blaðið - 04.07.2006, Qupperneq 25
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006
VÍSINDI I 25
Örbylgjuhitaður matur hefur veru-
lega skaðleg áhrif á heilsufar
Áhöld hafa verið um heilsusemi
matar sem hitaður hefur verið í
örbylgjuofnum, allt frá því að ör-
bylgjuofnar urðu nægilega ódýrir
í framleiðslu til að hinn almenni
borgari hefði ráð á að kaupa slíkt
tæki. Frá upphafi hafa framleið-
endur haldið því fram að örbylgju-
hitaður matur sé alls hættulaus
heilsu manna en efasemdarmenn
hafa haldið hinu gagnstæða fram.
Á síðustu árum hafa verið gerðar
rannsóknir sem gefa til kynna að
efasemdarmennirnir hafi haft
rétt fyrir sér og örbylgjuhitaður
matur hafi verulega heilsuskaðleg
áhrif. í dag eru örbylgjuofnar á
flestum heimilum og fjölmörgum
veitingahúsum.
„Þegar örbylgjur fara gegnum efni
eins og matvæli verka vatnssameind-
irnar í matvælunum eins og örsmáir
seglar og reyna að raða sér upp eftir
rafsviðinu. Við það fara sameind-
irnar sjálfar að sveiflast og núast við
aðrar þannig að hiti myndast." Þetta
er útlisting Bryndísar Evu Birgis-
dóttur, doktors í næringafræði, og
Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur, meist-
araprófsnema í næringarfræði við Hí,
á því hvað gerist við örbylgjuhitun
sem finna má á vísindavefnum. I
reynd kemur fram í svörum þeirra
við spurningum um áhættuna við ör-
bylgjuhitun matar að ekki hafi tekist
að sýna fram á að hún reynist heilsu
fólks skaðleg. Tekið er fram að þess
sé vandlega gætt að örbylgjugeislun
leki ekki út úr örbylgjuofnum, þeir
séu hannaðir með þeim hætti, og að
flestir séu sammála um að næring-
argildi matarins breytist ekki við
örbylgjuhitun. Þessir fáu sem ekki
tilheyra flestum hafa þó verulega
sannfærandi gagnasafn rannsókn-
arniðustaðna málflutningi sínum
til stuðnings.
Örbylgjuhitað blóð drepur sjúkling
Helsta ástæðan fyrir því að þess er
svo vandlega gætt að örbylgjugeislun
leki ekki úr ofnunum við notkun
er sú að það myndi reynast heilsu
okkar gríðarlega hættulegt. Ör-
bylgjur virka fyrst og fremst á vatn,
sykur og fitu og mannslíkaminn er
að mestu gerður úr vatni. Heilinn
er um 90% vatn og í heild er vatns-
Örbylgjuofnar eru nánast fastur eldhúsútbúnaður I dag og vísitölufjölskyldan neytir reglulega örbylgjuhitaðs matar.
Margvíslegur matur ætlaður sérstaklega
til hitunar í örbylgjuofnum nýtur vaxandi
vinsælda.
kynna að breytingar verða á blóðinu
við örbylgjuhitunina. Þetta tilvik
í Ohio varð til þess að sístækkandi
hópur fór að efast mjög um hættu-
leysi örbylgjuofna.
Svissneski næringarfræðingurinn
Hans Hertle ákvað í byrjun tíunda
áratugarins að efna til rannsóknar
á áhrifum örbylgjuhitaðs mats í
samvinnu við Bernhard H. Blanc,
vísindamann frá Svissnesku tækni-
99......................................
Sovétmenn komust að þvíað hvers kyns matvæli
sem höfðu verið hituð í örbylgjuofnum mynduðu
krabbameinsvaldandi efni. Einnig voru skráðar
truflanirí meltingafærum, sogæðakerfinu
og aukning krabbameinsfrumna í blóði.
magn líkamans tæp 80%. Það þýðir
að örbylgjuáhrif á mannslíkamann
yrðu svipuð og fram kemur hér í
tilvitnunni að ofan, vatnssameind-
irnar í líkamanum færu að sveiflast
og núast við aðrar og mynduðu hita.
Áhrif þessa á blóðið í mannslíkam-
anum eru augljóslega hættuleg enda
leiddi blóðgjöf á sjúkrahúsi í Ohio í
Bandarikjunum til málaferla gegn
sjúkrahúsinu þar sem sjúklingur
lést eftir einfalda mjaðmaaðgerð.
Sjúklingurinn lést ekki vegna mis-
taka í aðgerðinni sjálfri heldur eftir
að hjúkrunarkona notaði örbylgju-
ofn til að hita blóð sem sjúklingnum
var gefið eftir aðgerðina.
Hrikalegar niðurstöður
I ljósi þess að blóð er að venju hitað
við blóðgjöf, þó ekki í örbylgju-
ofnum, án nokkurra eftirkasta, og
að örbylgjuhitað blóð leiddi sjúkling
ti dauða, virðist það klárlega gefa til
stofnunni og lífefnafræðistofnun.
Niðurstöður þeirra sýndu svo ekki
var um villast að áhrif örbylgjuhit-
aðs matar á blóðið í neytandanum
eru hrikaleg. Hið mikla orkumagn
sem losnar úr læðingi við örbylgju-
hitun nægir til þess að kljúfa prótín-
sameindir og fá þær til að hegða sér
ólíkt því sem þær annars gera. Sam-
eindabygging matarins breytist og
sameindir myndast sem líkaminn
þekkir ekki.
Blóðsýni fyrir og eftir
Átta einstaklingar tóku þátt í rann-
sókninni og dvöldust þeir við sömu
ytri skilyrði í átta vikur. Þeir höfðu
allir verið áður á macrobiotí sku mat-
arræði um langt skeið. Enginn þátt-
akenda fékk að reykja, drekka áfengi
eða stunda kynlíf þessar vikur. Allur
maturinn sem þátttakendur neyttu
kom frá sömu framleiðendum en
þeim var skipt í þrjá hópa, einn fékk
Fjölmargir veitingastaðir nota örbylgjuofna til að hita matinn.
hráfæði, annar fékk hefðbundið
eldaðan mat og sá þriðji örbylgjuhit-
aðan mat. Blóðsýni voru teknar fyrir
og eftir matmálstíma.
Mikil breyting á blóðinu
Mikill munur reyndist á áhrifum
matarins á þátttakendur og sýndi
sig blóðskortur hjá þeim sem neyttu
örbylgjuhitaðs mats til lengri tíma.
Fækkun rauðu blóðkornanna var
greinileg sem og skammtímaáhrif
á fjölda hvítra blóðkorna en þeim
fjöígaði mjög hjá þeim sem neyttu
örbylgjuhitaða matarins. Þá minnk-
aði einnig hlutfall ákveðinnar
gerðar hvítra blóðkorna 1 blóðinu,
sem skipta höfuðmáli fyrir mótefna-
framleiðslu líkamans, sem lamaði
ónæmiskerfið og hindraði upptöku
súrefnis í vefjum.
Áhrifin á hlutfall kólesteróls í
blóði voru einnig greinileg, kóleste-
rólmagnið hækkaði og hlutfall góðs
kólestróls og hins slæma kólest-
róls versnaði mjög, en kólesteról
er fitukennt alkóhól í frumum og
líkamsvökvum.
Niðurstöður rannsóknarinnar
styrktust ennfremur eftir annan
mánuð tilraunarinnar en þá var
henni hætt.
Hótað með fangelsisdómi
Blanc og Hertle komust að þeirri nið-
urstöðu að hin mikla breyting sem
verður á sameindum í örbylgjuhit-
uðum mat sundrar í raun efnasam-
böndum með geislun og myndar
nýjar efnasameindir sem ekki er að
finna neins staðar í náttúrunni. Nið-
urstöður þeirra félaga voru birtar í Se-
arch for Health vorið 1992 en Samtök
svissneskra raftækjasala fengu dóm-
ara til að gefa út bann á þá félaga að
birta niðurstöður rannsóknarinnar.
Þeim félögum var hótað með háum
fjársektum og allt að árs fangelsi ef
þeir hlýttu ekki úrskurðinum. Blanc
dró því niðurstöður sinar til baka en
Hertel hélt í fyrirlestraferð og heimt-
aði að fá að flytja mál sitt fyrir kvið-
dómi. Það tók Hertel sex ár að fá birt-
ingarbanninu aflétt. Hann þurfti
að leita á náðir Mannréttindadóm-
stóls Evrópu, sem úrskurðaði gegn
svissneska ríkinu og dæmdi það til
greiðslu skaðabóta sem numu þá um
tæpum fjórum milljónum króna.
99..........................
Samtök svissneskra
raftækjasala fengu dóm-
ara til að gefa út bann
á þá félaga að birta
niðurstöður rannsóknar-
innar. Þeim félögum var
hótað með háum fjár-
sektum og allt að árs
fangelsi efþeir hlýttu
ekki úrskurðinum.
Örbylgjuofnar bannaðir
í Sovétríkjunum
Margvíslegar rannsóknir á áhrifum
örbylguhitaðs mats á heilsu manna
voru framkvæmdar við Geislatækn-
instofnunina í Minsk í Sovétríkj-
unum á fimmta og sjötta áratugnum
og urðu niðurstöður þeirra til þess
að Sovétríkin bönnuðu innflutning
og notkun örbylgjuofna árið 1976.
Sovétmenn létu ekki þar við sitja
heldur gáfu út alþjóðlega viðvörun
um umhverfisáhrif og lífeðlisfræði-
leg áhrif sem örbylgjuofnar og
önnur örbylgjutæki gætu haft. Ein-
hverjar niðurstöður þessara rann-
sókna voru birtar í bandarískum
tímaritum og voru þær allar á sömu
lund og niðurstöður svissnesku vís-
indamannanna en víðtækari. Sovét-
menn komust að því að hvers kyns
matvæli sem hefðu verið hituð í
örbylgjuofnum mynduðu krabba-
meinsvaldandi efni. Einnig voru
skráðar truflanir í meltingafærum,
sogæðakerfinu og aukning krabba-
meinsfrumna í blóði. Þá reyndust
marktækt fleiri þjást af magakrabba-
meini sem neyttu örbylgjuhitaðs
matar.
Sovésku vísindamennirnir fundu
einnig minnkað næringargildi í ör-
bylgjuhitaða matnum. Þeir mældu
rýrnun næringarefna á milli 60 og
90% og tóku þau til nýtanleika stein-
efna, B-, C- og E-vítamína. Jafnvel
næringargildi prótína minnkaði við
örbylgjuhitun. Þá tóku þeir einnig
eftir hormónabreytingum, sérstak-
lega í framleiðslu og jafnvægi kven-
og karlhormóna, og jafnvel skaða á
heilafrumum.
ernak@bladid.net