blaðið - 04.07.2006, Síða 4

blaðið - 04.07.2006, Síða 4
4IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaöiö Harmurinn var mikill í kjöifar slyssins. Á fjórða tug fórust í lestarslysi á Spáni Óvíst hvort Færeyskir dagar verði haldnir að ári Undirbúningsnefnd hátíðarinnar var ekki ánægð með hátt hlutfall ung- linga á hátíðinni. Mikið var um drykkju og sóðaskap hátíðargesta. Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir létust og á þriðja tug slösuðust alvar- lega í lestarslysi í borginni Valencia á Spáni í gær. Tveir vagnar í neðan- jarðarlest ultu af lestarsporinu rétt áður en lestin kom að lestarstöð í borginni. Slysið átti sér stað á háann- artíma. Spænskir fjölmiðlar höfðu eftir embættismönnum að lestin hafi verið á of miklum hraða áður en að hún kom að lestarstöðinni og eitt Igærvarhleyptafstokkunumnýjum hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni, sem hlotið hefur nafnið iSEC. Hann er einkum ætlaður smáum og meðal- stórum fyrirtækjum, ekki síst fram- sæknum fyrirtækjum í vexti, sem til þessa hafa staðið frammi fyrir tak- mörkuðum kostum til skráningar á markað. Hampiðjan var fyrsta fyrir- tækið, sem skráð var á iSEC. ÞórðurFriðjónsson.forstjóriKaup- hallarinnar sagði við þetta tilefni: „Það er mjög ánægjulegt að opnað hafi verið fyrir viðskipti á iSEC og við bjóðum Hampiðjuna velkomna á hinn nýja markað. iSEC er ætlað að fjölga fjárfestingartækifærum á íslenska markaðnum og veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tæki- færi til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Með þessum markaði er boðin hlið- stæð þjónusta og í flestum nálægum kauphöllum. Við bindum miklar vonir við iSEC og væntum þess að Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 S'miSHSSM XSTRÖND www.simnet.is/strond ' nr. hjóla hennar hafi brotnað með fyrr- nefndum afleiðingum. Starfsmenn sjúkrahúsa í nágrenninu settu upp neyðarmóttöku í tjöldum við lestar- stöðina og boð voru látin út ganga um að þörf væri á blóðgjöfum. Talsmaður innanríkisráðuneytis Spánar sagði stuttu eftir slysið að úti- lokað væri að um hryðjuverk væri að ræða. Slysið er eitt mannskæðasta lestarslys í sögu Spánar. þessi markaður verði hagfelldur fyrir fyrirtæki og fjárfesta í framtíð- inni. “ iSEC sækir fyrirmynd sína til AIM markaðarins sem rekinn er af Kauphöllinni í Londo-n. Með opnun iSEC vill Kauphöllin skipa sér í flokk kauphalla, sem eru leið- andi í að auka möguleika smárra og meðalstórra félaga til vaxtar. iSEC er jafnframt liður í því að efla sam- keppnishæfni Kauphallarinnar á alþjóðavettvangi. Hampiðjan fluttist af Aðallista Kauphallarinnar á iSEC við opnun markaðarins í gær og varð þar með fýrst fyrirtækja til að skrá sig þar. Bandaríska líftæknifyrirtækið Cynt- ellect stefnir einnig á skráningu seinni hluta júlí ef fagfjárfestaútboð gengur í samræmi við áform. Auk þess hafa allmörg fyrirtæki sýnt markaðnum áhuga og væntir Kaup- höllin þess að hann verði vaxtafyr- irtækjum lyftistöng og fjárfestum uppspretta nýrra tækifæra. iSEC tilheyrir nýrri tegund hluta- bréfamarkaða, svokölluðum mark- aðstorgum fjármálagerninga (MTF). Lagaramminn er nokkuð rýmri en fyrir þá markaði sem fyrir eru og veitir nægt svigrúm til að gera skrán- ingu á markað raunhæfan kost fyrir smærri fyrirtæki og fyrirtæki þar sem eignarhald er enn tiltölulega þröngt. Mikilvægustu frávikin frá Aðallista Kauphallarinnar eru þau að ekki eru gerðar kröfur um stærð, dreifingu hlutafjár og lengd rekstrar- sögu og að ákvæði laga um yfirtöku- skyldu eiga ekki við. Reglur laga um innherjaviðskipti og markaðsmis- notkun gilda hins vegar að fullu. Eftir Atla Isleifsson Talið er að um 6.000 manns hafi lagt leið sína á Færeyska daga um helgina og þar af hafi milli 80-90% gesta verið unglingar. Lárus Einars- son, upplýsingafulltrúi Færeyskra daga, segist vera ánægður með hvernig til tókst. „Við hefðum viljað hafa hlutfallslega færri unglinga. Við auglýstum þetta sem fjölskyldu- skemmtun og reiknuðum með fleira fjölskyldufólki. Hátíðin fór vel fram aðfaranótt laugardagsins. Á laugar- dagskvöldinu var hins vegar mikið um drykkju og erill hjá lögreglu. “ Lögreglan stöðvaði bíla á Vega- mótum á föstudeginum, þar sem hún hellti niður áfengi og tók af ung- lingum. Að sögn lögreglunnar í Snæ- fellsbæ, fengu sumir unglingarnir veður af þessari aðgerð þegar þeir nálguðust Vegamót og báðu fólk í húsbílum til að ferja áfengi fram- hjá lögreglunni. Þá kvörtuðu sumir foreldrar yfir því að lögreglan hafi tekið áfengi af börnunum sínum. Bitinn í eyra Mikil ölvun var á hátíðarsvæðinu og eitthvað um pústra. Búið er að kæra eina líkamsárás til lögreglu og rán þar sem maður sló tvo drengi með tjaldsúlu og hirti af þeim farsíma. Þrettán voru teknir fyrir ölvuna- rakstur og fimm með fíkniefni. Eitt- hvað var um skemmdir á eignum, meðal annars hraðbanka. Þá var einn hátíðargestur bitinn í eyrað. Að sögn lögreglu dugðu fangageymslur engan veginn til þess að hýsa þá sem þurfti og var bílskúr notaður til að létta á álaginu. Lárus segir að lögreglan hafi staðið síg mjög vel á hátíðinni. „Lög- reglan á þakkir skildar, en löggæsla var mikið efld milli ára. Sem betur fer komu engin mjög alvarleg mál upp, þó að eitthvað hafi verið um fíkniefnamál og pústra. Við getum því ekki verið annað en sátt þó að við hefðum kosið að vera með fleira barnafólk. Þeir sem mættu týndust í fjöldanum.“ Taka ekki þátt að ári Þeir sem áttu sæti í undirbúnings- nefndinni í ár hafa ákveðið að taka ekki þátt i undirbúningi að ári og því er óvíst er hvort hátíðin verði haldin næsta sumar. „Nefndin var skipuð fimm mönnum sem sáu um nánast allt sem við kom hátíðinni. Þetta var mikil vinna og erfið. Við erum samt mjög ánægð með okkar starf, enda var ekkert alvarlegt sem fór úrskeiðis. Við höfum þó ákveðið að koma ekki að undirbúningi að ári. Unglingar voru vissulega velkomnir á hátíðina, en við vorum ekki ánægð með þetta mikla hlutfall þeirra. Dag- skrá okkar var alveg stíluð á fjöl- skyldufólk, nema ballið með hljóm- sveitinni í svörtum fötum sem trekkti greinilega að,“ segir Lárus. Um leið og hátíðinni lauk á sunnu- deginum var farið í að hreinsa bæ- inn. „Við fengum mikla aðstoð frá Snæfellsbæ, þegar kom að hreingern- ingu og öðru. Bærinn er orðinn jafn fallegur og hann var,“ segir Lárus. Fólki leið ekki vel Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar, segir að hátíðin hafi ekki farið eins og hann hafði von- ast til. „Færeyskir dagar hafa verið haldnir á Ólafsvík í niu ár. Hópur manna hefur staðið fyrir hátíðinni sem á hrós skilið fyrir að standa að skipulagningu hennar. Hingað hefur komið mikið af fjölskyidu- fólki og haldin góð veisla. Allir hafa skemmt sér saman og verið i góðum gír. I þetta skiptið lentum við hins vegar í þvi að fá hóp fólks sem var að hugsa um eitthvað allt annað en að skemmta sér. Mikið var um sóða- skap, drykkju og fólki leið ekki vel. Hópurinn sem stendur fyrir þessa hátíð vill hafa þetta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.“ atlii@bladid.net Kauphöllin opnar hjáleiguna iSEC

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.