blaðið - 04.07.2006, Page 16
16 I NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MaAÍÖ
Að hefja sig til flugs
Það getur verið frábært upplifun
að ferðast en það er ýmislegt
sem getur komið uppá á ferða-
Iögum. Farangur getur týnst og
flugi getur seinkað eða verið
aflýst. Margir kannast við hversu
pirrandi það getur verið að lenda
í slíkum aðstæðum en réttur
neytenda er margvíslegur í þessu
sambandi.
Á heimasíðu Flugmálastjórnar
íslands er að finna margvíslegar
upplýsingar sem lúta að réttindum
farþega. Þar kemur meðal annars
fram að ef flugi seinkar um tvær
klukkustundir eða lengur, fyrir flug
sem er 1.500 kílómetrar eða styttra,
þá er flugrekandi skyldugur til þess
að bjóða farþegum máltíðir og hress-
ingu og hótelgistingu ef þörf er á.
Þá er flugrekandi einnig skyldugur
til þess bjóða upp á flutning á milli
flugvalla og samskiptaðstöðu.
Ef töfin er 5 klukkustundir eða
meira verður flugrekandinn að bjóð-
ast til að endurgreiða farmiða en
fljúga honum engu að síður ókeypis
til síns heima.
Ábyrð flugrekanda getur engu
að síður fallið niður að hluta eða
öllu leyti skapist óviðráðanlegar
aðstæður sem ekki er mögulegt
að afstýra, jafnvel þótt gerðar hafi
verið allar nauðsynlegar ráðstaf-
anir. Slíkar aðstæður geta meðal
annars skapast af völdum ótryggs
stjórnmálasambands, veðurskil-
yrða, öryggisáhættu, verkfalla eða
ákvarðana sem teknar eru af flug-
umferðarstjórn sem verða til þess að
flugi er aflýst.
Mynd/limSmart
Mynd/ÁmiTorfason
Á heimasíðu Flugmálastjórnar fslands er að finna margvíslegar upplýsingar sem lúta að réttindum farþega.
eru ódýrastir?
Samanburður á verði 95 oktana bensíns
AO Sprengisandur 127,9 kr. Kópavogsbraut 127,9 kr.. Óseyrarbraut 127,9 kr..
< eGO Vatnagarðar 127,9 kr.. Fellsmúli 127,9 kr. Salavegur 127,9 kr..
O Borgartún 129,4 kr. Stóragerði 129,4 kr.
ojís Affirr Ánanaust 129,4 kr. Gullinbrú 128,4 kr.
Eiðistorg 127,8 kr. Klettagörðum 127,8 kr. Skemmuvegur 127,8 kr.
ORKANj
03 ádýrttaMta Arnarsmári 127,9 kr. Starengi 127,9 kr. Snorrabraut 127,9 kr.
Gylfaflöt 128,9 kr. Bæjarbraut 129,4 kr. Bústaðarvegur 128,9 kr.
SERBLAÐ
VIHNUVÉLAR
Föstudaginn 7. júlí
Auglýsendur, upplýsingar veita
Sveiflur á fast-
eignamarkaði
Nú fyrir skemmstu lækkaði f búða-
lánasjóður lánshlutfall sitt úr
90% niður í 80%. Þá var heildar-
lánsupphæðin einnig lækkuð úr
18 milljónum niður í 17 milljónir.
Ekki eru nema nokkur ár síðan
íbúðalánakerfið var opnað fyrir
viðskiptabönkunum. Vextir lækk-
uðu mikið og margir mátu það
sem svo að það væri hagstæðara
að endurfjármagna eldri húsnæð-
islán í stað þess að halda áfram
að borga þau upp. Lánshlutfallið
var hækkað á sínum tíma og það
fjármagn sem fólk gat fengið að
láni stóraukið.
Þetta hafði í för með sér spreng-
ingu á fasteignamarkaðnum og und-
anfarin tvö ár hafa verðhugmyndir
litið dagsins ljós sem áður voru
óþekktar á íslenskum fasteigna-
markaði. Ibúðalánasjóður tók þátt í
þessu kapphlaupi bankanna en það
var gagnrýnt á sínum tíma og þótti
vafasamt á þenslutímum.
Aftur til fortíðar með lánin
Jón Þór Sturluson hagfræðingur
telur að þessi breyting muni koma
misjafnlega niður á fólki. „Fyrir
þann hóp sem vantar töluvert upp á
fjármögnun þýðir þetta að fjármögn-
unin verður dýrari. Menn fara þá
væntanlega þær leiðir sem fólk fór
áður, leita inn í líffeyrissjóðina og
inn í annarskonar lán með viðbót-
arábyrgðum og að sjálfsögðu með
hærri vöxtum. Þetta mun þá óhjá-
kvæmilega hafa áhrif á eftirspurn
eftir húsnæði til skamms tíma litið,“
segir Jón Þór.
Að sögn Jóns Þórs var ákvörðun
íbúðalánasjóðs að hafa forystu um
að hækka lánshlutfallið í 90% afar
umdeild á sínum tíma. „Það voru
þannig margir sem töldu það að
taka þetta skref á miðju þenslutíma-
bili vera ein stærstu mistökin í hag-
stjórnuninni. Ef aftur á móti á að
draga úr þenslu þá er rétt að lækka
lánshlutfallið, sérstaklega á fast-
eignamarkaðnum sem hefur verið
yfirspenntur,“ segir Jón Þór.
Leiðrétting á mistökum
Það má kannski með ákveðnum fyr-
irvara segja að þessi aðgerð Ibúða-
Jón Þór Sturluson hag-
fræðingur
lánasjóðs sé
ekki skref
fram á við
heldur frekar
leiðrétting á
mistökum.
Það verður
þó að hafa
í huga að ef
fasteignaverð
fer lækkandi þá
þarf minna stofnfé og það dregur úr
vægi breytingarinnar. Þó virðist að
fyrir þá neytendur sem eru að kaupa
sína fyrstu fasteign eða þá sem eru
að minnka við sig sé þetta bjarnar-
greiði. „Þessi breyting þarf ekki að
hafa afgerandi slæm áhrif að með-
altali á húseigendur en hefur slæm
áhrif á þá sem eru að minnka við sig
og þá sem hafa lítið stofnfé á milli
handanna,“ segir Jón Þór.
BlaimUi
Lækkun iánahlutfalls og heildarláns mun væntanlega hafa þau áhrif að lækka fasteigna-
verð til skamms tíma litið