir hinar stöðvarn- ar heldur fylgir henni sérstakur and- blær sem aðrar stöðvar skortir. Ríkis- útvarpið hefur yfirbragð hátíðleika og formfestu sem minnir mann á fyrri tíð þegar lífið var einfaldara og rólegra. Þar sitja gamalkunnugir þulir og dagskrárgerðarmenn við hljóðnemann og rómur þeirra er í senn virðulegur og traustvekjandi. Þeir hafa það umfram starfsbræð- ur sína á öðrum stöðvum að þeir kunna að meta þögnina og tala ekki hraðar en svo að maður geti numið það sem þeir segja. Leikfimi fyrir lata Á meðan maður uppveðrast allur af málæðinu og hraðanum á sumum nýju útvarpsstöðvanna fyllist mað- ur ró við það að hlusta á Ríkisút- varpið. Þá skiptir í raun litlu hvort maður hlýðir á fréttir, tilkynningar eða dánarfregnir og jarðarfarir. Jafn- vel morgunleikfimin hefur róandi áhrif á mann og dregur úr streitu. Morgunleikfimin í útvarpinu á lítið skylt við þá leikfimi sem eróbikkj- urnar stunda á fitubrennslustöðv- um bæjarins undir dúndrandi dans- tónlist. Þvert á móti er leikin ljúf og róleg píanótónlist undir útvarpsleik- fiminni. Þægileg kvenmannsrödd leiðir leikfimina og fer sér í engu óðslega. Stundum er meira að segja hægt að gera æfingarnar án þess að standa á fætur. Þetta er því upplögð leikfimi fyrir lata. Ég verð að vísu að viðurkenna að sjálfur hef ég aldrei stundað leikfimi með útvarpinu og þekki satt að segja engan sem gerir það. Þeir hljóta samt sem áður að vera til því að annars væri varla boðið upp á hana. Ef til vill tekur fólk sig saman á einhverj- um vinnustöðum, leikskólum eða elliheimilum og teygir sig og beygir með útvarpinu á hverjum morgni. Eitt hef ég lengi brotið heilann um varðandi útvarpsleikfimina. Skyldi konan með rólegu og þægilegu rödd- ina sjálf gera æfingarnar um leið og hún leiðir hlustendur í gegnum þær? Eða situr hún ef til vill bara í hljóðstofu með sígarettu í annarri hendi og kaffibolla í hinni og les þær af blaði? einar.jonsson@bladid. net LAUGARDAGUR 0 SJÓNVARPIÐ 08.00 Barnaefni 10.25 Latibær 10.50 Kastljós 11.20 Hlé 14.30 Landsmót hestamanna 15.45 Fótboltaæði (4:6) (FIFA Fever 100 Celebration) 16.10 fþróttakvöld 16.25 Formúlukvöld 16.50 Formúlai 18.15 Táknmálsfréttir 18.30 Hope og Faith (55:73) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Fjölskylda mín (12:13) (My Fam- ily) Bresk gamanþáttaröð .20.15 Heimflugið (Fly Away Home) 22.00 Undir fölsku flaggi (The Devil's Own) 23.50 Öll nótt úti (Hard Eight) Bandarísk bíómynd frá 1997. 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.00 Friends (4:17) (e) (The One With The Cake) 19-30 Friends (5:17) (e) (The One Where Rachel's Sister Bab) 20.00 Þrándur bloggar (3:5) (e) 20.30 Sirkus RVK(e) 21.00 Sailesh á Islandi (e) 21.50 Killer Instinct (5:13) (e) (Die Like An Egyptian) 22.40 Jake in Progress (6:13) (Loose Thread) 23.05 Sushi TV (3:10) (e) 23.30 Stacked (3:13) (e) (Darling Nikki) Önnur serían um Skyler Dayton og vinnufélaga hennar í bókabúðinni. 23.55 Bootmen (e) STÖÐ 2 07.00 Barnatími stöðvar 2 12.00 Hádegisfréttir 12.20 Bold and the Beautiful 12.40 Bold and the Beautiful 13.00 Bold and the Beautiful 13.20 Boldandthe Beautiful 13.40 Bold andthe Beautiful 14.05 Idol — Stjörnuleit 15.00 Idol - Stjörnuieit 15.25 William and Mary (5:6) (William og Mary) 16.10 Monk (3:16) (Mr. Monk Stays In Bed) 16.55 Örlagadagurinn (3:10) ("Sonur hennar varð manni að bana") Sigríð- ur Arnardóttir, eða Sirrý, ræðir við fslendinga, bæði þekkta og óþekkta, um örlagadaginn í lífi þeirra; dag- inn sem gerbreytti öllu. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og einnig á NFS. (3:i2)"Sonur hennar varð manni að bana." Örlagadagur Hönnu Sigurðardóttur lögfræðings sem á börn i heljargreipum fíkni- efna. 17.25 Martha (Bill Hemmer) 18.12 fþróttafréttir 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 fþróttir og veður 19-05 Lottó 19.10 My Hero (Hetjan mín) 19.40 OliverBeene (10:14) 20.05 Þaðvarlagið 21.15 Hope Floats (Vonarneisti) 23.05 After the Sunset (Eftir sólarlagið) 00.40 Silver Streak (Lestin brunar) 02.30 Sex and Bullets (Kynlíf og byssu- kúlur) 03.55 Threshold (Geimverurnar mættar) 05.20 Oliver Beene (10:14) (e) 05.45 Fréttir Stöðvar 2 06.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí © SKJÁR EINN 12.45 Dr.PhiKe) 15.00 Point Pleasant (e) 15-45 OneTree Hill(e) 16.45 Courting Alex (e) 17.15 Everybody Hates Chris (e) 17.45 Everybody loves Raymond (e) 18.15 South Beach (e) 19.00 Beverly Hills 90210 19-45 Melrose Place 20.30 Kelsey Grammer Sketch Show Bráðfyndinn sketsaþáttur þar sem Kelsey Grammer fer á kostum. Grammer skemmti áhorfendum í tvo áratugi í Staupasteini og síðar Frasier. 21.00 Runofthe House 21.30 Obsessed I aðalhlutverkum eru Jenna Elfman og Sam Robards. 23.00 The Bachelorette III (e) 23.50 Law 81 Order: Criminal Intent (e) 00.40 Wanted (e) 01.30 Beverly Hills 90210 (e) 02.15 Melrose Place (e) 03.00 Tvöfaldur Jay Leno (e) ^^SÝN 08.30 Motorworld 09.00 KB banka mótaröðin í golfi 200 10.00 HM 2006 (Sigurvegarar 49 - 50) 11.45 HM 20o6(Sigurvegarar 53 - og 54) 13.30 442 HM-uppgjör dagsins í umsjá Þorsteins J og Heimis Karlssonar. 14.30 HM stúdíó 14.50 HM 2006 (Winner 51 - Winner 52) 17.00 HM stúdíó 17.30 US PGA í nærmynd 18.00 Stjörnugolf 2006 18.30 HM stúdíó 18.50 HM2006(Winner55-Winner56) 21.00 442 22.00 HM 2006 (Winner 51 - Winner 52) 23.45 HM2oo6(Winner55-Winner56) f / \ // NFS 10.00 Fréttir 10.10 Óþekkt 11.00 Fréttavikan 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Skaftahlíð Maður vikunnar. Viðtal í umsjá fréttastofu NFS. 13.00 Dæmalaus veröld - með Óla Tynes 13.10 Óþekkt 14.00 Fréttir 14.10 Fréttavikan 15.10 Skaftahlíð 15-45 Hádegisviðtalið 16.00 Fréttir 16.10 Vikuskammturinn 17.10 Óþekkt 18.00 Veðurfréttir og íþróttir 18.30 Kvöldfréttir 19-10 Fréttavikan 20.10 Kompás (e) 21.00 Skaftahlíð 21.35 Vikuskammturinn 22.30 Kvöldfréttir 23.10 Síðdegisdagskrá endurtekin í h F'lSEISTÖÐ 2 ■Bíó 06.00 Big Fish (Stórfiskur) 08.00 Vatel 10.00 The Commitments (e) (The Comm- itments) 12.00 Cat in the Hat, The (Kötturinn með höttinn) 14.00 Big Fish (Stórfiskur) 16.00 Vatel 18.00 The Commitments (e) (The Comm- itments) 20.00 Cat in the Hat, The (Kötturinn með höttinn) 22.00 Ladder 49 (Barist viö elda) 00.00 Harley Davidson and the Marl- boro Man 02.00 Antwone Fisher 04.00 Ladder49 (Barlst við elda) RAS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Taistöðin 90,9 Rás 2 á Hróarskeldu Primal Scream Það verður boðið upp á fjölþjóðlega tónlistarveislu á Rás 2 um helgina. Laugardaginn 1. júlí verður fjögurra Kaizers Orchestra klukkustunda bein útsending frá Hróarskelduhátíðinni í Danmörku frá klukkan 21.00 til 01.00 eftir mið- nætti. Hljómsveitirnar sem koma við sögu eru Deus frá Belgíu, Kaiz- ers Orchestra frá Noregi, Editors og Editors Primal Scream frá Bretlandi, Ba Cis- soko frá Gíneu, Josh Rose og Defto- nes frá Bandaríkjunum, danska hljómsveitin Under Byen, og sænska söngkonan Jenny Wiíson. Sunnudaginn 2. júlí verður Ólaf- ur Páll Gunnarsson svo með þátt- inn sinn Rokkland í beinni frá hátíð- arsvæðinu þar sem hann mun taka viðtöl við tónlistarmenn og gesti hátíðarinnar og spila upptökur frá Roskilde Festival. Netvœnir vinsœld- arlistar Allt frá árinu 1962 hafa vinsæld- arlistar eingöngu verið unnir úr tölum frá hljómplötuverslunum sem segja til um fjölda seldra platna. I dag gefur það hins veg- ar ekki nægilega góða mynd af því hvað þykir vinsælt vegna þess að mikið af tónlist er halað niður af netinu og því er erfið- ara að fylgjast með því hvað er vinsælt en áður. írar hafa fund- ið lausn á þessu og geta nú fylgst með því hvaða tónlist er höluð niður og eru farnir að telja það með þegar þeir búa til sína vin- sældarlista. Þetta gefur aftur rétta mynd af því hvað vinsælt er á hverjum tíma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.