blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18
18 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö BEST eykur möguleika íslenskra tœknifrœðinema Um þessar mundir stendur yfir alþjóðlegt námskeið í Háskóla íslands undir yfirskriftinni „Play- ing With Power“ þar sem meðal annars er fjallað um vetni og jarð- varmaorku sem orkugjafa fram- tíðarinnar. Meðal fyrirlesara á námskeiðinu eru vísindamenn sem eru í fremstu röð á þessu sviði í heiminum, jafnt innlendir sem erlendir. Víðfari, félag tæknifræðinema, stendur að námskeiðinu í samvinnu við Háskóla Islands. Víðfari er aðild- arfélag BEST (Board of European Students of Technology) sem er fé- lag evrópskra tæknifræðinema og er þetta fyrsta skipti sem námskeið á þeirra vegum er haldið hér á landi. Um 70 háskólar i 30 löndum eiga að- ild að BEST og fékk Víðfari aðild að félagsskapnum í apríl síðastliðnum eftir langt og strangt umsóknarferli. Reynsla af alþjóðlegum samstarfsverkefnum Að sögn Andra Heiðars Kristins- sonar, formanns Víðfara, standa samtökin að fjölda námskeiða víða um Evrópu þar sem háskólanemum gefst færi á að bæta við þekkingu sína. „Tilgangurinn með samtökunum Andri Heiðar Kristinsson formaður Víðfara segir að með stofnun (slandsdeildar BEST fái íslenskir háskólanemar tækifæri til að taka þátt í fjölda námskeiða víða í Evrópu og taka þátt í alþjóðlegum samstarfsverk- efnum. er einnig sá að stúdentar í Evrópu kynnist hver öðrum, kynnist nýrri menningu og tungumálum og læri því meira en námið eitt býður upp á. Þeir læra til dæmis að taka þátt í alþjóðlegum samvinnuverk- efnum sem ég held að sé mjög mik- ilvægt fyrir framtíðina," segir Andri Heiðar. Andri Heiðar segir að hugmyndin að stofnun íslandsdeildar BEST hafi einmitt verið að bjóða íslenskum há- skólanemum upp á þann möguleika að taka þátt í slíku starfi. „Þetta þýðir að allir stúdentar við Háskóla Islands geta sótt um að taka þátt í um 100 námskeiðum í Evrópu á hverju ári. Það er gríðaríega spenn- andi fyrir þá að geta tekið þátt í svona samstarfi og skapað tengsla- net innan Evrópu sem ég held að sé mjög mikilvægt. Aðrar áherslur en á hefð- bundnum námskeiðum Á námskeiðum BEST er reynt að fjalla um viðfangsefnið á víðari grundvelli en gert er í hefðbundnum háskólanámskeiðum þar sem farið er djúpt í afmarkaða þætti þess. „Þarna er vetnið til dæmis skoðað á víðari grundvelli og maður lærir í raun allt um það, frá framleiðslu- ferlinu og hvernig það virkar til þess hvernig megi nýta það og fjárfesta í orkugeiranum," segir Andri Heiðar. Vægi vetnis sem orkugjafa mun án efa aukast á næstu árum eftir þvi sem meira gengur á olíubirgðir heimsins. Vetni er vistvænn og end- urnýtanlegur orkugjafi sem getur orðið samkeppnisfær við jarðefna- eldsneyti og jafnvel leyst það að miklu leyti af hólmi eftir því sem rannsóknum og þróun fleygir fram. Islenskir vísindamenn eru í fremstu röð í rannsóknum á vetni og hér hafa verið gerðar áhugaverðar til- raunir með þennan orkugjafa. Það er því við hæfi að alþjóðlegt námskeið í þessum Ifræðum skuli vera haldið hér á landi. „Við komumst líka að því að á sama tíma yrði í gangi sumarskóli um vetni á vegum dr. Hannesar Jónssonar, prófessors í efnafræði við Háskóla Islands. Námskeiðið er því haldið í samstarfi við sumarskól- ann en að honum koma margir færir kennarar og prófessorar að utan og gefst fólki færi á að sækja námskeið hjá þeim,“ segir Andri Heiðar Krist- insson að lokum. (slenskir vísindamenn eru f fremstu röö f rannsóknum á vetni og hér hafa verið gerðar áhugaverðar tilraunir á því sviði á undanförnum árum. Blindir lesa Bandaríski vísindamaðurinn Ray Kurzweil hefur þróað tæki sem gerir blindum og sjónskertum kleift að „lesa“ texta. I tækinu er myndavél sem nemur textann sem síðan er lesinn af talgervli. Um 500 blindir hafa prófað tækið í tilraunaskyni á undanförnum mánuðum og segja margir þeirra að það hafi gert þeim kleift að lesa texta sem þeir hefðu ekki getað lesið á annan hátt. Kurzweil fann fyrstur manna upp tæki sem gat breytt texta í talað mál fyrir um þremur áratugum. Tækið var á stærð við þvottavél en nú á dögum eru slík tæki ekki miklu stærri en lítil bók. Kurzweil segir að menn hafi lengi beðið eftir lesvél sem blindir gætu borið á sér og því hafi nýja tækið fengið afar góðar viðtökur. Tækið kemur formlega á markað í Bandaríkjunum um helgina í tengslum við ársfund Samtaka blin- dra í Bandaríkjunum. Tækið kostar um 3.500 Bandaríkjadali (rúmar 260.000 ísl. kr.) og er búist við að það slái í gegn á fundinum. I Bandaríkjunum eru um tíu millj- ónir blindra og sjónskertra og er talið að fjöldi þeirra muni tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Nú hefur verið fundið upp tæki sem gerir blindum kleift að„lesa" texta. Tölva les til- finningar Breskir og bandarískir vísindamenn vinna um þessar mundir að þróun tölvu sem getur lesið tilfinningar fólks og jafnvel fundið út hvað það er að hugsa. Myndavél tölvunnar nemur svipbrigði og andlitshreyf- ingar fólks og sundurgreinir þau. Svipbrigði gefa til kynna hvernig fólki líður og af þeim dregur hug- búnaður tölvunnar ályktanir um Tölvur verða sífellt fullkomnari og nú vinna vísindamenn að þróun tölvu sem er næm á tilfinningar fólks. hvort að það sé til að mynda reitt, glatt eða undrandi. Visindamennirnir sem að tilraun- inni standa telja að tilfinninganæm tölva gæti nýst á ýmsum sviðum, meðal annars við markaðssetningu og fjarkennslu á Internetinu. Með aðstoð vefmyndavélar gæti tölvan greint hvort nemandi sem stundaði fjarnám á netinu tileink- aði sér námsefnið eða ekki. Einnig mætti koma slíkum búnaði fyrir á mælaborðum bifreiða til að komast að því hvort ökumaðurinn sé í góðu andlegu ástandi til að aka bifreið. Ef menn kæra sig ekki um að láta tölvu í té upplýsingar um líðan sína og tilfinningar geta þeir alltaf slökkt á myndavélinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.