blaðið - 04.07.2006, Síða 28
28 I DAGSKRÁ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaöiö
Hættu að hugsa og reyndu að upplifa hlutina. Ekki
eyða peningunum þinum í vitleysu. Þú þarft ekki
að borga 200 krónur fyrir kaffibolla, hann kostar
ekki svona mikið - kaffið bragðast eins hvort sem
það kostar 50 eða 200 krónur.
Naut
(20. apríl-20. maQ
Pað að klára verkefnin getur oft verið erfiðara en
að byrja á þeim. Þú þarft samt að Ijúka því sem þú
ert byrjuð/byrjaöur á því annars hefurðu litið gagn
afhlutunum.
©Tvíburar
(21. mal-21. júní)
Það að þú getir hugsað um sjálfa(n) þig getur kom-
ið sér vel þegar þér líður illa. Dekraðu við sjálfa(n)
þig og njóttu þess að vera vel til hafður/höfð því þá
mun sjálfstraust þitt aukast.
©Krabbi
(22. júnf-22. júli)
Ný ævintýri, sem vinur þinn lendir I, hvetja þig til
þess að sigla á vit þinna eigin ævintýra. Mundu að
þú stjórnar þínu iifi og það er enginn annar sem
geturstjórnaðþví.
®Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
Hættu með þessa fullkomnunaráráttu. Það er ekki
neitt í heiminum sem er fullkomið og þú verður að
sætta þig við það. Hins vegar getur þú verið mjög
vandvirk(ur) og gert þitt besta.
«!} Meyja
jP (23. ágúst-22. september)
Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Þú þarft ekkert
að vera með of mikið vesen og læti út af hlutum
sem þú sjálf(ur) getur stjórnað. Einbeittu þér að
einhverju einu og Ijúktu við það.
Vog
(23. september-23. október)
Það gerist ekki allt um leið og þú vilt það. Við það
verður þú að sætta þig en þú getur hinsvegar reynt
að hafa áhrif á það sem að þér snýr. Einlæg afsökun
er mjög mikilsverð.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Notaðu hluta dagsins i að skipuleggja framtíðina
og hugleiða hvernig þú getur varið henni. Ekki láta
alla aðra hafa áhrif á framtíðarplön þin, hugsaðu
þauútfráþér.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Þú hefur ekki mikia orku I dag en það er allt I lagi.
Það kemur dagur eftir þennan dag og þá geturðu
gert meira og framkvæmt það sem þú ætlaðir að
gera i dag.
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
Nýtt verkefni sem þér er treyst fyrir gefur þér aukna
trú á eigin krafti og mætti. Þú getur miklu meira en
þú heldur - þú þarft bara að átta þig á því.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Það er búið að vera mikiðað gera hjá þér að undan-
förnu og þú hefur varla ráðið við það alll Þú þarft
hins vegar ekki að afsaka þig því það hefur verið
mikið álag á þér.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Ný áskorun og ferskir vindar munu feykja þér I
gegnum daginn. Láttu sem ekkert sé og leyfðu
vindunum að blása þér þangað sem þig langar
aðfara.
HARMLEIKUR
Fjölmiðlar
Kolbrún Bergþórsdóttir
Auðvitað er líf mitt í rúst. Ég sé
ekki fram á veginn. Ég hugsa stöð-
ugt: „Hvað á ég að gera?“ Ég á engin
svör og sé enga leið og ekkert ljós.
Það hvarflaði aldrei að mér að það
yrði svona erfitt að sjá á eftir Bras-
ilíumönnum úr HM. Ég reyni að
finna huggun í þeirri staðreynd að
ég á ekki ein um sárt að binda. Öll
brasilíska þjóðin er í sárum og hið
sama má vitaskuld segja um ensku
þjóðina, þá hollensku, tékknesku og
öll hin löndin sem misstu lið sín úr
keppni. Mér líður bara ekkert betur
að vita af því!
Ég spyr mig margsinnis: „Hvern-
ig gat þetta gerst?“ Allir vita að bras-
ilíska liðið var það besta í keppninni.
Brasilísku leikmennirnir virtust
reyndar líta á það sem svo augljósa
staðreynd að þeir héldu að það væri
nóg fyrir þá að mæta á völlinn. Auð-
vitað gengur þetta ekki þannig fyrir
sig, hvorki á leikvellinum né í lífinu
sjálfu. Ég mæti í vinnu á hverjum
degi en ef ég nenni ekki að einbeita
mér þá verður mér ekkert úr verki.
Brasilíska liðið hefði mátt muna að
þegar á leikvöllinn er komið þá verð-
ur einhver vinna að eiga sér stað
og það þarf að vera hugsun í henni.
Það er ekki nóg að vita að maður er
bestur, það verður að sýna það.
Nú veit ég hvernig er að tapa
kosningum. Það er alveg skelfileg
tilfinning og maður gengur í gegn-
um mikið sorgarferli. Nú höfum við
Brasilíumenn fjögur ár til stefnu
og þá mætum við galvösk til leiks
á HM og hirðum titilinn. Þá hefur
okkur verið skilað því sem okkur
bar með réttu.
kolbrun@bladid.net
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
0 SJÓNVARPIÐ
15.55 Fótboltakvöld
16.10 Kóngur um stund (4:12)
16.40 Útog suður
17.05 Leiðarljós (Guiding Light)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Fræknir ferðalangar (43:52) (The Wild Thornberries II)
18.25 Andlit jarðar (6:6)
18.30 Gló Magnaða (58:65) (Kim Possible)
19.00 Fréttir, (þróttir og veður
19.35 Kastljós
19.55 Mæðgurnar (17:22) (Gilmore Girls)
20.40 Taka tvö (7:10)
21.30 Metanveröld (Metaanimaailma)
22.00 Tíufréttir
22.25 Lögregluforinginn (5:6) (The Commanderll)
23.1S Dýrahringurinn (10:10) (Zodia- que)
00.05 Kastljós
00.25 Dagskrárlok
■ SIRKUSTV
18.30 Fréttir NFS
19.00 fsland í dag
19.30 Twins (5:18) (e)
20.00 Friends (9:17) (The One With The
Birth Mother)
20.30 Sushi TV (4:10) Sushi TV er spreng-
hlægilegur þáttur þar sem Japanir
taka upp á alls kyns vitleysu. Allt
það fyndnasta og furðulegasta sem
þú finnur frá japönsku sjónvarpi er í
þessum þáttum.
21.00 Bernie Mac (13:22) (It's Mac-Adem-
ic) Þriðja þáttaröðin um grínistann
Bernie Mac og fjölskylduhagi hans.
Bernie tekur að sér þrjú börn og á
ekki auðvelt með að aðlagast breytt-
um aðstæðum.
21.30 Supernatural (21:22) (Salvation)
STÖÐ2
06.58 ísland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 (fínuformi 2005
09.35 Martha (Bill Hemmer)
10.20 My Sweet Fat Valentina (Valent- ína)
11.10 Sisters (2:7) (Systurnar)
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours
12.50 (fínuformi 2005
13.05 Home Improvement (2:25)
13.30 Supernanny (11:11)
14.15 Numbers (5:13) (Tölur)
15.00 Amazing Race (7:15) (Kapphlaup- iðmikla)
1555 Shin Chan
16.20 Nornafélagið
16.40 HeMan
17.OO The Bold And The Beautiful
17.22 Neighbours
17.47 Simpsons (9:21)
18.12 [þróttafréttir
18.30 Fréttir, íþróttir og veður
19.00 fsland í dag
19.40 Svínasúpan (e)
20.10 Amazing Race (14:14)
20.55 Earthsea (The Legend of Earth (1:2)
22.20 Prison Break (22:22) (Bak við lás ogslá)
23.10 TwentyFour (22:24) (24)
23.55 Bones (10:22) (Bein)
00.40 Liberty Stands Still
02.15 The Kid Stays in the Picture (Bíó- strákurinn)
03.50 Amazing Race (14:14) (Kapphlaupið mikla)
04.35 Prison Break (22:22) (Bak við lás og slá)
05.20 Fréttirog fsland ídag
06.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TÍVÍ
® SKJÁR EINN
07.00 6 til sjö (e)
08.00 Dr.Phil(e)
08.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
16.10 The O.C. (e) Ekki er allt sem sýnist hjá flotta fólkinu í sólinni Kaliforn- íu. Astir, svik og prettir eru nánast daglegt brauð og fullir vasar af seðl- um eru ekki endilega ávísun á ham- ingju.
17.05 Dr. Phil
18.00 6 til sjö (e)
19.00 Beverly Hills 90210
19.45 Melrose Place
20.30 Whose Wedding is it anyways? Ný raunveruleikasería þar sem fylgst er með fólkinu sem undirbýr brúðkaup ríka og fræga fólksins
21.30 Brúðkaupsþátturinn Já
22.30 Close to Home - lokaþáttur
23.20 Jay Leno
00.05 C.S.I. (e)
00.50 Beverly Hills 90210 (e)
01.35 Melrose Place (e)
02.20 Óstöðvandi tónlist
^^SÝN
18.00 [þróttaspjallið
18.12 Sportið
18.30 HMstúdíó
18.50 HM 2006 Bein útsending frá leik Italíu og Þýskalands í undanúrslit- um HM. Sigurliðið leikur til úrslita en tapliðið leikur um bronsverðlaun.
21.00 4 4 2 HM uppgjör dagsins í umsjá
Þorsteins J. og Heimis Karlssonar.
Þeim til halds og trausts eru íþrótta-
fréttamenn Sýnar og fleiri sérfræð-
ingar. Fjallað er um nánast allt milli
himins og jarðar sem tengist keppn-
inni og knattspyrnulistinni.
22.00 HM 2006
Upptaka frá leik Ítalíu og Þýskalands
á HM í Þýskalandi.
!V/ NFS
07.00 ísland í bítið
09.00 Fréttavaktin
11.40 Brotúrdagskrá
12.00 Hádegisfréttir
13.00 Sportið
14.00 Fréttavaktin
17.00 Sfréttir
18.00 (þróttirog veður
18.30 Kvöldfréttir
19.00 fsland í dag
19.40 Hrafnaþing
20.20 Brotúrfréttavakt
20.30 Örlagadagurinn (4:10) („Uppgötv- aðidraumalandið")
21.00 Fréttir
21.10 48 Hours
22.00 Fréttir
22.30 Hrafnaþing
23.10 Kvöldfréttir
00.10 Fréttavaktin
03.10 Fréttavaktin
06.10 Hrafnaþing
W4E3Í stöð 2 ■ b,ó
06.00 Being Julia (Hin eina sanna Júlía)
08.00 Scooby Doo 2: Monsters Unleas- hed (Scooby Doo 2: Ófreskjan)
10.00 Two Family House (Fjölskylduhús- ið)
12.00 Clint Eastwood: Lff ogferill (Clint Eastwood: Gut Instinct)
14.00 Scooby Doo 2: Monsters Unleas- hed (Scooby Doo 2: Ófreskjan)
16.00 Two Family House
18.00 Clint Eastwood: Líf og ferill
20.00 Being Julia (Hin eina sanna Júlía)
22.00 Rulesof Attraction (Leikreglurást- arinnar)
00.00 Elsker dig for evigt (Ást að eilífu)
02.00 The Believer (Innri svik)
04.OO RulesOf Attraction
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9
Hill er fallegust
Faith Hill hefur verið krýnd
fallegasta kona heims af blað-
inu Country Weekly. Þykir
hún fegurri en til að mynda
Shania Twain, Sara Evans
ogfleiri. Aðdáendurstjörn-
unnar vilja meina að hún
sé gædd öllum þeim kost-
um sem glæsileg kona
þarf að vera. Hún hafi
mikinn kynþokka, njóti vel-
gengni í starfi og lifi hamingju-
sömu lífi með Tim McGraw
og dætrum þeirra. Á eftir Hill
röðuðu lesendur Country We-
ekly Söru Evans í annað sætið
og Carrie Underwood fékk
bronsið. Þar fyrir aftan röðuð-
ust Martina Mcbride, Shania
Twain, Jennifer Nettles, Terri
Clark, Miranda Lambert,
Trisha Yearwood, Gretchen
Wilson og Reba McEntire.
Simpson og Lachey
endanlega skilin
Nick Lachey og Jessica Simpson eru endanlega skilin. Sam-
kvæmt skjölum frá skilnaðardómstóli
stjörnuparið fyrrverandi þann 30.
júní síðastliðinn. Við þetta var
nafni söngkonuna aftur breytt
í Jessica Simpson en hún tók
eftirnafn fyrrverandi mannsins
síns þegar þau giftust og hét
Jessica Simpson Lachey.
Skilnaðurinn var gerður
opinber án þess að farið
væri ofan í saumana á
fjármálum þeirra. Það
virðist því sem þau
ætli ræða fjármálin sín
á milli og útkljá sjálf.
Simpson sótti um skilnað
í desember í fyrra og kom
það eins og þruma úr heið-
skíru lofti, því fáa grunaði að
skilnaður væri yfirvofandi.
í Los Angeles skildi
Bloom hrœddur við Depp
Hinn ungi og efnilegi Or-
lando Bloom, sem leikur
eitt af aðalhlutverkun-
um í nýju Pirates of the
Caribbean-myndinni
með Johnny Depp, viður-
kennir að hann sé hrædd-
ur við stjörnuleikarann.
„Það að leika með Johnny
Depp tekur á. Það getur
meira að segja verið
mjög ógnandi," seg-
ir Bloom. Hinn 22
ára gamli leikari,
sem sló í gegn í The
Lord of the Rings,
leikur hetjuna
Will Turner í nýju
sjóræningjamynd-
inni sem hefur feng-
ið prýðisgóða dóma
vestanhafs.