blaðið - 02.08.2006, Qupperneq 23
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
I 23
í bæinn. „Við fórum á markað í bæ
sem kallast Sarlat og fallegur mið-
aldabær. Þarna koma bændurnir
með vörur sínar eins og osta, pylsur
og vín, allt meira og minna heimalag-
að og virkilega gott“ segir }ón Krist-
inn.
Á föstudagskvöldið var haldið á
veitingastað í nágrenninu sem bauð
upp á ódýran og góðan franskan
heimilismat. „Staðurinn er í miklu
uppáhaldi hjá Jim og hann vildi leyfa
okkur að kynnast því líka enda urð-
um við ekki fyrir vonbrigðum" segir
Álfrún.
Aldagömul olíuverksmiðja
f Dordogne má finna aldagamla
hnetuverksmiðju þar sem olía er bú-
in til úr hnetum með upprunalegum
aðferðum og sömu tækjum og voru
notuð fyrir nokkrum öldum. „Þarna
var hægt að koma með hnetur sem
voru týndar úti í skógi og láta búa til
olíu fyrir sig sem var mjög bragðgóð.
Allt var þetta búið til í gömlu vélun-
um og var gaman að fylgjast með því.
Þarna var líka hægt að kaupa vín af
bóndum en í héraðinu eru margir
með litlar vínekrur. Við heimsóttum
eina slíka og fengum að smakka vín
úr fyrstu uppskerunni“ segir Álfrún.
Borðað á gömlum herragarði
Frá flugvellinum í Limoges tekur
um í Vi -2 klukkustund að keyra til
Bombel.
„Það var mjög áhugavert að keyra
um sveitir Frakklands og tókum við
okkur góðan tíma í það. Við stoppuð-
um á leiðinni á gömlum herragarði
frá 18. öld þar sem við fengum dýr-
indis máltið. Það eru hjón sem reka
þennan stað sem er sérstaklega
huggulegur og verðið fyrir fjögurra
rétta máltíð með góðu léttvíni var
hlægilegt“ segir Álfrún.
„Eitt hið skemmtilegasta við Frakk-
land er þessi mikla matarmenning.
Það er tekinn góður tími í að matbúa
og svo er setið lengi og matast sem er
ólíkt því sem tíðkast hér heima“ segir
Jón Kristinn. „Það er líka lögð mikil
áhersla á að maturinn sé fallega bor-
inn fram og allt verður þetta mjög
girnilegt".
Réttirnir sem eldaðir eru á nám-
skeiðinu eru mjög fjölbreyttir. „Við
lærðum t.d. að búa til piparís sem
var mjög góður. Svo voru eldaðar
gómsætar andabringur, ýmiss kon-
ar eftirréttir og svo einfaldir réttir
eins og eggjakaka og annað slíkt.
Þetta var því virkilega fræðandi og
skemmtilegt" segir Álfrún.
Nánari upplýsingar um námskeið-
ið er að finna á www.cookinfrance.
com.
Metþátttaka
Sunnudaginn i3.ágúst næstkom-
andi mun Ferðafélag fslands halda
í heljarinnar hópferð í Þjórsárver.
Ferðin, sem unnin er í samvinnu
við Landvernd, miðast eingöngu
við einn dag ólíkt því sem gengur
og gerist þegar farið er í ferðir um
Þjórsárver. Að kvöldi laugardagsins
n.ágúst mun þó þáttakendum verða
boðið til kvöldvöku í Árnesi, þar
sem heimamenn og náttúrufræðing-
ar munu greina frá undrum Þjórs-
árvera í máli og myndum auk þess
sem fólki gefst tækifæri til að hittast
áður en haldið er í ferðina.
„Við erum að reyna að gera þetta
svolítið létt og skemmtilegt og vilj-
um ná til þeirra sem hafa kannski
ekki áhuga á að fara í 4-5 daga
göngu um Þjórsárver. Yfirleitt eru
ferðirnar þangað lengri, svo að
þetta er svolítið öðruvísi en gengur
og gerist. Þetta svæði hefur mikið
verið í umræðunni en fæstir hafa
komið þangað og kannski bara séð
myndir. Nú er tilvalið tækifæri til
að kynnast svæðinu af eigin raun í
dagsferð og fá meiri tilfinningu fyr-
ir því hvað verið er að tala um,“ segir
Páll Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Ferðafélags íslands. Hann seg-
ir sömu göngu í fyrra hafa heppnast
afar vel og því var afráðið að halda í
aðra þetta árið. „Við fórum með 220
manna hóp í fyrra og nú er búist við
metþátttöku. Það verður ekkert lok-
að fyrir ákveðinn fjölda - við bara
bætum við rútum."
Ferðalangar til messu
í Biskupsþúfu
Árla sunnudags verður lagt upp
frá Árnesi og ekið að Hrauneyjum,
áfram Sprengisandsleið og inn á
Kvíslaveituveg. Þaðan er farið í Þúfu-
ver, um freðmýrarústir, áleiðis að
Biskupsþúfu.
„1 Biskupsþúfu er stórkostlegt út-
sýni yfir Verin vestan Þjórsár. Þaðan
sést vestur í Kerlingafjöll, Hjartafell,
Arnarfell, Hofsjökul, Vonarskarð
og Hágöngur. Sóknarpresturinn í
Árnesi ætlar svo að messa fyrir okk-
ur á Biskupsþúfu áður en ferðinni
er haldið áfram í Eyvindakofaver,"
segir Páll og bætir við að messan
sé til þess að auka á fjölbreytileika
ferðarinnar. „Þetta er auðvitað eng-
in kristniboðaferð en það verður
skemmtilegt að hafa smá messu.
Þetta verður bara bæn og sálmur,
sem kryddar aðeins ferðina og verð-
ur ánægjuleg stund.“
Hægt er að bóka sig íferðina um
Þjórsárver fram að ío.ágúst hjá
Ferðafélagi tslands.
Gómsætar uppskriftir....
Pönnusteikt andabringa með
grænmeti og sítrussafa
Notið safann og rifinn börkinn af:
• 1 lime
• 1 sítrónu
• 1 appelsína
• 300 ml kjúklingasoð
• 1 glass af þurru hvítvíni
• 1 tsk. brúnn sykur
• 12 litlar gulrætur (baby carrots)
• Handfylli af frönskum baunum (har-
icots verts)
• Brokkolí
• 150 g smjör
• 4 andabringur
• Sjávarsalt
• Svartur pipar
Safinn og skinnið af sítrusávöxtun-
um sett í pott ásamt kjúklingasoðinu,
hvítvíni og sykri. Látið malla í 20
mínútur þar til vökvinn hefur minnk-
að um 2/3.
Setjið smjörið út í, saltið og haldið
heitu. Látið þó ekki sjóða.
Skerið gulræturnar 1 cm strimla og
sjóðið í 3 mínútur eða þar til þær eru
mjúkar. Gerið hið sama við baunimar
og brokkolí.
Setjið salt og pipar á andbringurnar.
Hitið pönnu og setjið olíu á. Setjið
bringurnar á og steikið í 1 mínútu.
Snúið þeim við og eldið í 6-8 mínútur.
Setjið grænmetið á pönnuna og steik-
ið rétt aðeins í smá ólífuolíu í eina
mínútu.
Skerið bringurnar í 5-6 litla bita
hverja og berið fram með grænmet-
inu og sósunni.
ís með svörtum pipar
• 300 ml mjólk
• 150 ml þeyttur rjómi
• 3 teskeiðar nýmalaður svartur
pipar
•110 strásykur
• 6 eggjarauður
Mjólk og rjómi sett í pott og svarti
piparinn hrærður saman við. Hitað
að suðu og svo látið malla í 5 mínút-
ur. Slökkt undir og látið standa með
loki í klukkustund.
Hitað upp aftur og sykri bætt við,
hrært þar til sykurinn er uppleystur.
Hitað að suðu og svo hellt yfir eggja-
rauður í hitaþclinni skál og hrært
stöðugt þar til góðri þykkt er náð.
Kælið.
Setjið ísinn í box og inn í frysti í
klukkustund. Hrærið í honum með
gaffli á hálftíma fresti og setjið ísinn í
frysti á milii þar til góðri áferð er náð.
hilda@bladid.net
um Banana
Boat ef þú vilt
kröftugan Aloe Vera
eða E-vítamin
varasalva
með hárri sólvöm,
#30. Líka ef þú viít
bragðgóðan ávaxta-
eða berja varasalva.
Banana Boat
SJÁLFBRUNKUKREMIÐ
sigraði í visindalegri samanburðar-
rannsökn bandaríska timaritsins
Glamour:
• Dekkir vel
• 100% laust við appelsinugulan tón
• Alltaf eðlilegur sólbrunkutónn
• Engir flekkir
• Fæst bæði í kremfbrmi og i úðabrúsa
• Hagstætt verð
Banana Boat
dökksólbrunkukremið
(Dark Tanning Lotion) gefúr
falLega dökkbrúnan tón um
leið og húðin er nærð með
rakagefandi jurtum og
Lægstu sólvörn i kremi, 4.
Banana Boat
djúpsólbrunkugelið (Deep
Tanning GeL) - stundum
kallað gulrótargelið - gefúr
endingargððan brons-
sólbrunkutón um leið og
húðin er styrkt með A-
vitamini og lægstu sólvöm
i geLi, 4.
Biddu um Banana Boat
ef þú viLt
SÓLBRUNKUFESTANDI
After Sun Body Lotion.
• Viðheldur æskuljóma
húðarinnar.
• 2 stærðir, 470 ml og
230 ml
GULA BANANA B0AT E-gelið
er lausn fyrir marga exem- og
psoriasissjúklinga.
• Hentar vel í hársvörð (fitu-
og oliufritt).
• Hindrar myndun þurra húð-
flagna.
• Slær á kláða
• Prófaðu lika sænska Naturica
Ört+ kremið frá Birgittu Klemo.
Stífl skiptir máli
Biddu um Banana Boat ef þú
vilt
TVÖFALT MEIRA MAGN
af hreinu Aloe Vera geli á
HELMINGI LÆGRA
VERÐI
• Græna Banana Boat hreina
Aloe Vera gelið gengur allt inn
í húðina á innan við 40 sek.
• Græðir og kælir
Aloe Vera umboðið
897 1784
Fæst í apótekum og heilsubúðum á sólbaðs- og snyrtistofum
M/.$ ffukfwrfrktf, Ítúúihr&jfifóS/ýx
Tryggðu þér eintak
á næsta sölustað
77 Undirbúningur bílferöaiag
m Gönguleiðir við tjaldsvæöi
Fréttir og fróðleikur
Skagafjörður - Hvað er í boði?
Bæjarhrauni 22 • 220 Hafnarfjörður • Simi: 565 6500