blaðið - 02.08.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaðið
blaöiðna
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Mynd/Lögreglan á Seylisárái
Kárahnjúkar:
Mótmælandi
verður kærður
Loftur Jóhannsson, formaður Fé-
lags íslenskra flugumferðarstjóra
Undrast að læknir geti greint þriöja að
ila frá trúnaðarmálum sjúklings
Veikur flugumferðarstjóri:
Annar læknir gaf út
veikindavottorðið
■ Neyddur til að mæta í vinnu. ■ Læknir brýtur trúnað.
■ Ógnun við flugöryggi
Óskar Bjartmarz, yfirlögredu-
þjónn á Seyðisfirði, segir að 01-
afur Páll Sigurðsson verði kærður
íyrir skemmdir sem hann vann á
bíl lögreglunnar á mánudag. „Við
höfum ekki fundið hann, en við
höfum svo sem ekki verið að leita
að honum sérstaklega, en hann
verður kærður,“ segir Óskar.
Skemmdirnar eru ekki
miklar að sögn Óskars en þó
sjái á bílnum. Auk þess hafi
Ólafur reynt að hindra för
ökutækis lögreglunnar og því
verði hann kærður fyrir at-
hæfið. Myndin sem hér birtist
var tekin af lögreglumanni á
staðnum og sýnir hún Ólaf Pál
gefa yfirvaldinu fingurinn.
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Flugumferðarstjórinn, sem gert var
að mæta í vinnu á mánudaginn eftir
að trúnaðarlæknir hafði úrskurðað
að hann væri heill heilsu, fékk veik-
indavottorð frá öðrum lækni eftir
að vinnu lauk. Formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra undr-
ast að veikur maður skuli dreginn
í vinnu.
Ákveðið var að fá staðfestingu á
öllum veikindum í ljósi mikilla for-
falla að undanförnu að sögn fram-
kvæmdastjóra flugumferðarsviðs
Flugmálastjórnar.
„Þetta er mjög óeðlilegt. Það hefur
gerst áður að trúnaðarlæknir fari
heim til manna. Ég man þó ekki til
þess að menn hafi komið í vinnu
sem segjast vera veikir. Þessi maður
lét sig hafa það að koma en ítrekaði
þó að hann treysti sér ekki til þess,“
segir Loftur Jóhannsson, formaður
Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Á mánudaginn var flugumferðar-
stjóra sem tilkynnt hafði sig veikan
skipað að mæta í vinnu eftir að trún-
aðarlæknir Flugmálastjórnar hafði
úrskurðað að hann væri heill heilsu.
Maðurinn hafði, að sögn Lofts,
þjáðst af beinverkjum og höfuðverk
um nóttina og treysti sér ekki til
vinnu um morguninn. „Ég veit að
þessi starfsmaður spurði trúnað-
arlæknirinn að því hvernig hann
mældi höfuðverk. Mér skilst að það
hafi verið frekar fátt um svör.“
■ Loftur segir einkennilegt að
læknir láti þriðja aðila fá upplýsingar
um líðan sjúklings. „Samkvæmt því
sem ég veit er engin heimild fyrir því
að læknar geti greint þriðja aðila frá
trúnaðarmálum sjúklings. Okkur
finnst þetta afar einkennilegt." Eftir
að maðurinn lauk vakt seinna um
kvöldið fór hann á Læknavaktina
þar sem læknir úrskurðaði að hann
væri veikur og lét hann fá vottorð
upp á það.
I gær sendi stjórn Félags íslenskra
atvinnuflugmanna frá sér ályktun
þar sem lýst er yfir áhyggum vegna
þeirrar stöðu sem komin er upp í
Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykja-
vík. Átelur stjórnin þau vinnubrögð
að veikur maður skuli neyddur til
að mæta í vinnu og telur slíkt vera
bein ógnun við flugöryggi.
Ásgeir Pálsson, framkvæmda-
stjóri flugumferðarsviðs Flugmála-
stjórnar, segir mikil veikindi flug-
umferðarstjóra á síðustu vikum og
mánuðum hafi leitt til breytinga
á vinnureglum trúnaðarlæknis.
,Trúnaðarlækni er tilkynnt um öll
veikindi. Hann hefur síðan sam-
band við fólk til að athuga líðan þess
og ef hann er sáttur við svör þá er
því lokið. Að öðru leyti boðar hann
fólk í læknisskoðun. í ljósi þess að
veikindi hafa aukist svo mikið þá
var þessi vinnuregla sett upp eftir
þarsíðustu helgi.“
NÝB VALKOSTIJR Á '
FLIJTMNGAMARKAÐNUM
Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600
www.transport.is • transport@transport.is
Á förnum vegi
Hvernig líkar þér við
forseta íslands?
Halldór Hreinsson hugbúnaöar-
fræðingur
„Dorrit er fín. Ólafur hefur svo sem
ekkert gert af sér í nokkurn tíma.“
Lára Margrét Möller nemi
„Hann er ágætur, allavega ekkert
slæmur gæi.“
Hafdís Jóhanna Einisdóttir nemi
„Hann er bara æðislegur,"
Nína Guðríður Sigurðardóttir nemi
„Mér finnst hann mjög fínn.“
Ása Ottesen stílisti
„Hann er æði.“
's'qrænmeti
sérmerkt þér!
Heiöskirt Léttskýjað Skýjað Alskýjað Hlgning, lítilsháttarÁf^. Rigning Súld - Snjókoma.— - Slydda ■ ' - Snjóél - ' —skúr
Algarve 27
Amsterdam 16
Barcelona 28
Berlin 21
Chicago 28
Dublin 18
Frankfurt 22
Glasgow 15
Hamborg 21
Helsinki 22
Kaupmannahöfn 19
London 21
Madrid 34
Mallorka 32
Montreal 26
New York 29
Orlando 25
Osló 21
París 21
Stokkhólmur 20
Vín 25
Þórshöfn 12
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 9020600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
Á morgun