blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 26
26 I TÍSKA LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaðið Ástríðan rekur mig áfram Fimm ungir hönnuðir œtla að opna vinnustofu sína áföstudögum í sumar svo að gestir oggangandi geti notið starfsemi hennar. Fimm ungir og efnilegir hönn- uðir eru saman með vinnustofu í Garðastræti 2 í Reykjavík. Vinnustofan verður opin á föstudögum í sumar svo að almenningur geti skoðað hönnunina og verslað. Hrafnhildur Guðrúnardóttir, hönn- uður og ein fimmmenn- ingana, segir að þessi opnu hús séu nýlunda hjá hópnum en hafi verið geysilega vel tekið. ,Við erum með opið hús frá kl. 15-20 alla föstudaga í sumar. Þetta hefur gengið rosalega vel en tilgangurinn er að gera vinnu okkar sýnilegri og aðgengilegri fyrir almenning," segir Hrafnhildur sem útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir tveimur árum. Auk Hrafnhildar Kjóll eftir Guðjón S. Tryggvason Thelma Björk Jónsdóttir, Guðjón S. Tryggvason, Hildur Yeoman og Áróra Eir Traustadóttir með aðstöðu í vinnustofunni. „Við erum öll útskrifuð úr Lista- háskólanum en erum að fást við ólíka hluti. Síðan ég útskrifaðist hef ég verið að vinna að minni eigin hönnun og ýmsum öðrum verkefnum og mun halda því áfram. Við störfum öll sem fatahönnuðir í lausamennsku og því fylgja að sjálfsögðu kostir og gallar. Kostirnir eru þeir að við getum valið verkefnin sjálf, hvort sem það er okkar eigin hönnun eða önnur sérverkefni okkur bjóðast. Auðvitað þarf mikill áhugi að vera fyrir hendi annars mundi þetta ekki ganga upp. Það má því segja að ástríða reki mann áfram.“ sem Blaðið/SteinarHugi Finnbogadóttur, sem er gestahönn- uður í vinnustofunni á föstudögum. menningu. I sumar er ég aðallega að vinna að töskulínu sem ég hef þróað úr fyrri fatalínu. Ég hef líka verið að vinna með marmeringu sem var hluti af útskriftarverkefninu mínu þar sem ég vinn munstur á efni. Það er frekar flókið ferli en mjög skemmtilegt. Marmering hefur að- allega verið notuð við bókband en er einnig hægt að nota á efni. Ferli marmeringarinnar er lífrænt og þar af leiðandi verður hver útkoma aldrei eins sem er það skemmtilega við hana.“ Kjóll eftir Hildi Yoeman Hrafnhildur Guðrúnardóttir hönnuður: „Vinnustofan er minn vinnustaður og það er frábært að hafa metnaðarfullt fólk í kringum sig sem tekur fag sitt alvarlega og veit út á hvað þetta gengur." Mikilvægt að fá annað sjónarmið Að sögn Hrafnhildar er nauðsynlegt að vera með vinnustofu til að vinna að hönnun sinni. „Það getur verið erfitt að vinna að hönnun sinni einn heima fyrir, nema að hafa aukarými undir hana. Vinnustofan er minn vinnustaður og það er frábært að hafa metnaðarfullt fólk í kringum sig sem tekur fag sitt alvarlega og veit út á hvað það gengur. Þannig myndast hvetjandi og skapandi andrúmsloft á vinnustofunni. Auk þess ráð- leggjum við hvort öðru og spyrjum ráða. Það er ótrúlega mikil- vægt að geta fengið annað sjónarmið.“ svanhvit@bladid.net höfum verið með þessa vinnustofu í tæpt ár. Upphaflega vorum við fjögur hér, svo urðu mannaskipti og í dag erum við fimm. Starf fatahönnuða býður upp á margar leiðir og eftir útskrift tekur það tíma að finna hvaða leið maður vill fara og átta sig á möguleikunum, Maður verður bara að prófa sig áfram, til dæmis stefni ég á að fara til Rússlands í haust í nám til að víkka sjóndeildarhringinn og fá innblástur úr rússneskri Útkoman margbreytileg Vinnustofan er lítil og sjarmerandi en hönn- uðirnir e r u sjaldan þar allir á sama tíma. , Þ r ö n g t mega sáttir sitja,“ segir H r a f n - hildur og hlær. „Við Gylltar og glæsi- legar í sumarsólinni Sólin hefur sem betur fer heiðrað landann með nærveru sinni undanfarna daga, þó vissulega mætti sjást meira af henni. Þegar sólin er hátt á lofti eiga konur það til að breyta förðun sinni og leita frekar út í létta og sumarlega förðun. Sumartískan í förðun er einmitt Iítt áberandi förðun en áberandi maskari. Sumarlína Marbert hentar fullkomlega fyrir þá förðun en hún samanstendur af gylltum lit sem er einkar fal- legur á sólbrúnu og fersku andliti. Hér má líta á brot úr sumarlínu Marbert. 1. Pearl Eyeshadow Fallegur púðuraugnskuggi sem dregur fram fallegan augnsvip. Augnskugginn er til í þremur litum: Gold Apricot 01 sem er litur fyrir alla, enda gefur gulláferðin fallegan sólartón. Sunny Pink 02 er gullsanseraður ljósbleikur litur sem hentar öllum sólgylltum konum vel. Bronze 03 er fallegur gullsanseraður bronslitur. 2. Shimmering Gel for Face & Décolleté Hlaupkenndur glitrandi farði fyrir andlit og bringu sem hressir aldeilis upp á útlitið. Farðann má nota einan og sér eða blanda saman við annan farða. 3. Creamy Gloss Glansandi og glæsilegt varagloss. Glossið er til í þremur litum, í sömu litanúmerum og augnskugg- arnir. Það er því tilvalið að nota gloss og augnskugga saman, en svo má líka nota það sitt í hvoru lagi og fá enn meiri tilbreytingu í sumarförðunina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.