blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 12
12 I VERÖLDIN LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö blaöió eins og ölvuð, fegurðarþrá minni var svalað á ftalíu. Og svo komu krakkarnir mínir og Jón Baldvin í heimsókn. Þau busluðu í sjónum og flatmöguðu í sólinni, á meðan ég vann fyrir þeim. Það fannst mér líka afar þægileg tilfinning. Ég var fyrirvinnan. Þó að margt hafi breyst á seinni árum á Ítalíu, og konur þar, eins og viðast hvar í Evrópu, séu komnar út á vinnumarkaðinn og vinni tvöfaldan vinnudag, þá stendur sviði eins og í leiðslu. Hótel Plaza var svo punkturinn yfir i-ið. Glæsihótel í hjarta borg- arinnar og minnti mig þægilega á Camino Real, flottasta hótelið í Mexíkóborg. Þarna var engum hlut ofaukið, og til samans myndaði allt listrænaheild. Matsalurinn minnti líka á leiksvið. Þjónninn bar okkur hvern dýrðarréttinn á fætur öðrum og sannaði fyrir okkur þetta kvöld, að engir standa ftölum á sporði, þegar kemur að matargerðarfist. Allt var hvítt og fínt og hljóðlátt, svo að maður þorði varla að draga and- ann. Við vorum hér á forsendum yfirþjónsins; hann valdi réttina og þetta líka forláta vín með hverjum rétti. Við vorum þarna bara af því að honum þóknáðist að sýna okkur, hvernig Ítalía hefur kæft hverja barbarainnrásina á fætur ann- arri í mjúku faðmlagi listrænnar nautnar. Við vöknuðum úthvíld og endu- nærð, þegar við risum upp af pelli og purpura í Padovu. Á dauða okkar gátum við átt von en ekki því að ganga beint í flasið á ítalskri stúd- entauppreisn í post-moderniskum stíl. Háskólabyggingarnar eru him- nesk monument og minnismerki um andans afrek liðinna alda. Hví- lík forréttindi, að fá að stúdera hér, hugsaði ég með mér. En allt í einu heyrðum við háreysti, sem barst frá mannþröng á glæstu torgi. Stúd- entaleiðtogar í trúðsklæðum drógu að sér athygli múgsins og sefjuðu hann með leikrænum tilþrifum. Baksviðið var upplýstir múrveggir, þaktir listilegum teikningum. Þegar grannt var skoðað, kom í ljós, að þetta voru dráttlistarmyndir af lærifeðrum og meyjum, prófess- orum og doktorum í sálfræði (sál sýki í bland). Doktor X horfði á sinn reista lim, sem að sögn stúd- enta var miðpunkturinn í hug- myndaheimi hans. Og lektorinna Y horfði í sköp sér, sem að sögn stúd- enta, voru upphaf og endir hennar andlega sjóndeildarhrings. Þessu þóttust uppstrílaðir stúdentarnir mótmæla, en meintu auðvitað ekk- ert með því, enda telja aðrar þjóðir, að Ítalír séu fyrir löngú hættir að meina nokkurn skapaðan hlut, þótt þeim láti öllum öðrum betur að lát- ast, svo að látnir verði þeir grátnir. En allt var þetta eins og af sviði leik- hússins, ærslafengið og aðlaðandi. Tjaldið fellur. Bryndís Schram disschram@yahoo.com FERÐASAGA BRYNDÍSAR XVII. KAFLI Mér létti, þegar við liðum inn yfir landamæri ftalíu. Mér fannst ég vera komin heim. Þetta var snemma morguns eftir háskaakstur á örmjóum vegum yfir holt og hæðir Pulaskagans í kafaldsbyl og skafrenningi. Svei mér þá, jafnvel veðrið breytt- ist. Það var allt í einu komið glaðasól- skin, ekki ský á himni. Framundan lá autostrada numero uno, eins og hvítt silkiband á vonargrænum pappír. Frjósömustu héruð ftalíu blöstu við. Allt var á sínum stað. Trieste, Feneyjar, Padova, Verona. Á þessum slóðum eyddi ég fimm sumrum ævi minnar endur fyrir löngu. Þess vegna fannst mér ég vera komin heim. Ég held það hafi verið vorið 1981, sem ég gerðist svo djörf að sækja um að verða þvottakona í út- löndum hjá Ingólfi Guðbrandssyni. Hafði heyrt um konur í slíku starfi og fannst að þarna væri kjörið tæki- færi til að komast burt af skerinu og kynnast einhverju nýju án þess að þurfa að borga fyrir það! Ing- ólfur var ferðamálajöfur þess tíma og var með þjónustu við íslenska ferðamenn bæði á Spáni og ftalíu. Hann réði mig strax í vinnu - að vísu ekki sem þvottakonu - heldur vildi hann ráða mig sem eins konar aðstoðarfararstjóra í Lignano Sab- biadoro. Nafnið eitt vakti með mér tilhlökkun og ævintýraþrá - Lignano Sabbiadoro - hinn gullni sandur. Fegurðarþránni fullnægt Það voru orð að sönnu. Endalaus hvít strönd með slútandi furutrjám, lágvaxin, vinaleg byggð, notaleg veitingahús, búðir og barir. Ég hafði aldrei komið á sólarströnd fyrr. En um leið og ég sté fæti á ítalska grund, fann ilminn úr jarð- veginum og ylinn frá hafgolunni, var ég heilluð og upptendruð. Mér fannst allt svo fallegt, ekki bara fólkið, heldur þlóm og hús og föt og vín og matur. Hvar sem litið var og hvar sem niður bar. Ég var mæðraveldi djúpum rótum í þessu forna samfélagi. Virðingin fyrir la mama er takmarkalaus. Konan, móðirin, er höfuð fjölskyldunnar, þegar á reynir. Það var oft gaman að virða fyrir sér birtingarform virðingarinnar og valdsins þarna á ströndinni í Lignano Sabbiadoro forðum daga. Um helgar komu fjöl- skyldur úr nágrannabyggðum til að njóta sólar á ströndinni. La mama var miðpunkturinn. Allt snerist um hana. Hún sat í öllum fötunum í stól undir stóru tjaldi, og hinir röð- uðu sér í kring. Mamma var upp úr því vaxin að busla í sjónum. Hún forðaðist jafnvel sólarljósið. En pabbi gamli var alger dekurstrákur - numero uno. Mamma þreyttist aldrei á að nudda hann upp úr sólarolíu og bera honum brauð og vín og láta fara vel um hann undir tjaldinu. Á meðan hún var að bogra yfir körfum og kirnum i leit að handklæðum, höttum og boltum, stóð pabbi eins og hani á haug og gaf ungu stúlkunum auga. Á Italíu láta karlmenn hvorki aldur né eiginkonur slá sig út af laginu. Sjálfstraustið dvínar sko ekkert með aldrinum á Ítalíu - þvert á móti. íslenskir karlmenn eru ekki jafn dekraðir af eiginkonum sínum og mæðrum og hafa því minna sjálfstraust. Eða það ímyndaði ég mér þarna á ströndinni. Þegar þeir komu að heiman, voru þeir yfir- leitt örþreyttir og náfölir. Búnir að vinna dag og nótt til þess að eiga fyrir fríinu. Eins og Islendinga er háttur, þá vildu þeir verða brúnir á stundinni, en vöruðu sig ekki á sólarhitanum. Næstu daga voru þeir ekki fölir lengur, heldur rauð- glóandi. Sjálfstraustið algerlega í lágmarki. En viku seinna voru þeir orðnir stórveldi á staðnum, búnir að leggja svæðið undir sig, ef svo má að orði komast. Fallega brúnir, höfðu lagt af, spiluðu boccia við innfædda, keyptu gúmmíbáta, flugdreka og bretti, og yfirleitt allt, sem var til sölu á markaðnum. Og svei mér þá, ef þeir voru ekki líka komnir með blik í auga. Farnir að gefa undir fótinn. Lífið var ekki búið enn. Híð mjúka faðmlag En nú er ég komin langt af leið. Farin að segja sögur frá Italíu. Ég tala allt of mikið. Ætlaði ekkert að koma við í Lignano, enda gerðum við það ekki heldur. Það á aldrei að koma aftur á staði, sem maður geymir í minningunni. Öllu er af- mörkuð stund, og Lignano í dag, er eflaust ekki sú Lignano, sem ég þekkti fyrir tuttugu og fimm árum. Nema hvað við ókum fram hjá Lignano og ókum líka fram hjá Feneyjum. Tíminn var of naumur. Við áttum að koma bílnum um borð í skip í Rotterdam innan ör- fárra daga og urðum því að fara sparlega með tímann. Ákváðum að gista í borginni Padovu, sem er vettvangur eins frægasta leikverks allra tíma, Rómeó og Júlíu. Enda er engu á þá borg logið. Það var ekki að ástæðulausu sem Shakespeare fann Rómeó og Júlíu stað í þeirri borg. Miðborgin er eins og stórt leiksvið, þar sem dyntir og brellur byggingasögunnar frá upphafi vega fá að njóta sín til fulls. Hún varð rómverskt virki snemma á mið- öldum. Kirkjan reisti sér þar ódauð- leg minnismerki. Borgin orkar á vegfarandann eins og sögulegt leik- svið. Við gengum um á þessu stóra Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net BORN & UPPELDl Þriðjudaginn 4. Júlí

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.