blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 ÝMISLEGT I 25 Krabbi (22. júní-22. júlO Krabbinn Þetta viðkvæma fólk hefur auðugt ímyndunarafl en er hætt við að framkvæma án þess að hugsa málið til enda. Þú getur komist að eðli Krabbans með því að fylgjast með tunglinu. Breytilegt skapferli Krabb- ans fylgir breytingum tunglsins á sama hátt og flóð og fjara. Krabbinn þráir ekki athygli eins og Ljónið og hinir óútreiknanlegu Bogmenn. En undir niðri hefur þetta fólk gaman af jákvæðri athygli. Það á það til að hlaupa í felur ef því finnst að það sé verið að skjalla sig. Ef þú ert í mannþröng getur þú þekkt þetta fólk frá öðrum. Það hlær smit- andi hlátri á miklu tónsviði þegar það skemmtir sér og þá er Krabbinn hrókur alls fagnaðar. Þetta fólk getur orðið ólýsanlega þunglynt. Krabbinn reynir þá að fela líðan sína undir óþrjótandi skopskyni sínu. Draumsýn er Krabb- anum eins sjálfsögð og loftið sem hann andar að sér. ímyndunaraflið er óbeislað og stundum verður hann hræddur við það enda getur það skaðað ef ekki er haldið aftur af því. Þetta fólk er oftast fallegt og hjartahlýtt. KARLMAÐURf KRABBA Hann er sérfræðingur i málaleng- ingum. Láttu þér ekki detta í hug að hann opni þér dyr að leyndardómum sálar sinnar strax. Þessi maður trúir ekki ókunnugu fólki fyrir sinum málurn og dregur sig í hlé. Ef hann er ekki í góðu skapi þegar þú hittir hann fyrst máttu ekki taka því sem gefnu að hann hafi ekki áhuga fyrir þér. Reyndu aftur. Fullt tungl getur haft furðuleg áhrif á Krabbann og það verður að segjast að hann er ekki eins róman- tískur og margir halda. Hann langar til að verða ríkur og geta gefið þér og börnunum ykkar allt sem hugurinn girnist. Þar skiptast þessir menn í tvo hópa. Annar hópurinn þolir ekki að skulda og borgar alla reikn- inga á gjalddaga. Hinn hópurinn eru þeir Krabbar sem hafa spennt bog- ann of hátt og komið sér í skuldir sem þeir sjá ekki út úr. Þá hopa þeir inn í skel sína og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þó verða þessir menn oftast hagsýnir eftir miðjan aldur og tekst þá að ná tökum á fjármálunum. KONAí KRABBA Það er erfitt að átta sig á þessari konu, stundum kemur hún fyrir eins og villingur en þegar þú kynn- ist henni betur sérðu að hún setur prúðmennskuna ofar öllu. Tunglið á sterk ítök í Krabbakon- unni og hennar villtustu draumar rætast þegar tunglið er næst jörðu. Það leiðist ekki neinum sem er ná- lægt henni. Hún er einstök móðir og góð eigin- kona. Kona í Krabbamerkinu er fag- urkeri og veisluborð hennar eru eft- irminnileg vegna glæsileika. Hún á það til að fá eyðslukast, sérstaklega ef henni finnst að sér vegið. Krabba- konan hefur sveiflukennda lund, hún getur orðið óskaplega sormædd ef veðrið er vont. Um leið og sólin skín léttist lundin. Ef þú ert giftur konu í þessu merki er þér ráðlegra að vera góður við foreldra hennar, sama hvað þeir eru leiðinlegir. Hún ein má segja sitt álit á þeim. Mundu það. ÞEKKT FÓLK í KRABBAMERKINU • Helen Keller • Júlíus Caesar • Ernst Hemingway • Karvel Pálmason • Svavar Gestsson • Sigurlaug Bjarnadóttir Áhrifastjörnur þessa merkis eru: Tunglið, Marz og Merkúr. Happadagar: Mánudagar og miðvikudagar. Happalitir: Silfurgrátt og grænt. Heillasteinar: Rúbínar og ópall. Happtölur eru oftast 3 og stundum 5. Helen Keller og Júlíus Caesar voru bæði í Krabbanum Ömurlegar lýtaaðgerðir Heil vefsíða tileinkuð misheppnuðum fegrunaraðgerðum. Það kennir ýmissa grasa á bless- uðu Alnetinu eins og það var kallað í gamla daga og þar má finna einhverjar upplýsingar um nánast allt sem hægt er láta sér detta í hug. Í flóru þessara óendanlegu rafheima er m.a. vefsíðan www. awfulplasticsugery.com en sú er algerlega helguð umfjöllun um lélegar fegrunaraðgerðir. Lesendur sem velta vöngum yfir því hvort Sarah Jessica Parker, Madonna, Victoria Beckham eða fleiri hafi farið í aðgerðir geta fundið réttu svörin á þessari síðu. Þar eru ávallt samanburðarmyndir af útliti stjarnanna fyrir og eftir aðgerðir. Meðal nýjustu frétta má sjá að fyrrum Bretaprinsessan Sarah Fergusson virðist hafa látið lyfta augabrúnunum, Steven Tyler, söngvari Airosmith, líkist kven- manni meira og meira og gamli kappinn úr Kiss, Paul Stanley, er orðinn eins og trúður úr hryllings- mynd. Það fer heldur ekkert á milli mála að Lindsey Lohan er búin að „fá sér brjóst“ og ætti í raun að kæra lækninn sem framkvæmdi aðgerðina. Lýtalæknir bloggar En það eru samt ekki bara vondar aðgerðir sem fólk getur fræðst um á þessari síðu. Þar má einnig finna fjölmargar vefsiður sem sýna vel heppnaðar aðgerðir og umsagnir lækna um fagið. Til dæmis er bandarískur lýtalæknir, Dr Dis- aia frá San Clemente í Kaliforníu, með hlekk á bloggsíðu sína inni á www.awfulplasticsugery.com. Þar tíundar hann hugsanir sínar og skoðanir á aðgerðum og bendir á lausnir við lélegum útkomum. Hann talar m.a. um nýju brjóstin hennar Victoriu Beckham sem virð- ist ekki hafa vandað valið á lækni. Victoria er eins og flestir vita al- veg örmjó. Læknirinn sem fram- kvæmdi aðgerðina á henni hefur sett sílikonpúðana ofan á vöðvann og útkoman virkar eins og hún hafi skorið brennóbolta í tvennt og stungið undir peysuna. Mjög ónáttúrulegt. Dr Disaia bendir á að með því að setja minni sílikon- púða undir brjóstvöðvann mætti laga þetta lýti. Vefsíða þessi er skemmtileg og oft á tíðum fyndin, enda fær hún fleiri þúsund heimsóknir dag hvern. margret@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.