blaðið - 26.07.2006, Side 6
6 I FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 biaðið
^^Halldór
Baldursson
Blaðið:
Halldór áfram
Hægt á framkvæmd Ráðstefnu- og tónlistarhúss:
Lélegt skemmtiatriði á
árshátíð hagfræðinema
■ Gamaldags smáskammtalækningar ■ Ætti fremur að hraða framkvæmdinni
Tónlistar- og ráðstefnuhús
Tónlistaráhugamenn verða að biða
aðeins iengur eftir tónlistarhúsi
hagsstjórninni. Það sýnir hve langt
menn eru komnir út af kortinu í
sambandi við nútíma hagstjórn
ef að þeir fara að æsa sig upp í að
breyttur hraði á þessum fram-
kvæmdum skipti einhverju máli.“
Dagur segir að fyrst og fremst sé
ákvörðunin táknræn í sínum huga.
„Það á allt að víkja fyrir stóriðjunni,
hagsmunir ferðaþjónustu, menn-
ingar og framtíðaratvinnulífs, og
táknið verður þessi risastóra hola,
þetta sár á hjarta miðborgarinnar
sem að við þurfum að lifa með að-
eins lengur."
Dagur segir, að ef ríkið og Reykja-
víkurborg séu í einhverjum alvöru
viðræðum um aðgerðir sem dregið
gætu úr þenslunni „þá hljóta þeir að
líta til áforma um að hraða uppbygg-
ingu í Úlfarsárdal og skella upp tíu
þúsund manna hverfi á Geldinga-
nesi. Þær framkvæmdir gætu valdið
harðri lendingu á fasteignamarkaði
og haft miklu meiri áhrif á þróun
efnahagsmála heldur en frestun um
nokkra mánuði á opnun tónlistar-
hússins,“ segir Dagur B. Eggertsson,
borgarfulltrúi.
Hreinn dónaskapur
Stefán Jón Hafstein, flokksbróðir
Dags, tekur í svipaðan streng.
Hann segir að ákvörðunin um að
hægja á framkvæmdinni sé röng
og að hagsmunir borgarinnar séu
að framkvæmdunum verði frekar
hraðað sem mest má. Stefán gagn-
rýnir einnig að ákvörðunin hafi
verið kynnt í ríkisstjórninni þar
sem borgin taki fullan þátt í fram-
kvæmdinni. „Það er í raun hreinn
dónaskapur að koma svona fram og
tilkynnaætlun ríkisvaldsins ánþess
að málið hafi verið tekið upp með
formlegum hætti í borgarkerfinu.
Ég vænti þess sem borgarfulltrúi
að Reykjavíkurborg fari yfir sam-
skiptareglur við ríkisstjórnina um
þetta mikilvæga og stóra samvinnu-
verkefni,“ segir í yfirlýsingu frá Stef-
áni Jóni.
gunnar@bladid.net
Blaðið endurnýjaði í gær samning
sinn við Halldór Baldursson, teikn-
ara. Myndir Halldórs hafa birst á
leiðarasíðu Blaðsins í tæpt ár en á
þeim tíma hefur hann náð að festa
sig í sessi sem einn snjallasti og vin-
sælasti skopteiknari landsins.
Lesendur Blaðsins geta því haldið
áfram að njóta teikninga Halldórs og
samfélagsrýni á næstu misserum.
Umferðabrot:
Ölvaður á
bifhjóli
Sjö ökumenn voru kærðir fyrir
ölvunarakstur aðfaranótt mánu-
dags. Þar af var einn tekinn á bif-
hjóli. Einnig voru níu ökumenn sekt-
aðir fyrir að vera ekki með bílbeltin
og níu manns voru sektaðir fyrir
að vera með útrunnin ökuskírteini.
Einnig voru tveir teknir fyrir að
aka og t
símann.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
Ríkisstjórnin samþykkti á ríkis-
stjórnarfundi í gær að hægja á fram-
kvæmdum tónlistar- og ráðstefnu-
hússins við Reykjavíkurhöfn til
þess að slá á þensluna í efnahagslíf-
inu. Gert er ráð fyrir að húsið verði
tilbúið vorið 2010 en fyrstu áætlanir
gerðu ráð fyrir að húsið yrði tilbúið
haustið 2009. Borgarfulltrúar Sam-
fylkingarinnar segja að frestunin
hafi lítið að segja þegar á heildina
sé litið og harma ákvörðunina.
Ekki í takt við nútíma hagstjórn
„Mér brá nú þegar ég heyrði þetta
fyrst, en síðan þegar ég heyrði að
aðeins stæði til að fresta opnun
hússins um nokkra mánuði, þá
veit maður eiginlega ekki hvað
skal segja,“ segir Dagur B. Eggerts-
son, borgarfulltrúi Samfylking-
arinnar. „Sem efnahagsaðgerð er
þetta eins og lélegt skemmtiatriði
á árshátíð hagfræðinema," segir
hann og líkir aðgerðinni við gamal-
dags smáskammtalækningar sem
hafi ekkert að segja. „Þenslan og
verðbólgan í landinu verður ekki
rakin til þessarar byggingar en ég
skil vel að framkvæmdaaðilarnir
vilji ekki að spjótin beinist að þessu
húsi á meðan ríkisstjórnin heldur
áfram að hafa þessi lausatök á efna-
Hágæða Italskur sængurfatnaður
og rúmteppí frá Bassetti.
med renmlás
DUXIANA*
ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPINC,
Ármúla 10 • Sími: 5689950
íslenskir neytendur:
Svartsýnni en áður
Enn minnkar bjartsýni íslenskra
neytenda samkvæmt niðurstöðum
nýrrar mælingar á væntingavísi-
tölu Gallups. Vísitalan lækkar um
þrettán stig milli mánaða og mæl-
ist rúm 88 stig, en vísitölugildi
undir hundrað merkir að fleiri eru
svartsýnir en bjartsýnir á ástand
og horfur í efnahags- og atvinnu-
málum. Mat neytenda á núverandi
ástandi lækkar þó minna en vænt-
ingar þeirra til sex mánaða. Sú
vísitala sem mælir væntingar til
næstu sex mánaða stendur í 67,2 og
hefur ekki staðið svo lágt frá haust-
dögum 2001. „Þá eins og nú, blasti
við að skeið þenslu og kaupmátt-
araukningar væri á enda í kjölfar
snarprar gengislækkunar krónu,“
Neytendur svartsýnni Hinireldri
eru svartsýnni en þeiryngri.
segir í Morgunkorni Glitnis. Konur
eru almennt svartsýnni en karlar,
hinir eldri eru neikvæðari en þeir
yngri, og bjartsýni eykst einnig
með auknum tekjum svarenda.
Suðaustur-Asía:
Idol í þágu
milliríkjasamstarfs
Utanríkisráðherra Malasíu, Syed
Hamid Albar, útlistaði í blaðaviðtali
í gær hvernig mætti auka menningar-
tengsl og skilning á milli ungs fólks i
ríkjum Suðaustur-Asíu. Ráðherrann
vill að Samband Suðaustur-Asíu-
ríkja (ASEAN), sem eru pólitísk og
efnahagssamtök tíu ríkja á svæðinu,
standi fyrir söngvakeppni í anda Idol-
þáttanna vinsælu. Að mati Hamid
Albar mun slík keppni verða til þess
að ungt fólk horfi jákvæðum augum
á Samband Suðaustur-Asíuríkja og
læri á unga aldri að vinna saman á
vettvangi sambandsins.
Syed Hamid Albar, sem semur
ljóð í frístundum, hefur verið ötull
talsmaður milliríkjasamstarfs á vett-
vangi Sambands Suðaustur-Asíu.
Náið samstarf Utanríkisráðherrar
aðiidarríkja Sambands Suðaustur-As-
íuríkja. Hamid Albar er fyrir miðju,
Hann fékk tónlistarmenn á síðasta
ári til þess að semja lag við eitt ljóða
sinna til þess að magna upp stemn-
ingu fyrir leiðtogafund aðildarríkj-
anna sem fór fram í desember á síð-
asta ári. Lagið heitir: ASEAN, á okkar
hátt.