blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaðið SNOBBAÐ FYR- IR ERLENDUM TUNGUM íslendingum er annt um tungu- málið sitt og reglulega kemur upp umræða um stöðu tungunnar. Smá- borgarinn lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja í þessum efnum frek- ar en öðrum. Smáborgaranum finnst merkilegt hvað við íslendingar getum snobb- að fyrir erlendum tungumálum og um leið gert lítið úr okkar eigin tun- gu. Gildir einu hvort við tölum döns- ku á sunnudögum eða slettum ens- ku í tíma og ótíma. Slettur eru ekki aðeins lýti heldur í flestum tilfellum alger óþarfi. Slík er auðlegð íslenskr- ar tungu að manni verður nánast aldrei orðfall og í þau fáu skipti sem ekki er til íslenskt heiti yfir tiltekið fyrirbæri er yfirleitt hægur leikur að búa það til. Þeim sem efast er bent á að kynna sér hina svo kölluðu há- íslensku en áhugamenn um hana vinna óeigingjarnt og vanþakklátt starf við að útrýma öllum erlendum áhrifum úríslensku máli. Sletttil blæbrigða Vissulega eru mörg orð í erlendum málum sem eiga sér ekki fullkomn- ar hliðstæður í íslensku svo sem id- entity og vegan. Oft er heldur ekki hlaupið að því að þýða orð sem til- heyra afmörkuðu fræðasviði eða sér- hæfðum orðaforða. Þá er svo sem ekkert að því að sletta öðru hverju til áhersluauka og blæbrigða. íslendingar grípa hins vegar gjarn- an til enskra orða og orðatiltækja sem eiga sérfullkomnar hliðstæður í íslensku. Af hverju stynja til dæmis íslensk ungmenni „Oh my Gaaaad!" nú til dags í stað þess að segja ein- faldlega „Guð minn góðurl"? Smáborgarinn sem er annálaður málræktarmaður telur annars að ís- lensku stafi meiri hætta af óbeinum erlendum áhrifum en blessuðum slettunum. Óbein áhrif svo sem ensk setningaskipan eða hráar þýðingar erlendra orðatiltækja leyna meira á sér en sletturnar. Við ættum því kannski að hafa meiri áhyggjur af fólki sem segist vera að renna út á tíma en því sem dánlódar og seivar í gríð og erg. HVAÐ FINNST ÞÉR? Lúðvtk Bergvinsson, þingmaður. Er Samfylkingin í frjálsu falli? „Þegar botninum er náð liggur leiðin bara upp á við“. Fylgi Samfylkingarinnar mældist um 24% í nýrri könnun Fréttablaðsins, sem er 6% undir kjörfylgi í síðustu kosningum. Það myndast oft skemmtileg stemmning meðal áhorfenda þegar stórlaxar eins og Þjóðverjar og Argentínumenn heyja blóðugan bardaga á knattspyrnuvellinum. Þessir herramenn fylgdust gaumgœfilega með leik þjóðanna á HM ígær á skemmtistaðnum Pravda og mikil stemmning ríkti meðal fótboltaáhugamannanna. Þjóðverjar höfðu betur í leiknum, en úrslit í honumfengust ekkifyrr en t vítaspyrnukeppni. HEYRST HEFUR... Eftirfarandi brandari geng- ur að sögn á göngum Seðla- bankans um þessar mundir sem og víðar. Þar gera menn grín að því að eini Jón Sigurðssoninn semendistíSeðla- bankanum sé sá á fimmhundr- uðkallinum. Jón Sigurðsson jafnaðarmaður var nefnilega seðlabankastjóri í tvö ár, 1993- 1994. Jón Sigurðsson framsókn- armaður var seðlabankastjóri í þrjú ár, 2003-2006. Jón Sig- urðsson forseti er hinsvegar á fimmhundruðkrónaseðlinum og kemst því ekki neitt. Eins og oft áður var margt um manninn á Ölstofunni síðastliðið fimmtudagskvöld. Það vakti athygli að menning- arvitarnir Jón Karl Helgason, fráfarandi gtarfsmaður bókaút- gáfunnar Bjarts, og Snæbjörn Arngrímsson forleggjari sátu að skrafi undir einni af útsaum- uðu myndunum sem prýða veggi Ölstofunnar. Ekki sást tár glitra á hvarmi þeirra pilta en viðstaddir veltu því þó fyrir sér hvort kapparnir hefðu hist yfir drykk til þess að ræða framtið galdrapiltsins Harry Potter en sú saga geng- ur nú fjöllum hærra að Potter sé feigur. Höfundur bókanna, J.K. Rowling, hef- ur látið að því liggja síðustu daga að mögu- lega munigaldra- strákurinn geð- þekki láta lífið í lok síðustu bókarinnar. Bjart- ur á galdrastráknum margt að þakka en forlagið hefur gefið út allar bækurnar sex sem kom- ið hafa út í íslenskri þýðingu. Ekki þarf að fjölyrða um þær miklu vinsældir sem Potter hef- ur notið og sér ekki enn fyrir endann á þeim. Ljóst er því að Potter yrði forsprökkum Bjarts mikill harmdauði. adalbjorn@bladid.net Fór úr fyrir dýrin Strandvarðastjarnan og sílikonbom- ban Pamela Anderson stóð nakin í búðarglugga hönnuðarins Stellu McCartney í London í vikunni. Blað- ið greindi frá þessum fyrirætlunum hennar fyrir skömmu og á miðviku- daginn mætti skvísan í allri sinni dýrð og klæddi sig úr fötunum fyrir gesti og gangandi en það voru víst óvenju margir sem lögðu leið sína framhjá búðarglugganum þennan daginn. í þetta skipti afklæddist Pamela til þess að vekja athygli á góðum málstað og var borði sem huldi hluta líkama hennar festur við gluggann en á honum stóð: „We’d Rather Bare skin Than Wear Skin“ sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra: „Við viljum heldur afklæð- ast en klæðast feldi.“ Eftir að hafa staðið í búðarglugg- anum í um 20 mínútur hélt Pamela til veislu sem haldin var af PETA- samtökunum en þar sást til hennar að kyssa Steve Jones, myndarlegan sjónvarpskynni sem hún hefur ver- ið að hitta að undanförnu. Viltu horfa á bíómynd, eða eigum við að horfa á fréttirnar og hlæja dátt?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.