blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaóiö Ferðamönnum í maí hefur fjölgað um 70% á aðeins fjórum árum. Ferðamönnum fjölgar Rúmlega þrjátíu og eitt þúsund er- lendir ferðamenn heimsóttu ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt taln- ingu Ferðamálastofu í Leifsstöð, sem er aukning um 12,5% miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Ferðamálastofa sendi frá sér í gær. Þar kemur enn- fremur fram að þar með sé fjöldi erlendra ferðamanna frá áramótum kominn í 104.500 sem sé fjölgun um tæp 8% milli ára. „Bandaríkjamenn voru fjölmenn- astir í maí og þeim fjölgar einnig verulega á milli ára, eða um tæp 13%. Bretar koma þar skammt á eftir, rétt tæplega 5.000 ferðamenn, og fjölgar þeim mest í maí, eða um 950 manns. Það sem af er ári er aukning frá öllum helstu markaðssvæðum, mest frá N-Ameríku. Þá er einnig athyglisvert að gestum frá löndum sem eru utan hinna hefðbundnu markaðssvæða íslands fer fjölg- andi,“ segir um málið á heimasíðu Ferðamálastofu í gær. Mikil fjölgun síðustu árin Ferðamönnum í maímánuði hefur fjölgað verulega síðustu ár. Þannig hefur orðið um 70% fjölgun á að- eins fjórum árum, og nú heimsækja jafn margir ferðamenn ísland í maí og komu hingað í júní fyrir fjórum árum. Spennan á Gaza kann að setja áætlanir Olmerts í uppnám Átökin á milli Israelsmanna og Pal- estínumanna á Gaza-svæðinu und- anfarna daga vekja upp efasemdir meðal margra um hvort áætlanir israelskra stjórnvalda um að leggja niður landnemabyggðir á Vestur- bakkanum muni skila tilætluðum árangri. Helsta stefnumál ríkisstjórnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Israels, er að leggja niður landnema- byggðir á Vesturbakkanum og draga endanleg landamæri Israelsríkis fyrir lok þessa áratugar. Áætl- unin er sett fram til þess að tryggja öryggi ísraels og minnka spennuna í sam- skiptum við Palestínumenn. Atburðir liðinna daga kunna að gera for- sætisráðherranum erfiðara um vik að afla fylgis meðal kjós- enda við áætlunina. F y r i r tæpuáriyf- irgáfu fsra- elsmenn landnema- byggðir sínar á Gaza- svæðinu og þáverandi for- sætisráðherra, Ariel Sharon, færði svipuð rök fyrir þeirri ákvörðun og þau sem eru sett fram fyrir nauðsyn þess að leggja niður landnemabyggðir á Vestur- bakkanum. I grein í bandaríska dagblaðinu Washington Post er þeirri skoðun haldið fram að Palest- inumenn hafi ekki nýtt sér þau tæki- færi til uppbyggingar sem mynduð- ust við brotthvarf Israelsmanna frá Gaza-svæðinu. I stað þess hafi stjórn- leysi aukist og ástandið versnað til muna, ekki síst eftir að Hamas-sam- tökin tóku við ríkisstjórn landsins. I kjölfar þessa stjórnleysis hafi meðal annars palestínskir vígamenn fengið óáreittir að gera eldflauga- árásir á Israel og nú um helgina farið yfir landamærin, drepið tvo her- menn og rænt þeim þriðja. Afleiðing- arnar eru þær að ísraelsk stjórnvöld sendu her- sveitir sínar Stórskotaliðsmenn í ísraelska hernum gerðu árásir á Gaza-svæðið frá (srael í gær. Reuien G a z a - s v æ ð - isins og handtóku ráðherra Hamas-samtakanna og fjöl- marga þingmenn þeirra. Spennan á svæðinu fer vaxandi með degi hverjum og óttast er að allsherjar- stríð geti brotist út. Bent er á í greininni í Wash- ington Post að brotthvarf Israelsmanna frá Gaza var smátt í sniðum miðað við umfang þess að leggja niður stóra hluta land- nemabyggðar á Vestur- bakkanum. Um átta þúsund ísraelskir land- nemar bjuggu í Gaza en samkvæmt áætlun Olm- erts munu um 70 þúsund ísraelar þurfa að hverfa frá byggðum sínum á Vest- urbakkanum. Bent er á að frá þessum byggðum dragi eldflaugar vígamanna að þétt- býliskjörnum í Israel. Styrkist staða Olmerts? Ehud Olmert hefur ekki tjáð sig um framtíð áætlunar sinnar siðan átökin á milli Israelsmanna og Pal- estínu brutust út í vikunni. En Wash- ington Post hefur eftir Otniel Shiller þingmanni, nánum samverkamanni Olmerts og einum af hugmyndafræð- ingum áætlunar forsætisráðherrans um fyrirhugað brotthvarf frá Vest- urbakkanum, að stjórnvöld verði að hugsa stefnuna upp á nýtt haldi átökin áfram. Þrátt fyrir það er ekki víst að ástandið veikji stöðu Olm- erts. Sumir stjórnmálaskýrendur telja að áframhaldandi spenna muni auka skilning annarra ríkja á öðru stefnumáli forsætisráðherr- ans: Að draga endanleg landamæri ísraels fyrir árið 2010. Hann hefur lýst sig reiðubúinn að draga þessi landamæri einhliða án viðræðna við Palestínumenn. Deilurnar og stjórnleysið á heimastjórnasvæðinu gera að verkum að Israelsmenn telja í auknum mæli að engar viðræður geti farið fram þar sem enginn er til þess að ræða við og það kann að efla stuðning við áætlun Olmerts. Skorar á ráðamenn að huga að Þorláks- höfn vegna Herjólfs Herjólfur mun fara frá Þorlákshöfn þar sem hann hefur verið í tugi ára til nýrrar hafnar sem fyrirhugað er að byggja í Bakkafjöru ef fyrirliggj- andi tillögur ná fram að ganga. Brott- för skipsins mun hafa allnokkurn tekjumissi í för með sér fyrir bæjar- félagið. Bæjarstjóri Ölfusar, Ólafur Áki Ragnarsson, segir að Þorláks- höfn hafi algerlega gleymst í þessari umræðu og vill að ráðamenn beini augum sínum að afleiðingunum ef siglingar Herjólfs frá Þorlákshöfn leggjast af. „Það er ljóst að fari Herjólfur mun það hafa í för með sér tekjumissi fyrir bæinn,“ segir Ólafur Áki en málið er nokkuð umdeilt á meðal íbúa á Suðurlandi. Ástæðan fyrir nýrri höfn er sögð sú að bæta þurfi samgöngur til Vestmannaeyja sem þykja hafa verið í óviðunandi horfi síðastliðin ár. Ólafur Áki segir að hann fagni öllum breytingum sem verði til þess að samgöngur batni til Vestmanna- eyja. Hann bætir við að hugsanlega sé það betri möguleiki að efla höfn- ina í Þorlákshöfn og fá einnig betra skip frekar en að byggja nýja höfn annars staðar. Ólafur segir að þeir sem kunn- ugir eru staðarháttum telji að höfn í Bakkafjöru sé ekki góður kostur. „Ég skora á alþingismenn að skoða ennan kost betur,“ segir Ólafur ki og bætir við að vonandi finnist skynsamleg lausn í þessu máli. „Lögleysa að fresta framkvæmdum" Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir niðurskurð í samgöngumálum til að slá á þenslu alltof oft bitna á íbúum Vestfjarða og Norðausturkjördæmis. Eftir Atla fsleifsson „Að slá á efna- hagsþenslu með því að skera niður í vegafram- k v æ m d u m á þessum svæðum sýnir veruleikafirr- ingu þessarar ríkisstjórnar,“ segir Jón BjarnaJón Bjarnason son, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hann segir ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að fresta vega- framkvæmdum á Vestfjörðum og í Norðausturkjördæmi vera lögleysu. Jón hefur óskað eftir því við Sturlu Böðvarsson, samgönguráð- herra og fyrsta þingmann Norð- vesturkjördæmisins, að hann kalli saman fund stjórnenda Vegagerðar- innar og þingmanna kjördæmisins til að fjalla um framkvæmd sam- gönguáætlunar, stöðu einstakra framkvæmda og ráðstöfun fjár til vegaframkvæmda i Norðausturkjör- dæmi í ár og á næsta ári. Jón segir að ríkisstjórnin Iáti þessi kjördæmi æ ofan í æ taka á sig nið- urskurð í samgöngumálum til að slá á þenslu. „Ef menn ætla sér að slá á þenslu, sem vissulega þarf að gera, þá ætti að stöðva allar frekari stóriðjuframkvæmdir. Þar eru stóru upphæðirnar og stóru mistökin gerð. Brjálæðisleg stóriðjustefna setur efnahagslífið á hliðina með þessum hætti, fyrst Kárahnjúkavirkjun og svo hömulaust framhald hennar. Þar ætti að setja stopp, en ekki á ein- hverja vegarspotta á Vestfjörðum." Lögleysa Að sögn Jóns er búið að fresta stór- framkvæmd við Mjóafjörð í ísafjarð- ardjúpi, framkvæmd í Hrútafirði, undirbúning að vegi um Arnkötlu- dal, sem átti að vera tilbúin til útboðs í haust, auk fleiri smærri verka. „Þetta er til viðbótar niður- skurði sem þegar var búið að beita, en þegar var búið að skera niður um tvo milljarða á vegaframkvæmdum í landinu í ár og í fyrra.“ Jón segir Alþingi samþykkja fjár- lög, og þar af leiðandi framlög til vegaáætlunar. „Þingmenn hvers kjördæmis koma saman og fara yfir þau verkefni sem á döfinni eru, í við- komandi kjördæmi. Þeir taka einnig fyrir forgangsröðun þeirra og tíma- setningar. Þessum ákvörðunum er ekki hægt að breyta með þessum hætti sem ríkisstjórnin er búin að gera. Alþingi tók þessar ákvarðanir og Alþingi verður að breyta þeim. Þetta er í sjálfu sér lögleysa,“ segir Jón. atlii@bladid.net Morgunblaðið flytur í Hádegismóa mbl.is | Flutningar í nýtt húsnæði Morgunblaðsins að Hádegis- móum 2 við Rauðavatn hafa staðið yfir undanfarna viku og verður um helmingur starfs- manna fluttur í nýtt húsnæði í dag. Stefnt er að því að seinustu starfsmennirnir flytji þann 9. júli. Alls starfa um 250 manns á blaðinu og því um umfangs- mikla flutninga að ræða. Fram- kvæmdir við hið nýja húsnæði standa enn yfir og þá einkum á neðri hæðinni, en andinn þykir góður í hinu nýja húsnæði og um- hverfið einkar fagurt. Aðstoðar iðnaðarráðherra Arnar Þór Sævarsson, hdl., hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Arnar Þór er 34 ára og starfaði áður hjá Fjár- málaeftirlitinu frá árinu 1999 ZTríór til 2001 og hjá Sævarsson Símanum frá 1. janúar 2002 til 30. júní 2006. Arnar Þór útskrifaðist frá Há- skóla íslands árið 1999, öðlaðist héraðsdómslögmannaréttindi árið 2000 og lauk prófi í verð- bréfaviðskiptum árið 2001,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.