blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 24
24 I MATUR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö Hvítvínssoðin rauðspretta, fyllt með hvitlauks- osti og aspas Þar sem ég er ennþá i Króatíu og hitinn er rokkandi frá 26-36 stigum þá er hugmyndaflugið hjá mér af- skaplega bundið hita og léttum máls- verðum. Léttum málsverðum sem hægt er að snæða með ísköldum bjór. Uppskrift dagsins er því af hvit- vínssoðinni rauðsprettu, fylltri með hvítlauksosti og aspas. Það er náttúr- lega hægt að setja hvað sem er inn í rúlluna, einhvern annan ost eða annað grænmeti, til dæmis papriku og kryddjurtir. Það þarf að passa að allt sem sett er inn í rúlluna sé nán- ast eldað því kjarnhitinn í rúllunum eftir eldun ætti ekki að vera meiri en 50-60 gráður. Annars verður fisk- urinn of þurr. Það þarf sem sagt að vera búið að sjóða aspasinn áður en hann er settur í rúlluna. Síðan er sósan löguð úr hvítvínssoðinu með smjöri og kryddjurtum. Hvítvínssoðin rauðspretta, fyllt með hvítlauksosti og aspas Fyrir4 800 g rauðspretta (roð- og beinlaus) Ca. 'h hvítlauksostur Einn aspas í hverja rúllu (munið að sjóða aspasinn. Það er hægt að nota aspas úr dós, en það er ekki eins gott). 1 msk saxað estragon 'h tsk smjör í hverja rúllu Salt og nýmalaður pipar 3 dl. af hvítvíni 'h laukur, fínt saxaður Aðferö: Skerið fiskinn í þannig bita að hægt sé að rúlla honum upp. Það er erf- itt að segja hve stórir bitarnir ættu að vera því það fer eftir stærðinni á fisknum. Það er tilvalið að þeir séu eins og farsímar, helst klemmu- símar. Síðan eru bitarnir kryddaðir með salti og pipar. Ostinum, asp- asnum og loks estragoninu er dreift á bitana og rúllað upp. Bitarnir eru settir á pönnu með loki ásamt 3 dl. af hvítvíni og saxaða lauknum. Fisk- urinn er soðinn í ca. þrjár mínútur og svo látinn standa undir loki í fimm mínútur. Þá ætti hann að vera tilbúinn en best er að reyna að kíkja í eina rúllu og athuga hvort hann sé ekki tilbúinn, það er að segja ekkert glær. Þá er fiskurinn settur til hliðar. Suða er fengin upp á soðinu og 2 msk. smjör hrært út í og smakkað til með salti, pipar og örlitlum sí- trónusafa. Borið fram með salati og uppáhaldsgrænmetinu. Kveðja Raggi Ljúffengur matur í lautarferð góðgæti. Algengustu mistökin sem lautarfarar gera er að halda að réttir sem henta heima við verði jafn góðir úti við. Hafið í huga að sumar teg- undir matar geymast illa. Svokallaður fingramatur hentar best í lautarferðir, eins er gott að búa til einfalt pasta- salat eða ljúffengt kjúklingasalat. Svo er um að gera að nýta sér alls kyns tilbúin matvæli sem má finna í helstu verslunum. Til að mynda er hægt að kaupa tilbúinn kjúkling sem má narta í, setja ofan á samlokur eða dýfa ofan í kalda sósu. Svo má ekki gleyma salat- börum í verslunum en þar er hægt að útbúa liúffenet oe hollt nasl. Ekki sneiða hjá þessum Fyrsta helgin í júlí er ein helsta ferða- helgi sumarsins og því má búast við að þúsundir íslendinga leggi land undir fót og fari í útilegu. Fyrir þá sem kom- ast ekki í útilegu en vilja samt sem áður eyða deginum í sveitasælunni er tilvalið að fara í lautarferð. Það er lítið mál að keyra út fyrir borgina með góð- gæti í körfu og góðan félagsskap. Hér eru nokkrar leiðbeiningar fyrir full- komna lautarferð. Einfaldleiki er leyndarmálið á bak við farsæla lautarferð, án þess að lítið sé gert úr mikilvægi skipulagningar. Það borgar sig ekki að setja markið of hátt heldur stíla inn á einfaldleika oe Ekki gleyma ímyndunaraflinu Samlokur eru tilvalinn matur fyrir lautarferðir og sennilega sú matar- tegund sem verður oftast fyrir val- inu. Hví ekki að breyta til og lyfta gömlu góðu samlokunni á hærra plan. Kauptu nýja tegund af brauði, til dæmis pítubrauð, beyglur eða rúnnstykki. Með brauðinu má hafa nokkrar tegundir af osti, grænmeti, sósur, skinku, sultu og hvað svo sem ímyndunaraflið segir til um. Ávextir eru alltaf góðir í lautarferðir enda ferskir og ljúffengir. Svo má vitan- lega búa til ávaxtahristing áður en farið er af stað, hann kældur vel og geymdur í kælitösku. Það er líka mjög góð hugmynd að blanda ávaxta- safa saman við sódavatn og frysta blönduna þar til hún er hálffrosin. Þá er komið ljúffengt og svalandi krap. Það er ekki síðri hugmynd að búa til ferska drykki í stað þess að treysta alltaf á sömu gosdrykkina. Til dæmis má blanda saman Sprite og appelsínusafa og setja á brúsa. Til að gera drykkinn enn sumarlegri er tilvalið að skera niður appelsínur og setja í glösin. Það er um að gera að nýta það sem er til í ísskápnum, nota ímyndunaraflið og prófa eitthvað nýtt. Svo má vitanlega ekki gleyma að taka með sér eitthvað til skemmt- unar, eins og badmintonsett, frisbí, sippuband eða snúsnúband, góða bók eða bara góðan félagsskap. Góða skemmtun! svanhvit@bladid.net Það er alltaf ævintýralegt að setja góðgæti I körfu, keyra út fyrir bæinn og fara í lautar- ferð í góðum félagsskap.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.