blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 37
blaöiö LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 DAGSKRÁi37 Sunnudagssteikin... Örlagadagur Andra Snœs Þegar lesendur hafa lokið við að snæða sunnudagssteikina og vilja hlamma sér upp í sófa til þess að melta kræsingarnar er tilvalið að kveikja á Stöð 2 eða NFS þetta sunnu- dagskvöld. Klukkan 19.10 verður á dagskrá Örlagadagur Andra Snæs þar sem fjallað verður um Drauma- land hans. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Andri Snær sent frá sér metsölubæk- ur og vakið þjóðina til umhugsunar um umhverfis- og þjóðfélagsmál. Sirrý fer með honum á fjöll og í heimsókn til afa og ömmu til að kynnast því hvað mótaði sterkar skoðanir Andra Snæs. Fáar íslenskar bækur, ef nokkur, hafa vakið eins mikla athygli og umtal og bók Andra Snæs, Drauma- landið, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Hún er nú þegar orðin lang- söluhæsta bók ársins það sem af er, þvi yfir 10 þúsund eintök hafa verið seld. f Örlagadeginum fáum við inn- sýn í það hvert Andri Snær sótti inn- blástur sinn fyrir þessa áhrifamiklu bók. Eins og nafnið gefur til kynna fjall- ar Örlagadagurinn um örlagaríka daga. Áhugavert fólk hefur fallist á að greina Sirrý frá „örlagadeginum“ stóra í lífi sínu; degi þar sem mikil straumhvörf áttu sér stað, stór at- burður, gleði- eða sorgaratburður, sem hefur haft varanleg áhrif á líf viðkomandi. Þættirnir eru 12 tals- ins og í hverjum þætti greinir einn áhugaverður viðmælandi frá örlaga- degi sínum á hispurslausan og inni- legan hátt. Aðrir Örlagadagar með Sirrý Andri Snær Magnason Blaöiö/hikki - í sumar verða m.a. sem hér segir: „Hætti í vinnunni og hjólaði um heiminn“, „Vísindamaðurinn lands- kunni sem lenti í alvarlegu bílslysi og flutti í sveitina", „Sótti dóttur sína til Kína“ og „Þegar hann varð hún“. SUNNUDAGUR 0 SJÓNVARPIÐ 08.00 Barnaefni 10.25 Latibær 10.50 Hlé 12.10 Útog suður 12.40 Kóngur um stund (3:12) 13.10 Svört tónlist (6:6) (Soul Deep: The Story of Black Popular Music) 14.05 Taka tvö (6:10) 14.50 Vesturálman (9:22) 15.35 Stundin okkar (9:31) 16.05 Ævintýri Kötu kanínu (8:13) 16.20 Táknmálsfréttir 16.30 Formúla 1 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Útog suður(g:i6) 20.00 Dýrahringurinn (10:10) (Zodiaque) 20.50 Klink & Bank Klink & Bank er ný heimildarmynd eftir Þorfinn Guðna- son Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.45 Helgarsportið 22.00 Landsmót hestamanna Sjónvarp- iö sýnir daglega samantekt 22.30 Ginostra (Ginostra) 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 3 SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.10 Friends (6:17) (e) (The One With Ross's Grant) 19.35 Friends (7:17) (e) (The One With The Home Study) 20.00 Bernie Mac (12:22) (e) (Saving SergeantTompkins) 20.30 Twins (5:18) (e) (Really, It's The Tho- ught That Counts) 21.00 Killer Instinct (5:13) (e) 21.50 Clubhouse (9:11) (e) 22.40 Falcon Beach (4:27) (e) 23.30 X-Files (e) (Ráðgátur) Sirkus sýnir X-files frá byrjun! 00.20 Smallville (7:22) (e) (Splinter) 01.05 Fashion Television (e) STÖÐ2 07.00 Barnatími stöðvar 2 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.45 Neighbours 13.05 Neighbours 13.25 Neighbours 13.45 Neighbours 14.10 Það var lagið Gestasöngvarar að þessu sinni eru Steinar Logi og Krist- inn úr Kung fu sem syngja á móti Idol-stjörnunum Nönnu Kristínu og Ernu Hrönn. 15.20 Curb Your Enthusiasm (Rólegan æsing) 15.55 Eldsnöggt með Jóa Fel (5:6) 16.40 Veggfóður(2:2o) 17.25 Martha (Jason Biggs & Paul Walker) 18.12 íþróttafréttir 18.30 Fréttir, fþróttir og veður Frétt- ir, íþróttir og veður frá fréttastofu NFS í samtengdri og opinni dagskrá Stöðvar2, NFSog Sirkuss. 19.10 Örlagadagurinn (4:10) ("Uppgötv- aði draumalandið") Örlagadagur Andra Snæs Magnasonar rithöfund- ar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Andri Snær sent frá sér metsölubæk- ur og vakið þjóðina til umhugsunar um umhverfis- og þjóðfélagsmál. Sirrýfer með honum á fjöll og í heim- sókn til afa og ömmu til að kynnast því hvað mótaði sterkar skoðanir Andra Snæs. 19.45 WilliamandMary(6:6) 20.35 Monk (4:16) (Mr. Monk And Mrs. Monk) 21.20 Cold Case (15:23) (Óupplýst mál) (Sanctuary) 22.05 TwentyFour (22:24) 22.50 StarTrek: Nemesis (StarTrek: Vélráð) 00.45 Sleeping Dictionary (Elsku Selima) 02.30 Sex Traffic (1:2) (Mansal) 04.05 Sex Traffic (2:2) (Mansal) 05.40 Fréttir Stöðvar 2 06.25 Tóniistarmyndbönd frá Popp TíVí 0 SKJÁREINN 12.30 Whose Wedding is it anyways? (e) 13.20 Beautiful People (e) 14.10 The O.C. (e) 15.10 The Bachelorette III (e) 16.00 America's Next Top Model V (e) 17.00 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18.00 Borgin mín (e) 18.30 Völli Snær(e) 19.00 Beverly Hills 90210 19.45 Melrose Place 20.30 Point Pleasant Ný, bandarísk þáttaröð. Undarlegir atburðir ger- ast í sjávarþorpinu Point Pleasant eftir að unglingsstúlku er bjargað úr sjónum. 21.30 Boston Legal 22.30 Wanted 23.15 Hannah and HerSisters 00.55 C.S.I. (e) 01.50 TheLWord(e) 02.40 Beverly Hills 90210 (e) 03.25 Melrose Place (e) 04.10 Óstöðvandi tónlist ^^SÝN 10.35 Gillette Sportpakkinn (Gillette World Sport 2006) 11.05 Hápunktar í PGA mótaröðinni 12.05 Kraftasport (Sterkasti maður (s- lands 2006) 12.35 Ai kappaksturinn 2005/2006 13.30 HM 2006 (Winner 51 - Winner 52) 15.15 HM 2006 (Winner 55 - Winner 56) 17.00 442 18.00 KB banka mótaröðin í golfi 2006 19.00 US Open 2006 í golfi kvenna 22.00 Stjörnugolf 2006 22.30 Enska bikarkeppnin - upprifjun (FA Cup 2006 - review show) 23.30 442 fh '// NFS 10.00 Fréttir 10.10 ísland í dag - brot af besta efni liðinnar viku 11.00 Þettafólk 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Pressan 14.00 Fréttir 14.10 (sland í dag - brot af besta efni liðinnar viku 15.00 Þetta fólk 16.00 Fréttir 16.10 Pressan 17-45 Hádegið E 18.00 Veðurfréttir og íþróttir 18.30 Kvöldfréttir 19.10 Örlagadagurinn (4:10) ("Upp- götvaði draumalandið") (e) 19-45 Hádegisviðtalið 20.00 Pressan 21.35 Þetta fólk 22.30 Kvöldfréttir 23.10 Síðdegisdagskrá endurtekin P4HSTÖD2-BÍÓ 06.00 The Barber of Siberia (Ást í Síberíu) 09.00 Uitimate X: The Movie (Ofurhugar) 10.00 Possession (Heltekin af ást) 12.00 Big (Sá stóri) 14.00 The Barber of Siberia (Ást í Sfberíu) 17.00 Uitimate X: The Movie (Ofurhugar) 18.00 Possession (Heltekin af ást) 20.00 Big (Sá stóri) 22.00 Cellular (Gemsinn) 00.00 Foyle's War 2 (Strfðsvöllur Foyles 2) 02.00 The North Holiywood Shoot-Out (Skotbardagi í Hollywood) 04.00 Cellular (Gemsinn) OHrútur (21. mars-19. apríl) Eitthvaö sem þú hefur lengi beðiö eftir kemur loksins til þín i dag og þú færð það sem þig langar. Mundu að þú þarft að sýna að þú kunnir að meta það sem þú færð til þess að þú valdir öðrum ekki vonþrigöum. ©Naut (20. april-20. maí) Vísbendingar munu koma upp í hendurnar á þér og þú þarft að púsla þeim saman til þess að skilja hvað átt er við. Nú hefur þú tækifæri til þess að sýna öllum hvað þú ert klók(ur). ©Tvíburar (21. mai-21. júnO Hlutirnir eru aö þróast i rétta átt, jafnvel þótt þér finnist eins og allt sé að fara út um þúfur. Ekki láta neitt hafa áhrif á þig. Þú ert frábær eins og þú ert og láttu engan segja þér annað. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) Framkvæmdu áður en þú hugsar i dag. Þaö mun hjálpa þér að koma einhverju i verk. Ef þú veltir þér of mikið upp úr smámunum muntu hjakka i sama farinu í allan dag. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Það að viöurkenna mistök þýðir ekki að þú sért misheppnaður. Miklu heldur er það merki um ein- staklingsþroska þinn að þú sért sjálfsgagnrýninn og getir tekiö á þinum málum. Meyja ff (23. ágúst-22. september) Það að þú viljir að eitthvað gangi vel er ekki allt- af nóg. Þú þarft virkilega að leggja þig fram og takast á við hlutina. Þá mun allt ganga vel. Vertu jákvæð(ur) og hress. Vog (21. september-23. október) Þú gætir fundið mikla þörf til þess að gera eitthvað sem þú hefur hingað til ekki þorað að gera. Láttu slag standa og kýldu á það. Þú hefur engu að tapa og það sem þú græðir er frábær lífsreynsla. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Það felst mikið afrek í því að læra vel inn á sjálfa(n) sig. Þú hefurallt sem þarf til þessað læra að þekkja sjálfa(n) þig inn og út því allt sem þarf er forvitni. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Útsjónarsemi þin og ráðdeild mun koma í góðar þarfir, bæði hjá þér og vinum þínum. Það er oft betra að geyma en henda þvi þú þarft yfirleitt að nota hlútina oftar en einu sinni. Steingeit (22. desember-19. janúar) Ef spennumælir væri tengdur við höfuð þitt í dag myndi hann springa. Varúð, háspenna lífshætta! Þú þarft að telja upp að tíu og anda mjög djúpt. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Taktu hluta af þvi sem þú átt og merktu hann vel. Það þurfa allir að vita að eigur þínar eru ekki al- menningseign og að þú átt þær. Mundu samt að vera ekki nísk(ur). Fiskar (19. febrúar-20. mars) Að vera vona vinsæl(l) eins og þú ert getur verið erfitt. Gættu þess að láta ekki drekkja þér þvi að þú ert manneskja eins og aðrir og þarft stundum smá rými fyrir sjálfan þig. Lil' Kim sleppur fyrr út Rapparinn Lil’ Kim sleppur fyrr út úr fangelsi vegna góðrar hegðun- ar. Stjarnan var lokuð inni fyrir að ljúga til um hvað gerðist í skotárás fyrir utan hipp hopp útvarpsstöð í september á síðasta ári. Lil’ Kim sleppur út næsta mánudag og segir lögmaður hennar að hún hafi tekið ábyrgð á sjálfri sér og hagað sér með afbrigðum vel þessa mánuði sem hún sat inni. í til- kynningu s e m Nicolas Cage gefur tvœr milljónir dollara Grammy- verðlaunahafinn sendi frá sér segir hún: „Ég er yfir mig ánægð með að komast heim og ég vil þakka öll- um aðdáendum mínum fyrir bréfin sem ég hef fengið sem og fjölskyldu minni og vinum fyrir stuðninginn síðustu tíu mánuðina. Nicolas Cage gaf nú í vikunni tvær milljónir til góðgerðamála. Leikar- inn sem sló í gegn í myndinni Con Air gaf fjármunina til ungra hermanna sem hafa verið þvingaðir til þess að berj- ast. „Hugsið ykkur níu mánuðina sem það tók barn ykkar að verða til, hugsið ykkur alla þá ást og umhyggju sem þið gáf- uð barninu í uppvextinum. Hugsið ykkur síðan stríðsherra sem leggur byssu í hendurnar á því og neyðir það til að drepa einhvern,“ sagði Nicolas Cage. „Hann er átta ára gam- all og hefur ekki enn kysst stelpu eða orðið ástfanginn en hann hefur drep- ið mann. Hljómar eins og hin versta martröð, ekki satt? Þetta er nú samt raunveruleikinn hjá sumum.” Fjár- munirnir sem Nicolas Cage gaf fara í endurhæfingarathvarf, læknis- og sálfræðiaðstoð fyrir þá sem hafa lent í þessu. Hasselhoff á „slysó" Strandvarða-töffarinn David Hasselhoff lenti heldur betur í hon- um kröppum í gær þegar hann skar sig illa í lófa með þeim afleiðingum að sin fór í sundur. Hasselhoff var fluttur hið snarasta 1 á sjúkrahús og þurfti að gangast undir aðgerð. „David var nýkominn úr líkams- rækt á hótelinu þar sem hann dvelst. Hann var að fara að raka sig, beygði sig niður og þegar hann stóð upp rak hann sig í glerhillu sem hann mölbraut. Glerbrotin skárust inn í hönd hans með fyrrgreindum afleið- ingum,“ segir Judy Katz, talskona Davids, en hann er um þessar mundir að taka upp auglýsingu í London þar sem atvikið átti sér stað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.